Morgunblaðið - 12.09.2022, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 12.09.2022, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2022 Réttir Haustið er tími tilhlökkunar hjá mörgum enda jafnan líf og fjör þegar smalar fara til fjalla og koma með fé til byggða. Mikið líf var í Skaftholtsrétt um liðna helgi og allir lögðu hönd á plóg. Skúli Halldórsson Bilið milli forrétt- indastéttar heimsins og hins raunverulega heims vex með hverj- um deginum. Fólk flest er um þessar mundir þjakað af heimsfar- aldrinum, hækkandi matar- og orkuverði og verðbólgu auk þess að óttast kreppu. Á sama tíma flýgur málrófs- fólkið í einkaþotum á ráðstefnur í Davos eða Aspen til að hafa uppi yfir- lýsingar um að mesta og nálægasta ógn heimsbyggðarinnar tengist lofts- lagsbreytingum, hamförum í um- hverfinu og minnkandi fjölbreyti- leika lífríkisins. Með þessum málflutningi er skollaeyrum skellt við stærstu neyð- inni. Nær milljarði manns stafar ógn af að svelta á árinu, ekki síst vegna andstöðu þeirra, sem óttast loftslags- breytingar, við áburð framleiddan með bruna jarðefnaeldsneytis. Yfir milljarður barna á skólaaldri hefur misst að meðaltali níu mánuði úr skóla vegna faraldurslokana sem um árið 2040 mun kosta kynslóð þeirra 1,6 billjónir dala á ári. Meðal auðugra þjóða munu milljónir láta lífið að óþörfu vegna ógreinds krabbameins og hjartasjúkdóma eftir kórónu- veirufárið og milljónir í fátækum ríkjum munu deyja óþörfum dauða úr mýrarköldu og berklum eins og venjulega. Sértu auðugur loftslagsáhyggju- maður á einkaþotu með sjúkratrygg- ingu og kreppuhelt starf þarftu ekki að missa svefn yfir mýrarköldu, kreppu, biðröð eftir krabbameinsgreiningu eða að börnin þín verði af kennslu næst þegar skólunum verður lokað. Enda eru hér ekki á ferð málefni sem vekja á þér athygli eða koma þér í kastljós fjölmiðla. Það er skítsælt að leysa vandamál hins raunverulega heims, árangur lætur þar á sér standa og er lítt áber- andi. Skínandi loforð um að bjarga heiminum með því að kolefnisjafna og hætta notkun tilbú- ins áburðar skapa mun meiri eftir- væntingu. Fleiri deyja úr kulda en hita Loftslagsbreytingar eru raun- verulegt vandamál af mannavöldum sem krefst athygli. Þó ýkja fjölmiðl- ar þær verulega með því að gera öll veðurfyrirbæri að hamförum á sjón- varpsskjánum. Í fyrra voru blöðin full af fréttum af mannskaðafellibylj- um. Þó hafa þeir ekki verið færri en árið 2021 síðan tekið var að horfa á allan heiminn gegnum gervihnetti árið 1980. Hundruð dauðsfalla af völdum hitabylgja tröllríða frétta- miðlum dögum saman, svo sem í Evrópu um þessar mundir, þrátt fyrir að tölfræðin sýni að mun fleiri – 4,5 milljónir í heiminum – deyi úr kulda, oftar en ekki af völdum tak- markaðrar kyndingar vegna svim- andi orkuverðs. Kostnaðurinn við stefnumótun í loftslags- og umhverfismálum í um- ræðuveislum forréttindafólks er að verða þungur í skauti. Í áratugi hef- ur okkur verið sagt að ókeypis, og jafnvel gróðavænlegt, sé að leggja jarðefnaeldsneyti á hilluna. Nú birt- ist okkur hinn raunverulegi verðmiði þeirra hrungjörnu loforða í efna- hags- og öryggislegu tilliti. Snemmbúið bakslag reið yfir í mót- mælum „gulvestunga“ í Frakklandi. Í Hollandi hafa hver mótmælin rekið önnur eftir að þarlend stjórn- völd kynntu stefnu sem slægi land- búnað í rot í nafni umhverfisverndar. Stefnu sem er bein ógn við næst- stærsta matvælaútflytjanda heims- ins á tímum vaxandi hungursneyðar um allar jarðir og stjórnvöld geta nú ekki snúið baki við, þar sem um- hverfisverndarsinnar hafa gert laga- legar ráðstafanir til að festa þessi einhliða stefnumál í sessi. Lausnin engin ofurvísindi Enn verri er staðan á Srí Lanka þar sem stjórnvöld bönnuðu tilbúinn áburð í apríl í fyrra að áeggjan for- réttindastéttarinnar og alþjóðaefna- hagsráðsins og kröfu þeirra um líf- ræna ræktun. Eins og gera mátti ráð fyrir hrundi matvælaframleiðsla ásamt gjaldeyri ríkisins. Ríkis- stjórnin sagði að lokum af sér í kjöl- far fjöldamótmæla svangra og sár- reiðra borgara sem flykktust að höll forsetaembættisins. Lausn þessara vandamála krefst engra ofurvísinda. Hinir ríku verða að hætta að hækka matarverð með kröfum um lífræna ræktun. Þeir verða að hætta að keyra upp orku- verð með kröfum um endurnýjan- lega orkugjafa. Vitrænna væri að leggja auknar rannsóknir og þróun í betri fræ svo framleiða megi meira magn matvæla með minna álagi á umhverfið. Við eigum að velta upp grænum lausnum í orkumálum sem dregið geta verulega úr losun koltví- sýrings á ódýran og heppilegan hátt. Einnig eigum við að taka fleiri neyðarmálefni inn í myndina sem leysa má með litlum tilkostnaði og góðum árangri – svo sem berkla og menntamál um allan heim sem lyfta mætti á hærra plan með tölvustuddri kennslu. Þriðjungur allra skattgreiðslna Forréttindastéttin virðist því mið- ur vera of upptekin af loftslags- og umhverfismálum og Holland og Srí Lanka eru aðeins viðvaranir um það sem koma skal. Kolefnisjöfnuður verður dýrasta stefna sem tekin hef- ur verið í heiminum. Kostnaðurinn við endurnýjanlegar eignir og inn- viði einn og sér verður rúmlega fimm billjónir árlega næstu þrjá áratugina að mati McKinsey-ráðgjafarfyrir- tækisins. Það jafnast á við þriðjung skattgreiðslna heimsins. Sé litið til Bandaríkjanna einna hefur rann- sókn sýnt að kostnaðurinn við að ná 80 prósentum af loftslagsloforðum Joes Bidens forseta um miðja öld verður rúmlega 5.000 dalir á hvern íbúa landsins. Uppfylling þeirra allra mun líkast til tvöfalda þá upphæð. Evrópusambandið ver árlega 69 milljörðum evra í niðurgreiðslur vegna endurnýjanlegra orkugjafa. Ætli sambandið sér að standa við – eða verði neytt til að standa við með úrskurðum dómstóla – háleit kolefn- isjöfnunarloforð sín gæti þessi upp- hæð hækkað í rúma billjón dali ár hvert. Rétt eins og í Hollandi munu ríkis- stjórnir verða milli steins og sleggju þar sem annars vegar eru umhverf- issinnar sem fara dómstólaleiðina til að halda þeim við fögur loforð og hins vegar vinnandi fjölskyldufólk að kikna undan dýrtíðinni. Gríðarlegar hækkanir orkuverðs í Evrópu má að mestu leyti rekja til hins óverjandi stríðs Rússa þótt að hluta komi þær til af misheppnuðum loftslagsstefnumálum. Orkuverð gæti þó hækkað enn meir með ár- unum og um allan heim ætli stjórn- málamenn sér að keyra kolefnis- jöfnun áfram. Kalt, hungrað og blankt fólk Jafnvel með núverandi stefnu við lýði játar Frans Timmermans, vara- forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og lang- tímahvatamaður aðgerða í loftslags- málum, að milljónum Evrópubúa verði ef til vill ókleift að kynda heim- ili sín í vetur. Niðurstaða hans er að það ástand gæti leitt til „mjög harðra deilna og urgs“. Þar hefur hann rétt fyrir sér. Kalt, hungrað og blankt fólk gerir upp- reisn. Ætli forréttindastéttin að halda uppteknum hætti við að knýja fram rándýr stefnumál, fullkomlega úr tengslum við þær brýnu áskor- anir sem fólk flest stendur nú frammi fyrir, skulum við búa okkur undir enn skæðari glundroða á heimsvísu. Eftir Bjørn Lomborg »Meðal auðugra þjóða munu milljónir láta lífið að óþörfu vegna ógreinds krabbameins. Bjørn Lomborg Höfundur er forseti hugveitunnar Copenhagen Consensus og gesta- fræðimaður við Hoover-stofnun Stan- ford-háskóla. Dýrkeypt draumaloftslag

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.