Morgunblaðið - 12.09.2022, Side 27
rik Sigurður Gunnarsson varði mark
Viking í 2:1-útisigri gegn HamKam.
_ Jónatan Ingi Jónsson skoraði sitt
11. mark fyrir Sogndal í norsku B-
deildinni í gær þegar lið hans gerði
jafntefli, 3:3, við Bryne á útivelli. Valdi-
mar Þór Ingimundarson lagði upp eitt
marka Sogndal en Hörður Ingi Gunn-
arsson var sá eini Íslendinganna í lið-
inu sem lék leikinn á enda.
_ Þórir Jóhann Helgason og sam-
herjar hans í Lecce eru án sigurs í
fyrstu sex leikjum ítölsku A-deild-
arinnar í knattspyrnu eftir 1:1-jafntefli
við Monza í nýliðaslag í gær. Þórir lék
fyrri hálfleikinn. Mikael Egill Ellertsson
kom inn á hjá Spezia á 70. mínútu þeg-
ar lið hans tapaði naumlega fyrir Na-
poli á útivelli,
1:0.
_ Svava Rós
Guðmunds-
dóttir lagði upp
sigurmark
Brann þegar lið-
ið vann Våle-
renga 2:1 á úti-
velli í úrslita-
keppninni um
norska meistaratitilinn í knattspyrnu í
gær. Hún og Ingibjörg Sigurðardóttir
hjá Vålerenga spiluðu allan leikinn.
Selma Sól Magnúsdóttir lék allan leik-
inn með Rosenborg sem vann Stabæk
3:1. Liðin fjögur tóku með sér sex, fjög-
ur, tvö og ekkert stig í úrslitakeppnina
og eftir fyrstu umferð af sex er Brann
með níu stig, Rosenborg sjö, Vålerenga
tvö og Stabæk ekkert.
_ Ólafur Guðmundsson landsliðsmaður
í handknattleik var markahæsti leik-
maður Amicitia Zürich gegn Kriens í
svissnesku A-deildinni í gær. Hann skor-
aði átta mörk en það var ekki nóg því Kri-
ens vann leikinn 39:35. Amicitia er með
tvö stig eftir tvo leiki. Aðalsteinn Eyjólfs-
son og lærisveinar hans í Kadetten unnu
Basel 31:28 á útivelli og hafa fullt hús
stiga eftir fjóra leiki.
_ Arnór Sigurðsson landsliðsmaður í
knattspyrnu lagði upp mark Norrköping
sem tapaði 2:1 fyrir Malmö á útivelli í
sænsku úrvalsdeildinni í gær. Hann og
Arnór Ingvi Traustason léku allan leikinn,
Ari Freyr Skúlason í 79 mínútur og Andri
Lucas Guðjohn-
sen kom inn á hjá
Norrköping á 58.
mínútu. Liðið er í
tólfta sæti af
sextán liðum
deildarinnar en
er sjö stigum fyr-
ir ofan umspils-
sæti.
_ Hollendingurinn Max Verstappen hjá
Red Bull sigraði í Monza-kappakstr-
inum á Ítalíu í Formúlu 1 í gær. Charles
Lelerc hjá Ferrari varð annar og George
Russell á Mercedes varð þriðji. Ver-
stappen er langefstur í stigakeppninni
og getur tryggt sér heimsmeistaratit-
ilinn í næstu keppni í Singapúr eftir
þrjár vikur.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2022
Ítalía
Juventus – Inter Mílanó.......................... 3:3
- Sara Björk Gunnarsdóttir lék í 70 mín-
útur með Juventus og Anna Björk Krist-
jánsdóttir lék allan leikinn með Inter.
Roma – AC Milan ..................................... 2:0
- Guðný Árnadóttir lék allan leikinn með
Roma.
Fiorentina – Como................................... 2:1
- Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á hjá
Fiorentina á 72. mínútu.
Belgía
OH Leuven – Charleroi........................... 3:2
- Jón Dagur Þorsteinsson lék í 62 mínútur
með OH Leuven.
Pólland
Slask Wroclaw – Lechia Gdansk ........... 2:1
- Daníel Leó Grétarsson kom inn á hjá
Slask í uppbótartíma.
Grikkland
OFI Krít – Panetolikos............................ 1:2
- Guðmundur Þórarinsson lék í 78 mín-
útur með OFI.
Danmörk
Silkeborg – AGF ...................................... 1:0
- Stefán Teitur Þórðarson lék allan leikinn
með Silkeborg og Mikael Anderson lék
fyrstu 80 mínúturnar með AGF.
OB – Köbenhavn ...................................... 2:1
- Aron Elís Þrándarson kom inn á hjá OB í
uppbótartíma. Hákon Arnar Haraldsson
lék í 76 mínútur með FCK og Orri Steinn
Óskarsson kom inn á 84. mínútu en Ísak B.
Jóhannesson var á bekknum allan tímann.
AaB – Lyngby .......................................... 1:1
- Sævar Atli Magnússon lék allan leikinn
með Lyngby og Alfreð Finnbogason fyrstu
60 mínúturnar. Freyr Alexandersson þjálf-
ar liðið.
Bandaríkin
Real Salt Lake – DC United ................... 0:0
- Guðlaugur Victor Pálsson var fyrirliði
DC United og lék allan leikinn.
Houston Dynamo – Kansas City ............ 0:0
- Þorleifur Úlfarsson kom inn á hjá Houst-
on á 66. mínútu.
Svíþjóð
Sundsvall – Elfsborg ............................... 0:2
- Hákon Rafn Valdimarsson varði mark
Elfsborg en Sveinn Aron Guðjohnsen var í
leikbanni.
Sirius – Värnamo..................................... 2:3
- Aron Bjarnason fór út af hjá Sirius á 60.
mínútu en Óli Valur Ómarsson lék síðari
hálfleikinn.
>;(//24)3;(
Þýskaland
Metzingen – Bad Wildungen.............. 32:27
- Sandra Erlingsdóttir skoraði 3 mörk
fyrir Metzingen.
B-deild:
Balingen – Lübeck-Schwartau.......... 28:21
- Daníel Þór Ingason skoraði 4 mörk fyrir
Balingen og Oddur Gretarsson 3.
Danmörk
Fredericia – Skjern............................. 25:25
- Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði 2 mörk
fyrir Fredericia. Guðmundur Þ. Guð-
mundsson þjálfar liðið. Sveinn Jóhannsson
skoraði ekki fyrir Skjern.
Noregur
Elverum – Fjellhammer ..................... 30:25
- Orri Freyr Þorkelsson skoraði 4 mörk
fyrir Elverum.
Fana – Volda ........................................ 28:27
- Dana Björg Guðmundsdóttir skoraði 3
mörk fyrir Volda, Katrín Tinna Jensdóttir
1 en Rakel Sara Elvarsdóttir ekkert. Hall-
dór Stefán Haraldsson þjálfar liðið.
Sviss
Zug – Amicitia Zürich ........................ 20:26
- Harpa Rut Jónsdóttir skoraði ekki fyrir
Amicitia en Sunna Guðrún Pétursdóttir
varði 6 skot í marki liðsins.
E(;R&:=/D
EM karla
16-liða úrslit, Þýskalandi:
Tyrkland – Frakkland................. (frl.) 86:87
Slóvenía – Belgía .................................. 88:72
Þýskaland – Svartfjallaland ................ 85:79
Spánn – Litháen......................... (frl.) 102:94
Úkraína – Pólland................................. 86:94
Finnland – Króatía ............................... 94:86
Serbía – Ítalía ....................................... 86:94
Grikkland – Tékkland .......................... 94:88
_ Í 8-liða úrslitum mætast Þýskaland –
Grikkland, Spánn – Finnland, Slóvenía –
Pólland og Frakkland – Ítalía.
>73G,&:=/D
KNATTSPYRNA
Besta deild kvenna:
Laugardalur: Þróttur R. – Keflavík ... 19.15
Í KVÖLD!
Fylkir tryggði sér á laugardaginn
meistaratitil 1. deildar karla,
Lengjudeildarinnar, með auðveld-
um sigri á botnliði Þróttar úr Vog-
um, 4:0, í Árbænum. Mathias Laur-
sen, Benedikt Daríus Garðarsson
og Óskar Borgþórsson skoruðu fyr-
ir Fylki sem er átta stigum á undan
HK fyrir lokaumferðina en bæði
liðin leika í Bestu deildinni 2023.
HK tapaði fyrir Grindavík, 4:3,
en er samt níu stigum á undan
Gróttu sem er í þriðja sæti eftir 1:0-
sigur á Fjölni.
Þróttur úr Vogum var fallinn nið-
ur í 2. deild ásamt KV fyrir leiki
gærdagsins.
_ Njarðvík tryggði sér meistara-
titil 2. deildar með 3:0-sigri á Hetti/
Hugin en Þróttur úr Reykjavík
fylgir Njarðvíkingum upp í 1. deild-
ina.
_ Reynir úr Sandgerði féll hins-
vegar niður í 3. deild ásamt Magna.
_ Dalvík/Reynir og Sindri frá
Hornafirði tryggðu sér tvö efstu
sæti 3. deildar og sæti í 2. deild á
laugardaginn.
Morgunblaðið/Óttar
Sigurvegarar Emil Ásmundsson lyftir bikarnum á Fylkisvelli eftir að Fylkir
vann 4:0-sigur á Þrótti en það var tólfti sigur Árbæinga í röð í deildinni.
Bikar á loft í Árbænum
Valskonur eru meistarar meist-
aranna í handbolta kvenna 2022
eftir sigur á Fram í hinum árlega
leik um þann titil, 23:19, á laug-
ardaginn.
Að þessu sinni var leikið í hinu
nýja húsi Framara í Úlfarsárdal
fyrir framan ríflega 300 áhorf-
endur.
Valskonur, sem urðu bikarmeist-
arar 2022, voru yfir í hálfleik, 11:9,
gegn Íslandsmeisturunum en Fram
vann einvígi liðanna um Íslands-
meistaratitilinn í vor, 3:1. Valur
vann hinsvegar úrslitaleik liðanna í
bikarkeppninni.
_ Þórey Anna Ásgeirsdóttir
skoraði sjö mörk fyrir Val á laug-
ardaginn og Mariam Eradze fimm.
_ Steinunn Björnsdóttir skoraði
sex mörk fyrir Fram og Perla Ruth
Albertsdóttir fimm.
Íslandsmótið hjá konunum hefst
á fimmtudagskvöldið kemur þegar
Fram heimsækir Stjörnuna en Val-
ur byrjar mótið á heimaleik gegn
Haukum á Hlíðarenda á föstudags-
kvöldið.
Valskonur sterkari
Morgunblaðið/Óttar
Meistarar Hildur Björnsdóttir með bikarinn á lofti eftir sigur Valskvenna á
Fram í Úlfarsárdal á laugardaginn í upphafsleik tímabilsins hjá konunum.
Selfoss og Stjarnan hófu fimmtándu
umferð Bestu deildar kvenna í fót-
bolta á jafntefli, 1:1, á Selfossi í gær.
Miranda Nild kom Selfysssingum
yfir á 18. mínútu eftir fyrirgjöf Berg-
rósar Ásgeirsdóttur.
Gyða Kristín Gunnarsdóttir jafn-
aði metin á 38. mínútu eftir sendingu
frá Jasmín Erlu Ingadóttur.
Tiffany Sornpao kom í veg fyrir að
Stjarnan tryggði sér sigur í síðari
hálfleik þegar hún varði tvívegis frá-
bærlega í marki Selfyssinga.
Stjarnan hefði komist upp fyrir
Breiðablik með sigri, allavega tíma-
bundið, en nú er orðið ljóst að Kópa-
vogsliðið er það eina sem getur kom-
ið í veg fyrir að Valskonur verði
Íslandsmeistarar. Stjörnukonur
eygja áfram möguleika á að ná öðru
sætinu og komast í Meistaradeildina.
Mistókst að kom-
ast í annað sætið
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Mark Gyða Kristín Gunnarsdóttir
jafnaði metin fyrir Stjörnuna.
Eyjamenn tryggðu sér í gær sæti í
annarri umferð Evrópubikars karla í
handbolta með því að vinna Holon
frá Ísrael, 33:32, í seinni leik liðanna
í Vestmannaeyjum. Fyrri leikinn á
laugardaginn vann ÍBV 41:35 og var
því með gott forskot þegar flautað
var til leiks í gær.
ÍBV leikur gegn Donbas frá
Úkraínu í annarri umferð keppn-
innar í lok október. Ljóst er að Don-
bas spilar ekki á heimavelli og því
gæti aftur orðið um tvo leiki í Eyjum
að ræða.
Rúnar Kárason skoraði sex mörk
fyrir ÍBV í gær, Sigtryggur Daði
Rúnarsson, Sveinn Jose Rivera og
Janus Dam Djurhuus skoruðu fjög-
ur mörk hver.
Rúnar var líka markahæstur í
fyrri leiknum á laugardaginn en þá
skoraði hann tíu mörk. Sigtryggur
Daði og Nökkvi Snær Óðinsson
skoruðu þá sjö mörk hvor.
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Ungur Ívar Bessi Viðarsson, sextán ára Eyjapeyi, skorar annað tveggja
marka sinna í seinni leiknum gegn Holon frá Ísrael í gær.
Tveir sigrar og ÍBV
mætir úkraínsku liði
SELFOSS – STJARNAN 1:1
1:0 Miranda Nild 18.
1:1 Gyða Kristín Gunnarsdóttir 38.
M
Tiffany Sornpao (Selfossi)
Sif Atladóttir (Selfossi)
Katla María Þórðardóttir (Selfossi)
Miranda Nild (Selfossi)
Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjörn.)
Ingibjörg Lúcía Ragnarsd. (Stjörn.)
Jasmín Erla Ingadóttir (Stjörnunni)
Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjörnunni)
Dómari: Twana Khalid Ahmed – 9.
Áhorfendur: 179.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl
og grein um leikinn – sjá mbl.is/sport/
fotbolti.