Morgunblaðið - 16.09.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2022
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverf-
is-, orku- og loftslagsráðherra, segir
mikilvægt að auka fyrirsjáanleika í
stuðningi við kaup á hreinorkubílum.
Tilefnið er að niðurfelling allt að
1.320 þúsund króna gjalda á rafbíla
rennur að óbreyttu sitt skeið á næsta
ári, þegar 20 þúsund rafbílar hafa
verið seldir. Bílasalar hafa sagt við
Morgunblaðið að kvótinn verði að
óbreyttu fullnýttur innan árs en
5.100 rafbílar voru óseldir innan
þeirra marka í byrjun september.
Aðgerðin hefur kostað sitt
„Þetta hefur auðvitað verið dýr
aðgerð en hefur ekki aðeins gert það
að verkum að við erum með annað
hæsta hlutfallið af vistvænum bílum
[á eftir Noregi], heldur er hugarfarið
breytt. Það þarf ekki lengur að sann-
færa neinn um að
rafbílar virki eða
séu góður kostur.
Það hefur verið
vitað að það yrði
ekki hægt að hafa
fullkomið gjald-
frelsi af rafbílum
um ókomna tíð.
Það breytir því þó
ekki að það er
mikilvægt fyrir
seljendur og kaupendur að hafa
fyrirsjáanleika,“ segir Guðlaugur
Þór.
Markmiðin eru mikilvæg
„Það stendur ekki til að hætta að
styðja við kaup á rafbílum. Það hefur
alltaf legið fyrir að þessi mál eru í
endurskoðun en markmiðin um
orkuskiptin eru afskaplega mikilvæg
til að við getum náð loftslagsmark-
miðunum. Við þurfum að draga úr
losun koldíoxíðs um 1,3 milljónir
tonna fyrir 2030. Við gerum það ekki
án þess að fara í orkuskipti í vega-
samgöngum, ekki aðeins í hefð-
bundnum fólksbílum heldur í öðrum
bílum líka.“
Skortir fyrirsjáanleika
– Verður kvótinn fyrir niðurfell-
ingu gjalda á rafbíla þá hækkaður
eða sérðu fyrir þér aðrar leiðir?
„Það er eitt af því sem þarf að
skoða. Ég held að það sé líka skyn-
samlegt að heyra sjónarmið þeirra
sem eru á markaði. Ég held að það sé
mikilvægt að þeir komi fram með sín
sjónarmið. Markmiðið er skýrt. Við
ætlum í orkuskipti og erum að fara
yfir í rafbíla. Það hefur verið vitað að
það vantar fyrirsjáanleika í þetta
fyrirkomulag. Nú þarf að bæta úr
því. Útfærslan á því er ekki aðal-
atriðið heldur að niðurstaðan verði
sú sem menn vilja sjá.“
– Nú segir í aðgerðaáætlun stjórn-
valda í loftslagsmálum að stefnt sé
að því að 30-50% bílaleigubíla verði
orðin vistvæn árið 2030. Kemur til
greina að gjaldtakan miðist meira
við notkunina en verið hefur?
Tekjustofninn hefur hrunið
„Það er ekkert útilokað í þeim efn-
um. Þetta er hluti af stærri mynd.
Komið hafa fram allra handa hug-
myndir um gjaldtöku vegna þess að
gjaldstofninn sem hefur borið uppi
viðhald á vegum er hruninn, og raun-
ar svolítið síðan það gerðist, og svo
er spurning hvaða útfærsla er best.
Það hefur verið nefnt að miða gjald-
tökuna við akstur. Það hefur marga
kosti en er ekki án galla.
Sömuleiðis skiptir máli að allir
tekjuhópar geti nýtt sér þennan
stuðning og að það sé góður eftir-
markaður [fyrir notaða bíla], því það
má ekki aðeins vera valkostur þeirra
sem hafa meira milli handanna [að
geta eignast rafbíl].“
– Í aðgerðaáætluninni er einnig
kveðið á um hópferðabifreiðir, sendi-
bifreiðir og flutningabifreiðir. Stend-
ur til að styðja við orkuskipti við
kaup á slíkum bifreiðum?
„Við verðum að liðka fyrir orku-
skiptum fyrir stærri bíla. Því fyrr,
því betra. Okkur liggur á.“
Samstarf við atvinnulífið
– Kæmi til greina að endurskoða
að nýskráningar hreinna bensín- og
díselbíla verði óheimilar 2030, ef það
myndi hægja á sölu rafbíla?
„Við ætlum að ná þessum mark-
miðum en til að við náum þeim þurfa
allir að koma að borðinu. Við þurfum
að fara í greiningarvinnu og setja
markmið fyrir hvern geira atvinnu-
lífsins fyrir sig í samvinnu við at-
vinnulífið,“ segir Guðlaugur Þór að
lokum.
Boðar nýjar ívilnanir vegna rafbíla
- Ráðherra segir brýnt að tekjulágir hafi ráð á notuðum rafbílum - Horfir líka til stærri ökutækja
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Þriðji þáttur Ertu viss?, spurninga-
þáttar mbl.is, fór í loftið í gær-
kvöldi.
Þátttaka fór fram úr björtustu
vonum og
keppnin hörð
um vinningana,
sem voru ekki af
verri endanum.
Rikard Thor-
stensen hlaut
þátttökuverð-
laun í þetta skiptið, Samsung Ga-
laxy book 2 pro 360-tölvu. Þá varð
Berglid Ósk Alfreðsdóttir Ertu
viss-meistarinn þessa vikuna, þar
sem hún svaraði oftast rétt og var
fljót að því. Fékk hún Samsung Ga-
laxy Z Flip 4-síma í sinn hlut fyrir
glæstan sigur.
Gestastjórnandi í gærkvöldi var
enginn annar en þjóðargersemin
Þórhallur Sigurðsson, betur þekkt-
ur sem Laddi.
Hann kom þó ekki mikið við sögu
þar og var leystur frá störfum
snemma í þættinum líkt og lesa má
nánar um á mbl.is
Morgunblaðið/Hákon
Ertu viss? Laddi er allavega viss.
Þátttaka fram úr
björtustu vonum
Ragnar Arnalds, fyrr-
verandi ráðherra, er
látinn, 84 ára að aldri.
Ragnar fæddist í
Reykjavík 8. júlí 1938.
Foreldrar hans voru
hjónin Sigurður Arn-
alds, útgefandi og
stórkaupmaður, og
Guðrún Jónsdóttir
Laxdal kaupkona.
Ragnar lauk stúd-
entsprófi frá MR árið
1958. Hann stundaði
nám í bókmenntum og
heimspeki við sænska
háskóla 1959-1961 og
lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Ís-
lands 1968.
Hann var kennari við
Gagnfræðaskólann í Flensborg í
Hafnarfirði 1958-1959, Gagnfræða-
skóla Vesturbæjar í Reykjavík
1967-1969 og við Gagnfræðaskól-
ann við Laugalæk 1969-1970.
Hann var settur
skólastjóri við
barna- og unglinga-
skólann í Varmahlíð
í Skagafirði 1970-
1972.
Ragnar var lands-
kjörinn þingmaður
1963-1967 fyrir Al-
þýðubandalagið á
Norðurlandi vestra
og var alþingis-
maður Norðurlands
vestra 1971-1999
(Alþýðubandalagið,
Samfylkingin).
Hann var mennta-
mála- og samgönguráðherra
1978-1979 og fjármálaráðherra
1980-1983. Þá var hann fyrsti
varaforseti Alþingis 1995-1999.
Ragnar var formaður Alþýðu-
bandalagsins 1968-1977. Hann
sat í fjölda nefnda og stjórna,
var meðal annars formaður Fé-
lags fyrrverandi alþingismanna
2003-2010 og sat í bankaráði
Seðlabanka Íslands 1998-2013. Þá
var hann formaður Heimssýnar
2002-2009.
Ragnar var ritstjóri Frjálsrar
þjóðar 1960, Dagfara 1961-1962 og
Nýrrar útsýnar 1969. Hann samdi
leikrit, þar á meðal Uppreisn á
Ísafirði sem Þjóðleikhúsið sýndi
1986 og Sveitasinfóníu sem Leik-
félag Reykjavíkur setti upp 1988.
Þá sendi hann frá sér skáldsög-
urnar Eldhuginn – sagan um Jör-
und, 2005, Drottning rís upp frá
dauðum, 2010, og Keisara-
kokteilinn árið 2018. Hann skrifaði
tvær æviminningabækur, Æsku-
brek á atómöld og Gandreið á
geimöld sem komu út árin 2017 og
2018.
Eftrlifandi eiginkona Ragnars
er Hallveig Thorlacius brúðuleik-
ari. Dætur þeirra eru Guðrún og
Helga.
Andlát
Ragnar Arnalds, fyrrverandi ráðherra
Ökumann rafhlaupahjóls ber við
himin í haustsvalanum þar sem hann
virðir hnígandi sól fyrir sér við aft-
anskæru, gamalt og hljómfagurt
heiti yfir ljósaskipti sem á sér rætur í
skáldamáli.
Sighvatur Þórðarson var hirð-
skáld Ólafs helga Haraldssonar Nor-
egskonungs og eitt helsta skáld Ís-
lendinga á 11. öld en margt kvæða
hans hefur varðveist. Til dæmis
lausavísa um rimmu konungs við
Finna sem voru rammgöldróttir á 11.
öld og mögnuðu upp gjörningaveður
við Bálagarðssíðu sem konungur og
menn hans sluppu naumlega undan.
Orðið aftanskæra kemur hins veg-
ar fyrir í einni af Austurfararvísum
Sighvats, listilega ortum drótt-
kvæðum:
Jór rinnr aptanskæru
allsvangr götur langar,
völl kná hófr, til hallar,
höfum lítinn dag slíta;
nú es þats blakkr of bekki
berr mik Dönum ferri,
fákr laust drengs í díki
dægr mætask nú fæti.
Knapi raf-
fáks við aft-
anskæru
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon