Morgunblaðið - 15.09.2022, Blaðsíða 50
50 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2022
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM
með og án rafmagns lyftibúnaði
ELITE stólalínan
3 gerðir: Wiliam, Alex, Charles,
3 möguleikar: Rafdrifinn, manual
eða með skammeli.
3 litir Cognac, dökk brúnt, svart,
albólstraður með anelin leðri.
Komið og
skoðið úrvalið
Hækkanlegur rafdrifinn
tóll með innb. skammel.
vörtu leðri og gráu tauáklæði.s
LIVER Hækkanlegur rafdrifinn hvíldarstóll,
2 mótorar, með innb. skammel.
Til í svörtu leðri og gráu tauáklæði.
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Um helgina verður mikið um að vera
í sendiherrabústað Íslendinga í Vín-
arborg. Þar verður enduropnun
sendiráðs þar í borg fagnað með
veglegri myndlistardagskrá og mun
utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún
Reykfjörð Gylfadóttir, heimsækja
borgina af þessu tilefni.
Utanríkisráðuneytið og Listasafn
Íslands hafa gert með sér sam-
komulag um að standa saman að
kynningu á íslenskri myndlist í
sendiráðum Íslands erlendis og seg-
ir Kristín A. Árnadóttir, sendiherra
og fastafulltrúi í Vín, þessa dagskrá í
anda þess samkomulags. Dagskráin
spretti upp úr góðu samstarfi við
Listasafnið og Kynningarmiðstöð ís-
lenskrar myndlistar.
Tók á sig stærri mynd
„Þegar ljóst varð að hér yrði end-
uropnað sendiráð tók þetta á sig að-
eins aðra og stærri mynd og við
ákváðum að gera þetta með glæsi-
brag. Þetta er ekki bara ein opnun á
sýningu heldur er þetta viðburða-
helgi og við breytum bústað sendi-
herra og fastafulltrúa Íslands í sýn-
ingarrými.“
Á morgun, föstudag, verður sýn-
ingin formlega opnuð og þá verður
ýmislegt á dagskrá, flutt verður tón-
list og boðið upp á veitingar.
Sautján listamenn ýmist búsettir í
Vín eða heima á Íslandi taka þátt í
þessari myndlistarhelgi. Katrín seg-
ir að þeir hafi næstum undantekn-
ingarlaust tengsl við Austurríki.
Mæðginin Anton Herzl og Thelma
Ingvarsdottir Herzl eru búsett í
Austurríki og Bergur Nordal er við
nám í Vín. Elínborg Ostermann,
myndlistarkona og doktor í lífefna-
fræði, er einnig búsett í Austurríki,
sem og Linda Steinþórsdóttir og
Ingrid Gaier.
Þar fyrir utan koma eftirfarandi
listamenn frá Íslandi: Bryndís
Hrönn Ragnarsdóttir, Guðrún
Kristjánsdóttir, Hallgrímur Árna-
son, Hjörtur Matthías Skúlason,
Hulda Vilhjálmsdóttir, Kristín Blön-
dal, Kristín Gunnlaugsdóttir, Krist-
inn Már Pálmason, Sigríður Marrow
og Sigtryggur Berg Sigmarsson.
Allir listamennirnir sem taka þátt
í sýningunni verða á staðnum. Auk
þeirra verður viðstaddur sýningar-
opnunina mikill fjöldi listunnenda;
málverkasafnarar, galleríeigendur,
forstöðumenn listasafna, fulltrúar
menningarpressunnar og svo fram-
vegis.
Þá taka tveir íslenskir listamenn
til viðbótar þátt í dagskránni, þau
Rannveig Fríða Bragadóttir óperu-
söngkona og myndlistarmaðurinn
Snorri Ásmundsson. Auk þess mun
kokkurinn Friðrik Sigurðsson
galdra fram veislu fyrir bragðlauk-
ana, með austurrísku sem og ís-
lensku yfirbragði.
Listamenn ræða hlutverk sitt
Daginn eftir, á laugardag, verður
minni sýning opnuð í galleríi Rutar
Marrow, Rut’s Gallery, með verkum
eftir Huldu Vilhjálmsdóttur og
Hjört Matthías Skúlason. Á sunnu-
dag opnar Jakob Veigar Sigurðsson
síðan dyr vinnustofu sinnar.
Seinna sama dag mun myndlistar-
kvöldverður undir yfirskriftinni The
Salon fara fram. „Þetta er austur-
rísk og frönsk listahefð þar sem
listamenn mætast og ræða hlutverk
sitt í samtímanum og hvaðeina sem
áhugavert kann að vera,“ segir
Kristín.
„Í þeim viðburði eru yfir fjörutíu
þátttakendur, þar verða fulltrúar
safna, gallería og listapressunnar og
áhugafólk um myndlist.“
Yfirskrift þessara viðburða er
Relations, sem mætti til dæmis þýða
sem tengsl, og því má ætla að
áhersla sé lögð á að mynda og
styrkja tengsl.
„Tilgangurinn er að kynna ís-
lenska myndlist, koma íslenskum
myndlistarmönnum á framfæri og
efla tengslin. Það má kannski líkja
þessu við að við köstum stórum og
þungum steini út í lygna tjörnina og
vonandi gárast hún lengi og vel,“
segir Kristín að lokum um umfang
viðburðarins og áhrifin sem hún von-
ast til að hann hafi.
Vínarborg Listamennirnir Hulda Vilhjálmsdóttir og Hjörtur Matthías Skúlason við uppsetningu sýningar sinnar í
galleríi Rutar Marrow í Vín. Sýningaropnunin er liður í myndlistardagskrá sem sendiherra Íslands þar býður til.
Gerum þetta með glæsibrag
- Íslensk myndlistarhelgi haldin í Vínarborg - Enduropnun sendiráðs í Austur-
ríki fagnað - Kynna íslenska menningu og efla tengsl við Austurríkismenn
Leikarinn Gísli Örn Garðarsson, sem
hlotið hefur afbragðsviðtökur fyrir
frammistöðu sína í sýningunni Ég
hleyp í Borgarleikhúsinu, ákvað við
byrjun æfinga að gefa allar sínar
tekjur af sýningunni til góðgerðar-
mála.
„Nú hefur hann safnað um einni
og hálfri milljón og ætlar því að
afhenda ágóðann góðgerðarfélög-
unum Nýrri dögun, Berginu, Ljóns-
hjarta og Dropanum,“ segir í til-
kynningu frá leikhúsinu. Þar kemur
fram að síðustu sýningarnar á upp-
færslunni verði haldnar um helgina.
Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
Á spretti Gísli Örn Garðarsson í Ég hleyp.
Gísli Örn gefur til
góðgerðarmála
Anda Rotten-
berg, sýningar-
stjóri, listfræð-
ingur og gagn-
rýnandi í Varsjá,
er þriðji gestur
Umræðuþráða
2022. Viðburð-
urinn, sem fram
fer á ensku, er
haldinn í Hafnar-
húsinu í kvöld kl.
20 og þarf að ská sig fyrir fram á
vef safnsins. Erindi Rottenberg
nefnist „Löng leið til Laramie,
Wyoming“ og þar hyggst hún fjalla
um sögu fordóma sem einkum bein-
ast gegn fólki á forsendum kyn-
hneigðar, kyns, kynþáttar, trúar,
þjóðernis og búsetu. Rottenberg
hefur á löngum og fjölbreyttum
ferli mótað yfirgripsmikla innsýn í
pólska og alþjóðlega samtímalist.
„Það er mikill fengur fyrir íslenskt
listalíf að fá hana til landsins og
halda hér erindi,“ segir í kynningu.
Rottenberg fjallar
um sögu fordóma
Anda
Rottenberg
Tónskáldið og stórsveitarstjórinn
Maria Schneider flytur erindi í
Dynjanda, tónleikasal tónlistar-
deildar Listaháskóla Íslands í
Skipholti 31, í dag, fimmtudag, kl.
16. Þar fjallar hún um feril sinn,
hugmyndir og verk.
„Maria Schneider er ein skær-
asta stjarna stórsveitaheimsins um
þessar mundir og margfaldur
Grammy-verðlaunahafi. Gagnrýn-
endur hafa kallað tónlist Mariu
Schneider „töfrum gædda“ „hafna
yfir landamæri tónlistarstíla“ og
„ómótstæðilega fagra“. Þótt Maria
Schneider hafi einkum helgað
krafta sína stórsveitaskrifum hef-
ur hún einnig komið að klassískri
tónlist og unnið með poppgoðinu
David Bowie á hans síðustu plötu,
svo eitthvað sé nefnt. Maria
Schneider hefur hlotið Grammy-
verðlaunin sjö sinnum og fengið
14 tilnefningar,“ segir í tilkynn-
ingu frá LHÍ. Þar kemur fram að
Schneider hafi hlotið heiðursdokt-
orsgráðu frá University of Minne-
sota og látið talsvert til sín taka í
réttindabaráttu höfunda og flytj-
enda. „Maria Schneider er ein af
mest spennandi röddum tónlistar-
heimsins í dag.“
Aðgangur er ókeypis og öll vel-
komin. Þess má geta að Schneider
stjórnar einnig 30 ára afmælistón-
leikum Stórsveitar Reykjavíkur í
Hörpu á sunnudag kl. 20. Þar er
aðgangur einnig ókeypis, en bóka
þarf miða á vefnum harpa.is.
Schneider með fyrirlestur og stjórnar
Stjórnandi og tónskáld Maria Schneider.
Ástrún Friðbjörnsdóttir söngkona og Ívar Símonar-
son gítarleikari leika frumsamið efni eftir Ástrúnu á
fyrstu hádegistónleikum vetrarins í Fríkirkjunni við
Tjörnina í dag kl. 12. „Ástrún hefur gefið út tvö
frumsamin lög með hljómsveit en flytur hér ásamt
Ívari Símonarsyni gítarleikara lágstemmdari útgáfu
af eigin lögum,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram
að tónleikarnir taka um hálfa klukkustund og eru
hluti af tónleikaröðinni Á ljúfum nótum í Fríkirkj-
unni. Miðar eru seldir við innganginn.
Leika frumsamið efni í hádeginu í dag
Ástrún Friðbjörnsdóttir