Morgunblaðið - 16.09.2022, Síða 16

Morgunblaðið - 16.09.2022, Síða 16
Þær hræðilegu þjáningar sem úkra- ínska þjóðin hefur þurft að ganga í gegnum síðan Rússar réðust inn í landið fyrir rúmu hálfu ári eru þyngri en tárum taki. Það gott að Ís- lendingar hafi tekið vel á móti þeim úkraínsku flóttamönnum sem leitað hafa hingað. Maður veltir því fyrir sér hvað rússneska einræðisherr- anum og fyrrverandi KGB- manninum hafi gengið til með inn- rásinni. Voru það einhverjir hugarórar um Stór-Rússland? Reiknaði hann dæmið skakkt? Gerði hann ekki ráð fyrir öflugum stuðningi NATÓ- þjóða og Bandaríkjanna? Sér- staklega ber að þakka öflugum stuðningi bandarískra stjórnvalda með það að hafa sent Úkra- ínumönnum ýmis konar hergögn og öflugan herbúnað. Öllum styrjöldum lýkur einhvern tímann. Vonandi lýkur þessu hræði- lega árásarstríði Rússa gegn Úkra- ínu og úkraínsku þjóðinni fyrr en seinna. Þangað til er hugur okkar hjá úkraínsku þjóðinni. Sigurður Guðjón Haraldsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Úkraína AFP 16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2022 Það var verulegur sómi að Kastljósþætti RÚV að kvöldi andláts- dags Elísabetar II Bretadrottningar. Vel var vandað til vals á þátttakendum, þeirra Ólafs Ragnars Gríms- sonar fyrrverandi for- seta og Boga Ágústs- sonar fréttamanns hjá RÚV til margra ára. Báðir eru mennirnir einstaklega vel máli farnir og kom það skýrt fram í þættinum, svo unun var á að hlýða, auk áhrifa hinnar gagnkvæmu virð- ingar sem þeir sýndu hvor öðrum. Eitt orð sem Ólafur Ragnar lét sér um munn fara vakti mig til umhugs- unar, en það var orðið „skyldurækni“, sem ekki heyrist oft opinberlega á landi voru nú um stundir. Það er vart hægt að finna eitt ís- lenskt orð sem lýsir betur þjóðhöfð- ingjaferli Elísabetar II Bretadrottn- ingar og hljómaði það vel af vörum Ólafs Ragnars með skýringum. Drottningin lét ávallt það sem hún áleit skyldu sína fyrir land og þjóð sitja í fyrirrúmi gagnvart fjölskyld- unni og eigin óskum og þörfum. Bet- ur verður drottningunni tæpast lýst með einu orði. Mér er til efs að yngra fólk hafi heyrt orðið „skyldurækni“ mælt fram opinberlega og skilji merkingu þess til fulls. Enda varla von, því flestir eru aldir upp við þá skoðun að eiga rétt og kröfur á hendur þjóðfélaginu um heilbrigðisþjón- ustu, menntun og at- vinnu, allt endurgjalds- laust. Ég minnist þess ekki að jafnframt séu ræddar skyldur við sam- félagið vegna þeirra miklu hlunninda sem menn fá fyrir það eitt að vera fæddir Íslendingar. Ég vona að mér takist að hafa rétt eftir þegar Ólafur Ragnar beindi orðum sínum að okkur hlustendum og sagði að betra væri ef fleiri færu að eins og Bretadrottning hafði gert alla tíð; að setja skyldur sínar við embætti og störf ávallt framar eigin hagsmunum og þægindum. Heimurinn tregar nú þann ljóma virðuleika og prúðmennsku, mildi og einstakrar snilligáfu sem hún var gædd; að geta verið eiginkona og móðir annars vegar og drottning heimsveldis hins vegar. Viðbúið er að bið verði á að fram á sjónarsviðið komi jafn farsæll þjóð- höfðingi og Elísabet II Bretadrottn- ing var. Werner Ívan Rasmusson Werner Rasmusson »Drottningin lét ávallt það sem hún áleit skyldu sína fyrir land og þjóð sitja í fyrirrúmi Höfundur er eldri borgari. Kastljós Samfylkingin var stofnuð úr fjórum flokkum árið 2000 til að verða mótvægisafl við Sjálfstæðisflokk- inn. Hvar stendur hún nú með fylgi, forustu og stefnumörkun? Þróun fylgis og ástæður Samfylkingin, sem náði því 2009 að verða mótvægisafl við Sjálf- stæðisflokkinn, með 30% fylgi og 20 þingmönnum, datt niður í 13% og níu þingmenn 2013 og hrundi svo í 6% og þrjá þingmenn 2016. Logi Einarsson, þá nýr formaður, náði flokknum upp í 12% og sjö þingmenn 2017, en svo kom smá bakslag 2021, 10% fylgi og sex þing- menn. Margir Samfylkingarmenn virð- ast telja að þessi dræmi árangur í síðustu alþingiskosningum sé Loga að kenna, hann hafi ekki verið nóg- ur mikill leiðtogi. Skoðun undirrit- aðs er önnur. Ég tel Loga mætan mann með góðan skilning á mörgum mikilvægum þjóðfélagsmálum, glöggan og yfirvegaðan. Í mínum huga urðu Loga þó á tvenn mistök sem eflaust kostuðu fylgi: 1. Hann beitti sér ekki nægi- lega í uppstillingarmálum og vali á lista og lét það viðgangast að úr- valsmönnum var bolað út. 2. Hann lét telja sig á, kannske af formanns- kandídatinum, að setja nýjan stór- eignaskatt á kosningastefnuskrá flokksins, sem kostaði fylgi, því margir skilja að eðlilegra sé að skattleggja tekjur en eignir. Hitt vandamál Loga var að flokk- um hafði fjölgað á vinstri væng stjórnmálanna og dreifðist því 30% fylgið, sem Samfylking naut 2009, á Pírata, Vinstri-græna, Flokk fólks- ins og Sósíalistaflokkinn, auk Sam- fylkarinnar. Ný forysta og reynsla Í framhaldinu hefur Samfylkingin farið í ákveðna naflaskoðun. Minn- ingin um 30% lifir og eru ýmsir að ímynda sér að enn megi ná slíku fylgi. Halda margir að þetta geti gerst með nýjum formanni, lausn- ara sem svo á að vera, ungri og gjörvilegri konu, Kristrúnu Frostadóttur. Setur undirritaður spurning- armerki við þá skoðun, trú eða von. Kristrún er ung, 34 ára, með mikla og góða skólagöngu, sem hún endaði árið 2016, en lít- ið og mjög einhæft reynslusvið, mest á vettvangi fjár- og banka- mála. Efast því undirritaður um að hennar tími sé enn kominn. Reynslan er gífurlega þýðingar- mikil, en hluti hennar er að gera mistök og læra af þeim og svo forð- ast þau eftir föngum, jafnframt því sem reynslan færir mönnum þroska, dýpri sýn og betri skilning á mönnum og málefnum sem með- fædd greind eða góð menntun ná ekki að jafna. Stefnumál af skornum skammti Kristrún hefur setið fyrir svörum hjá Dagmálum/Mogga og Reyni Traustasyni/Mannlífi. Virðast henn- ar helztu stefnumál vera þessi: – Umbætur í heilbrigðiskerfinu – Sókn í húsnæðismálum – Bætt samgöngukerfi – „Kjarnamál jafnaðarmanna“ Þetta er magurt, eiginlega eru þetta stefnumál flestra flokka og er hér ekkert bitastætt, frumlegt, ein- kennandi eða sérstakt fyrir kandí- datinn á ferð. Og það sem verra er, hér er ein- göngu um útgjaldamál að ræða, án þess að grein sé gerð fyrir tekjum á móti. Hvað með aukna tekjuöflun, aðra en skatta, eða endurskoðun og nið- urfærslu útgjalda, sparnað í ríkis- kerfinu? Er þar allt í rjómalagi? Stærstu mál okkar tíma Undirritaður telur stærstu mál okkar tíma þessi: – Evrópumálin, full aðild að ESB, sem meirihluti þjóðarinnar vill. Fyr- ir öllum öðrum jafnaðarmanna- flokkum er Evrópusamstarfið heil- agt – Upptaka evru, sem líka er meirihluti fyrir, enda myndi hún færa stöðugleika inn í íslenskt efna- hagslíf, stórlækka vexti og til- kostnað og laða að erlenda fjárfest- ingu og fyrirtæki; stórskerpa á samkeppni banka, verslunar- og þjónustufyrirtækja – Auðlindamálin, sem mikill hluti þjóðarinnar vill breytingu á – Ný stjórnarskrá, sama? Með þessi stórmál hefur formannskandídatinn lítið gert Greining Svisslendinga Í Lausanne í Sviss er háskóli sem heitir International Institute for Management Development, IMD, og er hann flokkaður með bestu há- skólum heims. Þessi háskóli hefur um langt árabil gert úttekt á sam- keppnishæfni 63 þjóða, og er Ísland með. Nýlega greindi IMD frá niður- stöðum sínum fyrir 2022. Skilgreinir háskólinn samkeppnishæfni með til- liti til fjögurra þátta: – Efnahagslegrar frammistöðu – Skilvirkni hins opinbera – Skilvirkni atvinnulífsins – Stöðu samfélagslegra innviða Í heild er Danmörk nr. 1, Sviss nr. 2, Singapúr nr. 3, Svíþjóð nr. 4 og svo koma Finnland og Noregur í 8. og 9. sæti. Ísland er í 16. sæti. Það sem dregur Ísland niður er efnahagsleg frammistaða. Einn allra þýðingarmesti þátturinn, því efnahagslegar framfarir eru for- senda aukinnar velferðar. Þar er Ís- land aftast á merinni, í 56. sæti. Ræður þar miklu um að erlend fjárfesting og alþjóðaviðskipti eru hér í lágmarki. Hlutfall erlendra fjárfesta í kauphöllinni er t.a.m. bara 5%. Tálmanir erlendrar fjárfest- ingar Hvað skyldi valda þessari tregðu erlendra fjárfesta til að koma hing- að með sitt fjármagn? Svarið er ein- falt: Fyrst og fremst íslenska krón- an. Menn vilja ekki koma með sína fjármuni inn í krónuhagkerfið. Þess vegna er evran svo mikilvæg! Þegar langt er leitað yfir stutt Stundum fara menn yfir lækinn í leit að vatni. Hví líta Samfylkingar- menn sér ekki nær, t.a.m. til þing- flokksformanns síns, Helgu Völu, sem er fær og framtakssöm og býr yfir mikilli og víðtækri reynslu og verðmætum samböndum. Sterkasti kandídat Samfylking- arinnar til formanns og afgerandi stjórnmálaáhrifa í landinu er þó Dagur B. Eggertsson. Borgarstjór- inn. Væri ekki ráð að ræða aðeins betur við hann? Á hvaða vegferð er Samfylkingin? Ole Anton Bieltvedt Ole Anton Bieltvedt »Reynslan er þýðing- armikil, færir mönn- um þroska, dýpri sýn og betri skilning á mönnum og málefnum sem með- fædd greind eða góð menntun ná ekki að jafna. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.