Morgunblaðið - 15.09.2022, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.09.2022, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Forsæt- isráherra flutti stefnuræðu sína í gær og var bæði á þjóðlegu og alþjóðlegu nótunum, þar sem óvissa í hinu alþjóðlega sam- hengi litar aðstæður mikið og stefna ríkisstjórnarinnar tek- ur mið af því eins og vera ber. Ráðherrann vék réttilega að því að staða Íslands er um margt öfundsverð, þegar litið er til aðstæðna í heimsmálum og þá ekki síður hvaða vanda velflestar vestrænar þjóðir aðrar eiga við að etja, að ekki sé minnst á fjarlægari og fá- tækari lönd. Í hinu hnattræna samhengi gat forsætisráðherra ekki stillt sig um að minnast á loftslagsmálin, en í þeim efn- um hefði hin endurnýjaða rík- isstjórn sett sér ný markmið til þess að minnka útblástur og sagði landið á „fullri ferð út úr kolefnishagkerfinu – inn í nýtt grænt hagkerfi“, en þar voru Katrínu efst í huga orkuskipti í samgöngum og öðrum sviðum raunar einnig, þar sem öld grænna orku- gjafa væri hafin. Forsætisráðherra sagði að Íslendingar væru „í einstakri stöðu til að ná fram orku- skiptum í almannaþágu vegna þess að réttar ákvarðanir hafa verið teknar“. Undir það má taka, þótt Katrín hafi raunar vanrækt að geta þess að hún og hennar fólk lögðust gegn öllum þeim framsýnu ákvörðunum á sínum tíma. Hún rakti og að það væri mikil gæfa að Landsvirkjun og Landsnet – helsta orku- fyrirtæki landsins og mik- ilvægasta innviðafyrirtæki þess – væru í almennings- eigu. „Eins hljótum við að þakka fyrir að orkukerfið hér á landi er sjálfstætt og undir innlendri stjórn. Nú þegar raforkuverð í Evrópu er himinhátt – þegar almenn- ingur í Noregi, Þýskalandi, Bretlandi er jafnvel að borga margfalt verð fyrir hita og rafmagn á við okkur – er aug- ljóst að við erum í öfunds- verðri stöðu,“ sagði forsætis- ráðherra, en lét að vísu alveg vera að ræða um orkupakk- ann í því samhengi. Aftur ítrekaði hún að þetta væri vegna þess að góðar og framsýnar ákvarðanir hefðu verið teknar hingað til, þótt Vinstri-græn hafi verið á önd- verðum meiði. Það er ekki nefnt forsætisráðherra og flokki hennar til lasts. Þvert á móti ber að fagna aukinni samstöðu um þessi grundvallar- mál, því Ísland á líkt og önnur lönd allt sitt undir orkugnægð og enn frekar þegar horft er til framtíðar og bættra lífskjara til frambúðar. Þessu virðist forsætisráð- herra átta sig á og eins hinu, að miklu skipti hvernig fram verður haldið. Katrín sagði að þegar kæmi að orkuskiptum og orkuframleiðslu væri frumskylda stjórnvalda við íslenskan almenning. Þarna er um afar afdráttar- lausa stefnumörkun að ræða og hún sætir nokkrum tíð- indum, ekki síst fyrir Vinstri- græn. Þar á bænum hafa menn verið ákaflega tvístíg- andi í þessum efnum, þar sem á togast ýmis illsamrýmanleg grundvallarmarkmið um loftslag eða landvernd, bætt kjör almennings eða skerta neyslu hans. Nú hefur það skýrst til muna og það er vel. Katrín sló þó þann var- nagla að öll orkunýting – vatnsföll, jarðvarmi, vindur, sólarorka eða hvað annað – yrði að vera ábyrg, í sátt við náttúruna og í þágu almenn- ings. Af því blasir við að Vinstri-græn eru ekki að opna fyrir allsherjar virkjun- arsvall, heldur varlega orku- nýtingu með þarfir íslensks almennings að leiðarljósi. Þrátt fyrir að barátta við vindmyllur sé sjaldnast ár- angursrík virðast Vinstri- græn ætla að leggja til atlögu við þær. Þær munu ekki miklu skipta fyrir orkubú- skapinn og geta vissulega verið mikið lýti á landslagi, svo óvíst er að fyrirstaðan verði mikil. Af fyrrnefndum varnagla má einnig draga ályktanir um að Vinstri-græn geri ekki athugasemdir við orkuöflun fyrir landsmenn, en vilji síður að hún komi útlendingum til góða. Það vekur hins vegar spurningar um hversu mikil alvara fylgir heitstrengingum Vinstri-grænna um loftslags- málin eða vorkunn vegna orkukreppu í Evrópu. Nú eða hvernig eigi að tryggja bætt lífskjör til frambúðar. Undir lok stefnuræðunnar sagði forsætisráðherra að á „tímum skautunar og ein- stefnustjórnmála [skipti] miklu að ná saman um fram- faraskref fyrir samfélagið allt“. Það er ánægjulegt að ríkisstjórnin gangi þar á und- an með góðu fordæmi mála- miðlunar og miklu skiptir hvernig verður fram haldið. Málamiðlun um orkunýtingu og orkuskipti.} Orkumál og skautun Í verðbólgunni sem nú geisar hefur ríkisstjórnin tekið sér stöðu gegn heimilunum í landinu og með fjármála- fyrirtækjunum og róið á gamalkunnug mið til að þau afli sem aldrei fyrr. Aftur skal heimilunum fórnað á altari fjár- málafyrirtækjanna í nafni þess að verið sé að ná niður verðbólgunni. Við stefnuræðu forsætisráðherra á síðasta ári sagði ég m.a.: „Það er hlutverk ríkisstjórnarinnar að verja heimilin. Hún á ekki að standa til baka á meðan stórfelld eignatilfærsla á sér stað frá heimilun- um til bankanna, og hún á alls ekki að bæta á byrðar þeirra. Það sama á við um minni og meðalstór fyrirtæki. Þau þarf einnig að verja.“ Ég gæti hreinlega flutt sömu ræðu aftur sem sýnir fram á að þessi vandi hefur verið fyrirsjáanlegur í langan tíma þótt ríkisstjórnin hafi flotið sofandi að feigðarósi. Það hvernig fer ræðst á allra næstu mánuðum. Ef vext- ir fara að lækka verður þetta kannski bara slæmt högg fyrir heimilin. En ef ríkisstjórnin heldur áfram á sömu braut gæti þetta endað með hörmungum og minn versti ótti orðið að veruleika fyrir þúsundir heimila, enda eru aðgerðirnar gegn verðbólgunni miklu verri en verðbólgan sjálf. Það segir sitt að meginvextir seðlabankans hafa hækk- að um 340% á einu ári og 633% frá því þeir voru lægstir í maí 2021. Þótt flest heimili landsins myndu standast verðbólguna munu mörg þeirra kikna undan þeim vaxtahækkunum sem núna er kastað fram af algjöru ábyrgðarleysi og „dásamlegu“ skeytingarleysi þeirra sem hafa tvær milljónir eða meira á mánuði. Það er augljóst að vaxtahækkanir bitna verst á þeim sem mest skulda og hafa hvað minnst á milli handanna. Þær skila sér einnig beint inn í leiguverð og bitna þannig verst á þeim þjóðfélagshópum sem allra verst standa, þar á meðal öryrkjum og öldruðum. Það er ekki fólkið sem hefur valdið verðbólg- unni eða þenslunni á húsnæðismarkaði. Þetta er ekki fólkið sem eytt hefur um efni fram því það hefur aldrei lifað í þeim lúxus að geta það. Öðru máli gegnir um fjárfestana sem hlaupa um fasteignamarkaðinn eða bankana sem græða á tá og fingri eins og enginn sé morgundagurinn því nú streyma fjármunir heimilanna til þeirra í stríðum straumum í boði ríkisstjórnar Íslands. Ríkisstjórninni og Seðlabankanum ber að verja heimilin en ekki blóðmjólka þau og soga úr þeim lífskraftinn því heimilin eru ekki ótæmandi auðlind fyrir bankana að ganga í. Eigi kjaraviðræður haustsins að ganga greiðlega þýðir ekki fyrir ríkisstjórnina að krefja launþega um skyn- semi með vaxtahækkanir upp á 633% í farteskinu. Það ætti að segja sig sjálft. Ásthildur Lóa Þórsdóttir Pistill Vextir hafa hækkað um 633% Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is Í sland er nú í þriðja sæti, með 79% árangur, á lista yfir löndin tíu sem standa best hvað varð- ar eftirlaunavísitölu fjárstýr- ingarfyrirtækisins Natixis. Vísitalan á að endurspegla öryggi og styrk eftir- launakerfa og gera kleift að bera sam- an stöðu slíkra kerfa í hinum ýmsu löndum. Ísland var í fyrsta sæti listans í fyrra en færðist nú niður um tvö sæti. Noregur er aftur kominn í fyrsta sæti listans, með 81%, eftir að hafa vermt þriðja sætið undanfarin fjögur ár. Sviss heldur öðru sætinu á listanum og eins heldur Írland áfram fjórða sætinu á listanum. Ástralía (5. sæti), Nýja-Sjáland (6. sæti), Holland (8. sæti) og Dan- mörk (9. sæti) eru áfram í tíu efstu sætum listans. Lúxemborg (7. sæti) og Tékkland (10. sæti) eru ný í tíu efstu sætunum og koma í stað Þýska- lands og Kanada. Löndin sem lenda í tíu efstu sæt- um listans fá almennt góða einkunn í öllum fjórum undirþáttum vísitöl- unnar. Þeir eru heilsa, hagsæld, fjár- mál og lífsgæði. Noregur og Ísland njóta þeirrar sérstöðu að vera í tíu efstu sætum allra þessara fjögurra undirþátta. Hin löndin á topp tíu-listanum náðu hvert um sig að minnsta kosti einu af tíu efstu sætunum í einum undir- flokkanna. Þrátt fyrir að Ísland hafi lækkað um tvö sæti og sé nú í þriðja sæti listans skilaði landið afburða árangri í öllum fjórum undirflokkum vísitöl- unnar. Ísland er í einu af efstu tíu sæt- unum í hverjum flokki. Hvað varðar hagsæld er Ísland í 5. sæti, í 6. sæti hvað varðar lífsgæði og í 10. sætum flokkanna heilsa og fjármál. Heilsu- vísitalan tekur m.a. mið af útgjöldum til heilbrigðismála á hvern íbúa. Ís- land var í 12. sæti listans í þessum lið í fyrra með 86 en fékk nú 88% og hækkaði um tvö sæti. Ísland er með 77% árangur í liðn- um hagsæld eða sömu einkunn og Slóvenía. Undanfarin sex ár hefur Ís- land verið í 1. eða 2. sæti undir þess- um lið en fellur nú í 5. sæti. Einkunn Íslands vegna launa á hvern íbúa og atvinnuleysis lækkaði á milli ára. Hins vegar heldur Ísland 2. sæti hvað varð- ar jafnlaunastefnu. Eftirlaunavísitalan er einnig reiknuð fyrir einstaka heimshluta. Þar er Norður-Ameríka efst með 69%, Vestur-Evrópa í 2. sæti (66%), Austur-Evrópa og Mið-Asía koma þar á eftir (49%), svo Rómanska Am- eríka (37%) og Kyrrahafshluti Asíu (32%). Mælikvarði á lífeyriskerfi Eftirlaunavísitala Natixis var fyrst reiknuð út árið 2012 þegar efna- hagslíf heimsins var að rétta úr kútn- um eftir bankahrunið. Lífeyriskerfi margra landa stóðu þá frammi fyrir miklum áskorunum. Sérfræðingar Natixis ákváðu í samvinnu við Core- Data Research að rannsaka hve traust lífeyriskerfin væru á heims- vísu. Það er hvort eftirlaunafólk víða um heim gæti lifað mannsæmandi lífi eftir starfslok. Nú, árið 2022, er ver- öldin aftur að jafna sig eftir áfall á heimsvísu. Verðbólgan jafnast nú á við það sem sást á 9. áratug síðustu aldar og skuldir hafa aukist. Seðlabankar beita stýrivaxta- hækkunum til að slá á verð- bólguna. Fjármálamark- aðir eru óstöðugri en verið hefur og fjárfestar eru margir að tapa pen- ingum. Þannig blikka víða viðvörunarljós og geta haft áhrif á fjár- hagslegt öryggi lífeyr- isþega. Ísland í 3. sæti lista um eftirlaunavísitölu „Úr því að hrunið varð lífeyris- kerfinu ekki að fjörtjóni má bú- ast við að það standi af sér efnahagshremmingar samtím- ans. Skýrslan sýnir sterka stöðu Íslands þótt ýmislegt megi gera betur,“ segir dr. Ólafur Ísleifs- son hagfræðingur um stöðu ís- lenska lífeyriskerfisins. Dokt- orsritgerð, sem hann varði 2013, fjallar um íslenska lífeyr- iskerfið. Ólafur segir að Ísland hafi farið að mestu eftir forskrift Alþjóðabank- ans 1994 varðandi framfærslu eldra fólks. Undirstöður kerfisins eru þrjár: Þær eru al- mannatryggingar, at- vinnutengdir lífeyr- issjóðir og séreignar- sparnaður sem hvatt er til af hálfu ríkisins með skattaívilnun- um. Sterk staða Íslands ÍSLENSKA LÍFEYRISKERFIÐ Ólafur Ísleifsson Morgunblaðið/Hari Eftirlaunaþegar Ísland er í efsta flokki landa hvað varðar sterka eftir- launavísitölu. Landið skorar hátt í öllum fjórum undirflokkunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.