Morgunblaðið - 12.09.2022, Síða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2022
ÞÚ FÆRÐ BOSCH
BÍLAVARAHLUTI HJÁ KEMI
Kemi | Tunguhálsi 10 | Sími 415 4000 | www.kemi.is
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG HÆTTI Í SIRKUSNUM FYRIR 17 ÁRUM
EN ÉG HELD AÐ ÉG SAKNI HANS!“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera blíður,
fyndinn, ástríkur og
svalur!
ÉG ER Í
VONDU SKAPI
OG ÞAÐ HEITIR
FEBRÚAR
FARÐU TIL
NÁGRANNANNA OG FÁÐU
LÁNAÐAN BOLLA AF
SYKRI!
LÁNAÐAN?
LÁNAÐAN?!
ÓKEI, ÓKEI! HAFÐU ÞAÐ
EINSOG ÞÚ VILT! FARÐU TIL
NÁGRANNANNAOG TAKTU
BOLLA AF SYKRI!
„MÉR ER SAMA ÞÓ ÉG SÉ LENGI Á
LEIÐINNI Í OG ÚR VINNU. ÉG NOTA
TÍMANN TIL AÐ LEITA AÐ STARFI NÆR
HEIMILINU.“
hófinu á smásagnasafninu sl.
fimmtudag, en ekkert leitað hófanna
með sal. En ég fer að öllum líkindum
með málverk til Vestmannaeyja
þegar ég kynni bókina þar á aðvent-
unni og fæ þá að hengja upp nokkr-
ar myndir.“
Fjölskylda
Eiginkona Kristins R. er Anna
Baldvina Jóhannsdóttir, f. 7.10.
1958, launafulltrúi. Þau eru búsett í
Kópavogi. Foreldrar Önnu Bald-
vinu: Hjónin Jóhann Ó.Á. Guð-
mundsson, f. 4.8. 1934, d. 14.4. 2005,
rennismiður, bjó á Seltjarnarnesi,
og Sigurlaug Hannesdóttir, f. 15.7.
1934, húsmóðir, búsett á Seltjarnar-
nesi. Fyrri eiginkona Kristins var
María de la Soledad Álvarez Antón,
f. 21.4. 1955, d. 30.1. 2018, ríkis-
starfsmaður í Madríd. Þau Kristinn
skildu 2012.
Dóttir Kristins og Maríu er Alda
Sólrún Ólafsson Álvarez, f. 25.4.
1983 í Madríd, blaðamaður hjá upp-
lýsingadeild Vísindarannsóknarráðs
Spánar í Madríd, búsett þar í borg.
Maki: Carlos Alonso Blázquez, f.
22.2. 1982, viðskiptagreinandi. Börn
þeirra eru Raúl Alonso Ólafsson, f.
20.3. 2014, og Elva Alonso Ólafsson,
f. 30.5. 2016.
Hálfsystkin Kristins voru Magný
Sigurlaug Ólafsdóttir, húsfreyja á
Akranesi, f. 19.10. 1911, d. 20.3.
1980; Ástgeir Kristinn Ólafsson (Ási
í Bæ), rithöfundur og skáld, f. 27.2.
1914, 1.5. 1985, Sigurjón Ólafsson
(Siggi í Bæ), sjómaður, f. 25.1. 1918,
d. 14.8. 2005, og Sigrún Ólafsdóttir,
f. 23.7. 1924, d. 21.3. 1948.
Foreldrar Kristins voru hjónin
Ólafur Ástgeirsson (Óli í Bæ), f. 3.8.
1892, d. 6.4. 1966, bátasmiður, sjó-
maður og lundaveiðimaður í Vest-
mannaeyjum, og Guðrún Sigurðar-
dóttir, f. 9.9. 1920, d. 19.4. 1993,
húsmóðir og fiskverkakona í Vest-
mannaeyjum.
Kristinn R.
Ólafsson
Hallbera Jónsdóttir
húsfreyja síðast á Helgastöðum
Jón Bergsson
bóndi síðast á Helgastöðum
á Skeiðum
Sigríður Jónsdóttir
húsfreyja og ljósmóðir
á Syðri-Gegnishólum
Sigurður Ísleifsson
bóndi síðast á Syðri-Gegnishólum í Flóa
Guðrún Sigurðardóttir
húsmóðir og fiskverkakona
í Vestmannaeyjum
Sigríður Árnadóttir
húsfreyja á Kanastöðum
Ísleifur Magnússon
bóndi á Kanastöðum í Landeyjum
Margrét Guðmundsdóttir
húsfreyja í Berjanesi
Magnús Jónsson
bóndi síðast í Berjanesi
í Landeyjum
Kristín Magnúsdóttir
húsmóðir í Litlabæ í Vestmannaeyjum
Ástgeir Guðmundsson
sjómaður og bátasmiður í Vestmannaeyjum
Guðrún Andrésdóttir
húsfreyja í Auraseli í Fljótshlíð
Guðmundur Ögmundsson (Öngla-Gvendur)
járnsmiður síðast á Borg í Vestmannaeyjum,
sonur Ögmundar í Auraseli
Ætt Kristins R. Ólafssonar
Ólafur Ástgeirsson (Óli í Bæ)
bátasmiður, sjómaður
og lundaveiðimaður í
Vestmannaeyjum
Ingólfur Ómar skrifaði mér á
miðvikudag: „Nú hefur veðrið
hér syðra verið með eindæmum
gott þessa dagana og mér datt í hug
að luma að þér þessari morgun-
vísu“.
Eykur gleði árdagsstund
andblær strýkur kinnar.
Núna dansa glatt um grund
geislar sólarinnar.
Á Boðnarmiði er falleg Manvísa
eftir Guðmund Arnfinnsson:
Man ég yngismeyna,
mittisgranna hitti
fyrr á vegi förnum,
fríða kvennaprýði.
Litverp á mig leit hún,
ljúfmál rétt sem dúfa,
raddblíð við mig ræddi,
Rósa ber af drósum.
Anton Helgi Jónsson yrkir
„Heilsugæslulimru dagsins“:
Ef krakkar þið hérumbil hóstið
með hrygluna komna í brjóstið
og móðu í haus
en maginn sé laus
er möst að þið hlaupið á klóstið.
„Rifsberjahlaupið“ – vikhenda
eftir Skúla Pálsson:
Birtu lengi berin í sig drukku;
ljómar sykrað sólarljós
sællegt nú í krukku.
Og á svipuðum nótum eftir Þor-
geir Magnússon:
Berjalautu bláa fann
bjó til graut með rjóma
og sú þraut að eta hann
enda hlaut með sóma.
Maðurinn Með Hattinn kvað:
Ei ég kvíði kuldatíð
né kali að nokkru leyti,
því alltaf stráir ástin blíð
yl á kalda reiti.
Þorgeir Magnússon orti á mið-
vikudag:
Virðist betri veðurspá
varla þurfa að gera,
segja má að svona á
september að vera.
Jóna Guðmundsdóttir segir
„Gleðifréttir“:
Skelfing sem lund mín varð létt
er las ég í Mogganum frétt:
Hjartveikum fækkar
og háþrýsting lækkar,
ef hófdrykkju stunda menn rétt.
Örn Arnarson kvað:
Snauður, þjáður bað um brauð,
brauði ráða hróðug gauð,
gauð sem dáðu aðeins auð,
auð sem smáði þjóðarnauð.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Morgunvísa og
berjagrautur