Morgunblaðið - 12.09.2022, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
empire moviefreak.com
“ALADDIN FOR ADULTS” “A DIFFERENT KIND OF BLOCKBUSTER”
“A GLORIOUS ONE-OF-A-KIND CREATION”
EKKI MISSA AF ÞESSARI Í BÍÓ
» Kvikmyndahátíðin í
Feneyjum stendur
yfir um þessar mundir.
Kastljós fjölmiðla bein-
ist að stjörnunum sem
flykkjast til hinnar hálf-
sokknu fögru borgar og
þær skunda eftir rauð-
um dreglum á leið sinni
á frumsýningar, blikk-
andi ljósmyndara. Sjón-
arspilið er því bæði utan
kvikmyndahúsanna og á
hvíta tjaldinu.
Stjörnur kvikmyndaheimsins skína í Feneyjum
AFP/Tiziana Fabi
Vinsæll Leikarinn Adrien Brody skrifaði nafnið sitt fyrir aðdáendur fyrir frumsýningu kvikmyndarinnar Blonde.
AFP/Andreas Solaro
Galdrakarl Tónskáldið og fiðluleik-
ari The Bad Seed, Warren Ellis,
samdi tónlist fyrir myndina Blonde.
AFP/Andreas Solaro
Leikstjóri Oliver Stone stillti sér upp ásamt eiginkonu sinni, Sun-jung Jung,
fyrir frumsýningu á nýjustu kvikmynd hans sem nefnist Nuclear. Það er
heimildarmynd þar sem velt er upp ýmsum staðreyndum um kjarnorku.
AFP/Andreas Solaro
Fjölskylda Leikstjórinn Nicolas Winding Refn mætti á sýningu Copen-
hagen Cowboy ásamt dótturinni, leikkonunni Lolu Corfixen, eiginkonunni
og framleiðandanum Liv Corfixen og leikkonuninni Angelu Bundalovic.
J
onas Hassen Khemiri skrif-
aði skáldsöguna Ég hringi
í bræður mína í kjölfar
sprengjuárásar í miðborg
Stokkhólms árið 2010.
Sagan fjallar um sólarhring í lífi
Amors, íbúa Stokkhólms. Sólar-
hringur í kjölfar bílasprengjuárás-
ar þar sem fjölmiðlar keppast við
að velta upp
pælingum um
mögulega
hryðjuverka-
árás. Amor er
Svíi af arab-
ískum uppruna
og fyrir lesanda
ef evrópskum
uppruna er í
upphafi bókar
erfitt að átta sig á þeirri geðs-
hræringu sem Amor upplifir og að
því er virðist ruglingslegum sam-
særiskenningum um að hann
kunni að verða handtekinn vegna
sprengingarinnar. Eftir því sem
fram vindur í sögunni skilur les-
andi betur hvers vegna. Höfundur
lýsir vel inngrónum kynþátta-
fordómum og fáfræði sem vest-
rænt samfélag virðist eiga í vand-
ræðum með að uppræta þrátt
fyrir meiri og betri upplýsingu en
fyrr á tímum er þekkingarleysi
var hugsanlega skýring á þeirri
meinsemd.
Bókin er á vissan hátt fremur
ruglingsleg í byrjun, mörk raun-
veruleika, vænisýki og hugsanlegs
geðrofs fremur óljós en eftir því
sem höfundur lýsir betur upplifun
ungs manns af arabískum uppruna
við þessar aðstæður skilur lesandi
betur hvers vegna. Ég hringi í
bræður mína er skörp ádeila á nú-
tímasamfélag og kynþáttafordóma.
Í lok bókar birtir Jonas Hassen
Khemiri opið bréf til Beatrice
Ask, þáverandi dómsmálaráðherra
Svíþjóðar. Í bréfinu rökstyður
hann með skýrum dæmum hvern-
ig einstaklingar af erlendum upp-
runa hljóta aðra og verri meðferð
yfirvalda og samborgara vegna út-
lits og uppruna.
Ég hringi í bræður mína er
ákall til Svíþjóðar um að viður-
kenna að ekki allir borgarar
landsins eru jafnir og að við því
þurfi að bregðast. Hugsanlega á
það við um allar vestrænar þjóðir.
Bókin er sterk og ætti að vera
skyldulesning öllum þeim sem að-
hyllast þjóðernispopúlisma, telja
einn kynþátt æðri öðrum eða til-
tekna hópa betri öðrum.
Höfundurinn „Bókin er sterk og
ætti að vera skyldulesning öllum
þeim sem aðhyllast þjóðernispopúl-
isma, telja einn kynþátt æðri öðrum
eða tiltekna hópa betri öðrum.“
Skörp ádeila á
nútímasamfélag
Skáldsaga
Ég hringi í bræður mína bbbmn
Eftir Jonas Hassen Khemiri.
Ásdís Ingólfsdóttir þýddi.
Bókaútgáfan Sæmundur, 2022.
Kilja,141 bls.
PÁLL EGILL
WINKEL
BÆKUR