Morgunblaðið - 12.09.2022, Qupperneq 32
STILLANLEG
HJÓNARÚM
MEÐ BODYPRINT DÝNU
WWW.SVEFNOGHEILSA.IS
Svefn heilsa&
GERIÐ GÆÐA- OG
VERÐSAMANBURÐ
PANDORA
STILLANLEGUR
HÆGINDASTÓLL
VANDAÐAR
SÆNGUROG
KODDAR Í
ÚRVALI
EITT MESTA
ÚRVAL AF
HEILSUDÝNUM
Á LANDINU
ÚRVALAF
VÖNDUÐUM
HEILSURÚMUM
Guðrún Ingólfsdóttir bókmenntafræðingur heldur
erindi sem ber titilinn Guðhræðslan – náttúran –
greddan á Borgarbókasafninu Spönginni í dag, mánu-
dag, kl. 17.15. Þar mun Guðrún gera tilraun til að svara
spurningunni: „Er ekki kominn tími á örlítið meiri
diskant í sama gamla falska sönginn um konur, mennt-
un þeirra og skáldskap á fyrri tíð?“ Hún byggir erindi
sitt á rannsóknum sem birtast í bókinni Skáldkona
gengur laus: erindi nítjándu aldar skáldkvenna við
heiminn sem kom út í fyrrahaust.
Kominn tími á meiri „diskant í
sama gamla falska sönginn“?
MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 255. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Eyjamenn eru komnir í aðra umferð Evrópubikars karla
í handknattleik eftir tvo sigra á Holon frá Ísrael í Vest-
mannaeyjum um helgina. Þeir eiga að mæta Donbas frá
Úkraínu í annarri umferð og gætu því aftur fengið tvo
heimaleiki í keppninni. »27
Tveir sigrar ÍBV sem mætir Donbas
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Kristján Schram og fjölskylda
heimsóttu „íslenska“ bæinn
Minneota í Minnesota á dögunum,
rúmlega 1.300 manna þorp
skammt austan við Minneapolis,
fyrst og fremst í þeim tilgangi að
tengja börnin betur við íslenskan
uppruna sinn og eins til að rifja
upp gamlar gleðistundir. „Það var
gaman að koma í bæinn aftur en á
svona litlum stað er eins og allt
standi í stað,“ segir Kristján.
Kristján kom fyrst til Minneota
fyrir um 30 árum og 1994 voru þau
Elizabeth Nunberg gefin saman í
kirkju staðarins, St. Paul’s Luth-
eran Church, sem Kristján Gunth-
er Schram langalangafi Kristjáns
tók þátt í að byggja. „Við völdum
Minneota vegna þess að langa-
langafi minn bjó þar og brúð-
kaupið var með íslensku ívafi. Til
dæmis var boðið upp á íslenskan
mat, íslensk kransakaka var á
borðum og vinur okkar, rithöfund-
urinn Bill Holm, spilaði undir á
orgelið í athöfninni.“ Hann bætir
við að Bill hafi bætt um betur og
skrifað smásögu um viðburðinn og
gefið út á bók.
Schram áberandi
Elizabeth, sem er frá Minne-
sota, og Kristján kynntust í
Minnesota-háskóla í Minneapolis,
þar sem þau lögðu stund á fjöl-
miðlafræði. Synirnir Gunnar
Francis og Karvel Ágúst fæddust
þar en dóttirin Eva Björk á Ís-
landi. Kristján bjó úti í rúman ára-
tug og hreifst af Minneota í fyrstu
ferð. „Flestir heita eitthvað -son,
allir virðast vita allt um Ísland og
tengingin er sterk.“
Schram-ættin á uppruna að
rekja til Slésvíkur-Holtsetalands
nyrst í Þýskalandi. Kristján
Gunther Schram trésmiður, f.
1836, d. 1914, flutti ásamt seinni
eiginkonu sinni vestur um haf árið
1875. Eftir urðu þrjú börn hans úr
fyrra hjónabandi, m.a. Ellert Kr.
Schram, langafi Kristjáns, sem var
á áttunda ári þegar faðir hans fór
vestur um haf. „Þaðan koma flest-
ir ættingjar mínir á Íslandi sem
bera nafnið Schram,“ segir Krist-
ján en foreldrar hans eru Gunnar
Schram prófessor og Elísa Stein-
unn Jónsdóttir listakona.
Víða afreksfólk
Í heimsókn fjölskyldunnar til
Minnesota nutu þau leiðsagnar
Scotts Toma blaðamanns og hefur
hann þegar skrifað tvær greinar
um hana í Minneota Mascot. „Vera
okkar á staðnum vakti töluverða
athygli og við nutum mikillar gest-
risni, enda ekki oft að Íslendingar
gifti sig í bænum og komi svo aft-
ur til að halda tengingunni lif-
andi,“ segir Kristján. Margir hafi
gefið sig á tal við íslenska hópinn,
sagt frá tengingu sinni við Ísland
og að þeir bæru hreyknir íslenskt
ættarnafn sitt, sem auðvitað end-
aði á -son.
Kristján komst að því í heim-
sókninni að margt afreksfólk á
ýmsum sviðum er frá Minneota.
Íþróttafólk skólans hafi lengi haft
mikla yfirburði í flestum ef ekki
öllum greinum í menntaskóla-
keppni (High School) ámóta fjöl-
mennra skóla í Minnesota, þar
sem það keppi undir nafninu
Minneota Vikings. „Auðvitað kom
það mér ekki á óvart, enda allir
„Íslendingar“, sama sagan end-
urtekur sig þarna og hérna í
Norður-Atlantshafinu,“ segir
Kristján með bros á vör.
Bókasafn með mörgum íslensk-
um ritum og tengingum er í
Minneota og kirkjugarðurinn
minnir á merka sögu. „Það var
svolítið skrýtið að sjá þennan
stóra og veglega legstein með
áletruninni Schram fremst í garð-
inum,“ rifjar Kristján upp. „Teng-
ingin gat ekki verið dýpri.“
Íslenska samfélagið í
Minneota leynir á sér
- Margir með ættarnafnið Schram í bandaríska smábænum
Í Minneota Fjölskyldan við gröf Kristjáns Gunthers Schram. Frá vinstri:
Elizabeth, Karvel Ágúst, Eva Björk, Kristján og Gunnar Francis.