Morgunblaðið - 16.09.2022, Side 6

Morgunblaðið - 16.09.2022, Side 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2022 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Maður fær bara í magann við að sjá þessar hækkanir. Þetta verður ekki auðvelt fyrir almenning,“ segir Fanney Hauksdóttir, eigandi versl- unarinnar Kauptúns á Vopnafirði. Fanney birti í vikunni pistil til við- skiptavina verslunarinnar á Face- book-síðu hennar til að vara við yfir- vofandi verðhækkunum. Fyrir það fyrsta hækkar verð á mjólkurvörum um 3-4% og er það í annað sinn á þessu ári sem það gerist. Þá hækkar verð kjötvöru umtalsvert, eða um 10- 27%. Fanney kveðst hafa þurft að leita staðfestingar frá birgjum sínum um að tölurnar væru réttar, hún trúði vart að þessar tölur væru rétt- ar. Sú staðfesting barst fljótt og vel og útskýrt að þær væru vegna hækk- ana til bænda í þessari sláturtíð. „Saltkjöt, íslenskt heiðalamb og fleira hækkar um 27% en unnar kjöt- vörur svo sem álegg um 10%. Þetta verður erfitt fyrir fólk og hefur verið það í allt sumar. Þá kemur þetta sér- staklega illa við fólk úti á landi þar sem bara er ein búð á svæðinu. Þetta er einfaldlega hroðalegur tími í Ís- landssögunni,“ segir Fanney við Morgunblaðið. Þó hér sé aðallega vitnað til hækk- ana á íslenskum landbúnaðarvörum segir Fanney að ástandið hafi síst verið betra með ýmsar þurrvörur og aðrar innflutningsvörur. „Það hefur verið endalaust hringl með þær. Maður fékk ekki reikning í sumar nema það væru einhverjar breyting- ar. Hjá sumum birgjunum okkar hafa verið tvær til þrjár verðhækk- anir í ár, oft um 3-4% í hvert skipti.“ Fanney segir að erfitt sé að kyngja miklum verðhækkunum, einkum og sér í lagi fyrir litlar sjálf- stæðar verslanir sem sitji ekki við sama borð og stórar keðjur. „Við- skiptasiðferðið er svo skrítið allt saman. Keðjurnar beita þvingunum í formi magninnkaupa en við fáum verðlista frá birgjum sem er stílaður á „verslanir utan keðja“. Það segir mér það að einhverjum er stillt upp við vegg einhvers staðar. Keðjurnar geta keypt inn í eitt vöruhús fyrir all- ar sínar verslanir og dreift vörunum sjálfar. Á sama tíma þurfum við að sjá um allar pantanir, bókhald, mót- töku og birgðastjórnun auk þess að borga flutningskostnað. Og njótum fyrir verri kjara.“ „Hroðalegar“ verðhækkanir fyrir almenning - Kaupmaður á Vopnafirði fær í mag- ann þegar pantað er inn fyrir verslunina Kaupmenn Hjónin Fanney Hauks- dóttir og Eyjólfur Sigurðsson við verslunina Kauptún á Vopnafirði. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stjórnendur útgerða eru bjartsýnir á síldarvertíðina. Veiðar á norsk-ís- lensku síldinni hófust snemma í mánuðinum og er vertíðin komin vel í gang hjá sumum útgerðum og vinnslum en aðrar eru enn að ljúka vinnslu á síðustu makrílförmunum og taka á móti fyrstu síldinni. Ágæt síldveiði hefur verið í Hér- aðsflóa. „Menn eru bjartsýnir á að veiðin þarna verði svipuð og í fyrra. Það yrði gott ef hún veiðist þarna fram í nóvember,“ segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélags Vestmannaeyja. Fyrirtækið er að fá síldarfarma til vinnslu á Þórshöfn og í Eyjum. Vonast til að fá að geyma kvóta Haft er eftir Sturlu Þórðarsyni, skipstjóra á Beiti frá Neskaupstað, að töluvert af síld sé á miðunum. Þeir fengu afla í norðurkanti Seyð- isfjarðardýpis og í Héraðsflóa. Skip Síldarvinnslunnar og samstarfsfyr- irtækja hafa verið að landa síld frá því í upphafi mánaðarins en sam- hliða hafa verið teknir til vinnslu einstaka túrar af makríl úr Smug- unni. Í gær var verið að landa afla úr síðasta heila makríltúrnum úr Álsey hjá Ísfélaginu og von var á Heimaey til vinnslu fyrirtækisins á Þórshöfn. Þar með lýkur makrílvertíð Ís- félagsins. Eyþór segir að ekki hafi tekist að ljúka alveg við kvótann en ef leyfi fáist til að geyma nægilega mikinn kvóta til næsta árs, komist útgerðin nokkurn veginn í skjól með kvótann. „Það eru miklar siglingar og mikið fyrir makrílnum haft. En einhvern veginn hefst þetta. Skipin vinna saman og senda eitt í einu til löndunar og með því móti höfum við náð að vinna stóran hluta aflans til manneldis,“ segir Eyþór. Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Síldveiðar Ein vertíð tekur við af annarri. Uppsjávarskipin eru að hætta makrílveiðum og hefja veiðar á norsk- íslenskri síld. Síðan tekur íslenska sumargotssíldin við. Svo vonast sjómenn eftir að góð loðnuvertíð hefjist í desember. Veiðar á norsk-ís- lenskri síld byrja vel - Ágætur afli á Héraðsflóa - Makrílvertíðin er að fjara út Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er engin neyð hérna en fólk langar í meiri stemningu. Við viljum bara sáldra smá jákvæðu kryddi í hverfið,“ segir Ólafur Örn Ólafsson, veitingamaður og íbúi í Hlíðunum. Fjölmargir íbúar í hverfinu komu saman síðdegis í gær á horni Máva- hlíðar og Lönguhlíðar í tengslum við átakið „Líf í Lönguhlíð“. Tæp- lega 600 manns höfðu í gær lagt nafn sitt við undirskriftalista átaks- ins. Skipuleggjendur áætla að um sex þúsund búi í hverfinu. Ætlunin er að óska eftir fundi með borgaryf- irvöldum á næstunni til að ýta undir breytingar. „Hér var einu sinni búð á hverju horni en sú er ekki raunin nú. Þetta hefur ekki gerst á einni nóttu en það hefur gleymst í skipulaginu að verslunarrými séu verslunarrými,“ segir Ólafur sem er einn aðstand- enda átaksins ásamt Haraldi Ara Stefánssyni leikara og Jökli Sól- berg. Hann segir að það sé óheppilegt að þurfa að setjast upp í bíl til að sækja alla þjónustu. „Við erum af- girt af allskonar stórum götum og flestalla þjónustu þurfum við að sækja yfir þessar götur. Við erum því ekkert að fara að gera það gangandi. Þetta snýr að umhverfis- sjónarmiðum en er ekki síður sam- félagsmál. Ef ég þarf að fara á bíln- um til að fara í matvöruverslun eða til skósmiðsins hitti ég síður ná- granna mína. Ef allir væru meira og Sjá tækifæri til breytinga í Hlíðunum minna labbandi innan hverfisins væri meiri samfélagsbragur hér. Þetta er til að mynda óheppilegt fyrir gamla fólkið sem getur ein- angrast hér.“ Hann bendir á að gert sé ráð fyrir verslunarrýmum og kjörnum í nýj- um hverfum og í eldri hverfum hafi síðustu ár mál þróast til betri vegar. „Til dæmis í Laugarnesinu og Vest- urbænum. Svo er Hólahverfið í Breiðholti fullkomið upp á þetta.“ Ólafur segir að Langahlíð sé skil- greind sem borgargata sem þýðir að hún eigi að vera hugguleg og fín. „En það hefur ekkert gerst lengi. Hjólastígar eru löngu úreltir og um- ferðarhraðinn er enn mjög hár, eða 50. Það eru mörg tækifæri hérna til breytinga.“ - Margir skrifa undir undirskriftalistann „Líf í Lönguhlíð“ - Krefjast fundar með borgaryfirvöldum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Líf Íbúar krefjast skipulagsbreytinga, eftirlits og framkvæmda í Lönguhlíð. Krafist er að borgin sinni Lönguhlíð sem er borgargata samkvæmt skipulagi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.