Morgunblaðið - 28.10.2022, Síða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2022
_ Unnur Ómarsdóttir, vinstri horna-
maður KA/Þórs, mun ekki ferðast
með íslenska landsliðinu í handknatt-
leik til Færeyja í dag vegna meiðsla
sem hún varð fyrir á æfingu í vikunni.
Arnar Pétursson landsliðsþjálfari hef-
ur kallað Lilju Ágústsdóttur úr Val inn
í hópinn í hennar stað. Lilja er nýliði í
landsliðinu en hún var hluti af landsliði
leikmanna 19 ára og yngri, sem hafn-
aði í áttunda sæti á HM í Norður-
Makedóníu í sumar.
_ Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
hefur verið ráðin inn í þjálfarateymi
nýkrýndra Íslands- og bikarmeistara
Vals í knattspyrnu kvenna en hún lagði
skóna á hilluna eftir nýafstaðna leik-
tíð. Ásgerður er 35 ára gömul. Hún hóf
knattspyrnuferilinn með Breiðabliki en
lék í 13 ár með Stjörnunni áður en hún
gekk til liðs við Val árið 2019.
_ Afturelding, Fram og FH tryggðu
sér öll sæti í 32-liða úrslitum bikar-
keppni karla í handknattleik, Coca
Cola-bikarnum, með góðum sigrum í 1.
umferð keppninnar í gær.
Afturelding vann öruggan 31:21-sigur
á Þór frá Akureyri fyrir norðan, FH
hafði betur gegn Gróttu, 25:22, í
hörkuleik í Kaplakrika og Fram hafði
betur gegn 1. deildar liði Fjölnis,
33:29, í Grafarvoginum.
Eitt
ogannað
Knattspyrnukonan Andrea Mist
Pálsdóttir hefur gengið í raðir
Stjörnunnar frá Þór/KA. Um mik-
inn liðstyrk fyrir Stjörnuna er að
ræða, en Stjörnuliðið leikur í Meist-
aradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Andrea, sem er 24 ára, hefur einnig
leikið með FH hér á landi en hún er
uppalin hjá Þór. Hún var um tíma
atvinnumaður með Växjö í Svíþjóð.
Andrea hefur einnig leikið þrjá
leiki fyrir A-landslið Íslands. Leik-
maðurinn hefur alls leikið 126 leiki
í efstu deild hér á landi og skorað í
þeim 18 mörk.
Andrea Mist
í Stjörnuna
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Stjarnan Andrea Mist Pálsdóttir
hefur skrifað undir hjá Stjörnunni.
KÖRFUBOLTINN
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Breiðablik tyllti sér á topp úrvals-
deildar karla í körfuknattleik,
Subway-deildarinnar, með því að
vinna öruggan 97:82-sigur á Kefla-
vík er liðin mættust í 4. umferð
deildarinnar í Kópavogi í gærkvöld.
Fyrir leikinn var Keflavík á toppi
deildarinnar en Blikar eru nú efstir
þar sem þeir eru með besta stiga-
hlutfallið.
Everage Richardson skoraði 26
stig og tók 12 fráköst fyrir Breiða-
blik og Jeremy Smith skoraði 20
stig og tók níu fráköst.
Eric Ayala skoraði 20 stig og tók
tíu fráköst fyrir Keflavík og þá
bætti Igor Maric við 16 stigum fyr-
ir gestina.
Njarðvík ekki í vandræðum
Njarðvík fór þá hamförum í
Garðabænum og vann 88:67-
stórsigur á Stjörnunni. Með sigr-
inum fóru Njarðvíkingar upp í ann-
að sætið þar sem liðið er með 6 stig
líkt og topplið Breiðabliks.
Robert Turner var stigahæstur
hjá Stjörnunni með 19 stig.
Oddur Rúnar Kristjánsson var
stigahæstur í liði Njarðvíkur og í
leiknum með 20 stig.
Nýliðarnir unnu Stólana
Nýliðar Hattar unnu þá silfurlið
Íslandsmótsins á síðasta tímabili,
Tindastól, óvænt á Egilsstöðum,
73:69. Höttur hefur nú unnið tvo
leiki á tímabilinu en Tindastóll að-
eins einn.
Stigahæstir í liði Hattar voru
Nemanja Knezevic og Juan Nav-
arro, báðir með 14 stig. Knezevic
tók þá tíu fráköst að auki.
Hjá Tindastóli var Taiwo Bad-
mus stigahæstur með 15 stig.
Grindavík skákaði ÍR
Grindavík fékk svo ÍR í heim-
sókn til Grindavíkur og vann naum-
an sigur á Breiðhyltingum, 84:79.
Jón Axel Guðmundsson var
stigahæstur hjá Grindavík og í
leiknum með 23 stig og tók hann
einnig sjö fráköst og gaf sex stoð-
sendingar.
Collin Pryor skoraði 20 stig fyrir
ÍR og tók átta fráköst.
Blikar á topp-
inn með sigri
gegn Keflavík
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Garðabær Stjörnumennirnir Kristján Fannar Ingólfsson og Adama Darboe
sækja að Njarðvíkingnum Nicolás Richotti í Garðabænum í gærkvöldi.
- Stórsigur Njarðvíkur á Stjörnunni
- Stólarnir í stökustu vandræðum
Hlutskipti íslensku landsliðskvenn-
anna í knattspyrnu var misjafnt
þegar leikið var í C- og D-riðli
Meistaradeildar Evrópu í knatt-
spyrnu kvenna í gær.
Glódís Perla Viggósdóttir lék all-
an leikinn fyrir Bayern München
þegar liðið vann ótrúlegan 3:2-
endurkomusigur á Benfica í D-
riðlinum í Lissabon. Hin kanadíska
Cloé Eyja Lacasse, sem er með ís-
lenskan ríkisborgararétt, lagði upp
fyrsta mark leiksins fyrir Benfica
og kom liðinu svo sjálf í 2:0. Bæj-
arar sneru hins vegar taflinu við í
síðari hálfleik þar sem Evrópu-
meistarinn Georgia Stanway skor-
aði tvívegis, þar á meðal á áttundu
mínútu uppbótartíma venjulegs
leiktíma.
Guðrún Arnardóttir lék allan
leikinn fyrir Rosengård sem mátti
sætta sig við 1:4-tap fyrir Barce-
lona í hinum leik D-riðilsins í
Malmö.
Sara Björk Gunnarsdóttir lék þá
fyrstu 69 mínúturnar fyrir Juven-
tus þegar liðið gerði 1:1-jafntefli
við gömlu félaga hennar í Lyon í C-
riðlinum í Tórínó.
AFP/Marco Bertorello
Barátta Amandine Henry og Sara Björk Gunnarsdóttir eigast við í leik Ju-
ventus og Lyon í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu kvenna í gærkvöldi.
Ólíkt hlutskipti íslensku
landsliðskvennanna
Alls voru 16 íslensk mörk skoruð í
stórslag ungverska liðsins Veszp-
rém og þýska liðsins Magdeburg í
A-riðli Meistaradeildar Evrópu í
handknattleik karla í gær. Lauk
leiknum með 35:35-jafntefli.
Bjarki Már Elísson skoraði eitt
mark fyrir Veszprém en marka-
hæstir hjá Magdeburg voru þeir
Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þor-
geir Kristjánsson. Ómar Ingi skor-
aði átta mörk og Gísli Þorgeir sjö.
Eftir jafnteflið er Veszprém
áfram á toppi riðilsins með 9 stig
eftir fimm leiki. Magdeburg er í 3.
sæti með 7 stig. Fleiri Íslendingar
voru í eldlínunni í Meistaradeild-
inni í gær. Haukur Þrastarson
skoraði tvívegis fyrir pólska liðið
Kielce sem vann sterkan 33:30-
sigur á slóvenska liðinu Celje í B-
riðlinum.
Í sama riðli vann franska liðið
Nantes frækinn 38:30-sigur á
þýska liðinu Kiel. Viktor Gísli Hall-
grímsson átti frábæran leik í marki
Nantes og varði 15 skot.
Nantes er eftir sigurinn í 2. sæti
B-riðils og Kielce í 3. sæti. Bæði lið
eru með 8 stig eftir fimm leiki.
Morgunblaðið/Hari
Meistaradeildin Haukur Þrastarson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar
Ingi Magnússon skoruðu allir í Meistaradeild Evrópu í gær.
Ómar og Gísli fóru á
kostum í Íslendingaslag
Coca Cola-bikar karla
1. umferð:
Þór – Afturelding ................................. 21:31
Fjölnir – Fram...................................... 29:33
FH – Grótta .......................................... 25:22
Meistaradeild karla
A-riðill:
Veszprém – Magdeburg ..................... 35:35
- Bjarki Már Elísson skoraði 1 mark fyrir
Veszprém.
- Ómar Ingi Magnússon skoraði 8 mörk
fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist-
jánsson 7.
Porto – GOG.......................................... 26:33
_
B-riðill:
Nantes – Kiel........................................ 38:30
- Viktor Gísli Hallgrímsson varði 15 skot í
marki Nantes.
Celje Lasko – Kielce............................ 30:33
- Haukur Þrastarson skoraði 2 mörk fyrir
Kielce.
_
Intersport-bikar kvenna
Noregur – Holland .............................. 24:33
- Þórir Hergeirsson þjálfar norska liðið.
Þýskaland
Gummersbach – Minden..................... 26:22
- Elliði Snær Viðarsson skoraði 5 mörk
fyrir Gummersbach og Hákon Daði Styrm-
isson 2. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar
liðið.
Hamm – Melsungen............................. 18:28
- Arnar Freyr Arnarsson skoraði 4 mörk
fyrir Melsungen og Elvar Örn Jónsson 1.
Elvar fékk rautt spjald snemma leiks.
Frakkland
Toulouse – Séléstat ............................. 37:24
- Grétar Ari Guðjónsson varði 3 skot í
marki Séléstat.
.$0-!)49,
Körfuknattleikur
Úrvalsdeild karla, Subway-deildin:
Þorlákshöfn: Þór Þ. – KR .................... 18.15
Ólafssalur: Haukar – Valur ..................20.15
1.deild karla:
Borgarnes: Skallagrímur – Hamar .....19.15
Kennarahásk.: Ármann – Sindri ......... 19.15
Dalhús: Fjölnir – ÍA ............................. 19.15
Flúðir: Hrunamenn – Álftanes.............19.15
Vallaskóli: Selfoss – Þór Ak................. 19.15
Í KVÖLD!
Guðlaugur Victor Pálsson hefur
dregið sig úr landsliðshópi íslenska
karlalandsliðsins í knattspyrnu,
fyrir vináttuleikina gegn Sádi-
Arabíu og Suður-Kóreu í nóv-
ember. Guðlaugur er meiddur og
getur því ekki tekið þátt í leikj-
unum.
Júlíus Magnússon, leikmaður
Víkings úr Reykjavík, kemur inn í
leikmannahópinn í hans stað, sam-
kvæmt tilkynningu frá KSÍ. Guð-
laugur hefur leikið 31 A-landsleik
en Júlíus lék sinn fyrsta og eina
landsleik gegn San Marínó í júní.
Júlíus inn
fyrir Guðlaug
Morgunblaðið/Eggert
Víkingur Júlíus Magnússon er kom-
inn í A-landsliðshóp karla.