Morgunblaðið - 15.09.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.09.2022, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 5. S E P T E M B E R 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 216. tölublað . 110. árgangur . 15.–18. september Sigraðu innkaupin VIÐHELDUR ARFLEIFÐINNI FRÁ 1532 VAL SPÁÐ GÓÐU GENGI FYRSTA KVIK- MYND NÖNNU Í FULLRI LENGD SPÁÐ Í SPILIN 46 ABBABABB! 48EYÞÓR BRAGI 22 Baldur Arnarson Þóroddur Bjarnason Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, segir fyrirhugaðar skatta- hækkanir á rafbíla munu hafa mikil áhrif á eftirspurn. „Þegar svona breytingum er slengt fram með litlum fyrirvara skapast einhvers konar gullgrafara- tilfinning hjá mörgum. Það er gríð- arleg eftirspurn eftir rafbílum í augnablikinu og endursölumarkað- urinn hefur tekið kipp. Það er lítið framboð og verðskrið og ekki ólík- legt að þessu innflutningsþaki verði náð fyrr en seinna,“ segir Runólfur og vísar til þess að niðurfelling gjalda verði aflögð þegar skráðir hafa verið 20 þúsund rafbílar. Gjaldtaka af rafbílum hefur verið í umræðunni eftir að fjárlagafrum- varp var kynnt í byrjun vikunnar. Getur munað milljónum króna Friðbert Friðbertsson forstjóri Heklu segir fyrirhugaðar breytingar skapa óvissu fyrir kaupendur jafnt sem innflytjendur rafbíla. Að óbreyttu muni þeir sem verða röng- um megin tímamarkanna þurfa að greiða 2-3 milljónum hærra verð. Samtímis þessum vendingum fer fram mikil uppbygging á innviðum fyrir rafbíla. Olís og Ísorka hafa undirritað samstarfssamning um uppbyggingu á neti hraðhleðslustöðva sem stað- settar verða á afgreiðslustöðvum Olís. Munu þær m.a. þjóna ferða- mönnum, innlendum sem erlendum. Fram kemur á viðskiptasíðu Morgunblaðsins í dag að stefnt sé að því að setja upp 20 stöðvar innan tveggja ára. Rætt er við Sigurð Ást- geirsson framkvæmdastjóra Ísorku, sem segir fyrirtækið reka rúmlega tvö þúsund hleðslustöðvar fyrir raf- bíla. Hreinir rafbílar eru nú sölu- hæstir nýrra fólksbíla. »4 og 26 Getur skapað verðskrið - Framkvæmdastjóri FÍB segir fyrirhugaðar skattahækkanir á rafbíla skapa gullgrafarastemningu - Olís og Ísorka gera samning um hraðhleðslustöðvar Málin í skoðun » Bjarni Benediktsson fjár- mála- og efnahagsráðherra gaf í skyn í viðtali við Bylgjuna í gær að gripið yrði til mótvægisaðgerða til að milda höggið af skattahækkunum á rafbíla – málin væru í skoðun. » Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra loftslagsmála gat vegna anna í gær ekki gefið kost á viðtali um áhrif þessara skattahækkana á loftslagsmál. _ Rektorar Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst fagna nýjum samstarfssjóði sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra há- skóla, iðnaðar og nýsköpunar, hef- ur sett á fót. Eyjólfur Guðmundsson rektor HA segir í samtali við Morg- unblaðið sjóðinn vera fyrsta skrefið í átt að öflugra samstarfi og öflugra háskólastarfi. Þá segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor á Bifröst að sjóð- urinn fái fólk til að hugsa stórt um hvernig bæta megi háskóla- menntun á Íslandi. »18 Morgunblaðið/Sigurður Bogi HA Háskólinn á Akureyri við Norðurslóð Fagna auknu sam- starfi háskólanna Ríkisstjórnin hyggst hækka gjald sem greitt er af eldi á laxi í sjókvíum úr 3,5 í 5%. Gjaldið rennur í fiskeld- issjóð. Jafnframt er viðmiðunar- tímabili breytt. Mun þetta leiða til þess að innheimtir verða 2,6 millj- arðar af eldinu þegar gjaldið kemur að fullu til framkvæmda, um 800 milljónum króna hærra en verið hefði að óbreyttum lögum. Fiskeldi er atvinnugrein í upp- byggingu. Hækkun gjaldsins kemur sérstaklega illa við fyrirtæki sem eru að hefja laxeldi í sjó, eins og Háafell sem er að hefja eldi í Ísa- fjarðardjúpi. Þar er fyrirtækið í kostnaðarsamri uppbyggingu og nýtur ekki þess svigrúms sem aðlög- unartími gjaldsins hefur veitt fyrir- tækjum. »2 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sjóeldi Unnið við sjókvíar. Hækka gjald á sjókvíaeldi Það eru fleiri en borgarbúar Reykjavíkur sem notið hafa haustsólargeislanna sem vermt hafa andlit undanfarna daga. Hestar nutu í mestu makindum í gær þegar ljósmyndara bar að garði, nærri Rauðavatni, utan við Reykjavík. Þá fer hver að verða síðastur að njóta haust- sólargeisla enda næturfrostið farið að láta á sér kræla og haustkuldi að minna á sig. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Njóta haustsólargeislanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.