Morgunblaðið - 14.11.2022, Qupperneq 11
FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2022
11
HVAÐ ER Í MATINN?
-20%
MÁNUDAGA
Ungnautahakk
100% hreint íslenskt kjöt
Hakkbollur
Í orientalsósu (eldað)
tilboð alla vikuna
Grensásvegur 48, 108 Reykjavík | Sunnukriki 2, 270 Mosfellsbær
Á MORGUN ÞRIÐJUDAG
-20%
Glæný verslun
Skeifunni 9
Troðfull af vörum fyrir öll gæludýr
Kauptúni 3, Garðabæ | Skeifan 9, Reykjavík | Sími 564 3364 | www.fisko.is
Opið virka daga 10-19, laugardag 10-18, sunnudag 12-18
kíktu í heimsókn
L i f and i v e r s l un
fy r i r ö l l gæ ludýr
Veðurstofa Íslands varar við auk-
inni skriðuhættu á Suðausturlandi
og sunnanverðum Austfjörðum.
Mikið hefur rignt síðustu vikuna á
þessum svæðum, en lítil úrkoma var
á föstudag og laugardag. Af því má
draga þá ályktun að grunnvatns-
staða sé víða há. Veðurspáin fyrir
daginn í dag og á morgun gerir ráð
fyrir mjög mikilli úrkomu á Suð-
austurlandi og talsverðri úrkomu á
sunnanverðum Austjörðum.
Þar sem grunnvatnsstaða er víða
há og spáð er talsverðri úrkomu
getur skapast aukin hætta á skriðu-
föllum á þessum slóðum. Spáð er
áframhaldandi rigningu á svæðinu
fram yfir næstu helgi. Mesta ákefð-
in var síðdegis í gær og í nótt.
Stórar aurskriður féllu á
Seyðisfirði í desember 2020 og
ollu mikilli eyðileggingu á húsum
í bænum. Skriðurnar féllu eftir
mikla rigningatíð á svæðinu og var
grunnvatnsstaða einnig víða há þá.
Grannt hefur verið fylgst með svæð-
inu síðan en skriður hafa reglulega
fallið í firðinum gegnum árin.
Morgunblaðið/Eggert
SkriðuhættaVeðurstofa Íslands
varar við aukinni skriðuhættu.
Aukin hætta á
skriðuföllum á
Suðausturlandi
lMikilli úrkomu spáð í dag og á
morgunlGrunnvatnsstaða víða há
Í haust rann út samningur milli
Veiðifélags Andakílsár og Stanga-
veiðifélags Reykjavíkur, SVFR, um
sölu veiðileyfa í ána, en félögin hafa
unnið saman síðustu tuttugu ár. Nú
verða tímamót því eigendur árinnar
hafa ákveðið að söðla um, fara aðra
leið og byggja nokkuð á því módeli
sem unnið hefur verið eftir í Norðurá
í Borgarfirði.
Var samþykkt á félagsfundi veiði-
félagsins 6. nóvember sl., að semja
við Kristján Guðmundsson um að
selja veiðileyfin fyrir hönd eigenda.
Samningurinn er til tveggja ára með
möguleika á framlengingu um eitt ár
og eykst þóknunin með aukinni sölu.
Andakílsá er tveggja stanga á,
veiðisvæðið er stutt og veiði á hvern
stangardag hefur verið með því
mesta sem gerist á landinu. Eftir
umhverfisslysið, sem varð árið 2017,
hefur árlega verið sleppt gönguseið-
um í ána og uppbygging gengið vel
samkvæmt þeim rannsóknum sem
Hafrannsóknarstofnun hefur gert í
ánni, að sögn Ragnhildar Helgu Jóns-
dóttur, formanns veiðifélagsins.
Hún segir einnig að nokkur áhugi
hafi verið á því að taka ána á leigu
og fólk haft samband í því skyni.
„Eigendur ákváðu hins vegar að prófa
svipað fyrirkomulag og rekið hefur
verið í Norðurá, með ágætum árangri.
Og jafnframt, að samhliða breyttu
sölufyrirkomulagi verði unnið að upp-
byggingu vatnasvæðisins ásamt því
lFyrri samningur við SVFR verður ekki endurnýjaður
Landeigendur selja
sjálfir íAndakílsá
Birna G. Konráðsdóttir
Borgarfirði
Morgunblaðið/Birna G. Konráðsdóttir
Veiðiréttur Kristján Guðmundsson og Ragnhildur Helga Jónsdóttir við undirritun samningsins.
að bæta húsakost og aðstöðu veiði-
manna. Á þeim árum sem SVFR hefur
séð um sölu veiðileyfa hefur heilmikið
verið byggt upp og eru veiðiréttar-
eigendur þakklátir fyrir það starf og
samstarfið við þeirra tengiliði.“
Kristján Guðmundsson segist að-
spurður vera stoltur yfir því trausti
sem honum sé sýnt með þessum
samningi. Það séu spennandi tímar
framundan, bæði við sölu en einnig
frekari uppbyggingu á svæðinu því
hann finni fyrir miklum metnaði
meðal veiðiréttareigenda að gera vel
í þeim efnum.
Stefnt er á að hefja sölu veiðileyfa
vegna ársins 2023, 15. nóvember nk.
Áhugasömum er bent á að setja sig í
samband við Kristján í gegnum net-
fangið sala@andakilsa.is.