Morgunblaðið - 14.11.2022, Side 13
FRÉTTIR
Erlent 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2022
ÁR
1921-2021
Í Y
KKA
R ÞJÓNUSTU
10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri
Sex látnir og 81
særður í Istanbúl
lSprengjutilræði í verslunargötu
Að minnsta kosti sex féllu og 81
særðist í sprengjutilræði í helstu
verslunargötu Istanbúl í gær. Að
sögn sjónarvotta virðist sem kona
hafi drýgt ódæðið með því að
sprengja sig og aðra vegfarendur í
loft upp.
Árásin átti sér stað í Istiklal-
stræti, sem er göngugata, orðlögð
fyrir glæsilegar verslandir og lífleg
veitingahús, í Beyoglu-hverfi í ein-
um elsta hluta borgarinnar, skammt
frá Galata-turni. Samkvæmt lýsing-
um virðist konan hafa beðið á bekk
í um 40 mínútur áður en hún stóð á
fætur og lét til skarar skríða.
Hluta götunnar var lokað eftir
sprenginguna og sjúkraliða og
lögreglu dreif að, en ofar í götunni
hélt lífið áfram eins og ekkert hefði
í skorist.
„Þjóð okkar þarf að tryggja að
þeir, sem stóðu að baki atvikinu
í Istiklal-stræti, hljóti makleg
málagjöld,“ sagði Recep Tayyip
Erdogan Tyrklandsforseti á blaða-
mannafundi í gær, en virtist þó ekki
fyllilega viss í sinni sök.
„Það væri rangt að fullyrða að
þetta sé hryðjuverkaárás,“ sagði
hann. „En frumrannsókn, fyrstu
upplýsingar sem héraðsstjórinn
hefur látið okkur í té, benda til þess
að þetta lykti af hryðjuverkum.“
Hann sagði þó ekkert um það hvað
menn hefðu sérstaklega fyrir sér
um það, en varaforsetinn Fuad
Oktay var berorðari um að þetta
hefði verið hryðjuverkaárás, sem
ónafngreind kona hefði staðið að.
Ef rétt reynist er þetta fyrsta
hryðjuverkaárásin í Tyrklandi í sex
ár. Þá varð árás í þessari sömu götu
þar sem fjórir féllu og 36 særðust
í sjálfsmorðsárás, sem talið var að
hryðjuverkasamtökin Íslamska rík-
ið hefðu staðið að. Það var síðasta
tilræðið í röð fjölda mannskæðra
árása samtakanna.
AFP/Yasin Akgul
Tyrkland Lögregla lokar af Istiklal-
stræti eftir sprengjutilræðið.
andi dýraverndunarsamtakanna
UAnimals, sagði á facebook-síðu
sinni að Rússaher hefði meira að
segja rænt dýrum úr dýragarði borg-
arinnar og flutt til Krímskaga.
Þá munu Rússar einnig hafa eyði-
lagt símalínur, vatnsleiðslur og raf-
orkuinnviði borgarinnar áður en þeir
yfirgáfu hana á föstudaginn, og var
unnið hörðum höndum alla helgina
að því að koma rafmagni aftur á.
Berja höfðinu við steininn
Rússar hafa einkum beint kröftum
sínum síðustu vikur og mánuði að
borginni Bakhmút, og lagt mikið í
sölurnar til að ná henni á sitt vald.
Wagner-hópurinn svonefndi mun þar
hafa verið í fararbroddi, auk þess sem
óbreyttir hermenn sem nýlega voru
kvaddir í herinn hafa verið sendir til
vígstöðvanna við Bakhmút í stórum
stíl.
Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari
búsettur í Kænugarði, var á ferð
um Bakhmút í lok síðasta mánað-
ar og segir hann að bardagarnir
um borgina fari einkum fram með
stórskotaliði. Sjálfur hafi hann þurft
að fleygja sér á jörðina þegar ein af
fallbyssukúlum Rússa lenti óþarflega
nærri honum. Þá hafi hann komið
að húsi sem var í ljósum logum eftir
árás Rússa.
Óskar segir að staðan nú sé
óbreytt frá því sem var þegar hann
var á ferðinni þar, Rússar séu enn
að berja hausnum við steininn og
senda hermenn nánast út í opinn
dauðann með beinum árásum á
varnarstöðvar Úkraínumanna, en
einn tilgangur þess er sá, að þá sjái
þeir hvaðan skothríðin komi og beini
þá stórskotaliði á þá staði.
Mikið mannfall hefur fylgt þessum
árásumRússa á Bakhmút. Óskar seg-
ir að samkvæmt þeim upplýsingum
sem úkraínsk stjórnvöld sendi frá sé
mannfall Rússa 7-800 manns á dag,
og má þá þrefalda þá tölu til þess að
fá út hversu margir til viðbótar hafi
særst eða týnst í orrustu. Hann bætir
við að vestrænir greinendur séu á því
að sú áætlun sé líklega ögn of há, en
þó nærri lagi.
Stefni að þriðju sókninni
Nokkur umræða hefur verið í
kjölfar frelsunar Kerson-borgar
um hvort Úkraínumenn muni láta
staðar numið nú þegar þeir hafa
með gagnsókn sinni í Kerson-héraði
náð borginni á sitt vald. Óstaðfestar
fregnir herma hins vegar að þeir séu
nú þegar farnir að beita stórskota-
liði sínu á skotmörk á austurbakka
Dnípró-fljótsins, en Úkraínumenn
geta nú skotið óhikað á eina af helstu
flutningaleiðunum til Krímskaga.
Þá hermdu heimildir bandaríska
dagblaðsinsNewYork Times í gær að
vísbendingar væru nú um að Úkra-
ínuher hygði á gagnsókn í suðri í
Saporísja-héraði, sem er á milli
Kerson-héraðs í suðri og Donetsk- og
Lúhansk-héraða í austri. Myndi slík
gagnsókn miða að því að ná borginni
Melítópol á sitt vald, en þar með væri
nánast búið að loka fyrir birgðaflutn-
inga Rússa til hersveita sinna í suðri,
þar með talið Krímskaga.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti
sagði í gærkvöldi að Úkraínuher hefði
fundið sönnunargögn í Kerson-héraði
um að Rússar hefðu framið stríðs-
glæpi í héraðinu, líkt og í öðrum hér-
uðum Úkraínu sem lent hafa undir
hernámi Rússa.
Úkraínuher tilkynnti í gær að hann
hefði sett á útgöngubann í borginni
um nætur, auk þess sem hann hefur
takmarkað ferðir til og frá borginni.
Þá hefur héraðsstjórn Kerson bann-
að skipaflutninga yfir Dnípró-fljótið
fram til næsta laugardags. Þeir íbúar
í Kerson sem flúðu hafa einnig verið
varaðir við því að snúa aftur til heim-
kynna sinna þar til búið sé að ganga
úr skugga um að engar jarðsprengjur
eða gildrur hafi verið settar upp þar.
Jaroslav Janúsévits, héraðsstjóri
Kerson, sagði að Rússar hefðu sett
jarðsprengjur við alla mikilvæga inn-
viði borgarinnar áður en þeir flúðu,
og hefur óbreyttum borgurum verið
sagt að halda sig frá mannmergð,
auk þess semmiðborg Kerson verður
lokuð á morgun vegna sprengjuleitar.
Óttast er að Rússar muni brátt
hefja stórskotahríð á borgina, nú
þegar þeir hafa yfirgefið hana, en
þeir skutu með fallbyssum sínum á
flugvöllinn í Kerson-borg í gær. Þá er
einnig óttast að einhverjir rússneskir
hermenn hafi orðið eftir í borginni, en
myndir sem fóru í dreifingu á samfé-
lagsmiðlum um helgina virtust sýna
menn í borgaralegum klæðum með
riffla undir höndum. Sé það raunin
myndi það teljast stríðsglæpur sam-
kvæmt alþjóðalögum.
Íbúum borgarinnar létt
Fréttaritarar AFP-fréttastofunnar
í Kerson greindu frá því að svo virt-
ist sem íbúum Kerson-borgar væri
mjög létt eftir að hún var frelsuð úr
höndum Rússa, og komu þeir saman
á aðaltorgi borgarinnar og tóku á
móti hermönnum sem þar voru með
virktum.
Sögðuþeir íbúarsemfréttaritararn-
ir ræddu við að Rússar hefðu skilið
eftir sig slóð eyðileggingar í borginni.
Oleksandr Todorstjúk, stofn-
Vísbendingarumstríðsglæpi
lÚkraínuher leitar að jarðsprengjum og gildrum á frelsuðu svæðunumlRússar sagðir hafa eyðilagt
orkuinnviði Kerson fyrir flóttannlMikið mannfall við BakhmútlÞriðja gagnsóknin í vændum?
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
AFP
Frelsun KersonMikil gleði ríkti enn í Kerson í gær og þakkaði þessi kona fyrir sig með blómum og faðmlagi.
Ljósmynd/Óskar Hallgrímsson
Bakhmút Baráttan umBakhmút er einkum háðmeð stórskotaliði og kom
Óskar að þessu logandi húsi skömmu eftir að það hafði orðið fyrir skothríð.