Morgunblaðið - 14.11.2022, Síða 26

Morgunblaðið - 14.11.2022, Síða 26
ÍÞRÓTTIR26 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2022 FH-ingar á miklu flugi Ljósmynd/Þórir Tryggvason Gegnumbrot Einar Bragi Aðalsteinsson skorar eitt sjö marka sinna á Akureyri í gærkvöldi. Einar Birgir Stefánsson reynir að stöðva hann. l Stjörnumenn sannfærandi á Selfossi HANDBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is FH vann sinn fimmta sigur í röð í Olísdeild karla í handbolta í gær er liðið gerði góða ferð til Akureyrar og fagnaði 30:27-útisigri á KA. FH var án sigurs eftir fjórar umferðir í deildinni, en hefur síðan unnið alla sína leiki. FH-ingar lögðu grunninn að sigrinum með afar góðum fyrri hálfleik, en sjö mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 19:12. KA neitaði að gefast upp í seinni hálfleik og tókst að minnka muninn í eitt mark, 23:22, þegar skammt var eftir. FH-ingar voru hins vegar sterkari í blálokin. KA er í basli, því liðið hef- ur aðeins fengið eitt stig úr síðustu fjórum leikjum. Birgir Már Birgisson og Einar Bragi Aðalsteinsson skoruðu sjö mörk hvor fyrir FH. Phil Döhler var afar sterkur í markinu og varði 16 skot. Einar Rafn Eiðsson, sem lék áður með FH, skoraði sex fyrir KA. Tveir í röð hjá Stjörnunni Stjarnan vann sinn annan sigur í röð er liðið heimsótti Selfoss og fór með sannfærandi 35:22-sigur af hólmi. Stjarnan náði undirtökunum snemma leiks og var sigurinn aldrei í hættu. Þórður Tandri Ágústsson og Hergeir Grímsson skoruðu sex mörk hvor fyrir Stjörnuna og Guð- mundur Hólmar Helgason og Ísak Gústafsson skoruðu fimm hvor fyrir Selfoss, sem hefur tapað tveimur leikjum í röð. Stjarnan er í fimmta sæti með ellefu stig og Selfoss í sjöunda með níu. Nýliðarnir nálægt fyrsta stiginu Nýliðar Harðar frá Ísafirði hafa aldrei verið eins nálægt því að ná í sitt fyrsta stig í efstu deild, en liðið varð að lokum að sætta sig við tap með minnsta mun gegn Fram á heimavelli sínum, 31:32. Harðarmenn léku vel í fyrri hálfleik og var staðan eftir hann 18:16, heimamönnum í vil. Framarar voru snöggir að jafna og komast yfir í seinni hálfleik, en gestirnir úr Úlfarsárdal áttu í miklum vand- ræðum með að hrista Hörð af sér. Var staðan 30:29 þegar skammt var eftir, en þá skoruðu Framarar tvö mörk í röð, sem að lokum nægði til sigurs. Ívar Logi Styrmisson skoraði níu mörk fyrir Fram og Lettinn Endijs Kusners skoraði sjö fyrir Harðar- menn. Hörður er enn á botninum og án stiga eftir níu leiki. Á meðan halda Framarar áfram að spila vel og eru þeir bláklæddu í öðru sæti með 13 stig, aðeins einu stigi á eftir Íslands- meisturum Vals, sem eiga þó leik til góða á Framliðið. Rúnar fór á kostum í Eyjum ÍBV vann kærkominn 34:31-sigur á Gróttu í Vestmannaeyjum. Eyja- menn höfðu tapað tveimur deildar- leikjum í röð, sem voru fyrstu töp liðsins í deildinni á leiktíðinni. Staðan í hálfleik var 16:15, ÍBV í vil. Grótta byrjaði vel í seinni hálf- leik og komst í 19:17 og var staðan 22:22 þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. Þá tóku Eyjamenn við sér og sigldu góðum sigri í höfn. Rúnar Kárason fór á kostum fyrir ÍBV og skoraði 11 mörk, sjö mörkum meira en næstu leikmenn ÍBV. Þor- geir Bjarki Davíðsson skoraði sjö mörk fyrir Gróttu. Einar Baldvin Baldvinsson varði 16 skot í markinu. „Vinstri bakvörðurinn Birgir Baldvinsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild KA. Birgir nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Akureyrarfélagið í síðasta mánuði eftir að hafa leikið sem lánsmaður hjá Leikni úr Reykjavík á síðasta tímabili, þar sem hann stóð sig vel. Báðir aðilar voru þó áhugasamir um að halda samstarf- inu áfram. „Landsliðskonan Andrea Jacobsen og stöllur í EH Álaborg unnu eins marka, 26:25, útisigur á Holstebro í dönsku B-deildinni í handknattleik í gær. Andrea átti skínandi fínan leik fyrir Álaborg og skoraði átta mörk, mest allra. „Þrír Íslendingar verða á meðal keppenda á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem hefst í Viborg í Danmörku í dag. Sóley Margrét Jónsdóttir keppir í +84 kg flokki en hún er að keppa á HM í fjórða sinn. Alex Cambray Orrason keppir í -93 kg flokki en hann er á leið á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Þá verður Guðfinnur Snær Magnússon eini Íslendingurinn í +120 kg flokki þar sem Júlían J.K. Jóhannsson þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Alex Cambray keppir fyrstur Íslendinganna eða 16. nóvember og Sóley og Guðfinnur keppa 19. nóvember. „Knattspyrnukonan Katrín Ásbjörnsdóttir er gengin til liðs við Breiðablik. Katrín, sem er 29 ára gömul, kemur til félagsins frá Stjörnunni. Fram- herjinn skrifaði undir tveggja ára samning í Kópavoginum en hún hefur einnig leikið með KR og Þór/KA á ferlinum. Alls á hún að baki 172 leiki í efstu deild þar sem hún hefur skorað 77 mörk og þá á hún að baki 19 A-landsleiki fyrir Ísland þar sem hún hefur skorað eitt mark. „Viggó Kristjánsson átti afar góðan leik fyrir Leipzig er liðið vann sannfærandi 33:23-heimasigur á England Manchester City – Brentford..................... 1:2 Bournemouth – Everton ........................... 3:0 Liverpool – Southampton .......................... 3:1 Nottingham F. – Crystal Palace ................ 1:0 Tottenham – Leeds .....................................4:3 West Ham – Leicester ................................0:2 Newcastle – Chelsea ................................... 1:0 Wolves – Arsenal .........................................0:2 Brighton – Aston Villa ................................ 1:2 Fulham – Manchester United ................... 1:2 Staðan: Arsenal 14 12 1 1 33:11 37 Man. City 14 10 2 2 40:14 32 Newcastle 15 8 6 1 29:11 30 Tottenham 15 9 2 4 31:21 29 Man. Utd 14 8 2 4 20:20 26 Liverpool 14 6 4 4 28:17 22 Brighton 14 6 3 5 23:19 21 Chelsea 14 6 3 5 17:17 21 Fulham 15 5 4 6 24:26 19 Brentford 15 4 7 4 23:25 19 Crystal Palace 14 5 4 5 15:18 19 Aston Villa 15 5 3 7 16:22 18 Leicester 15 5 2 8 25:25 17 Bournemouth 15 4 4 7 18:32 16 Leeds 14 4 3 7 22:26 15 West Ham 15 4 2 9 12:17 14 Everton 15 3 5 7 11:17 14 Nottingham F. 15 3 4 8 11:30 13 Southampton 15 3 3 9 13:27 12 Wolves 15 2 4 9 8:24 10 B-deild: Burnley – Blackburn ...............................3:0⚫Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á hjá Burnley á 88. mínútu. Ítalía Verona – Spezia .......................................... 1:2⚫Mikael Egill Ellertsson kom inn á hjá Spezia á 82. mínútu. B-deild: Genoa – Como ...............................................1:1⚫Albert Guðmundsson lék fyrstu 62 mín- úturnar með Genoa. Holland Go Ahead Eagles – Vitesse ......................2:2⚫Willum Þór Willumsson lék allan leikinn með GA Eagles. Belgía B-deild: Beerschot – Virton ...................................3:0⚫Nökkvi Þeyr Þórisson lék fyrstu 77 mín- úturnar með Beerschot og skoraði. Molenbeek – Lommel ............................... 5:0⚫Kolbeinn Þórðarson kom inn á hjá Lommel á 72. mínútu. Pólland Slask Wroclaw – Legia Varsjá ..............0:0⚫Daníel LeóGrétarsson lék allan leikinnmeð Slask Wroclaw. Grikkland PAOK – Volos .............................................3:0⚫Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK. Panathinaikos – Atromitos .................... 2:0⚫Hörður BjörgvinMagnússon lék allan leik- inn með Panathinaikos og skoraði.⚫Viðar Örn Kjartansson lék fyrstu 64 mín- úturnar með Atromitos. Samúel Kári Frið- jónsson leysti hann af hólmi. Ungverjaland Honvéd – Ferencváros ............................0:2⚫Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn með Honvéd. Danmörk Randers – Midtjylland ............................0:0⚫Elías Rafn Ólafsson var ónotaður varamað- ur hjá Midtjylland. AGF – Köbenhavn .....................................0:2⚫Mikael Anderson lék fyrstu 75mínúturnar með AGF.⚫Hákon Arnar Haraldsson lék fyrstu 63 mínúturnar með Köbenhavn og Ísak B. Jó- hannesson kom inn á lokamínútunni. Orri Steinn Óskarsson var ónotaður varamaður. Svíþjóð Umspil um sæti í úrvalsdeild, seinni leikur: Varberg – Öster ..........................................2:1⚫Oskar Tor Sverrisson lék ekkimeðVarberg vegna meiðsla.⚫Alex Þór Hauksson lék allan leikinn með Öster. Varberg vann, 4:2 samanlagt. Umspil um sæti í B-deild, seinni leikur: Örgryte – Sandviken .................................2:3⚫Brynjar Björn Gunnarsson þjálfar Örgryte sem vann, 4:3 samanlagt. Noregur Rosenborg – Sarpsborg ............................2:3⚫Kristall Máni Ingason kom inn á hjá Ros- enborg á 59. mínútu. Kristiansund – Jerv ...................................1:1⚫BrynjólfurWillumsson lék allan leikinnmeð Kristiansund og skoraði. Strömsgodset – Bodö/Glimt ...................2:4⚫Ari Leifsson var ekki í leikmannahópi Strömsgodset.⚫Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt. Vålerenga – Molde .................................... 1:2⚫Brynjar Ingi Bjarnason lék allan leikinn með Vålerenga. Úrslitaleikur um sæti í úrvalsdeild: Start – Kongsvinger ..................................0:1⚫Bjarni Mark Antonsson lék allan leikinn með Start. Valskonur áfram með fullt hús stiga á toppnum Valskonur eru enn með fullt hús á toppi Olísdeildar kvenna í handbolta eftir öruggan 28:20-útisigur á HK á laugardag, er heil umferð fór fram. Liðin í fjórum efstu sætunum mættu þá liðunum í fjórum neðstu sæt- unum. Valur var með 15:11-forskot í hálfleik í Kórnum og bætti jafnt og þétt í forskotið í seinni hálfleik. Mariam Eradze var markahæst hjá Val með átta mörk úr átta skotum. Hjá HK skoraði Inga Dís Jóhanns- dóttir mest, fimm mörk. HK er í botnsætinu með aðeins einn sigur í fyrstu sex leikjunum. Stjarnan á góðu skriði Stjörnukonur hafa unnið alla sína leiki, að undanskildum toppslag við Val. Þær höfðu betur gegn grönn- um sínum í Haukum í Garðabæn- um. Staðan í hálfleik var 16:12, Stjörnunni í vil, og héldu heimakon- ur forskotinu allan seinni hálfleik- inn. Stjarnan náði mest átta marka forskoti í seinni hálfleik og sigldi að lokum þægilegum sigri í höfn, 36:31. Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna og þær Helena Rut Örvarsdóttir og Stefanía Theodórsdóttir gerðu sex mörk hvor. Berglind Benediktsdóttir og Natasja Hammer skoruðu sex mörk hvor fyrir Hauka. Tímabilið hefur verið erfitt hjá Haukum, því líkt og HK hefur liðið aðeins unnið einn leik af fyrstu sex. Endurkoma á Akureyri Á Akureyri mættust Íslandsmeist- arar síðustu tveggja ára, KA/Þór og Fram. Norðankonur virtust ætla að rúlla yfir Framara á heimavelli Morgunblaðið/Óttar Toppliðið Thea Imani Sturludóttir sækir að marki HK-inga á laugardag. lStjarnan fylgirVal eins og skugginn lEfstu fjögur liðin unnu neðstu fjögur sínum, því staðan í hálfleik var 17:12, KA/Þór í vil. Allt annað Framlið mætti hins vegar til leiks í seinni hálfleik og urðu lokatölur 35:24, Fram í vil. Fram vann því seinni hálfleikinn 23:7 og leikinn í leiðinni örugglega. Landsliðskonurnar Steinunn Björnsdóttir og Perla Ruth Alberts- dóttir skoruðu sjö mörk hvor fyrir Fram. Rut Arnfjörð Jónsdóttir, liðsfélagi Steinunnar og Perlu í landsliðinu, skoraði níu fyrir KA/ Þór. Fram er í þriðja sæti deildar- innar með átta stig, eftir þrjá sigra í röð, en KA/Þór er í fimmta sæti með fjögur, eftir tvö töp í röð. ÍBV vann Suðurlandsslaginn Loks vann ÍBV 32:27-sigur á heimavelli gegn nýliðum Selfoss í Suðurlandsslag. Staðan í hálfleik var 19:12, ÍBV í vil, og sigldu Eyjakonur öruggum sigri í höfn í seinni hálfleik. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fór á kostum fyrir ÍBV og skoraði 11 mörk. Katla María Magnúsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Selfoss og þær Tinna Sigurrós Traustadóttir, Ásdís Þóra Ágústsdóttir og Rakel Guðjónsdóttir fimm hver. ÍBV hefur unnið þrjá leiki af síð- ustu fjórum og er í fjórða sæti með átta stig, eins og Fram. Selfoss er aðeins með einn sigur, líkt og HK og Haukar, og eru þau í þremur neðstu sætunum. Umferðin á laugardag sýndi svart á hvítu hvers vegna liðin eru á þeim stað sem þau eru á í deildinni og má skipta henni í tvennt. Efstu fjögur liðin vinna í langflestum tilvikum liðin sem eru í fjórum neðstu, því nokkuð mikill getumunur er á milli bestu liða deildarinnar og þeirra lakari. HANDBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.