Morgunblaðið - 14.11.2022, Blaðsíða 32
Í lausasölu 1.410 kr.
Áskrift 8.880 kr. Helgaráskrift 5.550 kr.
PDF á mbl.is 7.730 kr. iPad-áskrift 7.730 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 318. DAGUR ÁRSINS 2022
WWW.SVEFNOGHEILSA.IS
Svefn heilsa&
ÚRVALAF
VÖNDUÐUM
HEILSURÚMUM
EITT MESTA
ÚRVAL AF
HEILSUDÝNUM
Á LANDINU
VANDAÐAR
SÆNGUR OG
KODDAR Í
ÚRVALI
STILLANLEG
HJÓNARÚM
HÖFUM ÞAÐ GOTT HEIMA
GERIÐ GÆÐA- OG
VERÐSAMANBURÐ
PANDORA
STILLANLEGUR
HÆGINDASTÓLL
„Ég hef verið að tálga undanfarin
þrettán ár. Ég tálga mest út mann-
eskjur og jólasveina, en stundum
líka einhver dýr. Sumt af þessu fólki
á fyrirmynd í lifandi manneskjum,
til dæmis í Valda koppasala, en ég
fékk teiknaða mynd af honum og
ákvað að skapa hann í tré og lét
hann halda á hjólkoppi. Ég tálgaði
líka konu í þjóðbúningi með fána, en
fyrirmyndina sótti ég í gamla aug-
lýsingu frá Álafossi. Sú trjáútgáfa
mín er ekki alveg eins myndarleg
og sú sem var á myndunum,“ segir
Magnús Steingrímsson smiður og
tálgari sem hélt sýningu á verkum
sínum í félagsheimili Krúserklúbbs-
ins í Reykjavík í síðustu viku og
mætti þar með verkfærin og sýndi
handbragðið.
„Þegar ég greindist fyrir allmörg-
um árum með krabbamein í blöðru-
hálskirtli mætti ég oft í Ljósið,
endurhæfingar- og stuðningsmið-
stöðina, og þar lærði ég að tálga. Ég
er lærður smiður og þegar Ljósið
var að flytja úr Neskirkju á Lang-
holtsveg var ég fenginn til að taka
á móti innréttingum og vélum fyrir
trésmíðaverkstæði á nýja staðn-
um. Ég var búinn að koma þangað
reglulega í nokkur ár þegar Bjarni
Þór Kristjánsson tréskurðarmaður
kom og kenndi tálgun og seinna
tók Reynir Sveinsson við af honum.
Báðir eru þeir frábærir tálgarar og
góðir kennarar. Ég hafði áður reynt
mig við útskurð en fann mig ekki í
því,“ segir Magnús sem gefur allt
sem hann tálgar til líknarfélaga og
góðgerðarsamtaka, svo þau geti selt
og þannig aflað sér aukapeninga.
„Mér finnst ég skulda slíkum
stofnunum margt, Ljósið kom mér
algerlega í gegnum mína krabba-
meinsmeðferð á sínum tíma, það
var mikill styrkur að geta leitað
þangað í veikindunum. Ég hef
seinni árin sótt mikið í Samfélags-
húsið á Aflagranda, þar er góð
aðstaða til að tálga og stutt að fara
fyrir mig því ég bý á Framnesvegi,
þar sem ég er fæddur og uppalinn.
Ég bý í sama húsi og foreldrar
mínir áttu og afi og amma á undan
þeim. Húsið heitir Birtingarholt
og var byggt 1904, þar er ég með
tálgunaraðstöðu í kjallaranum. Þar
sit ég undir tröppunum löngum
stundum við hliðina á frystikistunni
við tálgunina og efniviðurinn er
trjágreinar,“ segir Magnús en auk
Ljóssins má kaupa verkin hans
hjá Barnaspítala Hringsins og hjá
ýmsum Lionsfélögum, t.d. Úunum í
Mosfellsbæ.
Magnús er félagi í Krúserklúbbn-
um, enda mikill áhugamaður um
fornbíla. „Ég er áttræður og fyrsti
bíllinn minn var Ford '56, þá var ég
um tvítugt.“
Sýning á verkum Magnúsar
verður aftur nk. fimmtudag kl. 19
í félagsheimili Krúserklúbbsins,
Höfðabakka 9, og ætlar hann að
mæta með verkfærin. Skoða má
verkin hans á facebooksíðu hans:
Tálgið hans afa.
lTálgunin hans afa byrjaði hjáMagnúsi í Ljósinu
Allt til styrktar
góðgerðarfélögum
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ljósmynd/Guðfinnur Eiríksson
TálgariMagnús tálgar fjölbreyttar fígúrur úr tré.
Ljósmynd/Guðfinnur Eiríksson
FlottMagnús skar út karl sem vill skipta á hesti og bíl.
MENNINGÍÞRÓTTIR
Valur með fullt hús á toppnum
Valur er enn með fullt hús á toppi Olísdeildar kvenna
í handbolta eftir öruggan 28:20-útisigur á HK á
laugardag, er heil umferð fór fram. Stjörnukonur höfðu
betur gegn grönnum sínum í Haukum í Garðabænum,
36:31. Stjarnan er tveimur stigum á eftir Val. Fram
vann magnaðan endurkomusigur á KA/Þór á Akureyri,
35:24. KA/Þór var með fimm marka forskot í hálfleik.
Íslandsmeistararnir hafa unnið þrjá leiki í röð. Þá vann
ÍBV 32:27-sigur á Selfossi í Suðurlandsslag. »26
Dansverk fyrir fatlaða og ófatlaða
Hannah Felicia, dansverk
eftir Láru Stefánsdóttur,
verður sýnt víða um land
nú í nóvember og fer
fyrsta sýning fram í dag,
14. nóvember, í Hofi á
Akureyri. Verkið er samið
fyrir konu í hjólastól
sem er fædd með klofinn
hrygg og manneskju
með fulla hreyfigetu
og flytja það dansararnir Hannah Karlsson og Felicia
Sparrström, Tvær sýningar verða á verkinu í Tjarnar-
bíói 17. nóvember á Reykjavík Dance festival og verður
sjónlýsing fyrir blinda og sjónskerta. Hannah Felicia
samdi Lára fyrir Danskompaniet Spinn í Gautaborg
fyrir tveimur árum, í honum eru bæði líkamlega fatlað-
ir og ófatlaðir dansarar. „Það var sterk og gefandi orka
sem fylgdi vinnuferlinu frá upphafi til enda og úr varð
sýning sem ferðast víða,“ skrifar Lára í tilkynningu. 19.
nóvember verða haldnar vinnubúðir í Reykjavík og 23.
nóvember verður sýnt í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.