Morgunblaðið - 14.11.2022, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2022
Sími 587 1717
www.sulatravel.is
Stangarhyl 1 , 110 Reykjavík
MIÐJARÐARHAF 12.-26. maí 2023
ALLT INNIFALIÐ
Í ÖLLUM SIGLINGUM
EKKI BORGA MEIRA EN ÞÚ ÞARFT
Free at Sea
YFIR ATLANDSHAF
FRÁ NEW YORK
19. apríl til 9. maí 2023
MIÐJARÐARHAFIÐ
17.-29. nóvember 2022
RÓM OG GRÍSKA EYJAHAFIÐ
11.-23. ágúst 2023
JÓLASIGLING Í KARÍBAHAF
14.-26. desember 2023
MIÐJARÐARHAF
14.-26. maí 2023
GRÍSKA EYJAHAFIÐ
FRÁ FENEYJUM
1.-14. ágúst 2023
LONDON
REYKJAVÍK
3.-15. júní 2023
Gerum tilboð fyrir hópa og einstaklinga
Nánar á www.sulatravel.is
Háskólinn í Reykja-
vík hélt ráðstefnu um
rakaskemmdir og
myglu þriðjudaginn 18.
október sl. og var rætt
um rakaástand bygg-
inga og hvað mætti
læra af Finnum í þess-
um efnum í kynningu
Miia Pitkäranta PhD.
Una Emilsdóttir,
sérnámslæknir í at-
vinnu- og umhverfis-
læknisfræði, sem var heimilislæknir á
heilsugæslunni á Akranesi 2021 til
2022, sagði að til sín hefði leitað fjöldi
barna á stuttum tíma sem fengu tíðar
blóðnasir. Hún fór að sjá ákveðið
mynstur meðal barnanna, sem einnig
voru með síendurtekin einkenni á
borð við mikil meltingarónot, höf-
uðverki, asmalík einkenni, hraðtakt í
hjarta og útbrot. Fullorðnir komu
einnig með svipuð einkenni og tengdi
Una þetta fljótlega við eitt og sama
húsnæðið sem var með raka-
skemmdir og myglu.
Raka- og mygluskemmdir hafa
verið að aukast mikið í húsum á Ís-
landi og eru í dag tugir skólahúsa auk
ýmissa fasteigna víða um land með
slík einkenni og eru líklegar orsakir
hættulegra veikinda hjá notendum
slíks húsnæðis eins og Una bendir á.
Á vef Mannvirkjastofnunar er bent á
að lykillinn að því að koma í veg fyrir
myglu í húsum sé að hafa stjórn á
raka. Mygla þrífist best í röku um-
hverfi og er vöxturinn háður fjórum
þáttum: æti, lofti, viðunandi hitastigi
og vatni. Eitt helsta lykilatriði til að
húsin mygli ekki er að veðurvörnin
haldi vatni og vindum.
Veðurvörn húsa eða veðurhjúp-
urinn er það þéttilag í þaki og útveggj-
um bygginga sem þéttir húsin. Þetta
kemur meðal annars fram í Rb-blaði
um rakaöryggi bygginga (desember
2020) auk þess sem fjallað er um þetta
í lokaverkefnum þeirra Arnars Þórs
Magnússonar og Bergþórs Inga Sig-
urðssonar við HR í febrúar 2020. Þeir
fjölluðu um orsakir rakaskemmda í
íbúðarhúsnæði og gluggaísetningar
hérlendis og var niðurstaðan að veð-
urhjúpur húsa sem voru
rannsökuð í verkefninu
væri rofinn meðfram
gluggum og hurðum og
ástand veðurhjúps þeirra
húsa ekki fullnægjandi. Í
dag skoðaði ég frágang
glugga í nýrri lúxusblokk
í Reykjavík sem er enn
ófullgerð og virtist þétt-
ing með gluggum og
hurðakörmum vera bara
ómerkilegur kíttis-
taumur.
Árið 1986 gaf Rann-
sóknarstofnun bygging-
ariðnaðarins út 66 bls. rit; Rb-blað nr.
46 um raka í húsum, og 1999 kom út
30 bls. Rb-blað nr. 78 um gluggaís-
etningar. Í báðum þessum ritum er
fjallað ítarlega um þessi mál.
Árið 1997 var gefið út nýtt 62 bls.
Rb-blað nr. 73, kynningarrit um loft-
ræstar útveggjaklæðningar, og ári
síðar kom lokaskýrsla sérfræðinga-
nefndar um þennan málaflokk; 186
bls. skýrsla og Rb-blað nr. 75 um loft-
ræstar útveggjaklæðningar.
Þrátt fyrir þessar gríðarlegu rann-
sóknir og ítarlegu útgáfustarfsemi
hefur raka- og myglumálum bara
fjölgað og algerlega óskiljanlegt
ástand hefur skapast í þessum mála-
flokki þar sem heilsuspillandi og
mjög hættulegt ástand hefur skapast
í fjölda mannvirkja. Er þá ótalið fjár-
hagslega tjónið sem hlýst af þessu,
þar sem til dæmis bara í húsi Orku-
veitu Reykjavíkur var heildartjón
vegna myglu og rakaskemmda talið
nálgast tvo milljarða í þessari einu
byggingu. Í framhaldi bannaði stjórn
og forstjóri Orkuveitunnar að nota
önnur utanhússklæðningarkerfi en
þau sem væri sannarlega búið að við-
urkenna fyrir íslenskar aðstæður. Í
Rb-blöðum nr. 73 og 75 eru umsagnir
sérfræðinganefndarinnar um nær öll
þau utanhússklæðningarkerfi sem þá
voru á markaðnum.
Margar tegundir af utanhússklæðn-
ingum og kerfum bjóðast eins og kem-
ur fram í Rb-blöðum 73 og 75. Öll kerf-
in eru með CE-vottun og aðrar
evrópskar gæðavottanir. Ísland er þó
með hærri kröfur en hin Evrópulöndin
vegna vindálags og einnig vegna sér-
stakrar hegðunar slagviðris, meira
jarðskjálftaálags og snjóálags. Þess
vegna er ekki unnt að nota blindandi
utanhússklæðningar, efni eða kerfi frá
verksmiðjum í Evrópu nema fyrir
liggi rannsóknir sem sanna með lög-
legri vottun að kerfin og húsbyggingar
okkar þoli séríslenskt veðurfar. Þessi
krafa er mjög skýr í lögunum. Viður-
lög geta varðað stöðvun framkvæmda
og missi starfsleyfis, sektir og fangelsi
allt að tveimur árum.
Í utanhússfrágangi húsa hefur veð-
urhjúpur þeirra ekki hlotið nægilega
athygli og áherslu á örugg og trygg
gæði eins og dæmin sýna. Víða vantar
mjög mikið upp á að handverk og
þekking á frágangi á veðurhjúpi húsa
sé í lagi. Myglan og mögulega alvar-
legar bakteríusýkingar í innilofti
vegna raka í byggingum eða veður-
hjúpi bygginga virðast grassera í
samfélaginu.
Í fyrirlestri dr. Miia Pitkäranta frá
Finnlandi kom fram að þeirra vís-
indamenn hefðu mælt það ástand í
húsum að undirþrýstingur drægi inn
í húsnæðið örverur (microbiological
impurities) og radon-gas (Rn) sem
fyrirfyndust í ytra byrði húsanna.
Þetta ástand eitraði inniloft bygging-
anna. Helstu lekastaðir þar sem
svona mengað loft drægist inn í hús-
næðið samkvæmt mælingu væru
samskeyti í utanhússklæðningar-
kerfum (external envelope struct-
ures) og í gegnum aðra galla í út-
veggjum. Mengun í aflokuðum
útveggjaklæðningarkerfum, loftleki í
veðurhjúpi bygginga og undirþrýst-
ingur í húsum væru skæðustu óvin-
irnir. Mögulega er þetta hluti af
ástæðunni fyrir vaxandi myglu og eit-
urlofti í byggingum.
Mengað inniloft í
húsum og mygla
Sigurður
Sigurðsson »Mengun og örverur
frá útveggjaklæðn-
ingum, loftleki í veður-
hjúpi bygginga og und-
irþrýstingur í húsum
geta skapað mengað loft
innandyra og valdið
myglu.
Sigurður
Sigurðsson
Höfundur er B.Sc. M.Phil. bygging-
arverkfræðingur.
Í grein í Morg-
unblaðinu 7. nóv-
ember sl. er yfirlit
yfir dánarorsakir Ís-
lendinga árið 2021 og
skv. honum tróna
sjúkdómar í blóðrás-
arkerfi efst með
29,0% dauðsfalla.
Tíðni þessara dauðs-
falla hefur lækkað
um 50% frá árinu
1996 og má rekja það
til bættra lifnaðarhátta svo sem
minni reykinga og aukinnar vit-
undar um háþrýsting. Stór
áhættuþáttur hjarta- og æða-
sjúkdóma er áhrif mataræðis og
þó einkum notkun salts. Sam-
kvæmt landskönnun landlækn-
isembættisins á saltneyslu fullorð-
inna Íslendinga á árunum 2020-21
er áætluð meðalneysla karlmanna
9,0 g og kvenna 6,7 g en mælt er
með að dagsneysla sé undir 6 g.
Algengasta dánarorsök á heims-
vísu er hjarta- og æðasjúkdómar
og ofneysla salts helsta orsök há-
þrýstings, sem er meginorsök
þessara sjúkdóma. Áætlað er að
árið 2010 hafi 1,65 milljónir manna
látist á heimsvísu af völdum
hjarta- og æðasjúkdóma sem rekja
má beint til ofneyslu natríums
(salts) (Hodge J.G., 2016: Vol. 13).
Miðað við höfðatölu látast um 100
manns árlega hér á landi vegna of-
neyslu salts.
Salt er ekki bara salt
Mannslíkaminn þarfnast stein-
efna til að starfa eðlilega og salt er
eitt af mikilvægustu steinefnunum.
En salt er ekki bara salt heldur
mismunandi efnasambönd sem
gefa saltbragð og gegna hlutverki í
efnaskiptum líkamans. Hefðbundið
matarsalt inniheldur næstum 100%
natríumklóríð en af því eru 40%
natríum. Natríum er lífsnauðsyn-
legt efni, m.a. fyrir vökvajafnvægi
í frumum líkamans, en ofneysla á
því getur valdið háþrýstingi og
bjúg. Önnur sölt sem líkaminn
þarfnast eru kalíum og magnesíum
en auk þess um 40 steinefni í litlu
magni. Kalíum lækkar blóðþrýst-
ing og stjórnar ásamt natríum
flæði næringarefna í gegnum
frumuvegginn. Magnesíum skiptir
máli fyrir myndun eggjahvítuefna,
vöðvasamdrátt, taugaboð, virkni
ónæmiskerfis og beinmyndun. Ný-
legar rannsóknir hafa sýnt að íbú-
ar í þróaðri ríkjum jarðar glíma í
auknum mæli við skort á kalíum
og magnesíum vegna minnkandi
neyslu á fræjum og hnetum, sem
eru góð uppspretta magnesíums,
og ferskum ávöxtum og grænmeti,
sem eru góð uppspretta kalíums.
Bylting hefur orðið á matvæla-
markaði undanfarinn áratug með
aukinni áherslu á heilsusamlegan
lífsstíl. Ljóst er að auka þarf
fræðslu til almennings um nauðsyn
þess að minnka neyslu natríums
og neyta frekar lág-natríum-salts
sem inniheldur jafnt hlutfall af
kalíum- og magnesíumsöltum.
Lífsalt er íslensk afurð, unnin úr
hafsjó á Reykjanesi, og flokkast
bæði sem sjávarsalt og lág-
natríum-salt með viðbættu kalíum
úr jarðsjó. Það er framleitt með
aðferð sem tryggir varðveislu allra
snefilefna sjávarins og inniheldur
einungis 40% natríum
m.v. hefðbundið mat-
arsalt en hefur sömu
bragðgæði.
Rannsóknir
Sjúkdómar sem
tengjast háum blóð-
þrýstingi, svo sem
heilablóðfall, krans-
æðasjúkdómar, hjarta-
bilun og nýrnabilun,
eru yfirgnæfandi or-
sök dauðsfalla í
Bandaríkjunum og á
heimsvísu. Samhliða þessu helst
tíðni langvarandi (e. chronic)
nýrnabilunar há og eykst stöðugt.
Bein tengsl eru á milli hækkandi
blóðþrýstings, hjarta- og æða-
sjúkdóma og lokastigs nýrnabil-
unar (Lawrence, 2011). Opinberar
lýðheilsustofnanir í Bandaríkj-
unum hafa verið hvattar til að
setja harðari reglur um magn
natríums í unnum matvælum. Um
30% íbúa Bandaríkjanna glíma við
háþrýsting, sem setur þá í áhættu-
hóp varðandi hjarta- og æða-
sjúkdóma, sem eru ábyrgir fyrir
þriðjungi dauðsfalla (Hodge J.G.,
2016: Vol. 13).
Fjölmargar rannsóknir hafa ver-
ið gerðar sem bera saman áhrif
þess að neyta lág-natríum-salts og
hefðbundins matarsalts sem inni-
heldur hreint natríumklóríð. Nýleg
rannsókn var gerð á kínverskum
borgurum yfir 60 ára með sjúk-
dómssögu af háum blóðþrýstingi
og heilablóðfalli og var fjöldi þátt-
takenda 20.995. Könnuð voru áhrif
þess að skipta út hefðbundnu salti
(100% NaCl) yfir í salt með lækk-
að natríum (75% NaCl og 25%
KCl) og stóð rannsóknin yfir í 4,74
ár. Niðurstöður sýndu að líkur á
endurteknum áföllum voru mark-
tækt minni hjá þeim hópi sem not-
aði lág-natríum-salt en viðmið-
unarhópi. Þannig var tíðni heila-
blóðfalla 14% lægri, meiriháttar
hjartaáfalla 13% lægri og dauðsföll
12% færri hjá fyrrnefnda hópnum
en viðmiðunarhópnum (Bruce N.,
2021).
Niðurlag
Með tilliti til fyrirliggjandi
gagna er ástæða til þess að hvetja
heilbrigðisyfirvöld til að leggja
áherslu á minnkandi neyslu natrí-
ums og benda á möguleika þess að
nota lág-natríum-saltblöndur.
Flestar innihalda auk natríumklór-
íðs önnur sölt sem eru lífs-
nauðsynleg, svo sem kalíum og
magnesíum, sem mynda einnig
mótvægi við óhóflega natríum-
neyslu. Neysla salts er lífs-
nauðsynleg en er einnig orðin hluti
af bragðgæðum matarins auk þess
sem salt hefur mikilvægt hlutverk
varðandi geymsluþol matvæla og
kemur lág-natríum-salt í flestum
tilfellum í stað hefðbundins mat-
arsalts varðandi þessa þætti. Í
Bandaríkjunum er áætlað að það
myndi spara 10-24 milljarða dala
við rekstur þeirra heilbrigðiskerfis
ef hægt væri að draga úr saltnotk-
un um 1.200 mg/dag að meðaltali
hjá landsmönnum (Lawrence J.,
2011). Miðað við höfðatölu sam-
svarar það sparnaði sem nemur
1.200 milljónum króna á ári á Ís-
landi.
Salt – ávanabind-
andi skaðvaldur
Egill Þórir
Einarsson
Egill Þórir
Einarsson
»Helsta dánarorsök
Íslendinga er
hjarta- og æðasjúkdóm-
ar. Megináhrifaþátt-
urinn er háþrýstingur
og ofneysla salts (natrí-
ums).
Höfundur er efnaverkfræðingur og
framleiðandi Lífsalts.
egill@arcticsea.is
Allt um
sjávarútveg