Morgunblaðið - 28.10.2022, Blaðsíða 24
DÆGRADVÖL24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2022
Egill Eðvarðsson kvikmyndagerðarmaður og myndlistarmaður – 75 ára
Framtíðin… sannarlega ekki til!
E
gill Eðvarðsson er
fæddur 28. október 1947
á Akureyri. „Það var
tóm gleði að alast upp á
Akureyri, dúfur, drullu-
pollar og heimasmíðaðir kassabíl-
ar. Ég gekk fyrst í Barnaskóla
Akureyrar, sem var um 50 metra í
norður frá heimili mínu í Möðru-
vallastræti, en strax 12 ára var ég
kominn í miðskóladeild Mennta-
skólans á Akureyri, sem var 186
metra í suður. Báðir skólar það
nálægir, að ég heyrði glatt þegar
hringt var inn. Kom sér oft vel.“
Egill var sem sagt í Mennta-
skólanum á Akureyri í heil 7 ár
og varð stúdent þaðan 1967. „Þar
var tóm gleði sem fyrr. Meira þó
um Bítla og Stones en að maður
tileinkaði sér latínu, frönsku og
þýsku. Stærðfræði, eðlis- og efna-
fræði skildi ég hins vegar aldrei,
og skil ekki enn. Ég spilaði svo öll
menntaskólaárin í ólíkum dans-
hljómsveitum. Lengst af með góð-
um félaga, Hauki Ingibergssyni,
en líka með sprelliköllum eins og
Arnmundi Backman og Villa Vill.“
Egill hóf síðan myndlistarnám við
South Georgia College í Bandaríkj-
unum 1967-’68, en fór þegar heim
kom í Myndlista- og handíðaskól-
ann og útskrifaðist þaðan 1971.
„Mér bauðst óvænt starf
upptökustjóra hjá RÚV viku eftir
útskrift þannig að eftir liðlega
50 ára starf við sjónvarps- og
kvikmyndagerð er ég enn ekki
farinn í frekara myndlistarnám.
Brestur kannski á einn daginn.“
Egill á fjölbreyttan feril að baki.
Hann hefur starfað sem kvik-
myndagerðarmaður, þáttagerðar-
maður í sjónvarpi, hönnuður og
myndlistarmaður. Unnið að gerð
hundruða sjónvarpsauglýsinga
og tónlistarmyndbanda, sett upp
óteljandi tónlistarskemmtanir,
leikstýrt á sviði, en er auk þess
leikstjóri þekktra kvikmynda
eins og Húsið (1983) og Agnes
(1995) auk fjölda sjónvarps- og
heimildarkvikmynda. Egill hlaut
heiðursverðlaun Eddunnar 2019 og
fálkaorðuna 2021.
„Ég er hættur fyrir nokkru sem
fastur starfsmaður, en er kallaður
til þegar mikið liggur við,“ segir
Egill og hlær. „Mér var kennt sem
ungum manni að dugnaður væri
dyggð. Fellur sjaldnast verk úr
hendi þannig að nú mála ég eins
og enginn sé morgundagurinn.
Það að mála er málið… frekar
en hvað málað er. Ég á heimsins
minnstu vinnustofu, en hef aldrei
verið jafn afkastamikill og nú þessi
síðustu ár. Hélt til dæmis mína
langstærstu sýningu til þessa í
apríl síðastliðnum. Stuttu síðar
kom út bókin okkar Kristínar,
Fær í flestan sjó, þar sem segir af
ferðalagi okkar hringinn í kringum
landið og 82 sundstöðum þar sem
ofurkonan Kristín reyndi fyrir
sér í sjósundi í hvaða veðrum sem
voru og á öllum tímum árs. Og
svo til að kóróna dugnaðinn þetta
árið giftum við Kristín okkur með
pompi og prakt síðastliðið haust.
Urðum ástfangin „á gamans aldri”
og fannst ástæða til að deila fögn-
uðinum með nánustu vinum og
fjölskyldu. Ekkert dugði minna en
200 manna sammenkomst, veisla
á sterum!“
Þegar Egill er spurður hvað
sé fram undan svarar hann að
bragði: „Allt og ekkert! Því ég
hef nefnilega aldrei viðurkennt
þessa svokölluðu framtíð. Trúi
því að hún sé hreinlega ekki til.
Einbeiti mér þess vegna eingöngu
að núinu… þar er hins vegar allt
að gerast! Í dag sitjum við hjónin
til dæmis meðal vina við sólgullna
sundlaug á Flórída. Í hendi er
Milli trjánna eftir góðan félaga,
Gyrði, nýbakaðar rjómaskonsur í
bastkörfu á bakkanum og hvítvínið
er rjúkandi kalt!“
Fjölskylda
Eiginkona Egils er Kristín
Jórunn Hjartardóttir, f. 9.8. 1960,
ritari forsætisráðherra. Þau eru
Stórfjölskyldan 2019 Á myndina vantar tvær tengdadætur, einn
tengdason og nýjasta barnabarnið, Ignaciu.
Málverk Eitt af nýjustu málverkum Egils, Rolex… og tíminn er okkar.
Hjónin Egill og Kristín í brúðkaupi
sínu þann 13. ágúst síðastliðinn.
Til hamingju með daginn
Stjörnuspá
Garðar Örn Úlfarsson
60 ÁRA Garðar er Reykvík-
ingur og býr í borginni. Hann
er fréttastjóri á Fréttablaðinu.
Áhugamál Garðars eru fjölskyld-
an, ferðalög, fréttir og rokk og
ról.
FJÖLSKYLDA Eiginkona
Garðars er Lena Helgadóttir, f.
1961, arkitekt og leiðsögumaður.
Dætur þeirra eru María Silvía, f.
1997, og Helga Lena, f. 1999. For-
eldrar Garðars: Silvía Garðars-
dóttir, f. 1939, og Úlfar Atlason, f.
1937 d. 2003.
21. mars - 19. apríl A
Hrútur Þú átt auðvelt með að leysa
þrautir í dag. Stutt ferðalög og samvera
með vinum setja svip sinn á líf þitt
næstu tvo daga. Eitthvað gamalt sækir
á hugann.
20. apríl - 20. maí B
Naut Hæfileikar þínir eru margir en
þú nýtir þá ekki sem skyldi. Óeining er
innan fjölskyldunnar vegna komandi
jólafrís. Reynið að miðla málum.
21. maí - 20. júní C
Tvíburar Þú finnur þig knúinn/knúna til
þess að losa þig undan hversdagslegri
rútínu í dag. Samband hangir á blá-
þræði.
21. júní - 22. júlí D
Krabbi Þú ættir að taka daginn í dag í
að klára þau verkefni sem liggja óleyst.
Það er þung undiralda í vinnunni í dag.
Ekki taka áhyggjurnar með þér heim.
23. júlí - 22. ágúst E
Ljón Hvort sem þú ætlar þér það eða
ekki þá muntu vekja athygli annarra í
dag. Nú er rétti tíminn til þess að byrja
að skipuleggja jólin.
23. ágúst - 22. september F
Meyja Þér er allt að því ómögulegt
að hafa hugann við vinnuna í dag. Þú
leggur saman tvo og tvo og útkoman er
ekkert gleðiefni.
23. september - 22. október G
Vog Freistingin að taka sér frí togar í
þig. Það er ekki hægt að þjóna tveimur
herrum.
23. október - 21. nóvember H
Sporðdreki Þú ert nánast að drukkna
í alls kyns verkefnum, en tekst að klára
þau með því að þiggja hjálp.
22. nóvember - 21. desember I
Bogmaður Flottur stíll felst í fleiru en
að kaupa réttu flíkurnar. Með réttu lagi
átt þú ekki að eiga í erfiðleikum með að
fá þitt fram.
22. desember - 19. janúar J
Steingeit Eitthvað fer illa fyrir brjóstið
á þér og þú þarft að halda andlitinu.
Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir
þér hvaða breytingar þú vilt gera.
20. janúar - 18. Febrúar K
Vatnsberi Haltu þig við skammtíma-
áætlanirnar og láttu hjá líða um sinn
að skipuleggja til lengri tíma. Vertu
þakklát/ur fyrir fjölskylduna.
19. febrúar - 20. mars L
Fiskar Þótt rödd hjartans eigi enginn
að hunsa getur verið gott að láta höf-
uðið ráða endrum og sinnum. Þú hefur
öll tromp á hendi í deilumáli.
Hlutavelta
Eyrún Erla Árnadóttir og
Hekla Malín Ellertsdóttir
seldu perlur og afhentu
Rauða krossinum við
Eyjafjörð afraksturinn,
1.300 krónur. Rauði
krossinn þakkar þeim
kærlega fyrir framlag sitt
í þágu mannúðar.