Morgunblaðið - 12.09.2022, Side 16

Morgunblaðið - 12.09.2022, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2022 Í Morgunblaðinu 13. ágúst sl. var birt viðtal við settan sótt- varnalækni, Kamillu Sigríði. Umtalsefnið var m.a. ákvörðun Dana að banna bólusetningar barna gegn Covid, en þeir hafa bannað fyrstu bólusetningar frá 1. júlí og lagt algert bann á seinni sprautuna frá 1. september. Fram kom í máli Kamillu að hér- lendis stæði ekki til að hætta bólu- setningum barna gegn Covid. Athyglisvert er að sjá hvernig þess- ar náskyldu þjóðir geta komist að svo ólíkum og andstæðum niðurstöðum. Sömu vísindin til grundvallar og sama fólkið erfðafræðilega séð. Hvað er þá að? Nauðsynlegt er að sóttvarnalæknir geri frekari grein fyrir þessari ákvörðun embættisins og leggi fram skýringar með tilvísunum í þau vís- indi sem lögð voru til grundvallar ákvörðuninni. Hvernig getur þetta átt sér stað? Ekki svo að þetta fjalli bara um einhverja skoðun. Þetta fjallar um það dýrmætasta í lífi okkar allra, börnin okkar og barnabörn. Tvær lykilspurningarnar Spurning A: Hverjar eru læknis- fræðilegar ástæður/vísindi sótt- varnalæknis á Íslandi sem réttlætt gætu bólusetningar barna undir 18 ára? Og við hvaða aldurshópa er átt? a) frá sex mánaða til fjögurra ára eins og byrjað er að bólusetja í BNA? b) frá fimm ára til 11 ára, c) eða frá 12 ára að 18 ára? Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á börnum og um aukaverkanir bólulyfjanna. Sænsk rannsókn var gerð á tveimur milljónum sænskra barna, heilbrigðum og alvarlega veik- um, sem öll höfðu greinst jákvæð á pcr-prófi. Í Svíþjóð búa 10 milljónir. (Ludvigsson et al.) Alvarleg veikindi voru sjaldgæf og ekkert barn hafði látist af Covid, flest þeirra aðeins með væg einkenni í efri loftvegi. Engar andlitsgrímur voru notaðar í skólum í Svíþjóð og ekkert benti til að börnin breiddu út faraldurinn. Sambærilegar rannsóknir voru gerðar í Þýskalandi og Bretlandi. Samkvæmt niðurstöðum opinberra gagna hafði ekkert heil- brigt barn látist eða orðið alvarlega veikt. Sýnir þetta að börnum er hverfandi hætta búin af veirunni SARS- CoV-2, lítið var um al- varleg veikindi og engin dauðsföll af völdum Co- vid urðu meðal heil- brigðra barna. Þá má einnig benda á íslenska rannsókn sem gerð var á 1.749 börnum hjá 365 þús- und íbúa þjóð, þar sem ekkert barn lagðist inn á sjúkrahús vegna alvar- legra veikinda og hafði ekkert látist af Covid. Börnin höfðu væg loftvega- einkenni, líkt og komið hefur fram í gögnum frá Svíþjóð, Þýskalandi og Bretlandi, en þar búa yfir 150 millj- ónir. Risastór faraldsfræðileg rannsókn (Ioannidis et al.) var gerð í 34 löndum, þar á meðal á Íslandi. Niðurstaðan var að börnum á aldrinum 0-18 ára stafar hverfandi lítil hætta af Covid, eða 0,0027%, statistískt núll. Með öðrum orðum: Innbyggð „vernd“ barna gegn Covid er 99,99732% (̃100%). Áhættan er hverfandi, bæði meðal veikra barna og heilbrigðra. Ef eingöngu er miðað við heilbrigð börn er áhættan ẽngin og í raun meiri líkur á að flugvél lenti á höfði þeirra. Hvernig réttlætir sóttvarnalæknir læknisfræðilegar ástæður fyrir því að bólusetja börn gegn sjúkdómi sem þeim stafar engin hætta af? Slíkt lyf fyrirfinnst því miður ekki. Ef slíku er haldið fram þá er það auðvitað rang- hugmynd eða blekking. Þau bólulyf sem er í boði eru á neyðarleyfum skv. Matvæla- og lyfja- stofnun Bandaríkjanna (US FDA, EUA Emergency Use Authorisation), eða eru á skilyrtu markaðsleyfi í Evr- ópu skv. Lyfjastofnun Evrópu (EMA, CMA Conditional Marketing author- isation). Þetta er í raun sama neyð- arleyfið í báðum heimsálfunum. Leyf- in eru einnig með sömu fyrirvörum; að þau séu til rannsóknar á veittum neyðarleyfistíma og að engin önnur lyf séu samtímis á mörkuðunum sem gætu gagnast fólki gegn Covid. Gögn stærstu gagna- banka veraldar og annarra rannsókna Annar eins fjöldi skráðra auka- verkana og dauðsfalla vegna núver- andi bóluefna gegn Covid hefur aldrei sést áður í sögu skráðra aukaverkana, jafnvel þótt samanlagður fjöldi allra aukaverkana af bólusetningum sé hafður til samanburðar síðustu 50 ár- in. Þetta kemur fram skv. stærstu gagnabönkum okkar, eins og US VA- ERS og í Evrópu EudraVigilance og fleiri gagnabönkum. Hér í þessari umfjöllun er þó aðeins tekið á aukaverkunum meðal barna og þær einskorðaðar við hjartabólgur og gollurshúsbólgur eftir C19- sprauturnar. Aukaverkanir af öðrum toga eru þó einnig umtalsverðar og miklar. Hér verður stuttlega fjallað um aukaverkanir hinna nýju mRNA- bóluefna (Pfizer og Moderna). Með- altíðni hjartabólgna barna á aldrinum 12-17 ára skv. US CDC (smit- sjúkdómastofnun Bandaríkjanna) er eitt barn á hver 16 þúsund börn (16,125), í hlutfalli 1:16,125. a) Í rannsókn (JAMA, Oster et al.) sem unnin er úr gögnum VAERS er tíðni hjartabólgna 70,73 börn á hverja milljón mRNA-sprauta – þar mælist tíðni hjartabólgna 0,53/milljón. Þetta þýðir að tíðni hjartabólgna hefur auk- ist um 134% eftir mRNA C19- sprauturnar. https://tinyurl.com/paf88dp9 b) Nýleg ísraelsk rannsókn (Me- vorach et al.) sem gerð var á 12-15 ára börnum og birt í NEJM (New Eng- land Journal of Medicine) sýndi tíðni áhættu hjartabólgna eftir Pfizer mRNA-sprautur = einn af hverjum 12.361. Eins og fyrr sagði metur CDC áætlaða áhættu vera eitt barn á hver 16.125 börn, á meðal 12-17 ára drengja. https://tinyurl.com/y23u7p6b c) Bandarísk rannsókn (Schauer et al.), Journal of Pediatrics, hjá börn- um. d) Taílensk rannsókn (Mangs- anguan et al.) á rúmlega 300 13-18 ára skólabörnum er sú fyrsta sinnar tegundar sem er framsýn. Börnunum er fylgt eftir með rannsóknum, m.a. hjartariti, hjartaómun og mælingum hjartaensíma (CKMB/Troponin-T) með nokkurra daga millibili hvort heldur þau fundu til einkenna eða ekki. Niðurstöðurnar voru sláandi. Stór hluti barnanna, 29,24%, aðallega drengirnir, var með ýmis einkenni hjartaskaða eins og háþrýsting, hrað- takt, hjartsláttaróreglu og and- þyngsli. 2,33% þeirra sýndu merki hjartabólgu/gollurshúsbólgu. Þetta er langt umfram það sem áð- ur hefur verið sýnt fram á meðal barna og ungs fólks hingað til, sbr. áðurnefnt hlutfall áætlaðrar tíðni hjartabólgna þessa aldurshóps, sem CDC áætlar vera 1: 16,125. Þessi rannsókn bendir til að skaðsemi nú- verandi mRNA-bóluefna sé margfalt meiri á hjarta barna og ungs fólks. Það er í margfeldinu x53, eða hjarta- bólgur hjá einu barni af hverjum 300, eða 1:300, en ekki eitt barn af hverj- um 16 þúsund eins og áður var talið! Miklu alvarlegra en svartsýnustu menn höfðu áður gert sér í hugar- lund, jafnvel þótt um geti verið að ræða vægari breytingar á hjarta- starfseminni hjá flestum barnanna og jafnvel einkennalaust. Þá vakna spurningar um möguleg seinni tíma hjartavandamál; hjartabilanir, hjartaáföll eða jafnvel skyndidauða vegna skaða á leiðslukerfi hjartans. Hvað með tengsl við skyndidauða (SADS) sem þekkt eru eftir að spraututíminn hófst, t.d. meðal íþróttafólks sem hefur verið að falla niður við æfingar eða íþróttaiðkanir sínar. SADS? Það vitum við einfald- lega ekki því það hefur ekki verið rannsakað. (SADS stendur fyrir Sud- den Adult Death Syndrome.) https://tinyurl.com/2em8umem Þetta eru nokkrar hinna læknis- fræðilegu skýringa sem mæla gegn því að sprauta börn með þessum mRNA-bóluefnum. Hér er þó ein- göngu verið að fjalla um mögulega skaðsemi á hjörtu barna, jafnvel þótt taugafræðilegir kvillar, blóðsega- vandamál, sjálfsofnæmisviðbrögð og afleiðingar bælds ónæmiskerfisins gegn öðrum sjúkdómum og krabba- meinsmyndunum gæti kallað á sér greinaflokk aukaverkana þessara lyfja. Sjá nánar skýrslu WCH hér: https://tinyurl.com/bddyck8h Miklu algengari hjartavandamál- unum eru þó ýmis vandamál tengd skaða á taugakerfinu, blóðsega- vandamál, blæðingatruflanir kvenna, frjósemisvandamál kvenna og karla, fósturlát, burðarmáls- og ungbarnadauði, ónæmisskerðing (VAIDS) auk lægri fæðingartíðni barna o.s.frv. Þyrfti reyndar tugi greina til að gera hinu upplýsta sam- þykki lágmarksskil (ef vísað er til Nürnberger Kodex-lyfja í rannsókn https://tinyurl.com/ycyrzrx8). Spurning B: Hvert er hið „teknó- kratíska“ atriði réttlætingar bólu- setninga barna? Ofangreind atriði ná ekki almennilega utan um mál setts sóttvarnalæknis hvað varðar réttlætingu út frá „tæknilegum ástæðum“. Hafa þessi teknókratísku atriði eitthvað með heilbrigði barnanna að gera eða þá aðra íbúa þjóðfélagsins og hverja þá? Eða er hér verið að sletta fram einhverri annarlegri pólitískri afstöðu hjá embætti sóttvarnalæknis? Embætti sem á að fjalla um heilsu fólks fyrst og fremst en ekki hafa stjórnmál í forgangi heilbrigðisaðgerða? Vin- samlegast útskýrið afstöðu sótt- varnalæknis hvað þetta atriði varð- ar. Ljóst er að við verðum að gæta meiri varkárni í því hvaða áhrif bólu- efni þessi geta valdið á heilsu barna okkar, ungs fólks og fullorðinna, og hvaða skaða ný bólulyf geta valdið. Sérstaklega þar sem ávinningur sprautanna er enginn en sýnd áhætta skaðans gríðarleg. Aldrei hefur verið sýnt fram á neina kosti bólulyfjanna umfram áhættuna af þeim. Andlát aðeins eins barns eða alvarlegur skaði eða dauði af bólu- lyfjunum er langt umfram meintan ávinning þeirra eins og fólki ætti að vera ljóst út frá þessari stuttu um- fjöllun hvað varðar hjartavandamál barna og ungs fólks tengt þessum nýju bóluefnum. Skora ég því hér með á sóttvarna- lækni að birta öll þau vísindi sem embættið leggur til grundvallar ef það telur sig þess umkomið að geta lagt eitthvað fram sem réttlætt gæti þá afstöðu embættisins að halda bólusetningum barna áfram. Að öðr- um kosti verði barnabólusetningum gegn Covid hætt tafarlaust. Eftir Guðmund Karl Snæbjörnsson »Nauðsynlegt er að sóttvarnalæknir geri frekari grein fyrir þess- ari ákvörðun embættis- ins og leggi fram skýr- ingar með tilvísunum í þau vísindi sem lögð voru til grundvallar ákvörðuninni. Guðmundur Karl Snæbjörnssson Höfundur er sérfræðingur í heimilislækningum. Ef árangurinn er enginn en áhættan mikil hví þá að sprauta börnin? Austurbæjarskólinn var reistur af stórhug rétt fyrir heimskrepp- una 1930. Í hönd fóru miklar hræringar í skólamálum. Straum- hvörf urðu með til- komu nýs skólastjóra, Sigurðar Thorlacius, auk kennara, sem gjörbreyttu kennslu- háttum. Sjálft skóla- húsið er stórvirki og kennileiti í borgarlandslaginu. Það er fyrsta opinbera byggingin sem skreytt var að utan með listaverkum og fyrsta húsið sem kynt var með heitu vatni úr iðrum jarðar. Það eitt gerir hús- ið heimssögulegt. Skólinn var búinn bíósal, sundlaug, skólaeldhúsi, sér- kennslustofum o.s.frv. Tveir menn voru sendir til Þýskalands Weimar- lýðveldisins til að kaupa allan bún- að. Aðeins það besta var nógu gott. Margir þessara muna eru enn til í vörslu Hollvinafélags Austurbæj- arskóla. Handskrifuð skrá yfir allan stofnbúnað var varðveitt í skól- anum, en síðar skilað til Borgar- skjalasafns ásamt mörgu öðru. Skráin er fágæt heim- ild um stofnun skóla árið 1930. Hollvinir skólans standa í harðri baráttu fyrir varðveislu menningarverðmæta, sem kynslóðirnar hafa varðveitt uppi í risi skólans. Enginn hefur skorast undan því nema húsvörður nokk- ur, sem dundaði sér þar í einrúmi við að henda merkum minj- um og verður sá skaði ekki bættur. Þegar það fréttist á kennarastof- unni varð Vilborgu Dagbjartsdóttur að orði: – Æ, hann ólst upp í svo mikilli fátækt fyrir norðan og þolir ekkert gamalt. Húsvörðurinn lét af störfum, munirnir fengu að vera í friði. Þeg- ar 80 ára afmæli skólans var fagnað árið 2010 var þessum gripum stillt upp í íþróttasalnum og vöktu þeir mikla hrifningu. Þáverandi sviðs- stjóri skóla- og frístundasviðs sagði Guðmundi Sighvatssyni skólastjóra að Austurbæjarskólinn héldi svo vel utan um gamla muni að hann ætlaði að afhenda honum ýmislegt úr fór- um borgarinnar. Það var gert. Af- mælissýningin var tekin niður eftir einn dag. Íþróttasalinn þurfti að taka aftur til síns brúks. Málsmet- andi fólk hafði á orði að sýningin hefði þurft að standa lengur. Nú verður farið hratt yfir sögu. Haldn- ir voru fundir með formanni Kenn- arasambandsins og fulltrúa skóla- og frístundasviðs um skólamuna- safn. Hollvinafélag Austurbæjar- skólans var stofnað og Arnfinnur Unnar Jónsson fyrrverandi skóla- stjóri og skátahöfðingi kjörinn for- maður þess. Kristín Jóhannesdóttir, nýr skólastjóri, afhenti félaginu hluta af risinu til afnota. Hollvinir settu þar upp sýningu, sem opin hefur verið á vorhátíð, á menning- arnótt og þess á milli eftir sam- komulagi. Enginn hefur nokkru sinni þegið krónu fyrir vinnuna sem þessu hefur fylgt. Þannig er hugur margra til þessa gamla skóla. Fyrrverandi og núverandi nem- endur, sem koma í Skólamunastof- una, hrífast af mununum og and- rúmsloftinu sem þar ríkir. Þeir finna á eigin skinni að þeir sjálfir eru hluti af sögunni og menningar- arfinum og unna þeirri arfleifð af hjartans einlægni. Tengingin við grasrótina hefur orðið til þess að Hollvinafélaginu hafa borist gjafir frá gömlum nemendum og erf- ingjum fyrrverandi kennara, þar á meðal fágæt sýnishorn af íslenskri skólasögu, sannkallaðar þjóðar- gersemar. Þeir munir hefðu glatast ef Skólamunastofunnar hefði ekki notið við. Hún er ekki formleg stofnun, heldur hluti af grasrót hverfisins, og gæti orðið öðrum fyr- irmynd, t.d. varðandi minjar um upphafsár nýrra hverfa, s.s. Breið- holts og Grafarvogs. Dagar Skólamunastofunnar eru senn taldir. Þar uppi á hanabjálka á að setja upp tölvuver. Nú á að end- urtaka sömu mistökin og þegar námsver var sett þarna upp, en gafst illa, því kennurum og nem- endum líður illa þarna til lengdar, enda rýmið gluggalaust utan þak- glugga og lágt undir loft. Stjórn- endur halda því fram að annað pláss finnist ekki í skólanum. Ég trúi því mátulega. Hollvinir hafa andmælt þessum áformum, en eru sagðir standa í vegi fyrir fram- förum og tækninýjungum. Það er eins og hver önnur firra. Gjaldkeri félagsins, Sigrún Lilja Jónasdóttir, kennir stærðfræði við skólann og er líklega sá kennari sem innleitt hef- ur flestar nýjungar í tölvunotkun þar á síðustu árum. Gamalt og nýtt fara nefnilega saman í „fram- sæknum skóla fyrir alla“. Hollvinafélaginu verður úthýst úr skólanum og stjórn þess jaðarsett eins og hver annar hópur jarmandi gamalmenna. Það leiðir hugann að menntastefnu Reykjavíkurborgar. Þar segir: „Áhersla verður lögð á að styðja við sjálfstæð menningar- verkefni sem stuðla að fjölbreytni og inngildingu viðkvæmra og jað- arsettra hópa.“ Enn fremur: „Reykjavíkurborg mun leita lausna á varðveislu menningarverðmæta menningarstofnana borgarinnar til framtíðar.“ Að lokum: „Reykjavík skal verða þekkt menningarborg um heim allan.“ Embættismenn, sem öllu virðast ráða, fara ekkert eftir þessu. Til hvers var verið að fjölga borgarfulltrúum, ef embætt- ismennirnir eru látnir um að stjórna borginni? Mér segir svo hugur að ríki eða önnur sveitarfélög muni fegin taka við munum Skólamunastofunnar og hef rökstuddan grun um að svo verði. Þegar Austurbæjarskólinn fagnar aldarafmæli sínu munu stjórnendur hans grípa í tómt. Munirnir horfnir og þráðurinn við grasrótina slitinn. Skólinn orðinn fullur af plasti. Skólamunastofa Austurbæjar- skóla heyrir brátt sögunni til Eftir Pétur Hafþór Jónsson » Til hvers var verið að fjölga borgarfulltrú- um, ef embættismenn eru látnir um að taka svo afdrifaríkar ákvarð- anir? Pétur Hafþór Jónsson Höfundur situr í stjórnum Hollvina- félags Austurbæjarskóla og Íbúa- samtaka miðborgarinnar. peturhafthor@icloud.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.