Morgunblaðið - 16.09.2022, Side 13
„Kína er tilbúið til að taka höndum
saman með Rússlandi og taka að sér
leiðandi hlutverk á heimssviðinu til
að tryggja stöðugleika og jákvæð
áhrif,“ sagði Xi Jingping, forseti
Kína, á fundi Sjanghæ-sambandsins
í Samarkand í Úsbekistan í gær.
Hann sagði að Kína vildi nýta fund
sambandsins til að fara yfir stöðuna
með Vladimír Pútín, forseta Rúss-
lands.
„Við metum mikils ábyrgðarfulla
stöðu vina okkar í Kína gagnvart
ástandinu í Úkraínu og skiljum
spurningar og efasemdir, en í dag
munum við útskýra öll þessi atriði í
smáatriðum,“ sagði Pútín í upphafi
ræðu sinnar í gær. Hann nýtti einnig
tækifærið og fordæmdi afskipti
Bandaríkjanna af málefnum Taívan.
Fundurinn er sérstaklega mikil-
vægur fyrir Pútín sem á í erfiðleik-
um heima fyrir og þarf að styrkja
stöðu sína á heimsvettvangi.
Í The Washington Post í gær var
haft eftir Yun Sun, formanni Stim-
son-stofnunarinnar, að skilaboð til
Vesturlanda um samstöðu ríkjanna
væri meginmarkmið beggja land-
anna, en þó væri líklegt að Kína stigi
varlega til jarðar með yfirlýsingar
um stuðning við stríðið í Úkraínu,
enda mikilvægt að það hefði ekki nei-
kvæðar afleiðingar af hálfu Vestur-
landa. Dalandi efnahagur landsins
og harðar takmarkanir í kórónu-
veirufaraldrinum hafa vakið mikla
óánægju heima fyrir og því óráð að
rugga bátnum of mikið.
Ásýnd samstöðu mikilvægt
mótvægi við Vesturlönd
- Pútín þarf styrkan bandamann en Kína sýnir varkárni
AFP/Samsett mynd/Alexandr Demyanchuk
Fundur Vladimír Pútín og Xi Jin-
ping í Úsbekistan í gær.
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2022
Örugg og traust þjónusta í fasteignaviðskiptum í áratugi
arsalir@arsalir.is, s. 533 4200
Hagstætt verð.
Glæsilegt skrifstofuhúsnæði. Sér inngangur.
Tangarhöfði 6 - 2. hæð - 110 RVK
ÁRSALIR
FASTEIGNAMIÐLUN
533 4200
TIL LEIGU
Gífurlegur mannfjöldi er í borginni til að votta El-
ísabetu II. Bretadrottningu virðingu sína, en hún var
við völd í rúm 70 ár, lengur en nokkur breskur þjóð-
höfðingi. Margir biðu alla nóttina til að geta vottað
virðingu sína í gær, en talið er að tugir þúsunda hafi
safnast saman í borginni og hefur verð á hótelgistingu
rokið upp úr öllu valdi, allt að 300%. Útför drottningar
fer fram í Westminster Abbey á mánudaginn.
Blómahaf er í London þar sem þjóðin minnist Elísabetar II. Bretadrottningar
Bretar þakka fyrir vel unnin störf
AFP/Oli Scarff
Búist er við að Ulf Kristersson, leið-
togi hægri flokksins Moderaterna, fái
formlegt umboð til ríkisstjórnar-
myndunar strax í næstu viku, en
Magdalena Andersson forsætisráð-
herra sagði af sér í fyrrakvöld þegar
ljóst var að hægri öflin í Svíþjóð hefðu
unnið sigur í kosningunum. Ekki er
þó ljóst hvort mynduð verði hrein
hægri stjórn eða hvort Moderaterna
fari í samstarf með jafnaðarmönnum.
Forseti þingsins, Andreas Norlén,
sagði í gær að formenn flokkanna
yrðu boðaðir í viðræður í næstu viku
áður en Kristersson fengi formlegt
umboð til þess að mynda ríkisstjórn.
Kristersson hefur þó þegar brett upp
ermarnar og fundað með borgaralegu
flokkunum, Kristilegum demókröt-
um, Svíþjóðardemókrötum og Frjáls-
lyndum.
Ekki samstaða í öllum málum
„Ég hef þegar hafið vinnuna við að
mynda nýja og sterka ríkisstjórn,“
var haft eftir Kristersson strax á mið-
vikudagskvöld þegar ljóst var að
borgaraflokkarnir hefðu unnið stóran
sigur. Þrátt fyrir að Svíþjóðardemó-
kratar, sem teljast lengst til hægri á
stiku stjórnmálanna, séu hástökkvar-
ar kosninganna með 20 prósenta fylgi
er engin trygging fyrir því að þeir
verði í næstu ríkisstjórn. Hörð
áhersla þeirra gegn innflytjendum og
rætur í þjóðernishyggju hefur aflað
þeim andstæðinga, líka á hægri
vængnum, þótt þeir hafi náð eyrum
kjósenda landsins, ekki síst á lands-
byggðinni. Frjálslyndir hafa hótað að
draga sig úr viðræðum hægri blokk-
arinnar fái Svíþjóðardemókratar ráð-
herraembætti, en þá myndu borgara-
flokkarnir ekki ná þeim meirihluta
sem þeir þurfa. Innan hægri flokk-
anna eru einnig áhöld um ýmsa mála-
flokka eins og alþjóðlega aðstoð, at-
vinnuleysisbætur, innflytjendalög og
um refsilög gegn skot- og sprengju-
árásum.
Býður til samstarfs
Eins og mál standa hafa hægri
flokkarnir 176 sæti sem er naumur
meirihluti, og þar af eru Svíþjóðar-
demókratar með 73. Það þurfa því all-
ir fjórir flokkarnir að standa saman ef
hægri stjórn á að nást, en vinstri
blokkin með Andersson í forsæti náði
173 sætum í kosningunum.
Magdalena Andersson hefur boðið
Kristersson upp á nýjan kost, sem
væri samstarf með henni og jafnaðar-
mönnum, en hingað til hefur Krist-
ersson verið hennar helsti pólitíski
mótherji. Nú segir hún að þátttaka
Svíþjóðardemókrata í stjórnarsam-
starfi gæti aukið hatursorðræðu með
þeim afleiðingum að „hatur, ógnanir
og ofbeldi“ myndi aukast og að hún
myndi vinna með Kristersson til að
fyrirbyggja það. „Ef Moderaterna
skipta um skoðun og vilja samstarf
með mér frekar en öflunum lengst til
hægri, þá standa dyrnar opnar.“
Koma Svíum til starfa
Kristersson barðist fyrir því í kosn-
ingabaráttunni að koma Svíum á rétt-
an kjöl. „Svíar sem vinna ekki er nú
bara talið eðlilegt ástand“ var eitt af
kosningaslagorðum hans. Einnig
kallar hann nú eftir strangari innflytj-
endastefnu, líkt og Svíþjóðardemó-
kratar. Svíþjóð tók á móti fleiri flótta-
mönnum á árunum 2014-15 en
nokkurt annað ríki í Evrópu. Nú vill
Kristersson stíga á bremsuna í þeim
efnum. Víst er að mikið starf bíður
hans í stjórnarmyndunarviðræðun-
um.
Stjórnarskipti fram undan í Svíþjóð
AFP/Jonathan Nackstrand
Svíþjóð Magdalena Anderson, Ulf Kristersson og Jimmie Akesson.
- Gert ráð fyrir að Kristersson muni fá formlegt stjórnarmyndunarumboð eftir helgi - Borgaraflokk-
unum ber talsvert á milli - Reynt að útiloka Svíþjóðardemókrata - Andersson býður til samstarfs
Ursula von der
Leyen, fram-
kvæmdastjóri
Evrópusam-
bandsins, sagði
á fundi í Kænu-
garði með Volo-
domír Selenskí,
forseta Úkra-
ínu, í gær að
þjóð hans hefði stuðning Evrópu.
Heimsókn hennar er á sama tíma og
Vladimír Pútín, forseti Rússlands,
hitti Xi Jinping, forseta Kína, í Ús-
bekistan. Þetta er þriðja heimsókn
framkvæmdastjórans frá því Rússar
réðust inn í landið.
„Við munum aldrei geta nálgast
þær fórnir sem úkraínska þjóðin
færir,“ sagði hún á blaðamannafundi
eftir fundinn og bætti við: „En við
getum sagt ykkur að þið hafið stuðn-
ing ykkar evrópsku vina eins lengi
og þið þurfið hann.“
Úkraína er með óafgreidda stöðu
umsækjanda um inngöngu í Evrópu-
sambandið í júní. Á fundinum í gær
sagðist Selenskí vilja ganga í innri
markað álfunnar, þó að umsókn
landsins væri ekki enn í höfn.
Lofar
stuðningi
út stríðið
- Þriðja heimsóknin
Fundur Ursula von
der Leyen og Volo-
dímír Selenskí í gær.
Hagnaðartölur
ágústmánaðar af
eldsneytissölu
tóku mikið stökk
í Noregi. Skýr-
ingin er hækkun
á eldsneytisverði
í Evrópu, en
Noregur er
núna stærsti út-
flytjandi eldsneytis í álfunni eftir að
Rússar stórminnkuðu sölu til Evr-
ópu. Afgangur af vöruskiptum
Norðmanna nam hátt í 20 millj-
örðum evra í ágústmánuði að mati
norsku hagstofunnar. Jan Olav Ror-
hus, sérfræðingur hagstofunnar,
segir að eldsneytisverð hafi hækkað
hratt í ágúst vegna enn minna
framboðs frá Rússlandi. Gazprom
skrúfaði alveg fyrir Nord Stream 1-
gasleiðsluna til Þýskalands í lok
ágústmánaðar.
Upplýsingar um hagnaðinn lágu
fyrir í gær og eykur þetta pressuna
á Noreg, en Evrópusambandið hef-
ur verið að leggja til að verðþak
verði sett á eldsneytisverð vegna
mikilla hækkana á orkuverði sökum
minnkaðs framboðs.
20 millj-
arða evra
hagnaður
- Pressan eykst
Olía Olíuborpallur.