Morgunblaðið - 14.11.2022, Síða 15

Morgunblaðið - 14.11.2022, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2022 Haustkvöld í miðbænum Það eru ýmsar leiðir færar til þess að komast um miðborgina þessa dagana, en þessir tvímenningar ákváðu að nýta sér rafskútu til að komast leiðar sinnar. Eggert Það hefur verið opin- ber stefna íslenskra stjórnvalda um árabil að Íslendingar skuli fá heilbrigðisþjónustu að langmestu leyti á kostnað hins opinbera; ríkiskassans (sbr. sjúkrahúsin og heilsu- gæslan) eða Sjúkra- tryggings Íslands, en einkarekin þjónusta hefur lengi verið illa séð af heilbrigðisyfirvöldum. Sú afstaða hefur kristallast fyrst og fremst í andstöðu Sjúkratrygginga við starf Klíníkurinnar í Ármúla, sem er einkarekin og fá skjólstæðingar hennar ekki niðurgreiddan neinn kostnað við heilbrigðis- þjónustu þar eins og annars staðar. En þjónusta sjálf- stætt starfandi sér- fræðilækna á stofum er þó margfalt umfangs- meiri, læknarnir skipta hundruðum og komur til þeirra eru mörg hundruð þúsund á hverju ári. En stjórn- málmenn hafa líka haft illan bifur á sjálfstætt starfandi sérfræði- læknum og hafa því fyr- irskipað Sjúkratryggingum að semja ekki um kaup og kjör við sérfræð- ingana, sem hafa nú verið utan samn- ings í um fjögur ár. Meðan samn- ingar voru við lýði skuldbundu sérfræðingar sig til að innheimta ekki önnur komugjöld en um var samið við sjúkratryggingar. Nú hafa þessir samningar ekki verið í gildi í fjögur ár og því geta sér- fræðingarnir rukkað skjólstæðinga sína eins og þeim sýnist. Ýmsir þeirra hafa notfært sér þetta og taka mishá „komugjöld“ af skjólstæðingum sín- um umfram það sem gömlu samning- arnir kváðu á um, stundum býsna há gjöld sem koma hvergi opinberlega fram og leggjast ekki inn á afslátt- arreikning fólks hjá sjúkratrygg- ingum og nýtast því ekki. Aðrir læknar eins og ég sjálfur rukka eftir gamla samningnum og hef ég því ekki fengið greiðsluhækkun fyrir verk mín eins og aðrir landsmenn í fjögur ár. Það eru því lögmál villta vestursins sem gilda við sjúkratryggingar ís- lensks almennings, þær eru frjálsar og alls ekki í samræmi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda. Við það bætist að sjúkratryggingar almennings gagnvart sérfræðilækn- isþjónustu hafa verið í skötulíki árum saman – SÍ greiðir niður þjónustu sérfræðilækna langtum minna en t.d. þjónustu heilsugæslulækna. Sá sem fær þjónustu heilsugæslunnar greiðir aðeins um 800 krónur fyrir komuna, en fari hann til sérfræðilæknis með sama vandamál gæti greiðslan farið upp í 10-20 þúsund krónur. Ástæðan er sú að Sjúkratrygging- arnar greiða á pólitískum forsendum niður hið fyrrnefnda um 10-20 þús- und krónur, en hið síðarnefnda með kannski aðeins eitt þúsund krónum og láta skjólstæðinginn sjálfan um að greiða afganginn. Niðurstaðan er því sú að það ríkir annaðhvort stefnuleysi og/eða yf- irgengilegt ranglæti í kerfinu, í öllu falli gilda lögmál villta vestursins gagnvart notendum íslensks heil- brigðiskerfis nú um stundir. Það sæt- ir undrum að íslenskur almenningur skuli láta þessa óstjórn og ranglæti ganga yfir sig. Árni Tómas Ragnarsson » Það eru því lögmál villta vestursins sem gilda við sjúkratrygg- ingar íslensks almenn- ings, þær eru frjálsar og alls ekki í samræmi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda. Árni Tómas Ragnarsson Höfundur er læknir. Sjúkratryggingar og villta vestrið Í lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála með síðari breyt- ingum (SL) er kveðið á um Endurupptöku- dóm og m.a. sagt í 2. mgr. 231. gr. að úr- lausnir dómsins séu endanlegar og verði ekki skotið til annars dóms. 30. desember 2021 féllst Endurupptöku- dómur á beiðni manns um endur- upptöku á máli hans en hann hafði verið sakfelldur fyrir refsivert brot í Hæstarétti 13. október 2013. Er kveðið á um það í úrlausn Endurupptökudóms að leyfð sé endurupptaka á þessum dómi Hæstaréttar. Þegar hæstaréttardómurinn var kveðinn upp yfir manninum á árinu 2013 hafði Landsréttur ekki verið stofnaður. Hæstiréttur afgreiddi málið 5. október 2022 með þeim hætti að vísa því frá réttinum þar sem talið var að réttinum væri óheimilt að taka munnlegar skýrslur eftir að lög sem komu Landsrétti á fót höfðu tekið gildi, en þá hafði verið felld úr gildi sérstaklega orð- uð heimild til að munnleg sönnunar- færsla mætti fara fram fyrir Hæstarétti. Tekið skal fram að slík sönnunarfærsla var samt ekki bönnuð. Í forsendum þessa dóms Hæsta- réttar kemur fram að Endur- upptökudómur hefði ekki túlkað 1. mgr. 232. gr. SL réttilega og segir m.a. svo í forsendunum: „Bar Endurupptökudómi því að réttu lagi, miðað við þær ástæður sem dómurinn lagði til grundvallar endurupptöku málsins, að nýta þá heimild sem hann hefur eftir síð- ari málslið 1. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008 til að ákveða að vísa því til meðferðar og dómsuppsögu að nýju í Landsrétti.“ Í nefndri 1. mgr. 232. gr. SL er að finna svofellt ákvæði: „Endurupptökudómur getur leyft samkvæmt beiðni að mál sem dæmt hefur verið í Landsrétti eða Hæstarétti verði tekið þar til með- ferðar og dómsuppsögu að nýju ef fullnægt er þeim skilyrðum sem greinir í 228. gr. Þó getur dóm- urinn ákveðið að sömu skilyrðum uppfylltum að máli sem dæmt hef- ur verið í Hæstarétti verði vísað til meðferðar og dómsuppsögu að nýju í Landsrétti.“ Það er augljóst skilyrði fyrir því að dómstóll taki mál fyrir „að nýju“ að málið hafi einhvern tíma áður verið þar til meðferðar. Þeg- ar dómurinn, sem óskað var end- urupptöku á, var kveðinn upp á árinu 2013 hafði Landsréttur ekki verið stofnaður. Komið hefur fram í nýrri ákvörðun Endurupptöku- dóms að því hafi ekki verið unnt að taka málið upp fyrir Lands- rétti, þar sem það hafi aldrei verið þar til meðferðar. Væri því ekki um það að ræða að taka mætti málið fyrir þar „að nýju“, eins og kveðið væri á um í heimildinni í SL. Eftir þessar sviptingar hefur lögfræðinga greint á um réttar- stöðuna að því er varðar heimild Endurupptökudóms til að leyfa „endurupptöku“ fyrir Landsrétti á málum sem aldrei hafði verið fjallað um þar fyrir rétti, þar sem hann hafði ekki verið stofnaður þegar dómur var felldur á málið. Í upphafi þessa greinarkorns er vísað til þess ákvæðis SL sem kveður á um að úrlausnir Endur- upptökudóms séu endanlegar og verði ekki skotið til annars dóms. Með dómi sínum 5. október sl. er ljóst að Hæstiréttur virðir ekki þessa skýru lagareglu. Öllum ætti að vera ljóst að Hæstiréttur er í öllum störfum sínum bundinn af lagafyrirmælum um valdmörk og verksvið dómstóla, þ.m.t. að því er hans eigin heimildir varðar. Öll starfsemi réttarins lýtur þannig fyrirmælum settra laga. Frávís- unin 5. október felur með aug- ljósum hætti efnislega í sér endur- skoðun á ákvörðun Endurupptöku- dóms frá 30. desember 2021, þó að reynt sé að dulbúa þetta með því að vísa málinu frá Hæstarétti. Frávísunin fer því beinlínis gegn skýru lagaákvæði um valdmörk þeirra dómstóla sem í hlut eiga. Jón Steinar Gunnlaugsson » „Frávísunin 5. októ- ber felur með aug- ljósum hætti efnislega í sér endurskoðun á ákvörðun Endurupp- tökudóms frá 30. des- ember 2021, þó að reynt sé að dulbúa þetta með því að vísa málinu frá Hæstarétti.“Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er fyrrverandi dómari við Hæstarétt. Lögfræði í dulargervi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.