Morgunblaðið - 28.10.2022, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2022
Fallegar vörur
fyrir heimilið
Sendum
um
land
allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Calia Pier
Ítalskt, gegnlitað nautsleður
Stakir sófar:
3ja sæta sófi (226 cm) 339.000 kr.
2,5 sæta sófi (206 cm) 319.000 kr.
2ja sæta sófi (186 cm) 299.000 kr.
Tungusófi
með rafmagni í sæti
650.000 kr.
Stjórnvöld í Íran reyndu í gær að
tengja hryðjuverk í borginni Shiraz
á miðvikudaginn, sem hryðjuverka-
samtökin Ríki íslams sögðust bera
ábyrgð á, við mótmælin sem skekið
hafa landið undanfarnar vikur. 15
manns létust við helgidóm sjía í Shi-
raz á miðvikudaginn þegar árásar-
maður hóf skothríð á mannfjöldann
þar.
Ebrahim Raisi, forseti Írans, hét
því að árásinni yrði svarað af fullri
hörku og bætti við að mótmælin
gerðu óvinum ríkisins auðveldara
fyrir að fremja slík ódæði. Ali
Khamenei erkiklerkur sagði að refsa
þyrfti þeim sem bæru ábyrgð á
ódæðinu og kallaði eftir samstilltu
átaki við að draga þá til ábyrgðar.
Mótmælin gegn ofbeldi írönsku
siðgæðislögreglunnar héldu áfram í
gær og skutu öryggissveitir að
minnsta kosti fjóra til bana í gær, en
þá var þess minnst að 40 dagar væru
liðnir frá því að hin 16 ára gamla
Nika Shahkarami var myrt af ör-
yggissveitum. Hún var eitt fyrsta
fórnarlamb óeirðanna.
AFP/UGC
Mótmæli Þessi stúlka er nú ein af táknmyndum mótmælanna í Íran.
Reyna að tengja
ódæðið við mótmælin
- Minnst fjórir skotnir til bana í gær
Auðkýfingurinn
Elon Musk lýsti
því yfir í gær að
takmark sitt
með yfirvofandi
kaupum á sam-
félagsmiðlinum
Twitter væri að
stuðla að „heil-
brigðri“ rök-
ræðu hugmynda
og berjast gegn tilhneigingu sam-
félagsmiðla til þess að búa til
bergmálshella fyrir notendur sína.
Musk hefur frest til dagsins í
dag til þess að ljúka kaupum sín-
um, en kauptilboð hans hljóðaði
upp á 44 milljarða bandaríkjadala,
eða sem nemur tæpum 6.500 millj-
örðum íslenskra króna.
Musk sagði í yfirlýsingu sinni
að þrátt fyrir að hann vildi stuðla
að meiri umræðu á miðlinum
þýddi það ekki að hann vildi
breyta Twitter í stað þar sem
hvað sem er mætti flakka án af-
leiðinga.
BANDARÍKIN
Segist vilja „heil-
brigða“ rökræðu
Elon Musk
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Vladimír Pútín Rússlandsforseti
sakaði í gær Vesturlönd um að
hafa stigmagnað átökin í Úkraínu.
Sagði hann að Rússar væru ein-
ungis að verja „tilverurétt sinn“
gagnvart tilraunum „elítunnar“ á
Vesturlöndum til þess að leggja
Rússland í auðn.
Ummæli Pútíns féllu í árlegu
ávarpi hans fyrir rússnesku hug-
veituna Valdai Club. „Við erum á
sögulegum krossgötum,“ sagði
Pútín. „Framundan er líklega
hættulegasti, óvissasti en jafn-
framt mikilvægasti áratugurinn frá
lokum síðari heimsstyrjaldar.“
Sagði Pútín að byltingarandi
svifi nú yfir heiminum, þar sem
verið væri að brjótast gegn þeirri
skipan heimsmála sem ríkt hefði
frá falli Sovétríkjanna. Pútín sagði
að sú skipan væri hönnuð af vest-
urveldunum til þess að þau þyrftu
ekki sjálf að fylgja eigin reglum.
Sagði Pútín að Úkraínustríðið væri
einungis hluti af þeim umbrotum.
„Hið sögulega tímabil þar sem
Vesturlönd eru með öll yfirráð í
heimsmálum er að líða undir lok.
Hinn einpóla heimur er að verða
hluti fortíðarinnar,“ sagði Pútín,
sem sakaði einnig vesturveldin um
að vilja „þurrka“ Rússland út af
„hinu pólitíska korti“.
Þjóni engum tilgangi
Pútín virtist vilja slá á áhyggjur
um að Rússar myndu beita kjarn-
orkuvopnum í Úkraínu og sagði að
það væri enginn tilgangur, hvorki
hernaðarlegur né pólitískur með
kjarnorkuárás á Úkraínu. Hann
endurtók hins vegar ásakanir
Rússa um að Úkraínumenn væru
að búa sig undir notkun geisla-
virkrar sprengju (e. dirty bomb) og
að sá undirbúningur væri nú á
lokastigi.
Sagði Pútín hafa skipað Sergei
Shoígú, varnarmálaráðherra sín-
um, að hafa samband við alla koll-
ega sína til þess að vara við hætt-
unni. Viðbrögð vesturveldanna
hafa hins vegar verið þau að draga
ásakanir Rússa mjög í efa, þar sem
þeir hafa ekki lagt fram nein sönn-
unargögn máli sínu til stuðnings.
Stjórnvöld í Úkraínu hafa sagt að
viðvaranir Rússa séu frekar vís-
bending um að þeir hafi sjálfir slík
lymskubrögð í hyggju.
Pútín kallaði hins vegar eftir því
að alþjóðakjarnorkumálastofnunin
IAEA sendi teymi til Úkraínu svo
fljótt sem auðið væri til þess að
rannsaka ásakanirnar fyrstu hendi.
Munu svara árás á gervihnetti
Bandaríkjastjórn hét því í gær
að því yrði svarað með „viðeigandi
hætti“ ef Rússar ákvæðu að skjóta
niður bandaríska gervihnetti, en
Konstantín Vorontsov, embættis-
maður í rússneska utanríkisráðu-
neytinu, gaf til kynna í gærmorgun
að slíkir gervihnettir, jafnvel í eigu
einkafyrirtækja, gætu verið lög-
mæt skotmörk í Úkraínustríðinu.
Vorontsov tók ekki fram hvaða
gervihnetti hann væri að tala um,
en Starlink-gervihnettir á vegum
SpaceX-fyrirtækisins hafa reynst
Úkraínumönnum ómetanlegt sam-
skiptatól í stríðinu gegn Rússum.
Segir hættulegan áratug fram undan
- Pútín segir vesturveldin vilja þurrka Rússland af hinu „pólitíska landakorti“ - Segir enga ástæðu
fyrir Rússa að gera kjarnorkuárás - Vill að IAEA rannsaki ásakanir um geislavirka sprengju
AFP/Sergei Karpukhin
Umbrotatímar Pútín sést hér flytja
ávarp sitt í Valdai-klúbbinum í gær.
Lögreglan í Haag handtók í gær
þrjá menn sem reyndu að eyði-
leggja meistaraverk Johannesar
Vermeer, „Stúlkuna með perlu-
eyrnalokkinn,“ en þeir sögðust vilja
vekja athygli á loftslagsmálum með
athæfi sínu. Einn skemmdarvarg-
urinn límdi höfuð sitt við málverkið
og hinn hönd sína við vegginn við
hlið þess í Mauritshuis-safninu.
Voru báðir handteknir ásamt þeim
þriðja, sem kastaði einhverjum
óþekktum vökva að verkinu. Mál-
verkið er á bak við gler og skadd-
aðist því ekki.
„List er varnarlaus og við for-
dæmum harðlega allar tilraunir til
að skaða hana, sama hver málstað-
urinn er,“ sagði safnið í yfirlýsingu.
Þetta er í þriðja sinn í þessum mán-
uði sem gerð er atlaga að listaverki
í nafni loftslagsmála.
Aftur ráðist á listaverk í nafni umhverfisverndar
Límdi sig við
stúlkuna með
eyrnalokkinn
AFP/Phil Nijhuis