Morgunblaðið - 16.09.2022, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2022
✝
Helga Sigurð-
ardóttir fædd-
ist í Reykjavík 2.
maí 1960. Hún lést
á Landspítalanum
við Hringbraut 28.
ágúst 2022 eftir
langvinn veikindi.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurður
Ísfeld Frímanns-
son, f. 4.9. 1930 á
Tumastöðum í
Fljótshlíð, d. 1.12. 1996, og
Ragnheiður Guðmundsdóttir,
f. 16.8. 1929 á Króki í Ása-
hreppi, d. 14.5. 1999. Þau gift-
ust árið 1956 og bjuggu í
Reykjavík en slitu samvistum
árið 1973.
Systkini Helgu eru: Guðrún
Marta, f. 5.3. 1951, d. 27.2.
2019; Frímann Már, f. 11.9.
1954, d. 15.11. 2005; Óskar Ís-
feld, f. 18.4. 1957; og Erlendur
Ísfeld, f. 11.5. 1966.
Helga giftist Ágústi Ósk-
arssyni íþróttakennara, f. 13.5.
1949, frá Laugum í Þingeyj-
arsýslu. Bjuggu þau í Ásholti 7
vinnslu og störfum í þágu
þroskahamlaðra, eldri borgara
og sjúkra.
Á áttunda áratugnum stofn-
uðu Helga og Ágúst fyrirtæki í
kringum innflutning á íþrótta-
búnaði og ýmsum vörum fyrir
sundlaugar, skóla og í þágu
æskulýðsstarfs. Í framhaldinu
fór stærstur hluti hennar
starfsævi í að byggja upp far-
sælan rekstur ásamt manni
sínum. Tók hún fljótlega eftir
stofnun fyrirtækisins enskt
verslunarpróf og sá hún um
flest samskipti við erlenda
birgja, samningagerð og
skjalavörslu.
Upp úr aldamótum lagði
Helga stund á myndlistarnám,
m.a. við Myndlistarskóla Mos-
fellsbæjar og Myndlistarskóla
Kópavogs auk þess að sækja
fjölda námskeiða. Frá árinu
2005 minnkaði hún við sig
vinnu og beindi atorku sinni af
enn meiri krafti að myndlist-
inni. Hún tók þátt í þó nokkr-
um samsýningum og starfaði
undir listamannsnafninu Há-
sig. Eftir hana liggur fjöldi
málverka og teikninga, leir-
listaverk og ýmis handverk.
Útför Helgu verður frá
Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í
dag, 16. september 2022,
klukkan 13.
í Mosfellsbæ. Börn
þeirra og afkom-
endur eru: 1) Ósk-
ar Örn, f. 12.4.
1973, maki Ásta
Jenný Sigurðar-
dóttir. Saman eiga
þau Ágúst Pál,
Sigurð Orra og
Stefán Örn. 2)
Silja Rán, f. 5.9.
1978, maki Rolf
Rosi. Saman eiga
þau Tómas Helga, Einar Axel,
Even og Tellef. 3) Heiðar
Reyr, f. 18.3. 1983.
Helga ólst upp í smáíbúða-
hverfinu í Reykjavík og sótti
m.a. Breiðagerðisskóla, Klepp-
járnsreykjaskóla í Borgarfirði,
Gagnfræðaskóla Austurbæjar
og Vörðuskóla. Ung tók hún á
sig mikla ábyrgð í versl-
unarrekstri móður sinnar í
miðborg Reykjavíkur, sá um
innkaup, rekstur og manna-
forráð aðeins 14 ára og fram
yfir 16 ára aldur. Ýmsum öðr-
um störfum sinnti hún yfir æv-
ina, s.s. veitingarekstri, fisk-
Ástin mín.
Nú ertu horfin frá okkur og
allur þinn sársauki og þjáningar
afstaðnar.
Þú varst undir lokin mikið
kvalin, búin að berjast við veik-
indi í mörg ár sem þú ætlaðir
þér alls ekki að lúta í lægra
haldi fyrir. Þú ætlaðir þér ekki
að deyja og barðist fram á síð-
asta andartak. Það er enda allt-
of snemmt að kveðja þennan
heim aðeins 62 ára gömul.
Ég kynntist þér fyrst í
Klúbbnum. Þar sá ég fallegu
stúlkuna sem hafði afgreitt mig
í sjoppunni á Skólavörðustígn-
um þar sem hún stýrði öllu með
fagmannlegri hendi. Og auðvitað
bauð ég fallegustu stúlkunni
upp í dans. Í Klúbbnum hófust
okkar kynni sem entust í rúm 46
ár, og ekki fundum við mikið
fyrir aldursmun allan þann tíma.
Hvernig átti mig að gruna að þú
værir bara 15 ára, reyndar al-
veg að verða 16, þegar við
kynntumst, enda staðurinn
bannaður fólki yngri en tvítugu
og þú bráðþroska, sjálfstæð og
sjálfsörugg. Við vorum ekki að
velta þessu fyrir okkur og átt-
uðum okkur ekki almennilega á
þessum 11 ára aldursmun fyrr
en talsverðu seinna.
Þú gekkst drengnum mínum
strax í móðurstað, en ég hafði
verið einstæður faðir í um tvö ár
áður en leiðir okkar lágu saman.
Eftir það varð ekki aftur snúið,
þótt ýmislegt væri reynt út af
aldursmun, eins og að senda þig
burtu í fisk í Sandgerði yfir
sumarið. Ég átti hins vegar bíl
og heimsótti þig allar helgar,
orðinn ástfanginn.
Samtaka vorum við með fyrir-
tækið, þótt mikill tími þinn færi
í uppeldi barna okkar, enda
fæddist okkur stelpa þegar þú
varst aðeins 18 ára og strákur
þegar þú varst 22 ára gömul. Þú
varst frábær uppalandi og bjóst
fjölskyldunni okkar fallegt
heimili. Þú hafðir yndi af garð-
inum okkar og ræktaðir hann
upp í þá gróðurvin sem hann er
í dag. Þú varst ótrúlega hæfi-
leikaríkur kokkur og mikill og
glæsilegur gestgjafi. Þú varst
sífellt skapandi, mikil hannyrða-
kona en fyrst og fremst lista-
maður sem málaði stórkostleg
málverk. Þau seldust mörg hver
vel á þeim sýningum sem þú
tókst þátt í en öðrum búum við
fjölskyldan að í dag. Teikningar
eftir þig eru ekki síður mikil
listasmíð að ótöldu ýmsu öðru
handverki sem frá þér er komið.
Ófáir í fjölskyldunni eiga frá þér
fallegar lopapeysur, sokka eða
vettlinga, nú eða leirlistaverk
sem dæmi.
Þú þjálfaðir hundana okkar,
Samson og Bjart, í að vera
heimsóknarhundar á vegum
Rauða krossins og þú fórst með
þá lengi vel í hverri viku í
heimsóknir á hjúkrunarheimilið
Hamra í Mosfellsbæ og alloft í
Sunnuhlíð í Kópavogi. Auk þess
vannstu ómæld önnur sjálf-
boðastörf fyrir Rauða krossinn
og lagðir góðum málefnum lið.
Við ferðuðumst mikið, innan-
lands sem erlendis, og alloft til
fjarlægra landa. Við fórum sem
dæmi til Kína, Brasilíu og
Egyptalands og í siglingar um
Kyrrahafið. Ósjaldan fórst þú
einnig með börnin til sólarlanda
á sumrin, ein þín liðs þegar ég
var fastur í vinnu, en ég kom
svo síðar á eftir ykkur. Eftir
sitja góðar minningar og mikil
lífsreynsla.
Helga mín, þú varst elskandi
eiginkona, kærleiksrík móðir
og hjartahlý amma. Þín er sárt
saknað.
Þökk Helga mín, fyrir allt.
Ég elska þig.
Þinn
Ágúst.
Elsku mamma var allt í senn
móðir mín, trúnaðarvinur, minn
stærsti hvatamaður og klettur-
inn í lífi mínu sem ávallt trúði á
mig og var stolt af syni sínum
sem og hinu fólkinu sínu.
Mamma var glæsileg, sjálf-
stæð, sterk og tilfinningarík
kona sem gerði ríkar kröfur til
sín og sinna og vildi fólkinu
sínu aðeins það besta. Hún
lagði allt sitt líf í að búa okkur
systkinunum og pabba yndis-
legt heimili og gott líf og var
tilbúin til þess að vaða eld og
brennistein fyrir aðra ef þörf
var á án þess að huga að afleið-
ingum fyrir sjálfa sig.
Mamma hafði alls ekki hug
til þess að deyja svona ung, að-
eins 62 ára gömul. Hún barðist
eins og naut til hins síðasta,
jafnvel þó að líkaminn væri í
raun löngu búinn. Hún hafði
leitað sér lækninga í mörg ár
áður en hún var, eftir mikla
leit, greind með blóðkrabba-
mein haustið 2018. Við tóku
erfiðar krabbameinsmeðferðir
og haustið 2019 fórum við svo
saman til Svíþjóðar í bein-
mergsskipti þar sem við dvöld-
um í fjóra mánuði.
Mamma elskaði að ferðast og
við fórum margar góðar ferðir
til útlanda. Til að mynda dvöld-
um við langdvölum mörg sumur
í minni barnæsku á Mallorca
þar sem starfsfólk hótela og
veitingahúsa var farið að
þekkja hana með nafni. Eft-
irminnilegt er þegar við ætl-
uðum eitt sinn til Kanaríeyja
og lentum með flugvél á rangri
eyju um miðja páska. London,
Amsterdam og París voru einn-
ig í uppáhaldi hjá henni sem og
Ítalía eins og hún leggur sig en
fjölmörg önnur lönd heimsótti
hún í Evrópu, Norður- og Suð-
ur-Ameríku, Kyrrahafseyjar og
hún fór líka til Kína og Egypta-
lands.
Mamma sinnti mörgum
störfum um ævina en stofnaði
ung fyrirtæki með pabba og
byggði upp farsælan rekstur.
Hún var listakokkur og fag-
urkeri fram í fingurgóma, var
einnig með, eins og máltækið
segir, græna fingur og ræktaði
stóran og mikinn garð sem var
hennar líf og yndi. Innanhúss
var hún einnig með mikið magn
plantna og blóm og rósir voru
iðulega í vösum. Hún var mikill
dýravinur og hélt bæði hunda
og ketti. Tvo hunda þjálfaði
hún sem heimsóknarhunda í
þjónustu Rauða krossins og
vikulega fór hún í heimsóknir
með þá á hjúkrunarheimili með
það að markmiði að veita heim-
ilisfólki tilbreytingu og lífs-
gleði. Mamma var víðlesin og
mikill listunnandi, hafði unun af
ótal sviðum hinna skapandi
greina og sköpunargleði hennar
sjálfrar átti sér einnig fá tak-
mörk. Hún prjónaði, leiraði,
skar út, föndraði en fyrst og
fremst var hún myndlistarkona
og var alltaf teiknandi og
málandi.
Mamma stundaði nám við
Myndlistarskóla Mosfellsbæjar
og Myndlistarskóla Kópavogs
ásamt því að sækja fjölmörg
námskeið. Hún tók þátt í þó
nokkrum samsýningum og
starfaði undir listamannsnafn-
inu Hásig. Eftir hana liggur
fjöldi málverka, teikninga og
leirlistaverka.
Mamma mín var stór per-
sónuleiki, mikill listamaður,
hlédræg en hæfileikarík. Hún
elskaði pabba, okkur börnin,
barnabörn sín og tengdabörn.
Hún var lífsglöð og vildi og ætl-
aði að lifa en þurfti að lokum að
lúta í lægra haldi fyrir sjúk-
dómi sínum og dó alltof
snemma.
Elsku mamma mín, takk fyr-
ir allt sem þú gafst mér.
Ég sakna þín.
Þinn sonur,
Heiðar.
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt, sem sólskinsdagur
samfylgd þín um horfin ár.
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu
í verki góðri konu vitni ber.
Aðalsmerkið: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elska þig og sakna þín elsku
frænkan mín.
Þitt frænkuskott,
Íris.
Ljúfar voru stundir
er áttum við saman.
Þakka ber Drottni
allt það gaman.
Skiljast nú leiðir
og farin ert þú.
Við hittast munum aftur,
það er mín trú.
Hvíl þú í friði
í ljósinu bjarta.
Ég kveð þig að sinni
af öllu mínu hjarta.
(Maren Jakobsdóttir)
Við mæðgur kveðjum Helgu
með virðingu, söknuði og þakk-
læti.
Blessuð sé minning hennar.
Anna vinkona.
Elsku Helga okkar. Að sitja
hér og skrifa til þín er enn svo
óraunverulegt. Að hugsa til
þess að ekki verði fleiri hlát-
ursköst, ferðalög og matarboð
bara passar ekki. Helga var svo
skemmtilega stríðin og stund-
um duttu henni ótrúlegustu
hlutir í hug. Litli klúbburinn
okkar sem Helga bjó til í kring-
um sig og mömmu okkar var
einstakur: Helga, Íris, mamma
og við systur Katrín, Þórunn og
Sigurlaug áttum margar
dásamlegar stundir saman og
við hlýjum okkur við þær minn-
ingar í dag.
Allir sem þekktu Helgu vita
að hún var dásamlegur gest-
gjafi. Kræsingarnar sem hún
bar fram voru engu líkar. En
það var ekki bara það að
Helga tæki vel á móti sínu
fólki heldur var hún svo hlý og
góð, faðmur Helgu var ein-
stakur og ávallt opinn fyrir þá
sem hann þurftu.
Helga var besta vinkona
mömmu okkar og hefur verið
ómetanleg í bæði gleði og sorg.
Við verðum ævinlega þakklátar
hinni fallegu vináttu þeirra á
milli.
Helga fór sínar leiðir í lífinu
og ef Helga var búin að ákveða
eitthvað þá þýddi lítið að reyna
að breyta því. Veikindi hennar
voru ekki undanskilin því, hún
tæklaði þau með sinni einstöku
yfirvegun og gafst aldrei upp.
Hennar plan var að fara með
mömmu okkar í sælureitinn á
Spáni núna í október sem sýnir
okkur að uppgjöf var ekki í
hennar huga heldur ætlaði hún
að lifa lífinu.
Því miður varð hún að láta
undan í lokaslagnum en við vit-
um vel að Helga mun ávallt lifa
í hjarta okkar, vaka yfir öllu
sínu fólki og finna leið til að
láta okkur vita ef við villumst
af leið. Helga lagði mikið upp
úr því að lifa lífinu lifandi og
þegar klúbburinn okkar hittist í
mat og drykk hinn 13. ágúst
2021 lét hún þessi fleygu orð
falla: „Stelpur, það er nægur
tími til að vera dauður þegar
maður er dauður!“
Elsku Helga okkar sagði
hlutina eins og þeir voru og
kom til dyranna eins og hún
var klædd með stóra og hlýja
faðminn sinn.
Hvíldu í friði elsku vinkona.
Elsku Ágúst, Óskar, Silja,
Heiðar og fjölskyldur, guð gefi
ykkur styrk á þessum erfiðu
tímum.
Þínar vinkonur,
Sigríður Bára (Sigga
Bára), Katrín, Þórunn
og Sigurlaug.
Helga
Sigurðardóttir
✝
Hafdís Magn-
úsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 12.
september 1955.
Hún lést á líknar-
deild LSH 4. sept-
ember 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Helga
Guðnadóttir, f. 3.1.
1928, d. 11.12. 1979,
og Magnús Jónsson,
f. 5.1. 1909, d. 28.8.
1979. Stjúpfaðir Hafdísar var
Marteinn Jónasson, f. 28.9. 1916,
d. 14.10. 1987.
Systur sammæðra: Elín Katrín
Guðnadóttir, f. 15.3. 1945, d. 17.1.
2005, hún var gift Bjarna Gunn-
arssyni og börn þeirra eru Helgi
Már og Rúna Lísa. Jóhanna Mar-
teinsdóttir, f. 27.5. 1965, gift
Smára Hilmarssyni. Börn þeirra
eru Marteinn Ingi og Thelma.
Systkini samfeðra: Fríða Ingi-
björg, Guðmundur, Sjöfn, Jón,
Margrét, Bragi og Sigurlaug.
Fyrri maki: Kristján Edwald
Snorrason, f. 3.4. 1946, d. 4.1.
1995. Barn þeirra er Helga Bryn-
dís, f. 25.6. 1986.
Maki hennar er Jó-
hannes Krist-
jánsson, f. 21.2.
1976, og börn
þeirra eru Andrea
Líf Ívarsdóttir, f.
20.10. 2005, Stella
Dís, f. 8.10. 2014, Jó-
hannes Örn, f.
10.11. 2003, og Ar-
on Leó, f. 5.10. 2006.
Seinni maki:
Magnús Svavar Magnússon, f.
6.1. 1954, d. 2.1. 2019. Þau giftu
sig 8. ágúst 1998. Börn hans úr
fyrri samböndum eru Ragnar
Ingi, maki Fatou N’dure, Elín
Viola og Elsa Annette.
Hafdís ólst upp í Hlíðahverfi í
Reykjavík og gekk í Hlíðaskóla,
lauk landsprófi frá Austurbæj-
arskóla og verslunarprófi frá
Verzlunarskóla Íslands. Hafdís
starfaði við bókhald mestalla
sína starfsævi, lengst af hjá versl-
uninni Cosmo í Reykjavík.
Útför Hafdísar verður gerð frá
Háteigskirkju í dag, 16. septem-
ber 2022, og hefst athöfnin kl. 13.
Elsku hjartans guðmóðir mín,
Hafdís frænka.
Mikið ótrúlega getur lífið
stundum verið ósanngjarnt og
óraunverulegt. Það er ekki hægt
að koma í orð hversu mikið ég
sakna þín. Ég veit að þú ert kom-
in á betri stað, finnur ekki til, ef-
laust í rauðum kjól að hlusta á
Mannakorn með Magnúsi þínum.
Ég mun sakna svo sárt nærveru
þinnar og mun halda fast í allar
góðu minningarnar um þig.
Einhvers taðar, einhvern tímann aftur
liggur leið þín um veginn til mín
og þú segir: Ég saknaði þín,
ég saknaði þín …
(Magnús Eiríksson)
Takk fyrir allt, ég elska þig,
hvíl í friði. Þín guðdóttir,
Thelma.
Hafdís
Magnúsdóttir
Elsku Hilmar
frændi. Mikið brá
mér þegar pabbi
sagði mér að þú vær-
ir dáinn. Þú varst
mér alltaf góður og hlýr. Ég
komst alltaf í gott skap þegar ég
hitti þig og mér fannst þú fyndinn.
Á áramótunum fékkstu alltaf
stól til að sitja á fyrir utan og svo
varstu kominn í hjólastól. Mamma
setti á þig, og okkur krakkana, ör-
yggisgleraugu og þú fékkst teppi
til að passa að þér yrði ekki kalt og
svo horfðum við saman á flugeld-
ana og höfðum gaman af. Ég
hjálpaði þér svo með stjörnuljósin
og það var gaman.
Ég er döpur yfir því hvað þú
þurftir alltaf að berjast fyrir þín-
um mannréttindum.
Þú varst fluttur í flotta íbúð en
mér fannst samt íbúðin í Vestur-
bænum alltaf flottust.
Ég hafði alltaf gaman af því
þegar pabbi var alltaf að bjóða þér
grænar baunir með öllum mat. Þú
þoldir ekki grænar baunir en vild-
ir alltaf fá gular, sem þú fékkst
reyndar líka. Þegar ég var yngri
fannst mér alltaf skrýtið að þér
fannst best að nota skeið þegar þú
borðaðir, en þegar ég þroskaðist
fattaði ég að það var auðveldara
fyrir þig að nota skeiðina þar sem
Hilmar Örn
Kolbeins
✝
Hilmar Örn
Kolbeins fædd-
ist 18. október 1976.
Hann lést 5. sept-
ember 2022. Útför
hans fór fram 15.
september 2022.
höndin þín var svo
kreppt.
Þú ert kannski
farinn frá okkur, en
ég kem alltaf til með
að muna eftir þér í
hjartanu mínu Hilm-
ar frændi.
Þín skvís,
Guðbjörg Helga
Kolbeins (Gugga).
Kæri Hilmar Örn.
Skrítið að skrifa minningargrein
um þig þar sem þú varst litlu eldri
en ég.
Ég kynntist þér og mömmu
þinni stuttu eftir að ég kynntist
Jóa bróður þínum. Hlutskipti þitt í
lífinu var oft óþarflega flókið og
erfitt. Barátta við kerfi sem var
ósanngjarnt og ósveigjanlegt og
oft á tíðum ómanneskjulegt.
Oftast gerðir þú grín að erfið-
leikum þínum og held ég að húm-
orinn þinn hafi oft bjargað þér.
Við sátum oft og ræddum saman
um daglegt amstur. Reyndum að
finna björtu hliðina á oft erfiðum
og flóknum aðstæðum sem þú
varst í. Fann að þú fannst oft skjól
á okkar heimili. Vildir tilheyra og
spjalla. Stundum einfaldlega sofa.
Þú varst partur af öllum okkar
gleðistundum, smáum sem
stórum. Jólin verða ekki söm án
þín. Stór hluti af fjölskyldu okkar
rifinn burt allt of snemma.
Ég veit að vel er tekið á móti
þér í sumarlandinu.
Guð geymi þig.
Þín mágkona,
Svandís.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar