Morgunblaðið - 08.08.2022, Síða 27

Morgunblaðið - 08.08.2022, Síða 27
þjóð. María kemur til ÖSK frá HK. Hún hefur alls leikið 41 leik með HK í 1. og 2. deild. Þá á hún fimm leiki að baki í efstu deild með HK/Víkingi. María fór á kostum í 2. deildinni sumarið 2020 og skoraði 17 mörk í 16 leikjum. Hún gerði tvö mörk í tólf leikjum í 1. deild- inni áður en leiðin lá til Svíþjóðar. Val- geir Valgeirsson, kærasti Maríu, samdi á dögunum við Örebro en karla- liðið leikur í næstefstu deild Svíþjóðar. _ Elvar Már Friðriksson, landsliðs- maður í körfubolta, gæti gengið í raðir Rytas Vilnius en liðið er ríkjandi meistari í Litháen. Karfan.is greinir frá að félagið hafi mikinn áhuga á að fá Elvar til liðs við sig. Hann lék við góð- an orðstír hjá Siauliai í Litháen, áður en hann skipti yfir til Antwerp í Belgíu og síðan Tortona á Ítalíu. _ Arnór Sigurðs- son skoraði annað mark Norrköpping í 2:0-sigri gegn Degerfors í sænsku úrvals- deildinni í knatt- spyrnu á föstudag. Arnór var í byrj- unarliði Norrköpping, sem og Ari Freyr Skúlason. Ari fór af velli á 72. mínútu en tveimur mínútum síðar kom Andri Lucas Guðjohnsen inn á. Norrköping er í 11. sæti deildarinnar með 19 stig eftir 17 leiki. _ Enski knattspyrnumaðurinn Ben Godfrey verður frá keppni næstu vik- urnar eftir að hafa fótbrotnað í leik Everton og Chelsea í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Goodison Park í Liverpool á laugardag. Godfrey varð fyrir meiðslunum er hann tæklaði Kai Havertz, leikmann Chelsea. Gert var að meiðslum leikmannsins í átta mín- útur á vellinum, áður en hann var bor- inn af velli. _ Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson náði glæsilegum árangri á Finnish Challenge-mótinu á Áskorendamótaröð Evrópu um helgina og hafnaði í þriðja sæti á 20 höggum undir pari. Íslenski kylfingurinn bætti sig á milli hringja, því hann lék fyrsta hring á 69 höggum, næstu tvo á 67 og þriðja og síðasta á 65 höggum. Bjarki Pét- ursson hafnaði í 35. sæti á tíu höggum undir pari. Hann lék fyrstu þrjá hring- ina á 70 höggum og þann fjórða á 68 höggum. _ Lilja Ágústs- dóttir var markahæst hjá íslenska U18 ára landsliðinu í handbolta með tíu mörk er það mátti þola sárt 26:27-tap fyrir Hollandi í átta liða úrslitum á HM í gær. Íslenska liðið verður því að sætta sig við að leika um fimmta til áttunda sætið í stað þess að fara í undanúrslit. Katrín Anna Ásmunds- dóttir gerði sjö mörk og Tinna Sig- urrós Traustadóttir fjögur. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2022 Íslenska karlalandsliðið í blaki mætti Lúxemborg í forkeppni Evr- ópumóts karla í Digranesi í gær og mátti þola 0:3-tap. Þetta var annar leikur liðsins í forkeppni Evrópumótsins, þar sem leikið er heima og heiman, en ísland tapaði fyrir Portúgal í fyrsta leik, 0:3. Svartfjallaland er einnig í riðl- inum. Gestirnir unnu fyrstu hrinuna nokkuð örugglega, 25:18, aðra hrin- una 25:20 og þá þriðju 26:24 eftir upphækkun. Hafsteinn Már Sig- urðsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 12 stig. Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Svartfjallalandi ytra á mið- vikudag. Ljósmynd/Blaksamband Íslands Digranes Íslenska karlalandsliðið í blaki ræðir saman á gólfinu í Digranesi. Ísland án sigurs eftir tap gegn Lúxemborg GOLF Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Hin 15 ára gamla Perla Sól Sig- urbrandsdóttir úr GR og Kristján Þór Einarsson GM eru Íslandsmeist- arar í golfi árið 2022. Það varð ljóst þegar fjórða og síðasta deginum á Ís- landsmótinu í Vestmannaeyjum var aflýst í gær, þar sem Vestmanna- eyjavöllur var ekki leikfær sökum bleytu eftir mikla úrkomu. Perla og Kristján voru í forystu eftir þrjá hringi og voru því krýnd Ís- landsmeistarar í rigningunni í Vest- mannaeyjum. Perla Sól, sem varð Evrópu- meistari 16 ára og yngri á dögunum, fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeist- aratitli og því óhætt að segja að und- anfarnar vikur hafi verið eftirminni- legar fyrir kylfinginn unga. „Þetta er búið að vera gaman og það er geggjað að hafa tekið þetta. Ég náði að spila gott golf alla vikuna,“ sagði Perla í samtali við Jónas Berg- steinsson, fréttaritara Morgunblaðs- ins í Vestmannaeyjum. Aðspurð segir Perla að upphafs- höggin hafi verið hennar helsti styrk- leiki á mótinu. „Upphafshöggin komu mér eiginlega alltaf á braut og því lenti ég ekki í veseni á teignum,“ sagði hún. Það er nóg fram undan hjá Perlu, sem hefur átt afar góðar vikur að undanförnu. „Næstu helgi er Íslandsmót ung- linga, sem fer fram á GKG. Svo er það Korpubikarinn. Síðan er ég að fara til Skotlands að keppa fyrir hönd Evrópu í svona Ryder Cup á móti Bretlandi og Írlandi,“ sagði Perla Sól. Ekkert nema þakklæti Kristján Þór, sem er 34 ára, varð Íslandsmeistari árið 2008 og beið því lengi eftir öðrum Íslandsmeistara- titlinum. „Ekkert nema bara þakklæti. Það er bara það sem ég get sagt. Þakklæti til allra í kringum mig,“ sagði Krist- ján í sigurvímu við Morgunblaðið. Hann lýsti síðan skrautlegum að- stæðum. „Ég byrjaði í undirbúningi á mánu- dagsmorgun. Á mánudag og þriðju- dag var völlurinn mjög góður, svip- aður og hann var á laugardaginn. Aðfaranótt miðvikudags byrjar að blása hressilega og mikill vindur þarna á miðvikudeginum. Þegar við förum að spila á miðvikudeginum þá er völlurinn búinn að þorna rosalega mikið upp og í rauninni orðinn allt öðruvísi en hann var dagana á undan. Hann hélst þannig fimmtudag og föstudag, mjög harður og hraður. Það var erfitt að átta sig á hvernig boltinn myndi haga sér þegar maður var að vippa inn á flatirnar. Svo var smá rigning þarna aðfaranótt laugardags og maður fann strax að þetta var orð- ið líkara því sem maður var að æfa sig fyrir á mánudeginum,“ útskýrði Kristján Þór, sem er þriðji Íslands- meistari GM frá upphafi. Magnaðar tvær vikur Perlu - Lokadeginum aflýst og þrír fyrstu hringirnir giltu - Kristján Þór meistari í annað sinn - Evrópu- og Íslandsmeistari á tveimur vikum - Nóg fram undan Ljósmynd/Sigfús Gunnar Íslandsmeistarar Kristján Þór Einarsson og Perla Sól Sigurbrandsdóttir með sigurverðlaunin í Vestmannaeyjum. HM U18 kvenna 8-liða úrslit: Ísland – Holland ................................... 26:27 EM U18 karla A-riðill í Podgorica: Þýskaland – Ísland............................... 35:31 E(;R&:=/D Knattspyrna Besta deild karla: Breiðholt: Leiknir R – Keflavík .......... 19.15 Akranes: ÍA – Valur ..............................19.15 Lengjudeild kvenna, 1. deild: Árbær: Fylkir – FH ............................. 19.15 2. deild kvenna: Valsvöllur: KH – ÍA ...................................20 Í KVÖLD! Vináttulandsleikur kvenna í Tampere Ísland – Svíþjóð .................................... 46:81 EM U18 karla B-deild í Rúmeníu, undanúrslit: Ísland – Svíþjóð .................................... 71:94 Leikur um þriðja sæti: Finnland – Ísland ................................. 72:66 EM U18 kvenna B-deild í Búlgaríu F-riðill: Írland – Ísland ...................................... 68:58 Leikur um 11. sæti: Bretland – Ísland.................................. 71:69 Ástralía Woodville – South Adelaide ............... 81:85 - Isabella Ósk Sigurðardóttir kom lítið við sögu hjá South Adelaide. 4"5'*2)0-# Holland NEC Nijmegen – Twente ....................... 0:1 - Andri Fannar Baldursson kom inn á hjá NEC Nijmegen á 88. mínútu. AZ Alkmaar – Go Ahead Eagles............ 2:0 - Willum Þór Willumsson lék fyrstu 76 mínúturnar hjá Go Ahead Eagles. Belgía Antwerp – OH Leuven............................ 4:2 - Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 58 mínúturnar hjá Leuven. Bandaríkin Vancouver – Houston Dynamo .............. 2:1 - Þorleifur Úlfarsson lék fyrstu 83 mín- úturnar með Houston. Orlando City – New England................. 0:3 Arnór Ingvi Traustason kom inn á hjá New England á 63. mínútu. Danmörk Köbenhavn – Bröndby ............................ 4:1 - Hákon Arnar Haraldsson lék fyrstu 83 mínúturnar með Köbenhavn. Ísak B. Jó- hannesson leysti hann af hólmi en Orri Steinn Óskarsson var ekki í hópnum. OB – AGF.................................................. 1:2 - Aron Elís Þrándarson lék fyrstu 71 mín- útuna hjá OB. - Mikael Anderson var ekki í hópnum hjá AGF. Svíþjóð Kalmar – AIK........................................... 1:0 - Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn hjá Kalmar. Sirus – Malmö........................................... 2:1 - Aron Bjarnason lék allan leikinn með Sirius. Óli Valur Ómarsson var ónotaður varamaður. Mjällby – Elfsborg ................................... 1:1 - Hákon Rafn Valdimarsson lék allan leik- inn með Elfsborg og Sveinn Aron Guðjohn- sen fyrstu 77 mínúturnar. Noregur Bodö/Glimt – Odd ....................................7:0 - Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt. Rosenborg – Ham Kam............................2:1 - Kristall Máni Ingason kom inn á hjá Rosenborg á 66. mínútu. Kristiansund – Molde .............................. 2:3 - Brynjólfur Andersen Willumsson lék all- an leikinn hjá Kristiansund. - Björn Bergmann Sigurðarson lék ekki með Molde vegna meiðsla. Lilleström – Tromsö................................ 1:1 - Hólmbert Aron Friðjónsson lék allan leikinn hjá Lilleström og lagði upp mark. Sandefjord – Viking................................ 2:2 - Patrik Sigurður Gunnarsson lék allan leikinn með Viking en Samúel Kári Frið- jónsson var ekki með. B-deild: Sogndal – KFUM Ósló............................. 1:2 - Jónatan Ingi Jónsson lék fyrstu 82 mín- úturnar hjá Sogndal og lagði upp mark. Hörður Ingi Gunnarsson lék allan leikinn en Valdimar Þór Ingimundarson var ekki í hópnum. Pólland Slask Wroclaw – Widzew Lodz.............. 0:0 - Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn með Slask Wroclaw. 4.$--3795.$ Norski markahrókurinn Erling Braut Haaland byrjaði með látum hjá nýju liði sínu, Manchester City, er það vann West Ham, 2:0, á útivelli í fyrstu umferð ensku úrvalsdeild- arinnar í fótbolta í gær. Haaland gerði bæði mörk City, það fyrra eftir víti sem hann náði í sjálfur. Haaland hefur verið einn mesti markaskorari Evrópu undanfarin ár með Dortmund og hann olli ekki von- brigðum í fyrsta leik. Það sama er ekki hægt að segja um Manchester United í fyrsta leik undir stjórn Eriks ten Hag. Brighton heimsótti Old Trafford og vann sinn fyrsta deildarsigur í sögunni á vell- inum. Urðu lokatölur 2:1, þar sem Pascal Gross skoraði bæði mörk Brighton en markið hjá United var sjálfsmark. United var ekki eina stórliðið sem missteig sig í fyrstu umferð, því Liv- erpool náði aðeins jafntefli gegn ný- liðum Fulham á útivelli, 2:2. Nýliðinn Darwin Nunez skoraði fyrra mark Liverpool og Mo Salah það seinna. Aleksandar Mitrovic gerði bæði mörk Fulham. Betur gekk hjá Lundúnaliðunum Chelsea og Tottenham. Jorginho gerði sigurmark Chelsea í 1:0-útisigri á Everton og Dejan Kulusevski skor- aði og lagði upp fyrir Tottenham í 4:1-heimasigri á Southampton. Sá norski byrjaði með miklum látum AFP/Justin Tallis Læti Erling Braut Haaland byrjar með látum í ensku úrvalsdeildinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.