Morgunblaðið - 16.09.2022, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 16.09.2022, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2022 ✝ Viðar Karlsson fæddist í Vest- mannaeyjum 26. nóvember 1935. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Vest- urlands 7. sept- ember 2022. Foreldrar Viðars voru Sigríður Sóley Sveinsdóttir, f. 1913, d. 2003, og Karl Óskar Guð- mundsson, skipstjóri, f. 1911, d. 1986. Systkini Viðars eru Svan- hildur, f. 1941, Hrafnhildur, f. 1946 og Guðmundur, f. 1952. Viðar fæddist og ólst upp í Vestmannaeyjum. Á sumrin fór hann í sveit til ömmu sinnar og afa á Þykkvabæjarklaustur í Álftaveri. Þegar Viðar var 11 ára gamall flutti hann ásamt fjölskyldu sinni að Skeggja- stöðum Í Mosfellsdal, þar sem afi hans og amma bjuggu. Birna Björk, f. 1987, maki: Birgir Þórisson. Synir þeirra eru Davíð Þór, Tristan Freyr og Mikael Orri. 2) Ingunn, f. 1965, maki: Ás- geir Ásgeirsson. Börn Ing- unnar eru Viðar, f. 1988, maki: Gyða Björk Bergþórsdóttir. Dætur þeirra eru Stefanía Líf, Ingunn Dís og Andrea Sif. Silja Sif, f. 1993, maki: Ólaf- ur Valur Valdimarsson. Börn þeirra eru Henrý Viðar og Hilma Ósk. Davíð, f. 2001. Börn Ásgeirs eru Sölvi Páll, f. 1987, maki: Elín Helga Egils- dóttir. Dætur þeirra eru Heið- rún Lilja og Hekla María. Fríða, f. 1988, maki: Jón Gunnar Stefánsson. Dætur þeirra eru Ásthildur Sóley og Guðrún Fjóla. Heiður, f. 1997. 3) Karl Óskar, f. 1970, maki: Nína Guðbjörg Jóhannsdóttir. Dóttir þeirra er Katrín Björt. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju í dag, 16. sept- ember 2022, kl. 13. Streymt verður frá athöfninni í vef Akraneskirkju, https:// www.akraneskirkja.is Viðar byrjaði ungur til sjós með föður sínum og hóf farsælan skipstjóraferil sinn þegar hann var á 25. ári. Við- ar starfaði alla ævi sem skip- stjóri á skipum frá Akranesi og lengst af á Vík- ingi AK 100. Eiginkona Viðars er Sigríð- ur Adda Ingvarsdóttir, f. 1938. Foreldrar hennar voru Stein- unn Jósefsdóttir, f. 1915, d. 2008, og Ingvar Árnason, f. 1907, d. 1988. Börn Viðars og Öddu eru: 1) Dröfn, f. 1962, maki: Sigurgeir Sveinsson. Börn þeirra eru Arnar, f. 1984, maki: Rósalind Signýjar Kristjánsdóttir. Synir þeirra eru Ísak Birkir, Daníel Darri, Andri Viðar og Baltasar Loki. Í dag kveðjum við elsku pabba okkar, sem lést eftir erfið veikindi, með söknuði og þakk- læti. Pabbi starfaði alla sína tíð sem sjómaður, þar af skipstjóri frá 25 ára aldri. Pabbi var oft langtímum saman að heiman og biðum við alltaf spennt þegar von var á honum heim. Þegar hann kom úr Norðursjónum var hann hlaðinn gjöfum, hlutum og fötum sem ekki fengust á hér á landi sem slógu alltaf í gegn hjá okkur. Pabbi fylgdist alltaf vel með tískunni og fór oft með okkur stelpurnar í fatabúðir. Hann var óspar á hrós en var líka hrein- skilinn ef honum fannst fötin ekki fín. Pabbi fylgdist alltaf vel með tækninýjungum og fljótur að tileinka sér nýjustu tækni. Hann var yfirleitt fljótur að festa kaup á nýjum græjum en þó að vel hugsuðu máli, og voru fellihýsi, litasjónvarp, mynd- bandstæki og fleiri tæki mætt á Brekkubrautina stuttu eftir að þau komu á markaðinn. Pabbi var mjög örlátur á hlutina sína. T.d. var alltaf sjálf- sagt að fá lánaða fínu bílana hans. Pabbi var mjög hjálpsam- ur og ósérhlífinn maður, yfir- leitt fyrstur manna til að bjóða fram aðstoð þegar á þurfti. Pabbi hafði alla tíð mikinn áhuga á íþróttum og fylgdist vel með. Hann naut þess að fylgja eftir afkomendum sínum í hin- um ýmsu íþróttagreinum og var m.a. lengi í stjórn Badminton- félags Akraness og í styrktar- mannafélagi knattspyrnufélags- ins á sínum tíma. Pabbi var handlaginn heim- ilisfaðir og liðtækur í flestum iðngreinum og hafði gaman af að laga til á heimilinu auk þess að hjálpa fjölskyldunni við ýms- ar framkvæmdir. Pabbi hafði mjög gaman af alls konar sportveiði. Meðal okkar bestu minninga eru veiði- ferðirnar í hinar ýmsu ár og vötn. Það var ekki algengt að fólk tæki börnin sín með í góða laxveiðiá og hann lagði alltaf mikla áherslu á að allir fengju að veiða og allir fengju fisk. Hann gladdist meira þegar okk- ur tókst að landa fiskinum held- ur en þegar hann sjálfur veiddi fisk. Þetta lýsir honum vel. Honum var alla tíð umhugað um alla aðra en var sjálfur nægju- samur. Pabbi byrjaði á sjó með föður sínum 14 ára gamall. Þeir feðg- ar voru mjög samrýmdir og voru að mestu leyti saman á sjó þar til afi hætti störfum vegna aldurs. Pabbi var einungis 25 ára þegar hann var ráðinn skip- stjóri. Hann var mikil aflakló og fékk gjarnan verðlaun á sjó- mannadaginn fyrir aflahæsta skipið. Hann var ekki mikið fyr- ir athygli og sendi okkur systur upp til að taka á móti bikarnum. Þegar barnabörnin komu til sögunnar hafði pabbi minnkað við sig vinnu og fengu þau margar gæðastundir með hon- um og mömmu. Þangað leituðu þau mikið, hvort sem var í fé- lagsskap, spjalla um heima og geima eða láta laga eitthvað. Barnabörnin nutu góðs af því að heimili þeirra er nálægt fram- haldsskólanum og því upplagt fara í mat til ömmu og afa og spjalla í leiðinni. Pabbi var góð- ur kokkur og hafði mikinn áhuga á matargerð, var nýj- ungagjarn og naut þess að borða góðan mat. Við viljum þakka mömmu fyrir hversu vel hún hugsaði um pabba í veikindunum sem gerði honum kleift að eyða eins mikl- um tíma heima og raun bar vitni. Blessuð sé minning hans. Dröfn, Ingunn og Karl (Kalli). Tengdafaðir minn, Viðar Karlsson skipstjóri, er látinn, 86 ára að aldri. Hann lést miðviku- daginn 7. sept í faðmi nánustu ættingja. Nú, þegar vinur minn og tengdafaðir hefur lagt af stað í sína hinstu för, langar mig að minnast þessa öndvegismanns með nokkrum orðum. Slíkur var maðurinn að jafnvel nú, þegar sorg er í hjarta, þá lýsir sólin og minningin um góðan mann krömdum hjörtum til að halda áfram fram á veginn. Það fer margt í gegnum hug- ann þegar ég sest niður og hugsa um allar þær stundir sem við áttum saman. Erfitt er að draga fram alla þá þekkingu sem hann gaf mér á lífsleiðinni. Viðar var mikill hugsuður og alls konar verkefni sem hann tók sér fyrir hendur voru þaul- hugsað frá byrjun og síðan leyst af nákvæmni og vandvirkni, bæði til sjós og lands. Öll verkfæri fóru vel í hendi og handverk hans bar vott um nákvæmni og einstaka þekk- ingu. Hann var alla tíð duglegur að hjálpa til og framkvæma með fjölskyldunni hvort sem það var, að mála, smíða, flísaleggja, vinna við pípulagnir eða gera við leikföng. Allt handverk var til fyrirmyndar og gjarnan var sagt heima við: „Þetta bilar aldrei“. Sem skipstjóri á bátum og skipum var hann einstaklega fengsæll og farsæll maður. Þeir sjómenn sem voru með honum töluðu um hann með mikilli virðingu. Einn þeirra sagði við mig, þegar við fórum að vinna saman: „Veistu, Sigurgeir tengdapabbi þinn er einstakur maður, hann er góður maður, fer vel með menn og skip, hann hugsar vel um náttúruna“. Viðar var einstaklega góður stangveiðimaður og ferðir með honum í veiði margar. Í þessum veiðiferðum öðlaðist maður mikla þekkingu á náttúrunni og hvernig maður á að nálgast hana af virðingu. Horfa á um- hverfið, vindáttir, rigningu og sól, flóð og fjöru, stöðu him- intunglanna og annað í þeim dúr. Í öllum veiðiferðum hugsaði hann fyrst og fremst um að allir aðrir fengju fisk og það sem er mér sérstaklega minnisstætt er hvernig hann skipulagði veiði út frá því hvernig maður bar sig í veiðinni, hvaða veiðistaður hent- aði veiðimanninum. Allt þaul- hugsað og skipulagt. Viðar var raunsær maður. Hann vildi öllum vel og talaði af virðingu um fólk og náttúruna. Hann var einstaklega hjálpsam- ur og góður við sína nánustu og nutum við öll þess, börn, tengdabörn afa-og langafabörn og aðrir fjölskyldumeðlimir. Heimsóknir til afa Viðars og ömmu Öddu voru alla tíð vin- sælar og öllum tekið fagnandi. Alla tíð fengum við fjölskyldan að njóta alls sem hann og tengdamóðir mín höfðu að gefa og þau gáfu okkur allt af kær- leika og góðmennsku. Ótalmargt væri hægt að taka fram og segja frá, en að lokum þetta. Takk og takk tengda- pabbi. Ég veit að við hittumst síðar og þangað til: Góða ferð og sjáumst! Sigurgeir. Afi Viðar var einstakur mað- ur, hjartahlýr og rólyndisheims- spekingur. Hann var mikill fjöl- skyldumaður og var mjög annt um að allir í kringum hann hefðu það alltaf sem allra best, væru öruggir og helst vildi hann að þeir byggju á Brekkubraut eða a.m.k. í næsta nágrenni við hann. Þeim ömmu tókst að lokka þó nokkra fjölskyldumeð- limi til sín sem ég tel vera ansi gott merki um góða nærveru þeirra á Brekkubrautinni. Þeg- ar ég tilkynnti honum að ég hefði fest kaup á húsi á Víði- grund þá voru hans fyrstu við- brögð “Þú veist að það er nú laust hús á Brekkubrautinni“. Afi átti mjög auðvelt með að fá djúpan áhuga á alls konar málum og þá sérstaklega ef það snerti fólkið hans. Hann kom sér t.d. vel inn í vinnumál fjöl- skyldunnar, fasteignahugleið- ingar, bílakaup og ýmiss konar áhugamál innan fjölskyldunnar. Afi var alltaf tilbúinn að leggja sín lóð á vogarskálarnar og þá voru þetta vel hugsuð, útpæld og nákvæm lóð. Afi var nefni- lega mikill vísindamaður að eðl- isfari og tók sinn tíma í að skoða alla möguleika vandlega áður en hann tók ákvörðun. Þetta gat átt við bílakaup, kaup á kaffivél, geisladiskaspilara eða ákveða á hvaða mið hann skyldi halda næst. Við afi áttum ýmis sameig- inleg áhugamál og var þar veiði í aðalhlutverki. Við gátum gleymt okkur tímunum saman með kaffibolla í hönd að spjalla um allt sem tengdist veiði, hvort sem það var sportveiði á laxi, fuglum, eða annarri veiði sem krefst stórtækari veiðarfæra og hann var þekktastur fyrir. Gam- an er að velta því fyrir sér hvort að einhver annar Íslendingur hafi komið með meira magn af fiski á land en hann. Það var merkilegt að hlusta á afa segja veiðisögur en hann hafði ein- stakan hæfileika til að lesa að- stæður við veiðina og hafði nátt- úrulegt innsæi inn í þá þætti. Hann var nákvæmur í frásögn og gat lýst mismunandi veiði- aðstæðum langt aftur í tímann. Afi var eins og alfræðiorðabók um veiðar og gat sagt frá tíðarf- ari, aðstæðum og veiðitölum marga áratugi aftur í tímann. Þetta varð meðal annars til þess að ég gerði loðnu að rannsókn- arefni mínu við meistararitgerð í líffræði. Við spjölluðum um þetta sameiginlega áhugamál okkar allt fram á síðasta dag og þær minningar og kaffispjallið við afa mun ég geyma um ókomna tíð. Mínar uppáhaldsminningar með afa eru laxveiðiferðirnar með fjölskyldunni. Það var fátt skemmtilegra en að sjá hann fagna innilega með öðrum þegar það tókst að setja í lax. Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem ég átti með honum, alla hádeg- ismatartímana á Brekkubraut- inni þegar ég var í Fjölbraut, spjallið, stuðninginn sem ég fékk frá honum í hverju því sem ég tók mér fyrir hendur. Hann var einstakur maður og eftir lif- ir einstaklega góð minning um elsku afa. Þinn nafni, Viðar Engilbertsson. Elsku afi Viðar. Takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir okkur. Takk fyrir alla hlýjuna og þann áhuga sem þú sýndir öllu því sem við vorum að gera, hvort sem það var skóli, íþróttir, ferðalög eða hvað annað sem okkur datt í hug. Það var alltaf svo gott að kíkja á Brekku- brautina og fá kex og gott spjall. Við verðum alltaf þakklát fyrir þær minningar sem við eigum og geymum með okkur. Þín langafabörn, Stefanía Líf, Andri Við- ar, Baltasar Loki, Davíð Þór, Ingunn Dís, Tristan Freyr, Mikael Orri, Henrý Viðar, Andrea Sif og Hilma Ósk. Ég vil með nokkrum orðum minnast mágs míns Viðars Karlssonar skipstjóra. Viðar var afar traustur maður og bar hag minn fyrir brjósti alla tíð. Ég var barn að aldri þegar Viðar kemur inn í fjölskylduna, og þegar hann og Adda fóru að búa á Brekkubrautinni var það sem mitt annað heimili. Þau voru alltaf áhugasöm um allt sem var að gerast í kringum okkur, sérstaklega þegar ein- hverjar framkvæmdir voru í gangi. Skyldumæting var á Brekkubrautina í hvert skipti sem við eignuðumst nýjan bíl. Hægt væri að telja upp langan lista frá ýmsum samverustund- um sem ég geymi í minning- unni. Viðar var á sinni löngu ævi mjög farsæll skipstjóri auk þess að vera mikill fræðimaður um sjávarútveg, þar var hann í far- arbroddi í rannsóknum á upp- sjávarstofninum. Viðar var mikill fjölskyldu- maður og er samheldni fjöl- skyldunnar mjög mikil, svo mik- il að tvö af þremur börnunum búa einnig á Brekkubrautinni og barnabörnin ekki langt und- an. Ég vil að lokum þakka Viðari samfylgdina öll þessi ár sem aldrei bar skugga á. Öddu, Dröfn, Ingunni og Kalla og þeirra fjölskyldum óska ég Guðs blessunar. Hvíl í friði elsku Viðar. Ellert Ingvarsson. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Vorið 1959 útskrifaðist hópur stráka úr fiskimannadeild Stýri- mannaskólans, þar á meðal Við- ar Karlsson og undirritaður. Vorið eftir hóf Viðar sinn far- sæla skipstjóraferil með mig sem stýrimann á Reyni AK 98, 70 tonna bát. Þetta var í upphafi hinnar miklu tæknibyltingar, sem kraftblökkin og fullkomnari fiskleitartæki en áður höfðu þekkst sköpuðu. Þessi tímamót greiddu ungum mönnum leið að skipstjórn þar sem margir af eldri skipstjórum áttu erfitt með að aðlagast breyttum að- stæðum. Ég byrjaði mína skip- stjórn árið eftir og við vorum næstu sjö árin samferða á flota HB á Akranesi. Ferill Viðars sem skipstjóri á fiskiskipum stóð hátt á fimmta áratug með þeim glæsibrag að þar féll aldr- ei skuggi á. Yfirvegaður og ró- legur, öryggi skips og áhafnar í fyrirrúmi og alltaf með afla- hæstu mönnum. Góður maður er genginn, ég votta Öddu og fjölskyldunni mína dýpstu samúð. Þorvaldur Guðmundsson. Merkur maður hefur kvatt okkur. Viðar Karlsson var goð- sögn á meðal íslenskra sjó- manna. Hann var lengstum skipstjóri á aflaskipinu Víkingi AK, tók þar við stjórnartaumum undir lok sjöunda áratugarins og stýrði skipinu með miklum glæsibrag í meira en 30 ár. Flest þessi ár var hann á meðal aflahæstu skipstjóra landsins. Faðir minn sagði mér eitt sinn þá sögu að hann hefði orðið vitni að því, 10 ára gamall, þeg- ar afi hans Haraldur sat við skrifborðið á skrifstofu sinni og horfði út á Breið, þar sem Við- ar, ungur og vörpulegur maður gekk með ungri stúlku meðfram sjónum. Hann var þá þegar eft- irsóttur skipstjóri. Varð Haraldi Böðvarssyni þá að orði: „Það vildi ég að Guð gæfi að efnileg Skagastúlka krækti í Viðar, það yrði gott fyrir byggðarlagið.“ Adda var Viðars gæfuspor og sá hún til þess að Viðar fór hvergi. Ég var sjálfur svo heppinn að fá tækifæri sem tvítugur strák- ur að komast á sjó með Viðari. Þetta voru dagar sem munu aldrei renna mér úr minni. Við- ar hringdi í mig óvænt á febr- úarkvöldi og tjáði mér að það vantaði mann undir eins. Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um enda taldi ég að þarna hefði ég unnið í happdrætti. Viðar var einn af þessum mönnum sem maður hefur dreg- ið mikinn lærdóm af á lífsleið- inni. Hann var afburðastjórn- andi. Hann fór vel með mannskapinn, skipið og veiðar- færin. Áhöfnin bar ómælda virð- ingu fyrir honum. Hann var ákveðinn og fjarri því að vera skaplaus maður en hann þurfti aldrei að beita skapi sínu. Allir vissu nákvæmlega til hvers var ætlast af þeim. Áhöfninni mátti líkja við öflugt fótboltalið þar sem valinn maður var í hverju rúmi. Viðar greip oft sjálfur til þeirrar myndlíkingar í samtöl- um okkar enda mikill áhuga- maður um knattspyrnu, Skaga- maður út í gegn. Hann gerði sér vel grein fyrir því að samsetn- ing liðsins þurfti að vera rétt, góð blanda af öflugum eldri og yngri mönnum. Þessar vikur sem ég var á sjó með Viðari dvaldi ég löngum stundum uppi í brú og naut þess að hlusta á Viðar ausa úr visku- brunni sínum. Á árunum sem fylgdu í kjölfarið áttum við áfram regluleg samtöl um hegð- un loðnunnar, veiðarfærin, tikt- úrur náttúrunnar og jafnvel um fótboltann. Við náðum ávallt vel saman. Sennilega vorum við báðir mátulega sérvitrir. Ein- hvern veginn skildum við hvor annan þó að aldursbilið hafi ver- ið breitt. Hann var vísindamað- ur frá náttúrunnar hendi. Hann hugsaði alltaf fram á við, var ekki einn af þeim sem elti hjörð- ina. Það var lærdómsríkt að fylgjast með honum þar sem hann sat í skipstjórastólnum og fylgdist með flotanum kasta nótinni á loðnuna í gríð og erg. Á meðan beið hann sjálfur í ró- legheitunum fyrir utan kösina. Hann beið eftir rétta tækifær- inu, tók sín 5 til 6 köst til þess að fylla skipið á meðan aðrir börðust um á hæl og hnakka með tilheyrandi álagi á áhöfn og búnað. Þetta er enn þann dag í dag greypt í huga mér. Ég kveð kæran félaga sem var ávallt hvetjandi og upp- byggjandi, félaga sem hafði mótandi áhrif á mig sem ungan mann. Ég sendi fjölskyldu Viðars innilegar samúðarkveðjur. Sturlaugur Haraldsson. Viðar Karlsson ÁSGEIR VALDEMARSSON verkfræðingur lést á Sóltúni 1. september sl. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Auður Aðalsteinsdóttir og fjölskylda Ástkær móðir okkar, SÆUNN AXELSDÓTTIR athafnakona í Ólafsfirði, lést að kvöldi mánudagsins 12. september. Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju mánudaginn 19. september klukkan 14. Ásgeir Logi Ásgeirsson Axel Pétur Ásgeirsson Sigurgeir Frímann Ásgeirsson Kristján Ragnar Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.