Morgunblaðið - 12.09.2022, Side 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson
innviðaráðherra svaraði fyrir
helgi fyrirspurn frá varaþingmanni
Miðflokksins, Þorgrími Sigmunds-
syni, um byggð í Nýja-Skerjafirði.
Svarið gefur góða
von um að ráð-
herrann hyggist ekki
láta borgina komast
upp með að þrengja
frekar að Reykjavík-
urflugvelli.
Ráðherra minnir á
samkomulag við
borgina frá 2019 um
að borgin skuli
tryggja rekstrar-
öryggi flugvallarins
og segir að fyrir liggi
„að mati Isavia að hin
nýja byggð sem fyr-
irhuguð er í Skerja-
firði mun að óbreyttu
hafa neikvæð áhrif á
vindafar og ókyrrð í lofti við
Reykjavíkurflugvöll. […] Ný byggð
í Skerjafirði mun því að óbreyttu
draga úr rekstraröryggi flugvall-
arins sem er í beinni andstöðu við
framangreint samkomulag.
- - -
Þá liggur jafnframt fyrir mat frá
Samgöngustofu um að fram-
kvæmdir og áhrif þeirra á öryggis-
svæði og flugöryggi á Reykjavíkur-
flugvelli geti valdið frekari
rekstrartakmörkunum í starfsleyfi
hans og jafnvel kallað á lokun hans
að hluta. Slíkt myndi augljóslega
ganga gegn framangreindu sam-
komulagi en einnig stofna flug-
öryggi og rekstraröryggi flugvall-
arins sem innanlands- og sjúkra- og
varaflugvallar í hættu.
- - -
Ekki er unnt að fallast á áætl-
anir Reykjavíkurborgar um
fyrirhugaða byggð í Skerjafirði að
óbreyttu og óásættanlegt er að far-
ið sé í slíkar framkvæmdir án þess
að fullkannað sé hvort og þá með
hvaða hætti verði tryggt að þær
hafi ekki neikvæð áhrif á rekstrar-
öryggi Reykjavíkurflugvallar.“
Þorgrímur
Sigmundsson
Borginni ber að
tryggja reksturinn
STAKSTEINAR
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Stífluþjónusta
Íslenska gámafélagsins
Íslenska gámafélagið býður upp á stífluþjónustu fyrir
einstaklinga og fyrirtæki.
Losun fitu-, sand-og olíuskilja, hreinsun niðurfalla og stíflulosun.
www.gamafelagid.is sími: 577 5757
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Mikilvægt er að styrkja samkeppnis-
stöðu Vestfjarða með því að bæta
samgöngur, fjarskipti og orkumál á
svæðinu. Þetta segir í ályktun 67.
fjórðungsþings Vestfirðinga sem
haldið var á Patreksfirði um helgina.
Þar er undirstrikað að á fundi sveit-
arstjórnafólks í landshlutanum og
ríkisstjórnarinnar sem var vestra á
dögunum hafi verið ítrekað að kröfur
Vestfirðinga lúti einasta að því að
samkeppnisstaða svæðisins jafnist á
við önnur svæði úti um land. Bent er
á að markmið byggðaáætlunar séu
að jafna tækifæri allra landsmanna
til atvinnu og þjónustu. Þar sé sér-
stök áhersla lögð á að efla svæði þar
sem atvinnulíf er einhæft. „Samhliða
þarf að ræða aukna fjölbreytni at-
vinnulífs, nýsköpunar, menntunar
og menningar sem þarf til svo að
svæðið nái vopnum sínum og verði sú
aflstöð þekkingar sem það hefur alla
burði til,“ segir í ályktun fjórðungs-
þings.
Ennfremur er í ályktun skorað á
umhverfis- og loftslagsráðherra að
taka upp vinnu við stofnun þjóðgarðs
á sunnanverðum Vestfjörðum. Með
þjóðgarði megi varðveita meðal ann-
ars friðlandið í Vatnsfirði og nátt-
úruvættin Dynjanda við Arnarfjörð
og Surtarbrandsgil nærri Brjánslæk
á Barðaströnd. sbs@mbl.is
Vestfirðir verði aflstöð þekkingar
- Staðan verði jöfnuð - Svæðið nái
vopnum - Fjórðungsþing vill þjóðgarð
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vestfirðir Fjórðungsþingið var að
þessu sinni haldið á Patreksfirði.
Magnús Norðdahl,
flugstjóri og fimm-
faldur Íslandsmeistari í
listflugi, lést á heimili
sínu hinn 8. september,
94 ára að aldri. Hann
fæddist 20. febrúar
1928. Foreldrar Magn-
úsar voru Guðmundur
Norðdahl trésmiður og
Guðrún Pálsdóttir hús-
móðir.
Hann fór í sitt fyrsta
flug árið 1944 á svif-
flugu með útsýni yfir
Esjuna og tók sína
fyrstu flugtíma á
Stearman og blindflugsáritun frá
breska flughernum á Reykjavíkur-
flugvelli. Árið 1946 fór hann í flug-
nám til Englands, með togara, og
útskrifaðist þaðan sumarið 1947.
Hóf hann störf hjá Loftleiðum til
reynslu sumarið 1947, en fékk síðan
fastráðningu 1. júní 1948 og starfaði
hjá Loftleiðum í yfir 39 ár, eða til
febrúar 1991.
Magnús starfaði einnig í skamm-
an tíma fyrir BOAC (British Over-
seas Airways Corporation), sem var
hluti af British Air-
ways í Mið-Austur-
löndum, þegar flug-
rekstur á Íslandi gekk
ekki sem skyldi.
Magnús keppti í
listflugi og varð Ís-
landsmeistari fimm
sinnum, fyrst árið
1996 og síðast árið
2001.
Sýndi hann oft list-
flug á flugdeginum á
Reykjavíkurflugvelli
og síðast árið 2017
þegar hann var 89 ára
gamall.
Magnús flaug listflug til ársins
2020 þegar hann var orðinn 92 ára.
Flugið var hans eina áhugamál því í
flugvél var hann frjáls eins og fugl-
inn eins og var svo oft haft eftir
honum.
Eiginkona Magnúar var María
Sigurðardóttir Norðdahl heildsali
en hún lést árið 2017. Börn Magn-
úsar eru Sigurður, Guðrún, Guð-
mundur, Magnús Steinarr og Jóna
María, og eru barnabörn tíu og
barnabarnabörnin átta.
Andlát
Magnús Norðdahl
Morgunblaðið/Björn Arnar
Skorradalsvatn Haustsólin vísaði þessum paddle board-kappa veginn á ferð hans árla morguns í Skorradal á dögunum.
Allt um sjávarútveg