Morgunblaðið - 14.11.2022, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 14.11.2022, Qupperneq 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2022 Bankastræti 4 • 101 Reykjavík • aurum.is Það líður að næstu stórráðstefnu SÞ um loftslagsmál. Hún er kölluð COP27 (Confe- rence of the Parties 27=27. ráðstefna þátt- takenda) og verður haldin í Sharm el- Sheikh syðst á Sínaí- skaga dagana 6. til 18. nóvember. Ráðstefnan er undir hatti UNFCCC (United Nations Framework Convention on Climate Change = Rammasáttmáli Sameinuðu þjóðanna um loftslags- breytingar). Þar mun mæta fjöldi framámanna og einnig áhugamenn um loftslagsbreytingar, áhrif CO2 á þær og hlut manna í þeim. Hinir mektugu koma á einkaþotum sínum en mengunin frá þeim skiptir engu af því að erindið er brýnt. Framtíð mannkynsins og heimsins er í húfi og þá eru nokkur tonn af útblæstri í himnalagi! Við sem heima sitjum fáum í lokin reikninginn. Við fáum líka að „njóta“ aðdragandans í sí- bylju hræðsluáróðurs sem lapinn er í okkur af t.d. hinum íslenska ríkis- fjölmiðli – svo óþreytandi sem hann er í því hlutverki sínu. António Guterres Á fundi 19. október á þessu ári í höfuðstöðvum SÞ í New York hvatti aðalritari þeirra, António Gu- terres, leiðtoga heimsins til þess að bregðast við loftslagsbreytingum og sagði að tilraunir til þess að halda hækkun hitastigs innan við 1,5 gráður væru í því sem hann kallaði gjörgæslu. Hann sagði: „Sá iðnaður sem byggist á jarðefnaelds- neyti er að drepa okkur.“ Og hann bætti við: „Leiðtogar okkar eru ekki samstiga almenningi, sem kall- ar eftir aðgerðum í loftslags- málum.“ Nokkuð skondin fullyrðing í ljósi þess að t.d. samkvæmt skoð- anakönnunum í aðdraganda kosn- inga 8. nóvember í Bandaríkjunum eru loftslagsmál mjög neðarlega á lista áhyggjuefna almennings. Hinn 27. október í ár fjallaði Gut- erres um nýja skýrslu um loftslags- mál og sagði: „Hættum að reiða okkur á jarðefnaeldsneyti. Forð- umst nýja notkun slíks eldsneytis. Fjárfestum ríkulega í endurnýjanlegum orkugjöfum.“ Í orðum Guterres býr að verði ekki unn- ið að loftslagsmálum með þeim hætti sem hann vill muni mann- kynið glatast. Í þessu efni er hann á sömu nótum og fyrirrenn- arar hans, sem ekkert lærðu af liðnum tíma en birtu áratugum saman hvern feigð- ardóminn af öðrum – og engir gengu eftir. Hvað er að baki? Allir sem hátt hafa um loftslags- breytingar – Guterres líka – segja þær CO2 og – framar öðru – mann- kyninu að kenna. Þessi skoðun byggist í grunninn á skýrslu frá 1979 sem kölluð er Charney- skýrslan eftir bandaríska veður- fræðingnum Jule Gregory Charney. Hann stýrði fundi vísindamanna um áhrif CO2 og aðgerða mannsins á loftslagið. Fundurinn var haldinn í Woods Hole-hafrannsóknastofn- uninni í Massachusetts. Höfuð- niðurstaðan var: „Við teljum að lík- legasta hlýnunin af tvöföldun magns CO2 sé um 3°C með hugs- anlegri 1,5°C skekkju.“ Á árunum sem liðin eru frá því að Charney-skýrslan kom fram hafa gervitungl safnað viðamiklum vitnisburði um það að niðurstöður hennar um áhrif CO2 og gerðir manna séu ekki meginástæða breytinga á loftslagi. Þetta breytir engu. Áróðursmennirnir halda sínu striki og hafa ekkert lært. Nokkur dæmi Árið 1982 var haft eftir Mostafa K. Tolba, þáverandi höfuðstjórn- anda umhverfismála hjá SÞ, að yrði ekkert að gert fyrir aldamótin 2000 myndi heimurinn standa frammi fyrir „umhverfishamförum sem leiða munu til jafn gjörtækrar og óbætanlegrar eyðileggingar og kjarnorkustyrjöld“. Enga breytingu var að finna all- an tíunda áratuginn, en það skipti engu, og árið 2004 birti dagblaðið Guardian grein þar sem vitnað var til leyndarskýrslu sem Pentagon í Washington hafði afhent George W. Bush, þáverandi forseta Bandaríkj- anna. Í skýrslunni var staðhæft að loftslagsbreytingarnar myndu tor- tíma mannkyninu. Á meðal spá- dómanna sem fram komu voru þessir: Ýmsar meginborgir Evrópu munu kaffærast vegna hækkandi sjávarstöðu; árið 2020 verður lofts- lag á Bretlandi eins og í Síberíu; kjarnorkustyrjöld, miklir þurrkar, hungursneyð og víðtæk upphlaup munu ríða yfir heiminn. Loftslagið í Bretlandi er enn mjög svo bærilegt og lítið hefur frést af kaffærðum borgum í Evr- ópu, en svo sem til áherslu og vel fyrir árið 2020 sagði Rajendra Pachauri, æðsti maður innan lofts- lagsráðs SÞ, árið 2007: „Við höfum einungis tvö til þrjú ár til þess að bjarga framtíð okkar“ og: „Ef ekk- ert verður gert fyrir árið 2012 verður það um seinan“. Árið 2012 leið og enn rættist ekki spádómurinn. En því var kippt í lið- inn. Brýnt var að halda ógninni við, svo SÞ gerðu sér lítið fyrir árið 2019 og fluttu lokamarkið og lýstu því yfir að mannkynið hefði ellefu ár enn til þess að koma í veg fyrir óbætanlegar hörmungar vegna loftslagsbreytinga. Í ljósi reynsl- unnar – eigum við virkilega að gleypa við þessu líka? Lærum við? Loftslag á jörðinni hefur aldrei verið stöðugt og verður það aldrei. Alvöruvísindamenn á sviði lofts- lagsmála miða við loftslag í áratugi þegar þeir ræða loftslagsbreyt- ingar. Því eru einstakir atburðir, s.s. tilfallandi hitabylgjur, flóð og ofviðri, ekki hæfir sem viðmið um breytingar á loftslagi. Þetta verðum við að vita (og reyndar vitum), læra af því og láta ekki ógnaspámenn hræða okkur enn og aftur til hlýðni við skaðlegar aðgerðir sínar. Strikinu haldið Haukur Ágústsson »Hvað sem líður hrap- allegum ferlinum halda áróðursmennirnir sínu striki og hafa ekk- ert lært. Haukur Ágústsson Höfundur er fyrrverandi kennari. Eftir að RÚV er búið að flytja um 20 sinnum sömu fréttina af sama hjóla- stólnum er ljóst að þar á bæ er kom- in upp flóttamannamóðursýki. Al- þjóðleg verkaskipting og samstarf virðist engu máli skipta, heldur ekki að sveitarfélög vilja meðgjöf með flóttamönnum, 4-6 milljónir á mann. Hér á engum að vísa úr landi, heldur ekki þeim sem er búið að neita um dvalarleyfi. Það á að sýna mannúð og leyfa öllum að vera. 1-20 milljónir væru til í það. Hvað á að kalla svona málflutning? Hér er tillaga: Mann- úðarmont. Jónas Elíasson Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Flóttamannamannúð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.