Morgunblaðið - 12.09.2022, Side 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2022
Þín upplifun
skiptir okkur máli
Kringlan ... alltaf næg bílastæði
Borðabókanir á
www.finnssonbistro.is eða
info@finnssonbistro.is
Við tökum vel á móti þér
Fjölbreyttur og spennandi
matseðill þar sem allir
finna eitthvað við sitt hæfi
Skoðið matseðilinn á
finnssonbistro.is
40 ÁRA Dagmar ólst upp í Merki á
Jökuldal en býr á Egilsstöðum. Hún
er með BA-gráðu í fjölmiðlafræði frá
Háskólanum á Akureyri. Dagmar er
yfirmaður samskipta og samfélags-
mála hjá Alcoa-Fjarðaáli. Hún er
fulltrúi í heimastjórn Fljótdalshéraðs,
situr í háskólaráði HA og var nýlega
kjörin í stjórn Stapa lífeyrissjóðs.
Áhugamálin eru útivera, hreyfing og
samvera með fjölskyldunni. Þá hefur
Dagmar yndi af því að fara í leikhús
og á tónleika.
FJÖLSKYLDA Eiginmaður
Dagmarar er Guðmundur Hinrik Gústavsson, f. 1981, leiðtogi hjá Alcoa-
Fjarðaáli. Synir þeirra eru Hinrik Nói, f. 2010, og Óliver Ari, f. 2016. For-
eldrar Dagmarar eru hjónin Stefán Ólafsson, f. 1958, og Sólrún Hauksdóttir,
f. 1959, fjárbændur í Merki.
Dagmar Ýr Stefánsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Rifrildi og átök valda óhamingju og
slæmri heilsu. Reyndu að lifa í sátt og sam-
lyndi við alla. Ekki eyða púðri í eitruð sam-
bönd.
20. apríl - 20. maí +
Naut Gömul deilumál gætu skotið upp koll-
inum í dag. Horfðu fram á við og vertu stolt-
ur af þeim árangri sem þú hefur náð. Dag-
draumar skaða engan.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Til þess að viðhalda samböndum
þurfa báðir aðilar að leggja sitt af mörkum.
Láttu í þér heyra ef einhver sýnir þér yfir-
gang.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Það getur verið nauðsynlegt að vera
einn með sjálfum sér í smá stund hvern dag.
Stundum þarf að sýna öðrum rauða spjaldið.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Það er engin ástæða til þess að fela all-
ar sínar tilfinningar. Eitthvað kemur ánægju-
lega á óvart í kvöld, vertu við öllu búinn.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Reyndu að forðast það að vera sífellt
að nöldra í fjölskyldunni. Gefðu ímyndunar-
aflinu lausan tauminn, hugmyndabanki þinn
mun aldrei tæmast.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Prísaðu þig sælan fyrir að þurfa ekki að
hafa áhyggjur af peningamálum, þú hefur
verið duglegur að leggja fyrir. Margt smátt
gerir eitt stórt.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Það er mikil kúnst að hafa
mannaforráð og vera góður stjórnandi.
Vandaðu þig og ekki segja neitt sem þú gætir
séð eftir, teldu upp að tíu.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú verður að taka þér tak þegar
kauplöngunin kemur yfir þig. Vertu góður
vinur, hafðu samband við þá sem þú hefur
ekki heyrt í lengi.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Sannur vinir bendir þér á hversu
frábær þú ert í raun. Ef þú ætlar að gefa þér
tíma til að tala við fólk þá er ekki minna mik-
ilvægt að hlusta á hvað það segir.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Ef þú átt eitthvað óuppgert við
vini eða samstarfsmenn, þá er rétti tíminn
núna til þess að koma málum á hreint. Góðir
hlutir gerast hægt.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Láttu það ekki slá þig út af laginu
þótt óvænt atvik knýi þig til að breyta áætl-
unum þínum. Reyndu að vinna í einrúmi ef
þú mögulega getur.
ingarfulltrúi í Madríd fyrir sendiráð
Íslands í París frá 1995 til 2012 í
menningarsamstarfi norrænu sendi-
ráðanna í Madríd.
Kristinn er einnig rithöfundur og
þýðandi. Hann gaf út ljóðabók undir
nafninu Krói Króason undir lok 8.
áratugarins, hefur skrifað tvær
skáldsögur og nú á dögunum kom út
fyrsta smásagnasafnið og það er tví-
mála: Þær líta aldrei undan/Nunca
apartan la mirada. „Bókin er þannig
úr garði gerð að ef maður snýr bók-
útvarps- og sjónvarpspistla frá
Madríd. „Ég lifi allar þessar stóru
breytingar sem urðu á Spáni frá ein-
ræðinu og yfir í lýðræðið og þegar
Spánn gengur í Evrópusambandið
1986 og fjallaði um allt á milli himins
og jarðar á Spáni og reyndar víða
því að Portúgal var líka inni í mynd-
inni, og sosum Ítalía og fleiri lönd
norðan og sunnan Miðjarðarhafs, að
ógleymdum spænska fótboltanum
sem ég fjallaði talsvert um.“
Kristinn R. var óopinber menn-
K
ristinn Rúnar Ólafsson
fæddist 11. september
1952 og varð því sjö-
tugur í gær. Hann er
fæddur á Brimbergi
(Strandvegi 37) í Vestmannaeyjum
og ólst þar upp. Hann var í sveit í
sex sumur frá níu ára aldri á Hörgs-
landi II á Síðu.
Kristinn gekk í Barnaskólann í
Eyjum og varð stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri. „Ég var lat-
ínugráni í menntaskóla og því stung-
ið að mér eftir stúdentinn að fara að
læra rómanskt mál. Þetta settist
einhvern veginn í hausinn á mér og
úr varð að ég hleypti heimdraganum
haustið 1974 og fór til Barselónu að
nema spænsku. Þá var Franco enn
uppi. Ég var formlega innritaður í
háskólann þar en lærði meira á sam-
skiptum við fólk. Ég kom heim á
sumrin að vinna fyrir mér, í fiski í
Eyjum og hjá flugfélaginu í Eyjum.
Svo flyst ég alfarinn 30. desember
1977 til Madrídar og kem svo heim
15. apríl 2012.“
Kristinn var enskukennari í
Madríd 1978-1990 og hefur verið
fararstjóri á Spáni fyrir íslenskar
ferðaskrifstofur frá 1988 til dagsins í
dag. Hann hefur eingöngu starfað
fyrir ferðaskrifstofuna VITA er-
lendis síðan hún var stofnuð 2008 og
starfar enn. „Ég er að fara hringinn
umhverfis jörðina með hóp af fólki
og síðan er Kúba komin aftur á dag-
skrá eftir fjögur ár. Það verður átt-
unda ferðin mín þangað.“
Einnig hefur Kristinn verið að
leiðsegja á Íslandi. „Síðan mig rak
hingað heim 2012 hef ég verið að
því, fyrsta sumarið á ensku en síðan
nánast einvörðungu á spænsku. Ég
hef líka verið að kenna spænsku og
geri enn, datt ofan í það að vera með
námskeið hjá Félagi eldri borgara á
höfuðborgarsvæðinu síðustu tvo vet-
ur og byrja aftur með eitt núna í
nóvember.“
Kristinn R. var fréttaritari og
pistlahöfundur í Ríkisútvarpinu á
Spáni 1981-2012 og síðan pistlahöf-
undur með aðsetur á Íslandi til 2015,
með um eins árs hléi í kringum alda-
mótin 2000 þegar hann vann fyrir
Íslenska útvarpsfélagið og sendi
inni í hendi sér þá fær maður
spænsku útgáfuna eða þá íslensku.
Ég vildi gera báðum tungumálum
jafn hátt undir höfði, dvergtungunni
íslensku og heimsmálinu spænsku.
Þetta eru fimmtán smásögur sem
hafa safnast saman hjá mér. Ein-
hverjar birtust í Lesbók Morgun-
blaðsins á sínum tíma en aðrar eru
nýjar af nálinni og af ýmsum toga.“
Kristinn hefur enn fremur þýtt eða
tekið þátt í að þýða fjölmargar bæk-
ur, bæði úr spænsku (og ensku) á ís-
lensku og úr íslensku á spænsku.
„Síðustu ár hef ég verið í samvinnu
við dóttur mína að þýða Ragnar
Jónasson, og er að fara að skila
handriti að sjöttu bókinni að mig
minnir. Svo hef ég verið í textasmíð,
fékk í ár skemmilegt verkefni hjá
Agli Ólafssyni um að setja saman
spænskan texta við tvö lög sem
koma út á væntanlegri plötu.“
Kristinn hefur verið tómstunda-
málari síðan í æsku. „Ég hef verið
að teikna síðan ég var smápeyi og
alltaf blundað í mér. Í skammdeginu
hér hef ég verið að mála og ætla að
halda því áfram meðan ég get, hef
gaman af því. Ég var með skamm-
tímasýningu á verkunum í útgáfu-
Kristinn R. Ólafsson, útvarpsmaður, rithöfundur, þýðandi, fararstjóri, leiðsögumaður, kennari … – 70 ára
Útgáfuhóf Kristinn R. að kynna smásagnasafnið og á bak við eru málverk eftir hann, sitt hvort verkið af þeim hjónum.
Fyrsta smásagnasafnið komið út
Fararstjórinn Kristinn R. staddur á Grænhöfðaeyjum.
Til hamingju með daginn
Kópavogur Sölvi Freyr Gíslason
fæddist 15. mars 2021 kl. 4.47. Hann
vó 4.070 g og var 53 cm langur. For-
eldrar hans eru Unnur Kristín Brynj-
ólfsdóttir og Gísli Örn Jónsson.
Nýr borgari