Morgunblaðið - 28.10.2022, Side 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2022
Hreint loft –betri heilsa
Honeywell gæða lofthreinsitæki
Láttu þér og þínum
líða vel - innandyra
Loftmengun er hættuleg heilsu og
lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki
eru góð viðmyglugróum, bakteríum,
frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt
að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum.
HFD323E Air Genius 5.
Hægt að þvo síuna.
Verð kr. 39.420
HPA830 Round Air
Purifier. Mjög hljóðlát.
Verð kr. 29.960
S. 555 3100 · donna.is
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Stóra breytingin er hvað hraði kyn-
bótaframfara eykst mikið,“ segir
Guðmundur Jóhannesson, ábyrgð-
armaður í nautgriparækt hjá Ráð-
gjafarmiðstöð landbúnaðarins, um
nýtt kynbótaskipulag í naut-
griparækt, svokallað erfðameng-
isúrval, sem verið er að innleiða.
Tímamótin nú eru að valin hafa verið
fyrstu nautin á sæðingastöð sam-
kvæmt þessu nýja kerfi.
Guðmundur segir að nú sé hægt
að sjá nánast strax við fæðingu eig-
inleika nautkálfs, velja samkvæmt
því inn á sæðingastöð og byrja að
nota við eins árs aldur. Áður þurfti
að senda út sæðisskammta til próf-
unar og velja síðan úr nautunum við
sex ára aldur miðað við reynsluna af
þeim og kúnum sem undan þeim
koma. Nýja skipulagið styttir ætt-
liðabilið um fjögur ár.
Hætt að nota óreynd naut
Einn af kostunum er að notkun
óreyndra nauta mun heyra sögunni
til. Val nautkálfa mun byggjast á
arfgreiningum og erfðamati þeirra
sjálfra þegar kerfið verður að fullu
komið til framkvæmda. Það sama
mun eiga við um val nautsmæðra,
það mun byggjast á arfgreiningum
og erfðamati þeirra sjálfra enda
mun meirihluti kúa í framleiðslu
verða arfgreindur innan þriggja ára.
Bændur taka sýni úr kvígukálfum
um leið og þeir eru merktir og senda
til erfðagreiningar. Þegar eru um
70% bænda byrjuð á þessu. Bændur
munu síðan taka sýni úr ákveðnu úr-
taki nautkálfa, að sögn Guðmundar,
þeim kálfum sem eru undan besta
hluta kúnna. Verða þeir greindir og
naut til undaneldis valin inn á sæð-
ingarstöð.
Guðmundur segir að unnið hafi
verið að þessu verkefni í fimm ár og
því séu það tímamót að byrjað sé að
nota upplýsingarnar. Enn sé verið
að móta og slípa vinnuferla.
Bændur spenntir
Bændur hafa beðið lengi eftir
þessu og segist Guðmundur verða
var við að þeir hafi miklar væntingar
til þessa nýja fyrirkomulags.
Valin voru 22 naut, samkvæmt
erfðamengisúrvalinu, til notkunar á
sæðingarstöð. Reynt er að dreifa
faðerni þeirra mikið en nautin eru
undan 14 nautum. Fjögur af sæð-
inganautunum eru undan Jörfa
13011 frá Jörfa og kemst enginn
annar nautsfaðir með tærnar þar
sem hann hefur hælana.
Yngstu nautin eru fædd á síðasta
ári, Hákon 21007 frá Skeiðháholti á
Skeiðum og Óðinn 21002 frá Birt-
ingaholti 4 í Hrunamannahreppi.
Hin nautin eru fædd á árunum 2016
til 2020.
Nýtt kerfi flýtir fram-
förum í kynbótum
- Fyrstu sæðinganautin valin samkvæmt erfðamengisúrvali
Ljósmynd/NBÍ
„Besti nautsfaðirinn“ Nautið Jörfi 13011 Jörfa er faðir sæðinganauta.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Landsnet hefur ákveðið að fresta
lagningu nýrra lína fjær byggð á
höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er
að óvissa hefur skapast vegna auk-
innar eldvirkni á Reykjanesskaga
og hættu á að hraun renni fljótlega
yfir fyrirhugaðar línuleiðir ef eld-
gos verður í nágrenninu. Í staðinn
verður ráðist í viðhald Hamranes-
lína og þær lagðar að hluta í jörðu
og Ísallínur færðar. Það er gert til
línurnar hamli ekki þróun byggðar í
Hafnarfirði.
Landsnet var með áform um að
leggja nýja línu fjær byggð á höfuð-
borgarsvæðinu, Lyklafellslínu, og
fleiri tengd mannvirki. Það var
hugsað til að auka orkuflutning og
rýma til fyrir þróun byggðar. Fór
hún í gegnum umhverfismat en úr-
skurðarnefnd umhverfis- og auð-
lindamála felldi framkvæmdaleyfi
Hafnarfjarðarbæjar úr gildi.
Brugðist við þróun byggðar
Aðstæður breyttust, ekki er talin
sama þörf á að auka flutningsgetu
línanna og áður. Var í kjölfarið haf-
in vinna við nýtt umhverfismat þar
sem lögð var megináhersla á að
bregðast við byggðaþróun á höfuð-
borgarsvæðinu og færa útlínur
meginflutningskerfisins út fyrir
vaxtarmörk svæðisins og draga úr
mikilvægi núverandi tengivirkja
með byggingu nýrra fjær byggð.
Framkvæmdin snerist um lagningu
nýrrar Lyklafellslínu og Ísallínu 3
en rífa í staðinn Hamraneslínu 1 og
2 og Ísallínur 1 og 2.
Meðan á umhverfismatsferlinu
stóð jókst eldvirkni á Reykjanes-
skaga og segir Steinunn Þorsteins-
dóttir, upplýsingafulltrúi Lands-
nets, að ástæða hafi þótt til að fá
sérstaka greiningu á náttúruvá og
hvaða áhrif hugsanleg eldvirkni
gæti haft á ólíka valkosti. Niður-
staða jarðvísindamanna sýndi að
kæmi til eldvirkni með hraun-
rennsli í nágrenni framkvæmda-
svæðisins gæti hraun fljótlega
runnið yfir línuleiðir valkosta
Lyklafellslínu meðfram Búrfells-
línu 3b, og strengleið meðfram Blá-
fjallavegi og þá um leið núverandi
Búrfellslínu 3b.
Vegna þessarar óvissu hefur
Landsnet, að sögn Steinunnar,
ákveðið að geyma um sinn ákvarð-
anir um frekari byggingu nýrrar
línu. Jafnframt þurfi að bregðast
við þeim vanda sem skapast við
uppbyggingu íbúðabyggðar innan
þéttbýlis í Hafnarfirði, þar sem
Hamraneslínur og Ísallínur liggja.
Eftir sérstaka ástandsskoðun á
Hamraneslínum þótti sýnt að með
ákveðnum aðgerðum væri hægt að
lengja líftíma þeirra í 30 ár. „Því
hefur Landsnet ákveðið að ráðast í
það viðhald en leggja Hamranes-
línur í jarðstrengjum á um 5 km
kafla, til samræmis við þróun
byggðar í Hafnarfirði. Því ættu
áætlanir sveitarfélagsins um út-
hlutun lóða á þessu svæði að geta
gengið eftir. Í kjölfar þess verða nú-
verandi Ísallínur sem liggja frá
Hamranesi að álverinu færðar úr
núverandi legu fjær íbúðabyggð og
hluti af Suðurnesjalínu 1 verður
settur í jörðu við tengivirkið,“ segir
Steinunn.
Framkvæmdir 2024 og 2025
Áformað er að senda Skipulags-
stofnun fyrirspurn um matsskyldu
vegna breytinga á Hamraneslínum.
Áfram verður unnið að umhverfis-
mati Ísallína og verður það kynnt á
næstu vikum. Steinunn segir áætlað
að leggja umrædda línukafla í jörðu
árið 2024 og færa Ísallínur ári síðar.
Morgunblaðið /Hari
Raflínur Svokallaðar Ísallínur sem liggja frá tengivirkinu Hamranesi að álveri Rio Tinto í Straumsvík.
Lyklafellslínu frestað
- Aðstæður hafa breyst vegna aukinnar eldvirkni - Hamraneslínur verða not-
aðar áfram en fara í jörð við byggð í Hafnarfirði - Báðar Ísallínur verða færðar
Hilmar Harðar-
son hefur verið
kosinn 3. varafor-
seti Alþýðu-
sambands Ís-
lands (ASÍ).
Hann er formað-
ur og fram-
kvæmdastjóri
Félags iðn- og
tæknigreina
(FIT) og formað-
ur Samiðnar – sambands iðnfélaga.
Hilmar var kjörinn 3. varaforseti
með öllum greiddum atkvæðum á
fundi miðstjórnar ASÍ 26. október.
Auk hans gegna embættum varafor-
seta Ragnar Þór Ingólfsson, formað-
ur VR, og Halldóra Sveinsdóttir,
formaður Bárunnar – stéttarfélags.
Hilmar er bifvélavirki að mennt og
fæddur árið 1960 í Reykjavík.
Miðstjórn ASÍ ályktaði um fé-
lagafrelsisfrumvarp þingmanna
Sjálfstæðisflokksins og lýsti yfir
mikilli furðu á því.
„Á Íslandi ríkir félagafrelsi.
Tengsl kjarasamninga og stétt-
arfélagsaðildar hafa reynst mikil-
vægur þáttur í linnulausri baráttu
íslensks launafólks fyrir mann-
sæmandi kjörum, samtryggingu og
velferð og tryggt meiri jöfnuð hér á
landi en víðast annars staðar. Verka-
lýðshreyfingin hefur engan hug á að
láta sérvisku jaðarhóps stjórnmála-
manna hafa áhrif á þá kjarna-
starfsemi sína,“ segir í ályktuninni.
Bent er á að frumvarpið sé tekið á
dagskrá þegar kjaraviðræður eru að
hefjast og umsagna krafist frá
verkalýðshreyfingunni innan
tveggja vikna. Þessari aðför verði
svarað af samhentri og sameinaðri
verkalýðshreyfingu. gudni@mbl.is
Hilmar 3.
varaforseti
- Miðstjórn ASÍ
andvíg frumvarpi
um félagafrelsi
Hilmar
Harðarson
Skýrslu Ríkisendurskoðunar um
sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
er ekki að vænta í þessari viku.
Þetta staðfestir Guðmundur Björg-
vin Helgason ríkisendurskoðandi í
samtali við mbl.is. Nú er unnið úr
umsögnum frá fjármála- og efna-
hagsráðuneytinu og Bankasýslu
ríkisins og stjórn Bankasýslunnar,
en þessir aðilar höfðu frest fram í
þessa viku til að skila umsögnum.
Guðmundur segir vinnu við
skýrsluna flókna og umfangsmikla
og „viðbrögð sem við höfum fengið
einkennast af því,“ segir hann um
umsagnirnar. Segir hann það alltaf
taka einhverja daga að vinna úr
umsögnunum og svarar hann því
játandi, spurður hvort þá sé hægt
að útiloka að skýrslan komi í þess-
ari viku.
„Þetta er lokafasinn í verkefninu,
það er ekki langt í að skýrslan verði
afhent,“ segir hann en ítrekar að
nákvæm tímamörk liggi ekki fyrir.
Íslandsbankaskýrslan ekki birt í vikunni
Morgunblaðið/Eggert
Íslandsbanki Framlagningu skýrslunnar
hefur verið frestað nokkrum sinnum.