Morgunblaðið - 28.10.2022, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þingmenn
Sjálfstæðis-
flokksins
hafa lagt fram
frumvarp til laga
um félagafrelsi á
vinnumarkaði. Í
frumvarpinu segir
í 2. grein: „Launamenn og
vinnuveitendur skulu hafa rétt
til þess að stofna og ganga í
þau stéttarfélög sem þeir kjósa
og eru einungis háðir reglum
hlutaðeigandi félags um inn-
göngu í það.
Óheimilt er að draga fé-
lagsgjald af launamanni eða
skrá hann sem félagsmann í
stéttarfélag nema með skýru
og ótvíræðu samþykki hans.
Óheimilt er að skylda mann
til að ganga í tiltekið stéttar-
félag.“
Þetta hljómar allt alveg
sjálfsagt og ætti varla að þurfa
að taka fram í lögum þegar
horft er til stjórnarskrár
landsins eða almennt til hug-
mynda um mannréttindi og
sjálfsákvörðunarrétt ein-
staklinga.
Þá segir í þriðju grein:
„Vinnuveitanda er óheimilt að
synja umsækjanda um laust
starf eða segja launamanni upp
starfi á grundvelli félagsað-
ildar hans.
Vinnuveitanda er óheimilt að
synja umsækjanda um laust
starf eða segja launamanni upp
starfi á þeim grundvelli að
hann standi utan félags eða fé-
laga.“ Í fimmtu grein er svo
tekið fram að ákvæði kjara-
samninga eða annarra samn-
inga sem skyldi vinnuveitanda
til að ráða aðeins eða einkum
þá launamenn til vinnu sem
eigi aðild að tilteknu stéttar-
félagi eða stéttarfélögum séu
ólögmæt. Þar segir einnig að
samningar sem veiti stéttar-
félögum einkarétt eða forgang
til að útvega vinnuveitendum
sem bundnir séu af þeim samn-
ingum starfsmenn séu ólög-
mætir.
Flestir hér á landi eru sam-
mála um, að minnsta kosti í
orði kveðnu, að allir skuli hafa
rétt til að stofna og vera í fé-
lögum. Talið er sjálfsagt og
rétt að ríkið megi ekki hindra
slíkt. Jafn sjálfsagt er að fólk
hafi þann rétt að standa utan
félaga og að þann rétt beri að
verja líkt og hinn. En þá bregð-
ur svo við að um þetta er ekki
full sátt. Forsvarsmenn
stéttarfélaga telja sjálfsagt að
þeirra „réttur“ til að skylda
fólk í tilteknum atvinnugrein-
um til aðildar að félagi, eða í
það minnsta til að lúta reglum
og samningum félagsins, skuli
ganga framar rétti almennings
til að velja sér félag. Eða til að
velja ekki félag.
Í gær gerðist það til að
mynda að mið-
stjórn Alþýðu-
sambands Íslands
samþykkti sér-
staka ályktun um
fyrrgreint frum-
varp og lýsti þar
yfir „mikilli furðu á
framkomnu frumvarpi þing-
manna Sjálfstæðisflokksins um
félagafrelsi á vinnumarkaði“. Í
ályktuninni segir að verkalýðs-
hreyfingin hafi „engan hug á að
láta sérvisku jaðarhóps stjórn-
málamanna hafa áhrif á þá
kjarnastarfsemi sína“ að vinna
að bættum kjörum launafólks.
„Jaðarhópurinn“ sem um
ræðir eru ellefu þingmenn
stærsta stjórnmálaflokks þjóð-
arinnar og „sérviskan“ er að
vilja raunverulegt félagafrelsi,
ekki félagafrelsi sem víkur fyr-
ir sérhagsmunum forystu
stéttarfélaganna.
Þetta er raunar ekki meiri
sérviska en svo að nánast öll
vestræn ríki hafa bannað for-
gangsréttarákvæði kjarasamn-
inga, enda ganga þau gegn
hugmyndum um raunverulegt
félagafrelsi. Eins og Óli Björn
Kárason, fyrsti flutningsmaður
frumvarpsins, benti á í fram-
söguræðu sinni á þingi er
markmiðið með frumvarpinu
að tryggja að íslenskt launa-
fólk búi við sömu réttindi og
launafólk í nágrannalöndunum.
Frumvarpið er „ekki róttæk-
ara en það,“ eins og hann benti
á, og bætti við: „Við erum að
tryggja íslensku launafólki
sömu réttindi og launafólk hef-
ur í Danmörku, Noregi, Sví-
þjóð og öðrum þeim löndum
sem við viljum gjarnan bera
okkur saman við.“
Heiftarleg viðbrögð Alþýðu-
sambands Íslands eru mikið
umhugsunarefni og eru enn ein
vísbendingin um að stéttar-
félögin eru úr tengslum við fé-
lagsmenn sína. Þetta kemur
fram í sérhverjum kosningum
um forystu í þessum félögum,
þar sem þátttaka er jafnan
sáralítil, og þetta kemur fram í
baráttu þessarar forystu sem
iðulega gengur þvert gegn
hagsmunum félagsmannanna.
En þessi skortur á tengslum
við félagsmennina skýrir ein-
mitt án efa viðbrögð Alþýðu-
sambandsins. Félög sem eiga
erfitt með að sannfæra félags-
menn sína um að þau vinni að
hagsmunum þeirra og þurfa
ekki að hafa fyrir því að starfa
þannig að fólk hafi áhuga á að
ganga í þau, eru ekki líkleg til
að leggja sig fram í þágu þess-
ara félagsmanna. Þeir neyðast
til að vera í félögunum eða
greiða til þeirra gjald hvort
sem þeim líkar betur eða verr.
Þetta er augljóslega mjög
óeðlilegt ástand sem bæði rétt
og sjálfsagt er að breyta.
Jafn sjálfsagt á að
vera að fá að neita
aðild að félagi eins
og að fá að stofna
eða ganga í félag}
Félagafrelsi
Þ
að var áhrifamikil stund fyrir mig
þegar ég gekk inn í Laugardalshöll
á minn fyrsta landsfund, á köldum
en fallegum degi í nóvember árið
2011. Ég var 21 árs og full tilhlökk-
unar. Þá sat vinstri stjórn við völd í landinu.
Mikill hugur var í fólki á fundinum um það að
sjálfstæðisstefnan þyrfti að vera í öndvegi á
nýjan leik. Nýtum tækifærin var kjörorð fund-
arins og ég fann strax að þarna gat ég haft
áhrif. Ég fann að ég vildi taka þátt í að móta
framtíðina. Vinstri stjórnin féll í næstu kosn-
ingum og Sjálfstæðisflokkurinn varð burðar-
stólpi í íslenskum stjórnmálum á ný. Á þeim
rétt rúma áratug sem síðan hefur liðið hefur
það verið gæfa þjóðarinnar að Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur verið leiðandi afl í þeim miklu fram-
förum sem orðið hafa á flestum sviðum þjóð-
félagsins.
Styrkur Sjálfstæðisflokksins felst í því að hann er breið-
fylking sem skírskotar til ákveðinna grunngilda sem eiga
hljómgrunn hjá þjóðinni. Þar ber hæst frelsi einstaklings-
ins og sjálfstæði þjóðarinnar auk annarra hugsjóna sem
eru óháð aldri, stétt og stöðu.
Frelsi einstaklingsins felur í sér að við viljum skapa
skilyrði fyrir öflugt atvinnulíf og verðmætasköpun sem
hvílir á atorku einstaklinganna og á samtakamætti þeirra.
Verðmætin sem þannig verða til standa undir grunnþjón-
ustu hins opinbera og þeirri hagsæld sem við njótum og
búum við hér á landi.
Sjálfstæði þjóðarinnar birtist í þátttöku okkar jafnfætis
öðrum fullvalda þjóðum í margvíslegu alþjóðlegu sam-
starfi. Þar leggjum við áherslu á mikilvægi lýð-
ræðislegra stjórnarhátta, frjálsra viðskipta,
réttlætis og mannréttinda.
Sagan kennir okkur að blandað hagkerfi
eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir
og innleitt hér á landi stendur öðrum kerfum
framar þegar kemur að hagsæld, velmegun og
öryggi borgaranna.
Við verðum að standa vörð um það sem
áunnist hefur um leið og við verðum að þróast í
takt við nýja tíma. Við verðum að laga okkur að
þeim óumflýjanlegu breytingum sem framtíðin
mun bera með sér fremur en að óttast þær. Við
tökumst á við framtíðina með opnum hug á
sama tíma og við stöndum vörð um grunngildin
sem eiga jafn mikið erindi árið 2022 og árið
1929. Þess vegna þarf landsfundur Sjálfstæðis-
flokksins líka að vera samtal við þjóðina. Við
eigum að fjalla um mál með þeim hætti að þau
hafi skýra skírskotun í líf fólks en ekki láta deilumál um
smáatriði, hvort sem er innan flokka eða í almennu stjórn-
málastarfi, tefja frekari framfarir í samfélaginu.
Hlutverk Sjálfstæðisflokksins er ekki að standa vörð
um hugmyndir sem þóttu einu sinni góðar. Við eigum að
gera greinarmun á grunngildum og einstaka stefnumálum
eða úrræðum sem einu sinni virkuðu. Um leið og við ber-
um virðingu fyrir sögunni er mikilvægt að takast á við
nýja tíma og marka stefnu fyrir framtíðina. Það munum
við gera í næstu viku á landsfundi Sjálfstæðisflokksins þar
sem framtíðin er mótuð.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Mótum framtíðina
Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
UNDIR YFIRBORÐINU
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
N
ú er liðinn mánuður frá
því að sprengjur rufu
gasleiðslur í Eystrasalti.
Ekki leið á löngu þar til
Vladímír Pútín Rússlandsforseti
lýsti þeirri skoðun sinni að orkuinn-
viðum heimsins væri ógnað. Um þá
ályktun Pútíns er erfitt að efast,
hann getur trútt um talað, enda
telja flestir að skemmdarverkin á
gasleiðslunum frá Rússlandi til
Vestur-Evrópu hafi verið unnin að
fyrirskipan hans þó Rússar harð-
neiti þeim ásökunum.
Þessir atburðir, sem enginn
vafi er á að tengist Úkraínustríðinu
með einhverjum hætti, vöktu marga
af vondum draumi. Í Evrópu er að
finna margskonar leiðslur og orku-
strengi á hafsbotni, sem augljóst er
að Rússum er í lófa lagið að rjúfa,
nánast óhindrað, af köfurum, dverg-
kafbátum eða kafdrónum frá stærri
kafbátum, sem örðugt er að verjast.
Fjarskiptastrengir óvarðir
Frá Íslandi liggja engar slíkar
leiðslur eða orkustrengir (enn!), en
á hinn bóginn er landið ákaflega háð
fjarskiptasæstrengjum, sem tengja
landið við netið og umheiminn, en
aðrar varaleiðir af skornum
skammti. Ísland er þar svo sem
ekki eitt á báti, en að mati TeleGeo-
graphy, greiningarfyrirtækis á sviði
fjarskipta, eru í heiminum meira en
530 virkir fjarskiptasæstrengir,
sem eitthvað kveður að, alls um 1,3
milljónir km að lengd, en um þá
fara um 95% netumferðar heimsins.
Freistandi skotmörk
Við blasir að á stríðstímum eru
slíkir fjarskiptastrengir nánast
ómótstæðileg skotmörk. Á dögum
kalda stríðsins reyndi Rauði flotinn
mikið að komast að sæstrengjum á
vegum Atlantshafsbandalagsins,
ekki síst í GIUK-hliðinu svonefnda,
sundunum milli Grænlands, Íslands
og Bretlandseyja, hliði herafla Sov-
étríkjanna á sjó að Atlantshafinu.
Síðustu misseri hefur orðið
vart stóraukinna umsvifa Rússa að
þessu leyti, sem var vestrænum
herjum áhyggjuefni áður en Pútín
réðst á Úkraínu. Bent hefur verið á
nokkur smávægileg, fyrri atvik,
sem rekja mætti til skemmdar-
verka, en ekkert hefur verið stað-
fest um að þannig hafi legið í því.
Íslendingar þekkja vel hvernig
bilanir á sæstrengjum geta haft
mikil áhrif á netumferð. Þær eru
raunar orðnar mun fátíðari en áður
eða fólk finnur síður fyrir þeim,
enda hefur strengjunum fjölgað.
Á móti kemur að landsmenn
hafa orðið æ háðari stafrænni þjón-
ustu um netið. Það á ekki aðeins við
um Netflix, Facebook og Minecraft,
heldur reiða bæði fólk og alls kyns
fyrirtæki sig á netþjónustu, sem
hvílir á netþjónum um allan heim,
gögn eru geymd í „skýinu“, sem er
alls staðar og hvergi, svo bæði
kerfislega mikilvæg fyrirtæki og
stofnanir og hversdagslegri rekstur
getur verið á flæðiskeri staddur ef
netsamband við umheiminn rofnar.
Lunginn af dulkóðuðum samskipt-
um, þar á meðal mestöll verslun og
viðskipti, myndi lamast.
Viðkvæmir innviðir
Nú er netið raunar hannað með
það í huga að það þoli slík áföll.
Netið innan Íslands mun virka sem
slíkt þó samband við útlönd rofni,
en öll sú þjónusta sem þarf að
sækja að utan getur gert netið nær
óstarfhæft nema um einföldustu
hluti á borð við tölvupóst og vefi
með gamla laginu (ef netþjónarnir
eru á Íslandi).
Bilanir má gera við, en viðgerð-
irnar taka tíma. Skemmdarverk á
stríðstímum gætu slitið sambandið
svo mánuðum og misserum skiptir.
Besta tryggingin er fleiri vara-
leiðir, fleiri strengir að utan og geta
til þess að nota gervihnattasamband
ef annað þrýtur.
Fjarskiptainnviðir á
hafsbotni berskjaldaðir
Tengibrautir Íslands við umheiminn
Fjarskiptasæstrengir á Norður-Atlantshafi
Nuuk
Milton
Qaqortoq
Þorlákshöfn Landeyjar
Seyðisfjörður
Tjørnuvík
Dunnet Bay
Blåbjerg
Sylt
Galway
Funnings-
fjørður
Grænland
Ísland
Færeyjar
Írland
Kanada
Danmörk
Þýska-
land
Bretland
Greenl
and Co
nnect Iris
Danice
Cantat-3
Farice-1
Heimild: TeleGeography.