Morgunblaðið - 14.11.2022, Side 1
MIÐLUN
TILFINNINGA
ÁN TEXTA
NORA DÅSNES 29
FIMM STIGA
FORSKOT
ARSENAL
RAUÐ OG HVÍT JÓL 27
RAUÐABYLGJ-
AN FLÆDDI
YFIR FLÓRÍDA
KOSNINGAR VESTANHAFS 14
• Stofnað 1913 • 267. tölublað • 110. árgangur •
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2022
Ógn og skelfing á götum Istanbúl
Sprengjutilræði var framið á einni helstu verslunargötu
Istanbúl í gær og létust að minnsta kosti sex manns en 81
var sár eftir. Óttast er að þetta hafi verið hryðjuverkaárás
þótt það liggi ekki skýrt fyrir. Að sögn sjónarvotta beið
kona talsverða stund á bekk í göngugötunni, stóð svo upp
og sprengdi sig í loft upp. » 13
AFP/Yasin Akgul
Trúnaðarrof á þingi
„mikil vonbrigði“
Skýrsla
ríkisendurskoð-
anda um sölu
á hlut ríkisins
í Íslandsbanka
í vor lak út úr
stjórnskipunar-
og eftirlitsnefnd
þingsins í gær
og rataði til
þriggja fjöl-
miðla.
„Það eru mikil vonbrigði að ekki
skuli hafa verið hægt að tryggja
trúnað á þessari skýrslu í rétt
rúman sólarhring,“ segir Birgir
Ármannsson, forseti Alþingis, í
samtali við Morgunblaðið.
Ætlunin var að ríkisendur-
skoðandi kynnti úttekt sína á
fundi stjórnskipunar- og eftirlits-
nefndar klukkan fjögur í dag, en
hún gerð opinber að því loknu.
Skýrslan barst Alþingi eftir
hádegi í gær og var send nefndar-
mönnum til yfirlestrar í trúnaði
skömmu síðar. Frá henni var sagt
í kvöldfréttum Ríkisútvarps-
ins, en tveir aðrir miðlar sögðu
nákvæmar fréttir af henni um
kvöldið. Óljóst er hvort trúnaðar-
rofið hafi eftirmál. » 2
Birgir
ÁrmannssonTaldir hættulegir
og vísað úr landi
Lögreglan hefur ekki upplýs-
ingar um hver bauð meðlimum
Vítisengla og undirklúbba þeirra
í samkvæmi hér á landi. 25 þeirra
var vísað úr landi við komuna, á
grundvelli þess að þeir teldust
hættulegir.
„Þetta er meiri fjöldi en
venjulega hefur verið,“ segir
Ásmundur Rúnar Gylfason,
aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá
lögreglustjóranum á Suðurnesj-
um, en lögregla vísaði meðlimum
vélhjólaklúbbs úr landi fyrir um
ári, þá meðlimum Bandidos. Talið
er líklegt að vélhjólaklúbbar komi
hingað til lands til þess að skerpa
á tengslum við innlenda aðila. » 4
Morgunblaðið/Sverrir
Leifsstöð Hópurinn kom á föstudag.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti
sakaði í gær Rússa um að hafa framið
fjölda stríðsglæpa í Kerson-héraði.
„Rússneski herinn skildi eftir sömu
voðaverkin og í öðrum héruðum
okkar,“ sagði Selenskí í ávarpi sínu
í gærkvöldi og bætti við að rann-
sóknarteymi Úkraínumanna hefðu
þegar skrásett rúmlega 400 stríðs-
glæpi eftir að herlið þeirra frelsaði
héraðið að vesturbökkum Dnípró-
fljótsins á föstudaginn.
„Við erum að finna lík hinnamyrtu,
bæði hermanna og óbreyttra borg-
ara,“ sagði Selenskí og hét því að hinir
seku yrðu dregnir til ábyrgðar. „Við
munum finna og rétta yfir hverjum
einasta morðingja,“ sagði Selenskí.
Frelsun borgarinnar er talin
nokkurt áfall fyrir rússnesk stjórn-
völd, en Kerson-hérað er eitt af þeim
fjórum sem Rússar lýstu yfir að til-
heyrðu nú Rússlandi um aldur og ævi.
Ekkert hefur hins vegar enn heyrst
frá Vladimír Pútín Rússlandsforseta
um brottför Rússa frá Kerson-borg.
Pútín lýsti því hins vegar yfir fyrir
helgi að hann hygðist ekki sækja leið-
togafund G20-ríkjanna sem haldinn
verður í vikunni. Sergei Lavrov,
utanríkisráðherra Rússlands, mun
hins vegar sækja fundinn í hans stað,
en Rishi Sunak, forsætisráðherra
Bretlands, sagði í fyrradag að Bret-
ar ætluðu sér að nýta fundinn til að
benda á „algjöra fyrirlitningu Rússa“
gagnvart alþjóðlegu samstarfi.
Ben Wallace, varnarmálaráðherra
Breta, sagði sömuleiðis að ósigur
Rússa í Kerson gæti fengið almenn-
ing í Rússlandi til að efast um stríðs-
reksturinn. „Venjulegt fólk í Rússlandi
hlýtur að vera að spyrja sig: „Hver var
tilgangurinn?““ sagði Wallace.
lSelenskí segir rúmlega 400 stríðsglæpi hafa verið skráða
Rússar sakaðir um
stríðsglæpi íKerson
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Vísbendingar … » 13
AFP/Oleksandr Petrovskyi
Frelsun Kona veifar hér úkraínska
fánanum í miðborg Kerson í gær.