Morgunblaðið - 28.10.2022, Page 32

Morgunblaðið - 28.10.2022, Page 32
WWW.SVEFNOGHEILSA.IS Svefn heilsa& ÚRVALAF VÖNDUÐUM HEILSURÚMUM EITT MESTA ÚRVAL AF HEILSUDÝNUM Á LANDINU VANDAÐAR SÆNGUROG KODDAR Í ÚRVALI STILLANLEG HJÓNARÚM HÖFUM ÞAÐ GOTT HEIMA GERIÐ GÆÐA- OG VERÐSAMANBURÐ PANDORA STILLANLEGUR HÆGINDASTÓLL Tónlistarmennirnir Jóhannes Patreksson og Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktir sem tvíeykið JóiPé og Króli, halda tónleika með Sinfóníuhljómsveit Norður- lands í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri á morgun, 29. október. Þórður Magnússon, tónskáld og hljómsveit- arstjóri, hefur útsett valin lög eftir þá félaga og verða tónleikarnir kveðjutónleikar vinanna í bili. JóiPé og Króli halda tónleika með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 301. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. KA leikur sína fyrstu leiki í 17 ár í Evrópukeppni í hand- knattleik karla í dag og á morgun. KA kemur inn í 2. umferð Evrópubikarsins og dróst gegn austurríska lið- inu Aon Fivers. KA-liðið hélt út til Austurríkis í gegnum Osló á miðvikudag. Jónatan Magnússon, þjálfari KA, segir aldrei neitt annað hafa komið til greina en að taka þátt í Evrópu- keppni þótt það kosti aukið leikjaálag og mikla vinnu leikmanna og þeirra sem standa að liðinu, þar sem reynslan verði leikmönnum dýrmæt. »26 KA leikur sína fyrstu Evrópuleiki í 17 ár ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Undanfarin rúm þrjú ár hefur fólk getað farið í gufubað í sérstaklega útbúnu hjólhýsi á völdum stöðum við sjávarsíðuna, fyrst og fremst á höf- uðborgarsvæðinu en einnig úti á landsbyggðinni. Fyrir um mánuði var nýtt og stærra hjólhýsi tekið í notkun og hefur verið boðið upp á svokallaða gufugusu í því í Gufunesi að undanförnu. „Þetta hefur gengið prýðilega og nýja vagninum hefur verið vel tekið,“ segir Hafdís Hrund Solveigar Gísla, sem á og rekur fyrirtækið Rjúkandi fargufu (fargufa.is og Rjúkandi fargufa á Facebook). Hafdís kynnti sér baðmenningu í Kaupmannahöfn og féll fyrir þessari gufubaðsmenningu. Hún hafði áður unnið hjá ÍTR á Ylströndinni í Naut- hólsvík og vildi tengjast sjónum með einhverjum hætti, enda stundað sjó- böð reglulega um árabil. Hún byrj- aði ein en nú hafa Olga Hörn Fenger og Vala Baldursdóttir bæst í gusu- hópinn svokallaða. Hafdís er þroskaþjálfi að mennt og kenndi við Waldorfskólann í Lækjarbotnum, þegar hún byrjaði með fargufuna. „Í fyrstu var þetta áhugamál, sem ég ætlaði ekki endi- lega að vinna við heldur bara kynna öðrum, en eftir því sem það vatt upp á sig minnkaði ég við mig kennsluna, hætti henni um áramótin og hef ein- beitt mér að fargufunni allt þetta ár.“ Víða um land Vagninn hefur einkum verið í Gufunesi, við Skarfaklett, hjá grá- sleppuskúrunum neðan við Ægisíðu, úti við Gróttu, á Álftanesi, við Kópa- vogshöfn og við Hafravatn. Hafdís hefur líka boðið upp á fargufu við Laugarvatn, á Snæfellsnesi, Dalvík og víðar. „Ég vel staðina eftir því hvernig lífi mínu er háttað og reyni að kynna staðina tvær til fjórar vik- ur fram í tímann á heimasíðunni og á Facebook,“ segir hún, en þar bóka gestir sig jafnframt í tíma. Í gamla vagninum geta verið 10 manns í einu en allt upp í 20 í þeim nýja. Hver tími tekur 60 mínútur sem skiptast í þrjár jafnar lotur í gufunni, þar sem ilmolíur, handklæðaviftur og tónlist auka á vellíðanina, með kælingu á milli, hvort sem er í sjónum eða bara fyrir utan. „Ég kalla þetta gufugusu að danskri fyrirmynd,“ segir Hafdís og bætir við að stemningin sé alltaf mjög góð. „Viðbrögðin hafa reyndar komið mér skemmtilega á óvart og vinsældirnar verið framar öllum vonum.“ Fargufan hefur mælst vel fyrir og Hafdís bendir á að í gufubaði og kæl- ingu þess á milli felist góð líkams- rækt. „Það er ákveðin þolraun að sitja í hitanum í 12 til 15 mínútur í einu en þegar fólk kemst upp á lag með þetta kemst það að því að í þessu felast ótrúlega miklir töfrar. Maður sefur eins og barn á eftir og þegar fólk kemur í fyrsta skipti verð ég að vara það við því þetta getur verið ávanabindandi!“ Ávanabindandi og töfrandi gufubað - Fargufa í hjólhýsi og kæling fyrir utan eða í sjónum Morgunblaðið/Eggert Í fargufu Hafdís Hrund til vinstri sér um að allir njóti stundarinnar. Morgunblaðið/Eggert Kæling Þátttakendur fara gjarnan í sjóinn eftir gott gufubað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.