Morgunblaðið - 28.10.2022, Side 22
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:00-12:00, nóg pláss -
Jafnvægisæfingar kl.10:30 - Kraftur í KR kl.10:30, rútan fer frá Vest-
urgötu 7 kl.10:10, Grandavegi 47 kl.10:15 og Aflagranda 40 kl.10:20,
kostar ekkert - Bingó kl.13:30 - Kaffi kl.14:30-15:20 - Nánari
upplýsingar 411-2702 - Öll velkomin
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Leikfimi kl. 10.
Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Bókabíllinn, kemur í Árskóga 6-8 kl.
16:30-17:15. Kaffisala kl. 14:45-15.30. Allir velkomnir. Sími: 411-2600.
Áskirkja Jólabasar Áskirkju verður þann 6 nóvember kl 14.
Margvíslegir munir og fatnaður til sölu og glæsilegur kökubasar.
Vöfflukaffi fyrir 1000kr. Ef þið getið gefið okkur muni á basarinn þá
komið með þá á opnunartíma kirkjunnar til kirkjuvarðar Ef þið hafið
hug og færi á að gefa okkur bakkelsi fyrir kökubasarinn þá verðum
við mættar kl 10 samdægurs og þiggjum með bros á vör
Safnaðarfélag Áskirkju
Boðinn Föstudagur 28. október: Pílukast kl. 09:00. Línudans fyrir
lengra komna kl. 15:00. Sundlaugin opin til kl. 16:00.
Bólstaðarhlíð 43 Morgunkaffi í kaffihorninu kl. 10. Myndlist með
Margréti Z. kl. 09:30. Jafnvægisnámskeið hjá Kristínu kl. 10:30.
Stólaleikfimi með Silju kl. 13:00 (hvetjum fólk að koma og prufa).
Opið kaffihús kl. 14:30.
Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi með Rósu kl. 10.15.
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30. Gönguhópur
(leikfimi og ganga) frá kl. 10:00 Prjónakaffi frá kl. 10:00-12:00.
Kóræfing kl. 13:00- 15:00 - Fólk verið velkomin á Kóræafningar.
Komið og hlustið er þetta sem væri gaman að taka þátt í að syngja
Gjábakki Kl. 8.30 til 11.30 = Opin handavinnustofa. Kl. 9 til 11.15 =
Bocciaæfing. Kl. 9 til 11.30 = Postulínsmálun. Kl. 13 til 15.30 =
Tréskurður. Kl. 16.15 = Félagsvist.
Gullsmári Handavinna kl. 9:00. Ljósmyndaklúbbur kl. 13:00. Bingó kl.
13:00.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, öll velkomin í frítt kaffi kl.
9.Útskurður og tálgun kl. 9 - 12. Hádegismatur kl. 11:30. Bíó kl. 13:00.
(Bingó fellur niður og verður næst 11. nóvember)
Hraunsel Föstudaga: Biljardstofan opin frá kl. 8:00-16:00 Línudans
kl. 10:00. Bridge kl. 13:00. Ganga í Kaplakrika er alla daga kl. 8:00-
12:00.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Handavinna
- opin vinnustofa frá kl. 10:00. Lífsorkuleikfimi með Björgu Fríði kl.
10:00. Stólaleikfimi með Björgu Fríði kl. 11:10. Bridge kl. 13:00. Skák,
skrafl, sequence kl. 13:30. Hádegismatur kl. 11:30 – 12:30, panta þarf
fyrir hádegi deginum áður.
Korpúlfar Borgum Hugleiðsla og létt yoga kl. 8:30. Pílukast í
Borgum kl. 09:30. Gönguhópar frá Borgum og inni í Egilshöll.Tveir
styrkleikaflokkar svo að allir finna göngu við sitt hæfi kl. 10:00.
Hannyrðahópur kl. 12:30. Bridge kl. 12:30.Tréútskurður á
Korpúlfsstöðum kl. 13:00. Skrautskriftanámskeið kl. 13:00. Góða
helgi.
Samfélagshúsið Vitatorgi Kaffispjall í setustofunni 09:00-10:00 -
Föstudagshópur í handverksstofu kl. 10:30-11:30 - Dansleikfimin með
Auði Hörpu er svo frá 12:50-13:20 - Lokað vatnslitanámskeið frá
12:00-14:30 - BINGÓ er svo inni í matsal frá 13:30-14:30 - Á
föstudögum er svo vöfflukaffi strax að loknu BINGÓI kl.14:30-15:30.
Allar nánari upplýsingar í síma 411-9450. Allir hjartanlega velkomnir
til okkar :)
Seltjarnarnes Kaffikrókur frá kl. 9.00. Söngstund undir stjórn Bjarma
Hreinssonar kl. 10.00 í salnum á Skólabraut. Kaffisopi á eftir. Allir
velkomnir. Mynnum á viðburðinn í hátíðarsal Gróttu/Gamlar myndir á
breiðtjaldi þriðjudaginn 1. nóvember kl. 14.00. Myndirnar tengjast
tímabilinu 1940-1960. Hvetjum fólk til að fjölmenna. Minnum einnig á
skráningu í ferðina í Hafnarfjörð og á jólahlaðborðið í Skíðaskálann
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
2022 ónotaður Ford Transit
Edition Trend Langur
LED ljós. Stór litaskjár með bakk-
myndavél. Metalic lakk. ofl.
Þessir bílar eru ófánlegir í Evrópu í
dag en við eigum þó þennan til
afhendingar strax!
Verð: 5.680.000 án vsk.
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 10–18 virka daga.
Húsviðhald
Hreinsa þakrennur
fyrir veturinn og tek
að mér ýmis smærri
verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
alltaf - alstaðar
mbl.is
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2022
✝
Ingvar Ingv-
arsson fæddist
í Brákarey 28. apr-
íl 1946. Hann lést
14. október 2022 á
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands.
Foreldrar hans
voru Ingvar
Björnsson, f. 18.
júní 1912, d. 28.
apríl 1963, og Að-
alheiður Svava
Steingrímsdóttir,
f. 8. september 1921, d. 31. júlí
2014. Systkini Ingvars eru
Steingrímur Hólmgeir, f. 13.
nóvember 1939, Björn Sævarr,
f. 10. apríl 1942, Helga, f. 31.
janúar 1950, d. 10. apríl 2020,
og Kristinn, f. 13. apríl 1962.
Þann 18. júní 1972 giftist
Ingvar Gunnhildi Önnu Hann-
rún, Greta Karen og Fanndís
Eva. Dóttir Ingvars og Gunn-
hildar er Signý, f. 6. júlí 1973.
Hún er gift Uchechukwu Mich-
ael Eze, f. 17. september 1971.
Börn þeirra eru Anna Chuk-
wunonso, Ngozi Jóhanna, Ingv-
ar Uchenna, látinn, og Osita
Brimar. Langafabörnin eru níu
talsins.
Ingvar ólst upp á Akranesi
og var þar æskulýðs- og
íþróttafulltrúi. Síðar starfaði
hann sem kennari við Grunn-
skóla Hríseyjar og Lundar-
skóla á Akureyri. Hann var um
hríð sveitarstjóri Hríseyjar.
Eftir að fjölskyldan fluttist til
Akraness starfaði Ingvar sem
aðstoðarskólastjóri Brekkubæj-
arskóla og tók þátt í flokks-
stjórn Alþýðuflokksins og
stjórn Sambands ísl. sveitarfé-
laga.
Útför Ingvars fór fram í
kyrrþey frá Akraneskirkju
þann 24. október 2022.
esdóttur, f. 15.
ágúst 1938. Börn
Gunnhildar úr
fyrra hjónabandi
og stjúpbörn Ingv-
ars eru þrjú: 1)
Sævar Sigmarsson,
f. 20. október 1956,
kona hans er Sig-
rún Hjaltadóttir, f.
26. des. 1956. Börn
hans eru Kolbrún
Lind, Sara Hrönn,
Gunnhildur Anna
og Sævar Örn. 2) Sigurhanna
Sigmarsdóttir, f. 6. nóvember
1961, eiginmaður hennar er
Ágúst Árni Stefánsson, f. 2.
feb. 1953. Synir þeirra eru Sig-
mar Ingi, Ágúst Arnar og Óm-
ar Smári. 3) Kristrún Steinunn
Sigmarsdóttir, f. 8. júní 1966.
Dætur hennar eru Helga Sig-
Gulli og perlum að safna sér
sumir endalaust reyna.
Vita ekki að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
(H.F.)
Góður vinur, Ingvar Ingvars-
son, er horfinn á braut. Hann
varð að láta í minni pokann fyrir
erfiðum sjúkdómi, sem gaf hon-
um engin grið. Eftir situr sökn-
uður og margar góðar og
skemmtilegar minningar sem er
dýrmætt að eiga. Við kynntumst
Ingvari á námsárunum í Reykja-
vík en vinátta okkar endurnýjað-
ist og efldist þegar við hjónin
bjuggum í Árskógi og hann flutti
til Hríseyjar, fyrst sem kennari
og síðar sveitarstjóri. Þar kynnt-
ist hann eftirlifandi eiginkonu
sinni, Gunnhildi Önnu Hannes-
dóttur, sem þá var ekkja með þrjú
börn. Ingvar tókst á við föður- og
eiginmannshlutverkið af mikilli
ábyrgð og myndarbrag og 1973
bættist síðan einkadóttir hans í
hópinn. Aldrei gátum við merkt
annað en Ingvar liti á öll börnin
sem sín og sama gerðist þegar
barnabörn og barnabarnabörn
bættust í hópinn. Hann hafði
margvísleg áhugamál, utan vinn-
unnar, hann var mikið í fé-
lagsstörfum og sat til dæmis í
bæjarstjórn á Akranesi í mörg ár.
Ingvar var menntaður
handmenntakennari og handlag-
inn eftir því, dyttaði að, málaði
myndir og skar út eftir því hvern-
ig á stóð.
Við minnumst margra gleði-
stunda með þeim hjónum í heima-
húsum, á ferðalögum og í veiði-
ferðum. Þau voru frábærir
gestgjafar og eftir að þau fluttu,
fyrst til Akureyrar og síðar á
Akranes, nutum við ósjaldan
gestrisni þeirra. Eftir að börnin
uxu úr grasi fórum við oft í úti-
legur saman og í einni útilegunni
var gist á tjaldstæðinu á Hólma-
vík. Fyrir kvöldverðinn var farið í
skoðunarferð m.a. á Drangsnes.
Á bryggjunni þar tókum við sjó-
mann tali og hann gaf okkur sig-
inn fisk. Þá hófst leitin að selspik-
inu. Við ókum um sveitina og
fundum að lokum góðan útvegs-
bónda sem gaf okkur stóreflis bita
sem leit út fyrir að vera minnst
tveggja ára. Þennan girnilega
mat sauð Ingvar á tjaldstæðinu
og lagði ilminn víða. Maturinn var
mjög góður en um kvöldið snar-
fækkaði fólkinu í kringum okkur.
Ingvar hafði hafði gaman af
eldamennsku og var óhræddur
við ný hráefni, t.d. smokkfisk og
loðnu. Hann kenndi okkur líka að
lambakótelettur þyrfti ekki endi-
lega að elda nema í tvær mínút-
ur.
Þótt endurfundum hafi fækk-
að á síðari árum héldum við alla
tíð góðu símasambandi en nú
skilur leiðir í bili. Að leiðarlokum
viljum við þakka ómetanlega vin-
áttu og notalegheit í gegnum tíð-
ina.
Elsku Gunna frænka. Við
sendum þér og fólkinu þínu inni-
legustu samúðarkveðjur og biðj-
um Guð að blessa ykkur í sorg-
inni.
Rósbjörg og Birgir.
að heilsast og kveðjast.
Það er lífsins saga.
(Páll J. Árdal)
Kveðjustundin kemur alltaf of
fljótt og eftir sitja minningar.
Við kveðjum Ingvar, okkar
góða vin, með þakklæti og góðum
minningum.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Gunnhildur og fjöl-
skyldur.
Okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur sendum við ykkur öllum.
Minning um góðan vin lifir í
hjörtum okkar.
Kristín Eyjólfsdóttir og
Þórólfur Ævar Sigurðsson.
Ingvar Ingvarsson
Elsku pabbi, ég
trúi varla enn að
þú sért farinn frá
okkur. Þú varst
alltaf hraustur til heilsunnar og
því er þessi stutti tími síðan þú
veiktist þar til yfir lauk eins og
í þoku. Ég þakka fyrir að hafa
getað verið hjá þér síðustu
næturnar á spítalanaum þegar
þú barðist við að halda lífi, þá
náðum við aftur okkar sterku
tengingu.
Þú varst einstakur kennari
og ávallt tilbúinn að kenna og
leiðbeina í gegnum lífið. Ég
minnist kvöldanna í æsku þeg-
ar þú kenndir mér að tefla, sem
Guðmundur
Samúelsson
✝
Guðmundur
Samúelsson
fæddist 4. apríl
1941. Hann lést 2.
október 2022. Útför
Guðmundar fór
fram 17. október
2022.
skilaði sér í því að
ég átti í fullu tré
við Svönu, skák-
drottninguna í fjöl-
skyldunni. Við fór-
um í fjölda
veiðiferða saman á
Arnarvatnsheiði,
Fljótavík og fleiri
staði þar sem þú
kenndir mér mín
fyrstu spor í veið-
inni. Minnist sér-
staklega veiðiferðar í Hvanna-
dalsá þegar ég hef verið 8-9 ára
þar sem þú settir í mjög stóran
lax sem tók rúma 2 tíma að ná
á land. Man hvað þú varst ein-
staklega glaður að hafa náð
þessum stóra laxi, frá þessum
tímapunkti fékk ég veiðidelluna
sem ég er enn með.
Við byrjuðum mjög fljótt að
starfa náið saman þar sem þú
treystir mér fljótt fyrr manna-
forráðum. Ég var 15 ára þegar
ég byrjaði að vinna með þér við
að byggja stóran og mikinn
vatnstank fyrir verksmiðjuna á
Grundartanga. Þú kenndir mér
og öðrum starfsmanni að lesa
flóknar teikningar sem við
klipptum og beygðum bendistál
eftir. Þetta var erfið vinna en
skemmtileg þar sem við gátum
komið okkur í gegnum flóknar
teikningarnar eftir þinni tilsögn
og stóðumst úttektir verkfræð-
inga fyrir steypur undantekn-
ingarlaust.
Þegar ég varð 16 ára tók ég
ákvörðun um hvað ég myndi
vilja læra og byrjaði á samningi
í trésmíði hjá þér þar sem ég
lærði handtökin í trésmíðinni af
þér. Þú varst einstaklega lag-
hentur smiður og samþykktir
enga afslætti af frágangi þeirra
verka sem þú tókst að þér. Á
þessum tíma varstu með fjölda
trésmíðanema í vinnu sem
lærðu handtökin af þér á verk-
stæðinu og við byggingu stór-
bygginga sem þú byggðir á
þessum árum, s.s. Samvinnu-
bankahúsið, Grundaskóla, leik-
skólann Vallarsel ásamt húsi
fyrir verndaðan vinnustað. Þeg-
ar þú fékkst síðan stór verkefni
í Reykjavík samhliða verkum á
Akranesi þá fólst þú mér að
stýra verkum fyrir þig, m.a.
Heilsugæslu í Mjódd og við
innréttingu á sjávarútvegsráðu-
neytinu. Þetta var mikill skóli
fyrir mig rétt tvítugan manninn
að stýra þessum verkefnum
með þér. Nokkuð sem ég bý
enn að í mínu starfi í dag.
Eftir að þið mamma fluttuð
til Reykjavíkur breyttist okkar
nána samband þegar þú snerir
þér meir og meir að harmon-
ikkunni og því að kenna fjölda
fólks á harmonikku með frá-
bærum árangri enda afburða-
kennari alla tíð. Það var alltaf
gott að koma til ykkar mömmu
í Þorláksgeislann þar sem iðu-
lega voru töfraðar fram veislur
fyrir fjölskylduna.
Þú munt alltaf eiga stórt
pláss í huga mínum þar sem ég
mun ylja mér við góðar minn-
ingar um okkar nána samband.
Ég trúi því að þú sért kominn á
betri stað þar sem þér líður
betur og þakka fyrir að hafa átt
með þér síðustu nætur þíns lífs
þar sem við náðum á ný góðri
tengingu okkar á milli.
Elsku pabbi, þakka þér öll
þau ár sem við áttum saman.
Samúel
Guðmundsson
Það var fyrir
rúmum 40 árum að
ég fór að venja
komur mínar í
Sportvörugerðina í Mávahlíð-
inni. Áhugi minn á stang- og
skotveiði varð til þess. Þar hitti
ég fyrir hressan, skemmtilegan
Ásgeir
Halldórsson
✝
Ásgeir Hall-
dórsson fædd-
ist 30. júlí 1946.
Hann lést 12. októ-
ber 2022.
Útför Ásgeirs
fór fram 21. októ-
ber 2022.
og ræðinn mann.
Komurnar urðu
margar og við-
skiptin þó nokkur.
Örlögin höguðu því
svo til að þegar
Sportvörugerðin
var seld Intersport
þá kom ég að þeim
gjörningi og urðum
við Ásgeir sam-
starfsfélagar. Vin-
átta þróaðist og
dafnaði. Við hittumst reglulega
í mat eða kaffi nú eða í allt of
fáum veiðitúrum þar sem ég
naut afburða þekkingar og
færni Ásgeirs, sem var veiði-
maður frá blautu barnsbeini.
Umræður okkar snerust að
sjálfsögðu mest um veiði. Sögð-
um hvor öðrum veiðisögur
(sömu) og upplifðum dásemd-
arstundir. Ásgeir var svo sann-
arlega gegnheill vinur og ekki
er betri helmingurinn hún Ella
síðri.
Ég kveð nú Ásgeir með sökn-
uði og votta Ellu og aðstand-
endum innilega samúð.
Gestur
Hjaltason.
Það er þyngra en tárum taki
þegar kveðja skal áratuga
gamla vináttu hinstu kveðju.
Ásgeir Halldórsson var félagi
okkar í PIP, hópi kátra sveina
sem hafa hist til að borða sam-
an á föstudögum í áratugi. Þar
hefur lífsgleðin alltaf verið við
völd og ýmislegt brallað sem
bindur vini saman ævilangt.
Við föstudagsborð okkar
PIPara er nú enn eitt skarðið,
sætið hans Ásgeirs verður ekki
fyllt ekki frekar en sæti okkar
kæru félaga sem fóru á undan
honum og okkur öllum í eilífð-
arreisuna löngu.
Við kveðjum þig vinur með
þökk í huga og hjarta, far vel
Ásgeir Halldórsson, kæri vinur
okkar, við sjáumst á leið kyn-
slóðanna í eilífðinni og sláum þá
í einn snaps Emaffúueé efíe efíe
skál eins og kveðja okkar PIP-
ara hljómar en enginn veit hvað
þýðir.
Fyrir hönd Piparsveinafélags
Íslands,
Sveinn Úlfarsson,
formaður norrænu
deildar PIP.