Morgunblaðið - 16.09.2022, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.09.2022, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2022 Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is K 7 Premium Smart Control Háþrýstidæla „VIÐ ERUM AÐ ÞRÓA SMÁFORRIT FYRIR ÞÁ SEM ERU BÚNIR AÐ GEFA UPP ALLA VON.“ „ERTU HEYRNARLAUS, MAÐUR? ÉG SAGÐI „SENDU MÉR KAÐALSNÚRU“.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... fjölskyldan okkar. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann O, HVAÐ MIG LANGAÐI AÐ VERA EINN AF MONTHÖNUNUM SVEINN HJÁLPAÐI TIL MEÐ MATINN Í KVÖLD! HVERNIG GÁTU ÞEIR HLAUPIÐ Í ÞESSUM HÆNSNABÚNINGUM? ÞAÐ HRYGGIR MIG AÐ SEGJA ÞAÐ EN KJÖTIÐ ER EINSOG GAMALT SKÓLEÐUR! ÉG VAR HLAUPA- GIKKUR Í GAGGÓ ÉG REYNDI AÐ KOMAST Í AÐALHLAUPAHÓPINN gram í nafni Heilshugar (@heilshug- ar_) þar sem ég deili alls kyns starfs- tengdum fróðleik, s.s. um áföll, skaðaminnkun eða annarri sálfélags- legri fræðslu.“ Lilja var valin í hraðal á vegum HÍ og American Women Entrepreneurs nú á vormánuðum. Hún gegndi starfi formanns Snarrótarinnar – samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi 2018-2021. Hún var virk í starfi Pí- rata um tíma, sat sem varaþingmað- ur 2015-2016 og sat í trúnaðarráði Pírata 2018-2019. Lilja var virkur fé- lagi í Dýrahjálp Íslands um tíma. „Ég sá þar ásamt öðrum um að halda utan um fósturheimili samtakanna. Ég sá um Facebook-síðu samtak- anna og tók að mér fósturdýr. Mín helsta ástríða er starfið mitt; að finna leiðir til að hjálpa fólki út úr vanlíðan og vanvirkni og hef ég því bætt við mig alls kyns verkfærum í þeim tilgangi, s.s. EMDR, dáleiðslu, skaðaminnkandi meðferð og nú síð- ast jógakennararéttindum vorið 2021. Jafnræði og frelsi eru sterk gildi hjá mér. Mér þykir mikilvægt að komið sé fram við fólk af samkennd og virðingu, óháð stétt og stöðu, og að fólk hafi þau grundvallarmann- réttindi að ráða sér sjálft á meðan það gengur ekki á frelsi annarra. Gildin og ástríðuna sameinaði ég í Heilshugar með áfallamiðaðri og skaðaminnkandi nálgun. Áhugamálin eru hreyfing, þá helst lyftingar og jóga, að sækja mér fróð- leik um starfið mitt. Ég ber mikla ást til dýra, og þá sérstaklega katta, og set það ofarlega á forgangslistann að eyða tíma með og sinna fólkinu mínu.“ Fjölskylda Bræður Lilju eru Borgar Þor- steinsson, f. 16.10. 1975, forritari; Úlfar Þorsteinsson, 29.1. 1978, tón- listarmaður og atvinnuninja, og Odd- ur Freyr Þorsteinsson, f. 14.7. 1987, kynningar- og fjölmiðlafulltrúi Rauða krossins. Foreldrar Lilju eru hjónin Arndís Valgarðsdóttir, f. 21.12. 1957, sál- fræðingur, og Þorsteinn Úlfar Björnsson, 1.2. 1951, rithöfundur, búsett í Reykjavík. Lilja Sif Þorsteinsdóttir Jóhannes Björnsson kaupmaður á Sauðárkróki Ólína Björg Benediktsdóttir verkakona á Sauðárkróki Björn Jóhannesson sjómaður í Reykjavík Guðbjörg Þorsteinsdóttir talsímakona í Reykjavík Þorsteinn Úlfar Björnsson rithöfundur, búsettur í Reykjavík Þorsteinn Einarsson ljósmyndari og bóndi á Reykjum Guðrún Elínbjörg Jónsdóttir húsfreyja á Reykjum í Hrútafirði Ásgeir Þorvaldsson múrarameistari á Blönduósi HólmfríðurZóphoníasdóttir húsfreyja á Blönduósi Valgarð Ásgeirsson múrarameistari á Blönduósi Anna Árnadóttir verslunarkona á Blönduósi Árni Ásgrímur Guðmundsson bóndi í Miðgili Vilborg Guðmundsdóttir húsfreyja í Miðgili í Langadal Ætt Lilju Sifjar Þorsteinsdóttur Arndís Valgarðsdóttir sálfræðingur, búsett í Reykjavík Einar K. Guðfinnsson sendi mér góðan póst: „Þoka setti svip sinn á og tafði fyrir gangnamönn- um norður á Skaga (og svo sem víð- ar). Svo létti til og Gunnar Rögn- valdsson frá Hrauni á Skaga orti“: Hann bauð að lokum birtu og yl og blés svo þoku af vegi. Er gerði öll sín gangnaskil Guð á mánudegi. Á Boðnarmiði yrkir Eyjólfur Ó. Eyjólfsson: Það er gaman að heyra þau hrína hlæjandi sagði hún Bína ríka frá Bæ sem róaðist æ við að rassskella krakkana sína. Magnús Halldórsson heyrði í morgunútvarpinu nokkur heillaráð frá lækni: Ýmsu þarf að gefa gætur og gæti verið einna helst. Borða, sofa, fara’á fætur, sem fremur áríðandi telst. Erlingur Sigtryggsson kvað: · Nú er mér um stefið stirt, en stílvopn ritar þetta: Á Akureyri er alltaf kyrrt og ekkert þaðan að frétta. Jón Jens Kristjánsson um „nafn- breytingu á Samfylkingunni“: Frekar en hrörna og fara á safn fundin er enn ein sjónhverfing að núna sé betra að breyta um nafn og bjarga sjöunda manni á þing. Ágústa Ósk Jónsdóttir bætti við: Fremur en að fara á safn fylking áfram ratar, eiga gott og gamalt nafn, geymt sér hafa Kratar. Guðmundur Arnfinnsson yrkir um „raunir skálds“: Í fyrstu línu létt ég andann dreg, en lína önnur virkar oftast treg, í þriðju línu þráðinn missi ég og þeirri fjórðu gæti sleppt alveg. Hér fer Hallmundur Kristinsson „fljótt yfir sögu“: Við fundumst á förnum vegi; í fyrsta sinn kyssti ég þig. Á sólríkum sumardegi sagðist þú elska mig. Síðan vorum við saman í sextíu og níu ár. Það okkur þótti gaman. Þó féllu stundum tár. Jón á Bægisá orti: Margur fengi mettan kvið má því nærri geta, yrði fólkið vanið við vind og snjó að éta. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Gangnaskil og heillaráð frá lækni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.