Morgunblaðið - 14.11.2022, Side 14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2022
14
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri: Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Aðkomaaugaáóheiðarleika…
E
r mjög erfitt þegar hann er snilldar-
lega falinn.
Flestir sem lesa þetta kinka
væntanlega kolli innan í sér og
segja: já. Þegar óheiðarleiki er
snilldarlega falinn er erfitt að átta sig á því.
Vandinn er að þetta er ekki alveg rétt. Það er
líka erfitt að sjá hvað er ósatt sem er vel falið.
Þetta er gríðarlegt vandamál í stjórnmálum
því margt stjórnmálafólk lýgur, blekkir, villir
um og snýr út úr. Sumt minna, annað meira.
Trump, til dæmis, lýgur víst meira (oftar) en
hann mígur miðað við fjölmargar talningar.
Samt fékk hann næstum 47% atkvæða í kosn-
ingum. Spurningin hlýtur því að vera: hvers
vegna í ósköpunum kjósum við fólk sem lýgur
að okkur? Rannsóknir sýna að við áttum okkur
bara á því hvað er logið í rétt tæplega helmingi
tilfella (https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/16859438/). Er
það af því að við áttum okkur ekki á því hvað er satt eða
logið? Eða þó að við áttum okkur á því er okkur sama?
Kannski af því að við teljum bara að allt stjórnmálafólk
ljúgi eins mikið; að þegar upp kemst um einn, þá skipti
það ekki máli því hin eru alveg jafn óheiðarleg?
Það er skoðun margra en ég efast um að það sé skoðun
flestra. Ég held að ef valið stæði milli tveggja jafn góðra
kosta, þá myndi fólk velja þann sem lýgur ekki að því.
Mjög margir myndu meira að segja velja lakari kostinn ef
það væri sá sem segði satt, held ég.
En þá stöndum við frammi fyrir því að við erum mjög
léleg í því að greina hvað er satt og hvað logið. Við
gætum frekar varpað hlutkesti en treyst eigin
dómgreind þegar kemur að því að átta okkur
á því að lygi sé lygi. Sem betur fer þurfum
við yfirleitt ekki að treysta eigin dómgreind.
Þegar það skiptir máli, þá eru til gögn sem
sýna fram á lygina.
Mig langar til þess að gefa dæmi um
snilldarlega vel falinn óheiðarleika vegna
sölunnar á Íslandsbanka. Fjármálaráðherra
spurði margoft um kaup föður síns á hlut í
Íslandsbanka: „Var honum bannað að kaupa?“
(www.visir.is/g/20222251873d.)
Svarið er nei. En þar er ekki óheiðarleikinn
í spurningunni. Óheiðarleikinn er að þetta er
röng spurning. Rétta spurningin er „mátti ég
selja föður mínum ríkiseign?“ og svarið þar er
nei, það mátti fjármálaráðherra ekki. Auðvitað
ekki. Það sjá allir hagsmunaáreksturinn þar.
Bjarni sagði í umræðu um bankasöluna: „Ef einhverjir
þátttakendur í þessu ferli, sem hafa samninga og hlut-
verk, brjóta af sér í ferlinu og virða ekki trúnað, misfara
með upplýsingar eða eru sekir um hagsmunaárekstra þá
verður að sjálfsögðu tekið á því með viðeigandi hætti.“
Nú þegar skýrslan um söluna á Íslandsbanka verður
rædd í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í dag og í þinginu
á morgun er spurning hvort fjármálaráðherra standi við
orð sín.
Hvað heldur þú? Verður tekið á því með viðeigandi
hætti?
Pistill
Björn Leví
Gunnarsson
Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is
Hiti í Sharm el-Sheikh
Loftslags-
ráðstefna
Sameinuðu
þjóðanna (COP27)
stendur nú sem
hæst, en 33.449
manns sækja
ráðstefnuna í Sharm el-
Sheikh, einum vinsælasta
ferðamannastað sóldýrk-
enda í Egyptalandi. Þetta er
dálagleg hersing, sem flýgur
á 1. farrými hvaðanæva úr
heiminum til þess að fjalla um
hlýnun jarðar. Það er vel við
hæfi að gera það í 27°C hita,
en til allrar hamingju er engin
borg í gervallri Afríku betur
búin loftkælingu.
Jarðarbúar eru í námunda
við 7,9 milljarða talsins, svo
þar er einn þátttakandi fyrir
hver 236.130 manns, en mjög
misjafnt eftir ríkjum. Miðað
við heildarfjöldann ættu t.d.
aðeins 1-2 Íslendingar að
sækja ráðstefnuna, en þeir
eru 44. Það er mjög vel í lagt
og verður fróðlegt að sjá
útreikninga um kolefnisfót-
spor þeirra, í hvaða mæli þeir
bættu sér upp vökvatapið
þar syðra, kostnaðinn sem
skattgreiðendur bera, að ekki
sé minnst á árangurinn, sem
hlýtur að vera ómældur ef
ekki ómælanlegur.
Erindi fundargesta á COP27
er þó ekki vel ljóst og áhuginn
minni en síðast. Hugsanlega
þykja önnur úrlausnarefni
brýnni – verðbólga, kreppa og
stríð bíta hér og nú – en það
var ekki heldur mikil hvatn-
ing þegar S.þ. játuðu að það
væri engin trúverðug leið til
að halda hnattrænni hlýn-
un á öldinni innan við 1,5°C.
Þegar sjálf Greta Thunberg
sniðgekk ráðstefnuna varð
svo enn erfiðara að vera mjög
peppaður fyrir henni.
Og þó, þar hefur sorfið
til stáls um tillögu hóps
þróunarríkja (G77) um að
auðugri ríki heims greiði
sér stórkostlegar fjárhæðir í
„loftslagsskaðabætur“. Það
er umdeilanlegt hvort þau
teljist öll til þróunarlanda.
Þar má finna kjarnorkuveldi
og lönd með geimferðaáætl-
anir, helstu olíuframleiðendur
heims, nokkur auðugustu
lönd heims miðað við lands-
framleiðslu á mann, lönd sem
niðurgreiða kolefnisbruna í
stórum stíl og risaveldið Kína,
sem ber ábyrgð á um þriðj-
ungi CO2-losunar heimsins.
Samt gera þau kröfur á hinn
þróaða heim, sem vissulega
var fyrri til iðnvæðingar, en
hefur einnig verið í farar-
broddi við að fara nýjar
leiðir í iðnaði og orkunýtingu.
Kröfurnar eru í stuttu máli
gerðar á Vestur-
lönd, sem hentar
G77 vel og eyðir
ábyrgð þeirra
sjálfra. Þau eiga
líka bandamenn
á Vesturlöndum,
sem taka undir kröfurnar af
því að þær fara vel saman við
kreddur um að draga úr vexti
og neyslu. Sömu hugmyndir
heyrast úr svipuðum hornum
á Íslandi, oft hinum sömu
og um leið krefjast aukinna
lífsgæða og kaupmáttar! Því
atlagan er ekki síður gegn
kapítalismanum en ætlaðri
loftslagsvá.
Horft er til sögulegrar
þróunar aftur til 1850, svo
iðnbyltingin sé talin með.
Sama iðnbylting og leiddi til
mesta framfarastökks mann-
kyns í velmegun og velferð
leiddi til þeirrar framþróunar
í vísindum, læknisfræði og
tækni, sem gervöll heims-
byggðin reisir velsæld sína og
framfaravonir á. Þar á meðal
þeirrar tækni, sem breytt get-
ur orkubúskap mannkyns og
brugðist við óæskilegum af-
leiðingum loftslagsbreytinga.
Eigi að horfa aftur til 1850
þyrfti að hafa skógruðning
með en þá breytist söku-
dólgalistinn verulega. Brasilía
og Indónesía í fremstu röð
en Nýja-Sjáland í efsta sæti
umhverfisskussa miðað við
höfðatölu! Skammt undan eru
ríki á borð við Bólivíu, Gabon,
Katar, Kasakstan og Níkarag-
va, sem þá skulda heiminum
skaðabætur. Og hvað með
Afríkuríkin, sem enn brenna
viði og hálmi í miklum mæli?
Að ógleymdri Flóaáveitunni!
Um margt má deila í lofts-
lagsmálunum, forsendur,
áreiðanleika gagna, áætlanir
og spádóma. Fæst er það
fast í hendi og nær ekk-
ert þess gerir ráð fyrir að
hugvitssemi mannsins, hvað
þá aðlögunarhæfileiki hans,
breyti miklu um. Blasir það
þó við, að vilji menn miklu
um þetta breyta, þá mun þar
reyna mikið á pólitískan vilja
og þarfir almennings, vísindi
og tækni en ekki síður skyn-
samlega nýtingu fjármagns og
áhuga markaðsafla í þá veru,
því kostnaðurinn mun reynast
tröllaukinn en ávinningurinn
óviss.
Deilur um ábyrgð komandi
kynslóða á því sem gerðist
aftur í fyrndinni er fullkomið
fánýti og tímasóun, til þess
líklegast að skapa öfluga and-
stöðu við þessi áform öll. För
44 Íslendinga til Sharm el-
Sheikh breytir litlu nema um
lífsgæði þeirra eitt augnablik,
en erindi og áhrif óljósari.
Atlaga gegn
kapítalismanum
gerir ekkert gagn
í loftslagsmálum}
L
jóst varð eftir úrslit í Nevada
í gær að demókratar myndu
að minnsta kosti halda
óbreyttri stöðu, 50 af 100
öldungardeildarþingmönnum, auk
þess að hafa varaforsetann, sem
þar fer með oddaatkvæði ef á þarf
að halda, og þar með ráðandi hlut
í öldungadeild Bandaríkjaþings.
Viðbúið er að mæting á þingfundi
verði með allra besta móti á nýhöfnu
kjörtímabili.
Í fulltrúadeildinni er meirihluti
demókrata hins vegar í mikilli hættu,
en þó ekki gefið að repúblikanar hafi
sigur. Af þingsætunum 435 er búið
að lýsa kjöri í 414 sæti, en af þeim
hafa demókratar 203 og hafa tapað
sjö, en repúblikanar hafa 211 og hafa
unnið sex. Þá er 21 sæti enn eftir
og víða mjótt á munum, en 218 sæti
þarf til þess að ná meirihluta. Ekkert
er gefið um að repúblikanar hreppi
þau í nægilegum mæli og líklegt að
demókratar eigi allnokkur þeirra vís.
Repúblikanar voru bjartsýnir
fyrir kosningarnar í liðinni viku,
þar sem kosið var um öll 435 sæti
fulltrúadeildarinnar, 35 sæti af 100
í öldungadeildinni og 39 ríkis-
stjóraembætti. Skoðanakannanir
gáfu ótvírætt til kynna að þeir væru
þar í dauðafæri, ekki síst vegna
mikilla og vaxandi óvinsælda
demókratans Joes Bidens Banda-
ríkjaforseta, mikillar verðbólgu og
yfirvofandi efnahagssamdráttar.
Svo rammt kvað að þessu að í
þjóðmálaumræðu varð mönnum tíð-
rætt um „rauðu bylgjuna“ og vísuðu
þar til einkennislitar repúblikana.
Þar var ekki aðeins horft til stjórn-
málaástandsins hér og nú, heldur
einnig þess að kjörtímabil Banda-
ríkjaforseta er hálfnað og styttist í
að stóru flokkarnir tveir undirbúi
næstu forsetakosningar. Úrslitin
nú gátu haft mikil áhrif um hvernig
liðskipanin verður í þeim.
Trump eða DeSantis?
Það var meðal annars af þeim
ástæðum, sem Donald Trump
fyrrverandi Bandaríkjaforseti hafði
sig talsvert í frammi í kosningabar-
áttunni, studdi suma frambjóðendur
og aðra ekki, en boðaði jafnframt að
hann myndi gefa út stóra yfirlýsingu
annað kvöld, sem flestir gera ráð
fyrir að snúist um forsetaframboð
hans 2024.
Það er erfitt að fullyrða nákvæm-
lega hvað brást hjá repúblikönum,
en þó má segja að í stórum drátt-
um hafi þeim mistekist að stýra
umræðunni. Víða hverfðist hún
um Trump, en það virðist fremur
hafa verið vatn á myllu demókrata.
Trump á marga stuðningsmenn,
en þeir voru allir fyrir löngu búnir
að ákveða sig. Demókratar lögðu
mikið upp úr að ræða um hann sem
fjandmann lýðræðisins, en repúblik-
anar virtust feimnir við að benda á
að demókratar hefðu ekki tandur-
hreinan skjöld sjálfir. Verra var að
við það misstu þeir tækifærið til að
gera efnahagsástandið að aðal-
kosningamálinu, þrátt fyrir að það
væri samkvæmt skoðanakönnunum
kjósendum efst í huga.
Helstu bandamenn Trumps töluðu
að vísu mikið um kosningasvindl í
forsetakosningunum, en það virtist
ekki hreyfa við neinum nema gall-
hörðum kjósendum þeirra og raunar
athyglisvert að þeir frambjóðendur,
líka þeir sem töpuðu, gerðu enga
athugasemd við framkvæmd kosn-
inga nú.
Svo Rauða bylgjan reis en fjaraði
út. Í raun skilaði hún nær óbreyttu
ástandi frá síðustu kosningum. Og
þó, því hún skilaði sér með boðaföll-
um í Flórída. Sem aftur eykur líkur
á því að Ron DeSantis ríkisstjóri gefi
kost á sér í forvali repúblikana fyrir
forsetakosningar.
Hin rauða bylgja
repúblikana fjaraði
AFP/Samuel Corum
WashingtonMorgunsólin kastar gylltum logum á þinghúsið á Kapítólhæð í
höfuðborg Bandaríkjanna, en þar verður afar mjótt á munummilli flokka.
SIGURVEGARINN
Frelsisblys
í Flórídu
Ronald
DeSantis er
44 ára gamall
ríkisstjóri í
Flórída, en
segja má
að hann
einn hafi
náð að nýta
sér til fulls
þá „rauðu
bylgju“ sem margir repúblik-
anar væntu í kosningunum
í liðinni viku. Honum verður
tíðrætt um frelsið og hélt sótt-
vörnum innan marka án þess
að heimsfaraldurinn gerði sama
skaða í Flórída og víða, en íbúar
þar eru þó mun eldri en víðast
annars staðar. Hann hefur
einnig látið talsvert í sér heyra
gegn vökulum sjónarmiðum
„woke“-kynslóðarinnar. Afrek
hans er þó að hafa laðað til sín
mikið fylgi spænskumælandi
og gyðinga, sem áður studdu
demókrata. Svo mjög að menn
telja að Flórída sé nú orðið
„rautt ríki“ repúblikana.
Ron
DeSantis
SVIÐSLJÓS
Andrés Magnússon
andres@mbl.is