Morgunblaðið - 28.10.2022, Síða 11

Morgunblaðið - 28.10.2022, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2022 RÆSTINGAR OG TENGD ÞJÓNUSTA ER OKKAR SÉRGREIN Góður starfsandi er okkar hjartans mál Dalshraun 6 | 220 Hafnarfjörður | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt að láta gera breytingar á gjaldsvæðum bílastæða í borginni. Niðurstöður talninga sýna mikla og stöðuga nýt- ingu bílastæða á jöðrum gjald- svæða, sem gefa tilefni til að stækka gjaldsvæði á tilgreindum stöðum í samræmi við verklags- reglur, segir í tilkynningu frá borg- inni. Einkum er um að ræða stækk- un á gjaldsvæði 2, en einnig á gjaldsvæði 1 og 3. Gjaldskylda á svæðunum er al- mennt frá kl. 10-18 virka daga og 10-16 á laugardögum. Á svæði 1 kostar klukkutíminn 410 krónur, 210 kr. á svæði 2 og 210 kr. fyrstu tvo klukkutímana á svæði 3, annars 60 kr. eftir það. Tillögu ráðsins hefur verið vísað til borgarráðs. Þá hefur tillagan verið borin undir og hlotið sam- þykki lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu. Munu breytt gjaldsvæði ekki taka gildi fyrr en eftir sam- þykki borgarráðs og birtingu þeirra. Áður en farið verður að inn- heimta gjald í samræmi við tillög- una verður komið upp viðeigandi merkingum og greiðslubúnaði þar sem þörf er á, segir í tilkynning- unni. Mesta breytingin á svæði 2 Á gjaldsvæði 1 bætist aðeins við Grettisgata á milli Rauðarárstígs og Snorrabrautar. Á gjaldsvæði 2 bætast við Hrann- arstígur, Öldugata, Bárugata, Rán- argata og Vesturgata á milli Ægis- götu og Stýrimannastígs. Aðrir hlutar Stýrimannastígs bætast við svæði 2. Hið sama á við um Blóm- vallagötu, Ásvallagötu og Sólvalla- götu austan Hofsvallagötu, sem og Hávallagötu milli Hofsvallagötu og Blómvallagötu. Þá bætist við Tjarn- argata frá nr. 33 að Hringbraut, Bjarkargata, Baldursgata frá Freyjugötu að Skólavörðustíg, Lokastígur og Þórsgata austan Baldursgötu og loks inngarður af- markaður af Laugavegi, Rauðarár- stíg og Bríetartúni; Skúlagarður. Á gjaldsvæði 3 bætast við Bald- ursgata og Bragagata frá Nönnu- götu að Freyjugötu, og svo Freyju- gata frá Baldursgötu að Njarðar- götu. Engar breytingar verða á gjaldsvæði 4 en breytingar sjást nánar á meðfylgjandi korti. Íbúar á gjaldskyldum svæðum geta áfram sótt um íbúakort, að uppfylltum vissum skilyrðum, sem veitir þeim stæði án endurgjalds. Fleiri götur í borginni lagðar undir gjaldsvæði 2 - Tillaga umhverfis- og skipulagsráðs fer fyrir borgarráð Stækkanir gjaldsvæða bílastæða í Reykjavík* / Gjaldsvæði 1 Stækkun Gjaldsvæði 2 Stækkun Gjaldsvæði 3 Stækkun Gjaldsvæði 4 Kort/heimild: Reykjavíkurborg Tjörnin *Tillaga bíður samþykkis borgarráðs „Markmiðið er að fá fleiri til að synda og alla til að synda meira,“ segir Linda Laufdal, verkefnastjóri hjá Íþrótta- og ólympíusambandi Ís- lands (ÍSÍ), um landsátak í sundi sem hefst 1. nóvember og stendur út mánuðinn. Slíkt átak var fyrst gert í nóvember á síðasta ári og tókst vel. 2.576 tóku þátt og syntu alls vega- lengd sem svarar til þess að synt hafi verið 11,6 sinnum hringinn í kringum landið, miðað við Hring- veginn. Ætlunin er að gera betur í ár. ÍSÍ stendur fyrir þessu landsátaki í sundi, Syndum, í samvinnu við Sundsamband Íslands. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem ætlað er að hvetja almenning til að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess. Linda segir einstakt að Íslend- ingar eigi jafn margar góðar sund- laugar og raun ber vitni. Margir fari í laugarnar án þess að synda. Vert sé að hvetja fólk til þess að nota ferðina til að hreyfa sig aðeins, þó ekki sé nema að synda tvö hundruð metr- ana, og það geti síðan farið í heita eða kalda pottinn á eftir. Þeir sem vilja taka þátt í átakinu geta skráð sundferðir sínar og hvað synt er langt hverju sinni inn á vef átaksins, syndum.is. Í lok mánaðar- ins verður hægt að sjá hvað lands- menn hafa synt langt. Eins verður ef til vill hægt að sjá hvaða laugar hafa vinninginn. Í fyrra var lengsta heild- arvegalengdin skráð á Sundlaug Kópavogs en þegar bætt var við þeim sem skráðu sig á lista á sund- stöðunum náði Sundlaug Akureyrar forystunni og stóð því uppi sem sigurvegari. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Syndum Landsátaki um aukna hreyfingu verður ýtt formlega úr vör næst- komandi þriðjudag, 1. nóvember, og stendur það út mánuðinn. Reynt að slá sund- met frá síðasta ári

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.