Morgunblaðið - 15.09.2022, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.09.2022, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2022 Fagfólk STOÐAR veitir nánari upplýsingar og ráðgjöf. Tímapantanir í síma 565 2885 Slitgigtarspelkur fyrir hné Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, stod.is áli. Meginburðarvirki verða stað- steyptir útveggir og plötur. Útlit húsanna á skýringarmyndum verður leiðbeinandi. Innan byggingarreits verður heimilt að hafa sólpalla og byggja smáhýsi, allt að 2,20 metrum á hæð. Þessi smáhýsi skal gera úr léttum byggingarefnum og eingöngu nýta sem geymslur. Heimilt er að gera ráð fyrir allt að sex íbúðum á lóðinni. Leyfilegt verð- ur að vera með gististarfsemi og/eða skammtímaleigu á lóðinni í allt að helmingi íbúða í nýbyggingum, sam- anber sérákvæði um gististarfsemi í aðalskipulagi. Áður en framkvæmdir hefjast á lóðinni þarf að fá fornleifafræðing til að hafa eftirlit með öllu jarðraski. Komi fornleifar í ljós þarf að rann- saka þær áður en haldið er áfram. Deiliskipulagsbreyting þessi hef- ur átt sér langan aðdraganda. Í upp- hafi málsins voru lóðirnar Veg- húsastígur 1 og Klapparstígur 19 sameinaðar árið 2008. Samkvæmt deiliskipulagi, sem samþykkt var ár- ið 2004, var gert ráð fyrir að rífa mætti síðasta steinbæinn í Skugga- hverfi að Klapparstíg 19 og hélst sú heimild inni þegar lóðirnar voru sameinaðar árið 2008. Nú er hins vegar lagt upp með að steinbærinn verði endurbyggður, en hann er hlaðið steinhús, byggt 1879. Hins vegar verður timburhúsið Veg- húsastígur 1 rifið. Það var byggt árið 1899 og því friðað. Mikill heitavatns- leki varð í húsinu og var það metið ónýtt með álitsgerð 2011 og talið óíbúðarhæft. Minjastofnun affriðaði húsið á árinu 2014 vegna bágs ástands þess í kjölfar lekans og gerir ekki athuga- semdir við niðurrif þess. Loks byggt á Klapparstígslóð? - Reykjavíkurborg hefur samþykkt uppbyggingu á lóðinni Klapparstíg 19 - Áralangar deilur - Gamall steinbær festur í sessi en ónýtt hús á lóðinni verður rifið - Sex íbúðir verða í nýbyggingum Morgunblaðið/sisi Klapparstígur 19 Steinbærinn með klukkunni verður festur í sessi. Hús með sex íbúðum verða svo reist á lóðinni. Tölvumynd/Arkís Nýbyggingar Svona hugsa arkitektarnir sér að útlit nýju húsanna verði. Morgunblaðið/sisi Veghúsastígur 1 Þetta hús verður rifið enda dæmt ónýtt eftir vatnsleka. BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Umhverfis- og skipulagsráð Reykja- víkur samþykkti á fundi í síðastu viku að auglýsa breytingu á deili- skipulagi Skuggahverfis vegna lóðar nr. 19 við Klapparstíg. Þar með sér væntanlega fyrir endann á áralöng- um deilum um uppbyggingu á þess- ari verðmætu lóð á horni Klappar- stígs og Veghúsastígs. Þó skal á það minnt að árið 2016 var uppbygging á lóðinni samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði en hún síðan felld í borgarstjórn. Árið 2018 felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þá ákvörðun borgar- stjórnar úr gildi. Í breytingu deiliskipulagsins nú felst að friðaður steinbær verður festur í sessi, varðveittur og gerður upp í samráði við Minjastofnun Ís- lands. Þá verður heimilt að rífa ein- lyftar byggingar á baklóð og timbur- hús að Veghúsastíg 1 ásamt því að á tveimur byggingarreitum er gert ráð fyrir sambyggðum húsum í tveimur röðum með mænisþökum á hverri einingu, samkvæmt deili- skipulagsuppdrætti Arkís arkitekta ehf. Málið fer nú til afgreiðslu í borgarráði. Í greinargerð Arkís arkitekta með tillögunni, sem send er inn til borg- arinnar í umboði eigenda lóðarinnar, kemur fram að lögð sé áhersla á að form steinbæjarins haldist og ytra borð hans verði gert upp á vandaðan hátt með hliðsjón af upprunalegu út- liti. Við hönnun húsanna skal haldið í smágert húsform Veghúsastígs 1 og nota hlutföll og gluggasetningu í nýjum byggingum. Tillagan gerir ráð fyrir að efnisval fyrir nýja byggð smágerðra húsa, hæð, ris og kjallara, verði sambæri- legt og í eldri húsum hverfisins. Húsin verði klædd með lóðréttri timburklæðningu eða bárujárni í mismunandi lit að utan. Á þaki verð- ur málað bárujárn og gert er ráð fyrir að gluggar verði úr timbri og Í vikunni var útbúið stæði fyrir rútur í Mýrargötu, vestan gatnamótanna við Hlésgötu. Við þessa aðgerð þrengir að bílaumferð. Því var miðlína göt- unnar færð til suðurs til að auðvelda umferð bíla sem aka í vesturátt. Í greinargerð deildarstjóra sam- gangna hjá Reykjavíkurborg kemur fram að á síðustu árum hafi verið unn- ið að uppbyggingu hótela í borginni. Ein nýjasta viðbótin sé Grandi by Center Hotels á Seljavegi 2. Í grenndinni, við Mýrargötu 2-8, sé Icelandair hótel Reykjavík Marina sem hefur verið starfrækt í nokkur ár. Aðkoma hópbifreiða að hótelunum sé ekki góð í dag og hafa t.a.m. rútur ekið þröngar götur Seljavegar og við Marina hafi m.a. verið ekið á göngu- stíg við hótelið. „Tillaga þessi að stæði fyrir hóp- bifreiðar í Mýrargötu er ætluð til að þjónusta bæði hótel og þar með lág- marka líkur á akstri stærri ökutækja á svæðum þar sem það er óæskilegt eða jafnvel ólöglegt. Lausnin er hugs- uð sem tímabundin, en mikil upp- bygging er fyrirhuguð í grenndinni og verður framtíðarlausn hönnuð samhliða frágangi á borgarlandi í tengslum við þá uppbyggingu,“ segir í greinargerðinni. Í samræmi við umferðarlög hefur tillagan verið borin undir og hlotið samþykki lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu. sisi@mbl.is Morgunblaðið/sisi Mýrargata Unnið var að því í vikunni að merkja nýja rútustæðið í götunni. Nýtt stæði fyrir rútur á Mýrargötu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.