Morgunblaðið - 16.09.2022, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2022
Sól Í bláum skugga sungu Stuðmenn fyrir áratugum og hér er engu líkara en skugginn sá sé kominn upp á vegg við Brynjólfsgötuna í logandi geislum septembersólar er dagsljós þverr að hausti.
Eggert
Hér er sönn saga.
Ég kom einu sinni í
niðurnítt hús, sem virt-
ist hvorki halda vatni
né vindum. Inni mætti
ég eigandanum sem
var upptekinn við
„endurbætur“ með lít-
inn sparslspaða að
vopni. Þetta rifjaðist
upp þegar ég fékk
senda auglýsingu um
„Lagadaginn“ 23. sept-
ember nk., „stærsta viðburð lög-
fræðingasamfélagsins 2022“. Sam-
kvæmt útgefinni dagskrá stendur
ekki til að ræða þar um mál mál-
anna, þ.e. augljósa hnignun rétt-
arríkisins í kórónuveirufárinu. Með
þögninni kallar „lögfræðinga-
samfélagið“ yfir sig áfellisdóm og
tortryggni, líkt og sá sem ber í
bresti niðurníddrar byggingar með
því að sparsla í sprungurnar.
Viðfangsefnið
Í útvarpsviðtali 12. september sl.
sagði forstjóri Heilsugæslu höfuð-
borgarsvæðisins að „hræðsluáróðri“
hefði verið beitt til að magna upp
ótta við kórónuveiruna (Covid-19)
„til að ná til fólks“ og að það hefði
„gengið ákaflega vel“. Þessi ummæli
staðfesta að yfirvöld hér á landi hafa
beitt stjórnarfarslega ólögmætum
aðferðum til að stýra hegðun borg-
aranna; með öðrum orðum inn-
gripum og athöfnum sem hvorki
eiga sér viðhlítandi lagastoð né
byggjast á hlutlægum og málefna-
legum sjónarmiðum auk þess að
falla á margþættum prófum meðal-
hófsreglu sem einnig hefur talist til
mikilvægustu for-
sendna mannréttinda-
verndar. Grundvall-
arreglur
stjórnskipunarinnar og
undirstöður lýðræðis
og mannréttinda eins
og lögmætisregla, hlut-
lægnis- og réttmæt-
isregla, sem og með-
alhófsreglur virðast
hafa verið mölbrotnar
á altari faraldursfræði
og rörsýni sem hvorki
á skylt við lýðræði né
lögmætisforsendur. Hvert sem litið
er má sjá hvernig stjórnvöld, með
dyggri aðstoð meginstraumsfjöl-
miðla, hafa beitt áróðri og ritskoðun.
Skipulega hefur verið alið á ótta, vís-
indaleg rökræða bæld niður, pólitísk
rökræða vængstýfð og heilbrigðar
efasemdir úthrópaðar. Ríki sem
hingað til hafa kennt sig við lýðræði
og frjálslyndi hafa beitt lögreglu-
valdi til að berja niður lögmæt mót-
mæli. Í reynd má segja að frá árinu
2020 hafi átt sér stað raunverulegt
lýðræðishrun á Vesturlöndum, sem
ekki sér enn fyrir endann á. Fjöl-
miðlar hafa útvarpað áróðri, ýkt
hættuna af veirunni og kæft niður
umfjöllun um sprautuskaða, í þeim
tilgangi að afla stuðnings við sótt-
varnaaðgerðir. Aðgerðir þessar
grófu undan lýðræðislegu stjórnar-
fari með því að koma á fámennis-
stjórn þar sem hlýðni við valdhafa
yfirtrompar sjálfræði einstaklings-
ins. Samfélagsmiðlum hefur verið
beitt gegn málfrelsinu með rit-
skoðun og hugtakið „falsfréttir“ not-
að um allt sem ekki samræmist við-
urkenndum kennisetningum
yfirvalda. Lýðræðinu hefur verið
kippt úr sambandi með vísan til ýkts
hættuástands. Þingræðið var gert
óvirkt með vísan til sóttvarna. Borg-
araleg réttindi og stjórnarskrár-
varið frelsi hafa verið vanvirt í
stórum stíl. Ráðherrar hafa afhent
allt of mikið vald til sérfræðinga á
þröngu sviði. Dómstólar hafa ekki
sinnt stjórnarskrármæltu aðhalds-
hlutverki og endurskoðunarvaldi
með viðunandi hætti. Alþingi hefur í
reynd verið gert áhrifalaust og
hendur þess bundnar á sviðum sem
verulegu máli skipta. Stjórnar- og
eftirlitsstofnanir ríkisins, sem ætlað
er að verja almannahagsmuni, hafa
snúist gegn almenningi og þeim
gildum sem stjórnskipunin er
grundvölluð á. Fjölmiðlar hafa í
auknum mæli orðið háðir ríkisvald-
inu um afkomu sína og gerst gagn-
rýnislausar málpípur stjórnvalda.
Lyfjaiðnaðurinn hefur fengið að láta
greipar sópa um almannafé í boði yf-
irvalda. Læknar og heilbrigðisyf-
irvöld hafa brugðist hlutverki sínu
með því að einblína á sprautur,
grímur og innilokun heilbrigðs, ein-
kennalauss fólks í stað þess að mæla
með sólarljósi, D-vítamíni, hollu
mataræði og fyrirbyggjandi snemm-
meðferðum. Allt hefur þetta gerst
án þess að nokkur gagnrýni hafi
heyrst frá háskólamönnum og án
nokkurrar sjáanlegrar viðleitni
stjórnvalda til að framkvæma við-
unandi kostnaðar- og ábatagrein-
ingu. Aðgerðir yfirvalda hafa verið
réttlættar með vísan til þess að við
ættum að „fylgja vísindunum“. Með
því var vísindalegri sannleiksleit
ranglega umbreytt í einhvers konar
trúarsetningu. Gegn allri skynsemi
var reynt að stjórna öllu á grundvelli
einnar þröngrar greinar lækn-
isfræðinnar, en láta allt annað lönd
og leið. Ókjörnum embætt-
ismönnum, sem virðast meta eigin
starfsframa meir en skyldur sínar
við stjórnarskrána, hefur verið falið
að grípa um valdataumana og þann-
ig svipta kjörna fulltrúa völdum í
krafti „sérfræðiþekkingar“. Á bak
við embættisvaldið og sérfræð-
ingana standa skuggastjórnendur
sem í krafti auðvalds og valdaásælni
krefjast undirgefni og samræmdra
aðgerða á alþjóðlegan og fordæma-
lausan mælikvarða. Bæði austan
hafs og vestan eru sjáanleg dauða-
mörk á lýðræðinu. Óheillavænleg
skautun (pólarísering) hefur orðið á
stjórnmálasviðinu, þar sem vinstri-
og hægrimenn skiptast á að væna
hver annan um öfgar (fasisma /
kommúnisma).
Stöndum upprétt
Ég skora á Íslendinga að varpa af
sér ógn alræðis og taka ábyrgð á
sinni eigin framtíð með því að verja
þau gildi sem best hafa reynst. Það
gerum við með því að hafna ótta-
stjórnun, efast um kennivald, neita
að fylgja útvöldum vísindamönnum í
blindni, leggja sjálfstætt mat á tölur,
leita upplýsinga sem víðast, láta ekki
mata okkur hugsunarlaust, kalla
valdhafa til ábyrgðar, krefjast þess
að skattfé sé nýtt til að efla innviði
og grunnstoðir samfélagsins og síð-
ast en ekki síst standa vörð um mál-
frelsið og þar með kjarna alls frelsis.
Auk þess að leggja megináherslu á
að standa vörð um lýðræði og mann-
réttindi með því að virða grundvall-
arreglur um lögmæti allra opinberra
inngripa, málefnaleg sjónarmið sem
og meðalhóf í hvívetna.
Lokaorð
Vísindin miða að sannleiksleit. Því
markmiði verður aldrei náð með rit-
skoðun, persónuníði eða með því að
eyða út sjónarmiðum sem ganga
gegn því sem almennt er viðurkennt
hverju sinni. Stjórnmálin og vísindin
verða að tala inn í samtíma sinn, þau
mega aldrei frjósa föst í stífri hug-
myndafræði eða óhagganlegum
kreddum. Ef við vanvirðum þessi
lögmál göngum við gegn öllu því
sem reynsla fyrri kynslóða ætti að
hafa kennt okkur. Okkur leyfist ekki
að taka slíka áhættu. Framtíð
barnanna okkar er í húfi.
Samruni ríkisvalds og stórfyrir-
tækja, sem nú þegar hefur sogað
milljarða úr ríkissjóði, hefur vakið
upp gráðugan óvætt og kallað stór-
kostlegan háska yfir lög okkar og
rétt. Ritskoðun, áróður og valdstýr-
ing hefur náð því stigi að lýðræð-
islegt stjórnarfar og borgaralegt
frelsi er í stórhættu. Til kollega
minna í „lögfræðingasamfélaginu“
vil ég segja þetta: Það er betra að
sjá sannleikann þótt hann sé svart-
ur, en að lifa í blekkingu og þegja.
Arnar Þór Jónsson »Með þögninni kallar
„lögfræðinga-
samfélagið“ yfir sig
áfellisdóm og tor-
tryggni, líkt og sá sem
ber í bresti niðurníddrar
byggingar.
Arnar Þór Jónsson
Höfundur er sjálfstætt starfandi
lögmaður og lýðræðissinni.
Réttarríkið riðar á fótunum