Morgunblaðið - 28.10.2022, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.10.2022, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2022 Meðlæti Brauðið má ekki vanta á helstu veitingastöðum miðbæjarins. Eggert Það er löngu tíma- bært að spyrja al- menning um það hvort hefja eigi samtal við Evrópusambandið að nýju. Tillaga þess efn- is var rædd á fyrstu dögum þingsins. Í þeim umræðum virt- ust stjórnarliðar þó ekki átta sig á eðli til- lögunnar. Málflutn- ingur þeirra einkennd- ist af óljósum vangaveltum um aðildina sjálfa. Engin rök gegn því að vísa málinu til þjóðarinnar voru hins vegar nefnd. Höfum aðalatriðin á hreinu Ekki er rökrétt að fylla í eyð- urnar með þessum hætti en ákveða síðan að málið skuli ekki rætt frek- ar. Málflutningur sem byggist á eintómum getgátum verður seint talinn sannfærandi. Það er eðlileg krafa að umræða um svona stórt mál grundvallist á rökum og réttum upplýsingum. Af þessum sökum viljum við einmitt hefja samtalið og spyrja þjóðina álits. Stjórnarliðar héldu því fram að Ísland gæti ekki samið um skilmála og skyldur aðildar. Innan sam- bandsins skiptir öllu máli að ríki geti starfað saman á jöfnum grund- velli og til þess þarf að tryggja laga- legt samræmi. Réttarreglurnar gilda í grunninn en það er þó samn- ingsatriði hvernig og hvenær reglur eru innleiddar. Nægir þar að horfa til fyrri fordæma. Til dæmis hafa Danir, Svíar, Finnar og fjölmargir fleiri samið um sérlausnir og undan- þágur á þessu sviði. Breyttar aðstæður kalla á viðeigandi viðbrögð Á dögunum áttu sér stað þau merkilegu tíð- indi að fyrrverandi for- sætisráðherra Noregs, Kjell Magne Bondevik, sem lengi hefur beitt sér gegn ESB-aðild landsins, kallaði nú eft- ir því að málið færi aft- ur á dagskrá. Of margt hefði breyst frá því að Norðmenn greiddu síð- ast atkvæði um aðild, ekki síst væri heimsmyndin allt önnur. Þar fyrir utan væri Kína að hasla sér völl á al- þjóðasviðinu, á meðan Bandaríkin væru enn klofin innbyrðis. Hann spurði hvort ekki væri rétt að Norðmenn endurmætu sína stöðu gagnvart ESB, rétt eins og Svíar og Finnar hefðu gert með tilliti til NATO. Einnig nefndi hann um- hverfis- og loftslagsmálin, nú mik- ilvæg sem aldrei fyrr, þar sem Evr- ópusambandið hefði tekið afgerandi forystu. Bondevik spurði hvort ekki væri betra ef Noregur kæmi að stefnumótuninni sjálfri og tæki þannig forystu með vinaþjóðum sín- um. Loks ítrekaði hann mikilvægi þess að ræða málið á nýjan leik. Það þyrfti að gera almennilega og með heildarmyndina í huga. Réttast væri að spyrja norsku þjóðina álits með tvöfaldri atkvæðagreiðslu, fyrst um það hvort hefja ætti viðræður og svo aftur um aðildina sjálfa, enda málið þess eðlis að þjóðarviljinn þyrfti að vera skýr og milliliðalaus. Þessi sjónarmið eru eftirtektarverð í ljósi þess að Norðmenn hafa tvívegis áð- ur greitt atkvæði gegn ESB-aðild. Engu að síður er nú talin þörf á að endurtaka leikinn í ljósi gerbreyttra aðstæðna. Þessi sjónarmið komu einnig fram í grein sem formaður borgarráðs Óslóarborgar, Raymond Johansen, skrifaði fyrir um hálfu ári. Sambæri- leg sjónarmið lágu að baki ákvörðun Svía og Finna að sækjast eftir aðild að NATO, enda töldu ríkin nauðsyn- legt að mæta breyttum aðstæðum með endurmati á eigin stöðu og auknu samstarfi við aðrar lýðræð- isþjóðir. Þetta hefur líka verið tónn- inn hjá öðrum ríkjum Evrópu og raunar víðar. Kjarninn í þeirri hugs- un er sá að lýðræðisríkin séu sterk- ari saman. Það á ekki síður við um Ísland. Spyrjum þjóðina álits Þegar aðstæður breytast með þessum hætti er ekki nema eðlilegt að Ísland endurmeti sína stöðu. Virkt og öflugt alþjóðasamstarf hef- ur alla tíð reynst landinu vel, einkum EES-samstarfið sem við höfum not- ið góðs af í meira en aldarfjórðung. Því má spyrja hvort ekki sé tíma- bært að taka lokaskrefið í Evrópu- samstarfinu. En þá ákvörðun þarf þjóðin að taka. Treystum henni til að tjá hug sinn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir » Loks ítrekaði Bondevik mikilvægi þess að ræða aðild að ESB á nýjan leik. Það þyrfti að gera almenni- lega og með heildar- myndina í huga. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Höfundur er formaður Viðreisnar. Ákvörðun sem þjóðin á að taka Góð heilsa er á meðal mikilvægustu forsendna ham- ingjuríks lífs. Vel- ferðar- og heilbrigð- ismál snúast ekki eingöngu um að lækna sjúka og leysa félagslegan vanda fólks heldur ekki síð- ur efla lýðheilsu, for- varnir og endurhæf- ingu ungra sem aldinna. Öll þráum við gott líf og góða heilsu alla ævi, en ekki ein- göngu áhyggjulaust ævikvöld. Við í velferðarnefnd Sjálfstæð- isflokksins höfum haft góðan tíma á milli landsfunda til að móta nýja ályktun fyrir landsfundinn 4.-6. nóvember og hitt fjölda fólks með góðar hugmyndir m.a. á málefna- fundum. Mótum nýja velferðar- og heilbrigðisstefnu Þótt við státum af góðu heil- brigðiskerfi er róttækra breytinga þörf til að auka hagkvæmni og skilvirkni og tryggja jafnframt sjúklingum og þeim sem höllum fæti standa aukin lífsgæði. Það gerum við með því að nýta betur tækifæri í opinberum rekstri og einkarekstri. Verkaskipting og samstarf milli ríkis og sveitarfé- laga þarf að vera í mun betra horfi. Sama gildir um samstarf og sérhæfingu ríkisrekstrar og sjálf- stætt starfandi lækna og heilbrigð- isstofnana. Dapurt er að sjá hvernig stjórn- völd og menntakerfið hafa brugð- ist við því að mæta þörfum fyrir menntað starfsfólk í ýmsum grein- um og tryggja starfs- aðstæður og starfs- kjör svo að fólk haldist í störfum sín- um innan heilbrigð- iskerfisins. Sú heil- brigðisstefna sem mótuð var árið 2019 er ekki í anda Sjálf- stæðisflokksins og getur alls ekki tekist á við aukin viðfangs- efni og álag á heil- brigðiskerfið. Þessu viljum við breyta. Endurskoða þarf lífeyris- og almannatryggingakerfið Aðstaða eldra fólks og öryrkja fer sjaldnast saman og endurskoða þarf sérstaklega greiðslur ríkisins til þessara hópa sérstaklega. Skapa þarf svigrúm til atvinnu- þátttöku eldra fólks og öryrkja án verulegrar skerðingar eins og nú er. Sveigjanleg starfslok eru nauð- synleg og þjóðfélaginu og ein- staklingum til hagsbótar að starfa sem lengst. Almannatryggingakerfið er sam- safn búta sem saumaðir hafa verið saman á undanförnum árum og áratugum. Þetta opinbera örygg- iskerfi þarf að gera skiljanlegt og sanngjarnt og taka tillit til ólíkra þarfa öryrkja og hins vegar eldra fólks sem á eftir að fjölga verulega á næstu árum og áratugum. Nýta þarf einkaframtakið betur Sjúkratryggingar Íslands verða að rækja hlutverk sitt betur og sjúklingar og heilbrigðisstarfsfólk þurfa að hafa um fleiri en einn kost að velja þegar kemur að sjúkrahússtarfsemi og almennri heilbrigðisþjónustu. Dráttur á end- urskoðun samninga við rekstr- araðila heilbrigðisþjónustu er skammarlegur. Landspítalinn þarf sem þjóð- arsjúkrahús að geta sinnt sínu skilgreinda hlutverki á sviði bráða- þjónustu, lækninga, rannsókna og háskólakennslu. Til þess þarf að gera honum kleift að draga úr annarri almennri sjúkrahúsþjón- ustu með samstarfi við aðrar heil- brigðisstofnanir og lækna. Ófært er að sjúkrahúsið þurfi að vera langtímavistunarúrræði fyrir aldr- að fólk. Því þarf að bjóða öfluga heimaþjónustu og valfrjáls hjúkr- unarheimili í stað síðbúinnar og handahófskenndrar „nauðung- arvistunar.“ Frelsisskerðing aldr- aðs fólks er í hróplegri andstöðu við hin mannúðlegu lífsviðhorf sem grundvallast á frelsis- og mann- gildishugsjón Sjálfstæðisflokksins. Eitt ríkisrekið sjúkrahús er ekki nóg Þrátt fyrir núverandi fram- kvæmdir við Landspítala þarf að horfa á framtíðarþörf til næstu áratuga og staðarval fyrir nýja sjúkrahúsbyggingu á höfuðborg- arsvæðinu. Það er algjörlega óviðunandi að eingöngu eitt stórt ríkisrekið sjúkrahús sé starfandi hér landi. Það er t.d. augljóst að jákvætt var fyrir háskólakerfið, nemendur og kennara, svo og Háskóla Íslands, að Háskólinn í Reykjavík og áður Háskólinn á Akureyri urðu til. Enn og aftur hefur frelsið stuðlað að fjölbreytni og framförum fyrir fólk og fyrirtæki. Áhugavert væri að sjá einhverja nýsköpun og samstarf aðila í þessu sambandi eins og uppbyggingu heilbrigðiskjarna sem tengdist rekstri hjúkrunarheimilis, íbúða- kjarna fyrir eldra fólk, sjálfstætt starfandi heilsugæslustöð og margs konar heilbrigðisþjónustu. Keldur eða Keldnaholt gætu verið áhugaverðir staðir fyrir slíka starfsemi og mikilvægt að hafa a.m.k. þá valkosti í huga. Þá þarf einnig að tryggja góða þjónustu óháð búsetu og bæta aðgengi íbúa á landsbyggðinni að sjúkra- húsþjónustu og annarri heilbrigð- isþjónustu. Geðheilsa í forgang Ekki er hægt að ljúka þessari grein án þess að nefna geðheil- brigðismál. Líklega eru þau orðin mikilvægasta heilbrigðismálið. Efla þarf forvarnir í geðheilbrigð- ismálum og snemmtæka íhlutun og efla fyrsta stigs þjónustu heilsu- gæslunnar og endurhæfingu á þessu sviði. Umfjöllun fjölmiðla að undanförnu um geðheilbrigðismál og áhersla Geðhjálpar hefur opnað augu almennings. Huga þarf sér- staklega að málefnum barna og unglinga og tryggja að þau hafi greiðan aðgang að félagsráð- gjöfum, hjúkrunarfræðingum og sálfræðingum í grunnskólum. Endurskoða þarf húsnæðismál geðsviðs Landspítala og undirbúa nýja byggingu þar sem staðarval og allt umhverfi og aðstaða hentar betur skjólstæðingum, aðstand- endum þeirra og starfsfólki. Ríkið er nýlega búið að semja við bygg- ingarverktaka um að byggja hús undir Skattinn o.fl. aðila og leigja slíkt húsnæði til lengri tíma. Ekk- ert er því til fyrirstöðu að gera eitthvað svipað með geðsjúkrahús sem létt getur verulega álag á bráðaþjónustu og langtímaend- urhæfingarþjónustu Landspítala. Spennandi verkefni á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins Fram undan er landsfundur flokksins eftir langa Covid-bið. Þrátt fyrir að hafa verið í rík- isstjórn með ólíkum flokkum hefur okkur tekist ágætlega að komast í gegnum erfitt tímabili og halda þokkalegum samfélaglegum stöð- ugleika. Nú þurfum við aftur á móti að leggja áherslu á grunn- gildi Sjálfstæðisflokksins; umtals- verðar breytingar til bóta fyrir alla landsmenn. Það sést vel á þeim málum sem velferðarnefnd er með hvað valfrelsi er mikilvægt. Einhliða ríkisrekstur, að taka frelsið af eldra fólki, að nýta ekki frumkvæði og framkvæmdakraft einstaklinganna, er meinsemd í okkar velferðarkerfi. Við viljum öll betri heilsu og betra líf og til þess þarf traust og hagkvæmt velferð- arkerfi. Um það gilda að mörgu leyti sömu lögmál og sama stefna og flokkurinn á að hafa í öðrum málaflokkum. Á þeim erfiðu tímum sem við sjáum núna í alþjóða- málum sést best hvað frelsið og einstaklingsframtak á öllum svið- um skiptir miklu máli og hve mik- ilvægt það er að viðhalda því og efla á sem flestum sviðum. Þorkell Sigurlaugsson » Frelsisskerðing aldr- aðs fólks og heil- brigðisstefna andúðar á einkarekstri er ekki í samræmi við frelsis- og manngildishugsjón Sjálfstæðisflokksins. Þorkell Sigulaugsson Höfundur er formaður velferð- arnefndar Sjálfstæðisflokksins og varaborgarfulltrúi í Reykjavík. Við viljum öll valfrelsi og góða heilsu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.