Morgunblaðið - 16.09.2022, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.09.2022, Blaðsíða 4
Gráar tunnur Grænar tunnur Bláar tunnur Gráar spar- tunnur Brúnar tunnur, 140L Brúnar tunnur, 240L Grá ker Blá ker Græn ker Gráar/ brúnar tunnur Bláar/ grænar tunnur Fyrir blandað- an úrgang Fyrir plast Fyrir pappír Fyrir blandað- an úrgang Fyrir lífrænan eldhúsúrgang Fyrir blandað- an úrgang Fyrir pappír Fyrir plast Fyrir bl. úrgang/ lífrænan Fyrir pappír/ plast -14.863 4.569 -2.583 -3.317 5.685 394 -447 -28 13 12.619 8.953 Heimild: ReykjavíkurborgSamræming flokkunar og sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu Mögulegar breytingar á ílátafjölda við sérbýli í Reykjavík samkvæmt tillögu Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hefja á söfnun fjögurra flokka úr- gangs frá heimilum á höfuðborgar- svæðinu á næsta ári. Flokkarnir eru pappír, plast, lífrænn eldhús- úrgangur og blandað sorp. Þetta kemur fram í tillögu sem lögð hefur verið fyrir umhverfis- og skipulags- ráð Reykjavíkurborgar. Verði til- lagan samþykkt verður skylt að hafa sorpílát fyrir alla fjóra úrgangs- flokkana við hvert hús. Umhverfis- og skipulagssvið, skrifstofa umhverfisgæða vinnur að undirbúningi breytinga á sorphirðu í Reykjavík. Stefnt er að samræm- ingu flokkunar og sorphirðu á höfuð- borgarsvæðinu og innleiðingu nýrra lagaákvæða um hringrásarhagkerfi. Ákveða þarf hvernig sorpílát verða við sérbýlishús í borginni eftir breytingar á sorphirðunni. Lagt er til að tekið verði mið af þeim fjölda sorpíláta sem þegar eru við hvert hús. Þannig verði frá tveimur og upp í fjögur ílát við sér- býlishús. Sorpílátum mun því aðeins fjölga þar sem aðeins eitt ílát er fyr- ir. Lögð er til eftirfarandi breyting: „Ef ein tunna fyrir blandað sorp er við hús: Ílátinu skipt út fyrir tví- skipta tunnu fyrir blandað sorp og lífrænan eldhúsúrgang og bætt við Fjórum flokkum úrgangs safnað 2023 - Fjöldi sorpíláta reykvískra heimila verður nær óbreyttur Morgunblaðið/Eggert Höfuðborgarsvæðið Flokka á allan úrgang frá heimilum á næsta ári. tvískiptu íláti fyrir pappír og plast. Ílátum fjölgar um eitt. Ef tvær tunnur eru við hús – tunna fyrir blandað sorp og tunna fyrir pappír eða plast: Báðum ílátum skipt út fyrir tvær tvískiptar tunnur. Ílátafjöldi helst óbreyttur. Ef þrjár tunnur eru við hús – fyrir blandað, pappír og plast: Íláti fyrir blandað sorp skipt út fyrir tvískipt ílát fyrir blandað og lífrænan eld- húsúrgang. Ílátafjöldi helst óbreytt- ur. Ef fjórar tunnur eru við hús: Breyting óþörf.“ Ólíkar leiðir við tunnuskipti Fram kemur í greinargerð skrif- stofu umhverfisgæða, að sveitar- félög á höfuðborgarsvæðinu ætli að fara mismunandi leiðir við sorphirðu frá sérbýlum. Hafnarfjörður ætli að skipta út öllum sorpílátum við sér- býli og setja tvær tvískiptar tunnur við hvert, aðra fyrir blandað sorp og lífrænan úrgang og hina fyrir pappír og plast. Kópavogur ætli að nýta þau ílát sem fyrir eru og bæta við einni tvískiptri tunnu fyrir blandað sorp og lífrænan eldhúsúrgang. Þær tvær sem fyrir eru verði nýttar fyrir pappír og plast. Því verði þrjár tunn- ur við hvert sérbýli í Kópavogi. Segir í greinargerðinni að með því að fara sömu leið og í Hafnarfirði þurfi að kaupa fleiri tvískipt ílát sem auki kostnað við kaup á ílátum um 9 milljónir króna. Verði farin sama leið og í Kópavogi þurfi íbúar að fara í breytingar á sorpgeymslum með tilheyrandi kostnaði sem erfitt sé að taka saman. Tillagan sem lögð sé fyrir umhverfis- og skipulagsráð sé talin henta best í borginni vegna þeirra aðstæðna og hirðufyrirkomu- lags sem fyrir er. Hún þýði að íláta- fjöldi við heimili haldist nær óbreytt- ur, ílátum fjölgi eingöngu þar sem eitt ílát er fyrir og kostnaði við kaup á nýjum ílátum sé haldið í lágmarki. Nú séu bláar tunnur fyrir pappír við um 70% íbúðarhúsa og grænar tunn- ur við um 40% íbúðarhúsa í Reykja- vík. 4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2022 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Lagt er til í fjárlagafrumvarpinu að sóknargjöld verði lækkuð úr 1.107 krónum í 1.055 krónur á mann á mánuði 2023. Gert er ráð fyrir 2.960,7 milljóna króna framlagi til þeirra liða sem sóknargjald reiknast á að teknu tilliti til almennra að- haldskrafna í for- sendum frum- varpsins. Heildarlækkun sóknargjaldsins frá gildandi fjár- lögum nemur 84,8 milljónum króna. Sóknargjöld til sókna þjóðkirkj- unnar, skráðra trúfélaga og lífsskoðunarfélaga eiga að lækka sem þessu nemur. Við gerð fjárlagafrumvarps fyrir árið 2022 gerði Alþingi tillögu um tímabundna hækkun sóknargjalda upp á 272,4 milljónir í samræmi við tillögur efnahags- og viðskiptanefnd- ar. Það var samþykkt og leiddi til alls 272,4 milljóna króna hækkunar sóknargjalda 2022. Nú er lagt til að tímabundna hækkunin falli niður. Kostar starfsemi sóknanna „Ég er óhress með þetta að vanda. Það er alltaf lagt til að skera niður sóknargjöldin í fjárlagafrumvarp- inu,“ segir Steindór Runiberg Har- aldsson, formaður Sóknasambands Íslands. Sóknir þjóðkirkjunnar eru um 260 talsins. Hann segir að nú hefjist enn ein þrautagangan til að fá sóknargjöldin leiðrétt. Yfirleitt hef- ur sú vinna skilað hækkun frá því sem lagt var til í fjárlagafrumvarpi. Steindór rifjar upp að sóknargjöld hafi verið félagsgjöld sóknanna og innheimt sérstaklega. Sveitarfélögin út um landið innheimtu gjarnan sóknargjaldið og Gjaldheimtan í Reykjavík. Þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp fór innheimta skatta og gjalda til ríkisins. „Síðan gerðist það að ríkið breytti sóknargjaldinu einhliða í skatt. Það var hvorki haft samráð við biskup né kirkjuráð. En lög eru lög og við lút- um þeim,“ segir Steindór. „Ríkið rukkar fullt gjald en skilar bara hluta af því. Framreiknað ætti sókn- argjaldið að vera í kringum 2.000 krónur á mánuði. Skattborgararnir njóta þess ekki í lægri sköttum þeg- ar sóknargjaldið er lækkað en sókn- irnar finna fyrir því.“ Hann minnir á að sóknargjöldin renni til einstakra safnaða en ekki til yfirstjórnar kirkjunnar. „Þessi gjöld standa straum af innra starfi safn- aðanna þar sem þúsundir starfa og tugþúsundir njóta,“ segir Steindór. „Gjaldið fer meðal annars í að reka barna- og unglingastarf og starf fyr- ir eldri borgara. Víða á landinu standa aðeins sóknirnar að slíku starfi í byggðarlaginu. Ríkið hefur friðað yfir 200 gamlar kirkjur en segir sóknunum að borga viðhaldið! Húsafriðunarsjóður legg- ur eitthvað til en það er bara dropi í hafið. Sumar þessara gömlu kirkna liggja undir skemmdum því söfnuð- irnir hafa ekki næga peninga til við- halda sóknarkirkjunum sínum, hvað þá þessum friðuðu kirkjum.“ Vilja lækka sóknargjöldin - Endurtekið efni, segja sóknirnar Steindór Runiberg Haraldsson Morgunblaðið/Golli Sunnudagaskóli Sóknirnar reka fjölbreytt starf fyrir sóknargjöldin. Ísak Gabríel Regal isak@mbl.is Ef gengið er fram hjá Hegning- arhúsinu við Skólavörðustíg 9 má sjá myndir í gluggunum á framhlið hússins, af mönnum sem hafa ófrjálsir gist húsið, sem var fang- elsi í um 144 ár. Myndirnar eru hluti af myndlistarsýningunni Ljós í steini en hún samanstendur af 24 portrettmyndum. „Ég var á gangi um Skólavörðu- stíginn og horfði á þetta fallega og virðulega hús. Það voru dagblöð í gluggunum enda framkvæmdir í gangi á vegum Minjaverndar. Ég tók eftir því að formið á gluggunum minnir dálítið á kirkjuglugga. Þús- undir Íslendinga hafa auðvitað dvalið þarna frá því um 1872, eða þegar húsið var byggt, en þessir menn sem eru í gluggunum núna eru að sumu leyti fulltrúar allra sem hafa gist þarna frá upphafi,“ segir Sverrir Sigurjón Björnsson, höfundur listaverksins. Herbert Guðmundsson og Sævar Ciesielski eru meðal þeirra sem sjá má í gluggunum. Spurður hvers vegna þessir menn urðu fyrir val- inu sagði Sverrir það hafa ráðist af tilviljun. „Ég vissi að þeir hefðu verið þarna, en ég þekki ekki alla hina. Lalli Johns er þarna líka en þetta eru kannski frægustu menn- irnir.“ Sverrir fékk aðstoð við gerð verksins frá Vernd fangahjálp og Afstöðu, félagi fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun. Forstöðumenn samtakanna tvennra auglýstu þá eftir þátttak- endum í verk Sverris. Hann segir að það hafi endað með því að fleiri vildu vera með en var pláss fyrir í gluggunum. Minnir á kirkjumyndir Myndirnar minna mjög á kirkju- myndir en það er engin tilviljun að sögn listamannsins. „Þetta er ákveðin tilvísun í steinda glugga. Þannig verður hugmyndin til, þótt þetta sé bara plast,“ segir Sverrir og bætir við að verkinu hafi verið vel tekið af þeim sem tóku þátt. Myndirnar eru unnar upp úr ljós- myndum í Photoshop en fyrirtækið Merking, sem sér meðal annars um gluggamerkingar, sá um að festa myndirnar í gluggana. Sýningin var opnuð á Menning- arnótt en ekki liggur fyrir hvenær henni lýkur. „Þorsteinn hjá Minja- vernd spurði mig hvort þetta mætti ekki fá að vera þarna áfram á með- an verið er að gera upp húsið,“ seg- ir Sverrir. Hann segist hafa orðið var við það, þegar hann vann að verkinu, að fólk sýnir húsinu mikinn áhuga og margir taka í hurðarhúninn og reyna að komast inn, en eins og áð- ur segir var þarna rekið fangelsi frá því um 1872 til 2016. Þá hafa einnig verið haldin böll í húsinu og ýmsar skemmtanir í gegnum tíð- ina. Morgunblaðið/Eggert Í glugganum Hegningarhúsið skartar nú fyrrverandi gestum sínum í gluggunum. Fyrrverandi fangar í gluggum Hegningarhússins - Ljós í Steini hófst á Menning- arnótt - 24 por- trettmyndir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.