Morgunblaðið - 14.11.2022, Qupperneq 12
FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf12
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2022
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælummeð Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælummeð Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
14. nóvember 2022
Gjaldmiðill Gengi
Dollari 144.26
Sterlingspund 169.87
Kanadadalur 108.56
Dönsk króna 19.991
Norsk króna 14.488
Sænsk króna 13.866
Svissn. franki 151.06
Japanskt jen 1.0334
SDR 189.08
Evra 148.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 177.0008
samband við en aðrar leituðu til mín
að fyrra bragði.“
Föt sem eiga að
endast og passa vel
Árangurinn segir María að skrifist
m.a. á það að allt frá byrjun hefur hún
ekki gefið neinn afslátt af gæðunum:
„Ég hef prufað efnin og sniðin á sjálfri
mér, sett flíkurnarmargoft í þvottavél
og þurrkara, til að ganga úr skugga
um að varan sé eins og égmyndi sjálf
vilja. Ég tek ekki í mál að nota annað
en bestu fáanlegu efni og útkoman er
líka sú að margir sem keyptu t.d. af
mér buxur fyrir fimm árum nota þær
enn þann dag í dag og þær líta út eins
og nýjar. Að ætla að spara í efnisvali
og frágangi myndi bara á endanum
koma í bakið á okkur.“
Þá hefurMaría gætt þess að sniðin
henti fólki meðmismunandi vaxtarlag
og eru t.d. þær buxur sem hún hefur
hannað fyrir konur fáanlegar í þrem-
ur síddum ogmeðmishátt mitti: „Við
erum einfaldlega svo fjölbreytt hvað
lögun líkamans viðkemur og buxur
sem sitja við mittið á einni konu geta
náð þeirri næstu upp að brjóstum.“
Harðnandi slagur
M fitness er ekki eina íslenska
íþróttafatamerkið sem sprottið
hefur upp á undanförnum árum og
telst Maríu til að a.m.k. fjögur íslensk
merki séu ámarkaðnum, þómeð ólík-
ar áherslur og ólík að umsvifum: „Öll
samkeppni er af hinu góða og heldur
okkur á tánum, en það gæti komið
mörgum á óvart hve mikil vinna fer í
að koma nýju merki á laggirnar. Þeir
sem ætla út á þessa braut ættu að
vera reiðubúnir að þurfa að leggja
allt annað til hliðar.“
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Maríu
Lenu Heiðarsdóttur Olsen tekist að
byggja upp sitt eigið íþróttafatamerki:
M fitness. Reksturinn er í blóma,
starfsmenn fyrirtækisins orðnir sex
talsins og fatnaðurinn fáanlegur á tólf
stöðum hringinn í kringum landið,
þar á meðal í verslunum Útilífs og í
verslun M fitness á Stórhöfða 15. Þá
standa yfir viðræður við samstarfs-
aðila um mögulega sókn á erlendan
markað.
„Í byrjun þurfti ég að gera allt sjálf
og fikraði mig áfram með ráðum og
leiðbeiningum sem ég fann á Google
og YouTube,“ segir María en hún var
einstæð móðir átta mánaða gamals
barns þegar hún lét verða af því að
hanna og framleiða eigin íþróttafatn-
að.
„Ég ólst upp á Egilsstöðum og á
unglingsárunum var varla nokkur
afþreying í boði fyrir mig nema að
taka þátt í íþróttum. Ég byrjaði því
snemma að æfa fimleika, fótbolta
og frjálsar íþróttir, og keppti síðar
í fitness. Þá fékk ég gott veganesti í
verslunmóðurminnar en þar starfaði
ég frá tólf ára aldri og lærði margt um
hvernig á að reka fyrirtæki,“ segir
María söguna.
Það var tekið eftir árangri Maríu í
fitness-heiminum og fyrr en varði var
hún farin að starfa sem einkaþjálfari.
„Það var þá sem ég setti fyrirtækið
M fitness á laggirnar og þegar best
lét var ég með 70 konur hjá mér í
fjarþjálfun.“
Fór hægt af stað
Maríu fannst vera gat á íslenska
markaðinum fyrir klæðilegri
íþróttafatnað: henni þótti erfitt að
finna vandaðan fatnað í skemmti-
legum litum og í sniðum sem hæfa
íslensku vaxtarlagi svo hún hóf leitina
að einhverju betra: „Ég byrjaði á að
panta nokkrar prufur frá brasilísku
merki en þegar ég fékk fötin í hend-
urnar sá ég að þærmyndu ekki ganga
fyrir íslenskanmarkað. Fór svo að ég
fannmjög fína verksmiðju erlendis og
eftir að hafa lært helstu undirstöð-
ur byrjaði ég að hanna mínar fyrstu
flíkur.“
Salan fór rólega af stað en það
hjálpaði Maríu að vera þegar með
stóran hóp kvenna í þjálfun hjá sér.
„Þær voru forvitnar um fatnaðinn
sem ég klæddist í tímum og þannig
vatt salan smám saman upp á sig,“
segir María en hún fór mjög rólega
af stað: „Fyrsta pöntunin samanstóð
af einum toppi og tvennum buxum,
en ég hafði ekki meira bolmagn en
svo að ég lét bara framleiða aðrar
buxurnar í stærðunum frá XS upp í
M. Þegar fyrsta pöntunin seldist upp
bætti ég svo við einni stærð í viðbót,
og þannig koll af kolli,“ segir hún en í
dag státarM fitness af fatalínum fyrir
bæði börn, konur og karla.
María fikraði sig líka áfram í net-
sölu ogminnist hún þess hvernig hún
byrjaði á að kynna vöruna á Facebook
og taka við pöntunum sem bárust í
gegnum einkaskilaboð. „Ári síðar
flaug ég til Reykjavíkur til að funda
með innkaupastjóra Útilífs. Þeim
þótti varan áhugaverð og urðu einn
af mínum fyrstu söluaðilum. Fleiri
verslanir bættust við í kjölfarið; sum-
ar hafði ég frumkvæði að því að hafa
lStofnandi íþróttafatamerkisins M fitness segir vönduð efni og snið lykilinn
að árangrilHún prófar fötin á sjálfri sérlÓlst upp í verslun móður sinnar
Vatt smámsamanuppá sig
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
SjálfbjargaMaría Lena fikraði sig áfram og notaði YouTube ogGoogle-leit til að læra hvernig á að hanna íþróttafatnað.
Fótunum
kippt undan
rafmyntarisa
Mikill titringur varð á rafmynta-
mörkuðum í síðustu viku þegar
áhlaup var gert á rafmyntakauphöll-
ina FTX. Viðræður
höfðu átt sér stað
um að Binance,
stærsta rafmynta-
kauphöll heims,
myndi kaupa FTX
og leysa þannig
úr rekstrarvanda
félagsins. Á síðustu
stundu tilkynnti
Binance hins vegar
að ekki yrði af kaupunum og í kjöl-
farið sendi Changpeng Zao, forstjóri
Binance, frá sér tíst sem gáfu til
kynna að ekki væri allt með felldu í
starfsemi FTX.
Ummæli Zhaos urðu til þess að
viðskiptavinir FTX gerðu áhlaup
á kauphöllina og freistuðu þess að
innleysa rafmyntir sínar. Greinir New
York Times frá að á þremur dögum
hafi FTX verið krafið um að greiða
út jafnvirði sex milljarða dala og
reyndist það félaginu ofviða.
Á föstudag varð FTX gjaldþrota
og stofnandi félagsins, Sam Bank-
mann-Fried, sagði starfi sínu lausu.
Í hans stað kemur John J. Ray III en
hann er alvanur því að stýra fyrir-
tækjum í gegnum gjalþrotaferli og
tók t.d. við stjórnvelinum hjá orkuris-
anum Enron eftir að bókhaldssvindl
varð því félagi að falli.
Bankmann-Fried hefur verið eitt af
sýnilegustu andlitum rafmyntaheims-
ins og hefur hann varið miklu af
fjármunum sínum og tíma í að hvetja
bandarísk stjórnvöld til að gera
ýmsar bætur á lögum er snerta raf-
myntaviðskipti. Er áætlað að þegar
best lét hafi auðæfi hans verið um
24 milljarða dala virði. Áætlar NYT
að eftir hrun FTX nemi eignir hans
innan við milljarði dala. ai@mbl.is
lMilljarðar dala í
húfi í gjaldþroti FTX
Samuel
Bankman-Fried