Morgunblaðið - 21.11.2022, Blaðsíða 1
UM 7.000
MANNSÁ
BIÐLISTA
NÝR SPARISJÓÐUR 12
VIKTOR TEK-
UR VIÐ SEM
HEIMSFORSETI
JC-HREYFINGIN 10
MÁLARI DAUÐ-
ANS TIL ENDUR-
SKOÐUNAR
EJNAR NIELSEN HJÁ HIRSCHSPRUNG 28
• Stofnað 1913 • 273. tölublað • 110. árgangur •
MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2022
Æðri máttur skilaði
Ekvador sigrinum
Heimsmeistaramót karla í fótbolta hófst í gær en að þessu sinn er það
haldið í Katar, eins og frægt er orðið. Veðbankar telja líklegast að Bras-
ilíumenn vinni mótið, enda með feiknasterkt lið í ár. Heimamenn í Kat-
ar tóku á móti Ekvador í opnunarleik mótsins síðdegis í gær. Ekvador
vann Katar á sannfærandi máta, 0-2. Sóknarmaðurinn Enner Valencia
fór á kostum og skoraði bæði mörk gestanna. Þetta er í fyrsta skipti
sem heimaþjóð mótsins tapar opnunarleik mótsins. Ekvadorar leituðu
til æðri máttar fyrir leikinn sem virðist hafa hjálpað ef marka má
úrslit leiksins. Fótboltaveislan heldur áfram í dag en þrír leikir eru á
dagskrá, einn í A-riðil og tveir í B-riðli. Opnunarathöfn mótsins snérist
um samstöðu en margir hafa gagnrýnt FIFA fyrir að velja Katar sem
gestgjafa mótsins. Yfirvöld í Katar hafa einnig verið harðlega gagn-
rýnd fyrir mannréttindabrot og aðbúnað verkafólks við uppbyggingu
fótboltaleikvanga fyrir heimsmeistaramótið.» 27
AFP/Raul Arboleda
Bikar Ekkert var til sparað á opnunarathöfn mótsins en hálftíma dansat-
riði og flugeldasýning heilluðu 60 þúsund áhorfendur fyrir leikinn.
AFP/Manan Vatsyayana
Heimsmeistarmótið í knattspyrnu Ekvador vann glæstan sigur á heimamönnumKatara í opnunarleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í gær.
Hafa selt
27millj-
ónir bóka
Þrír vinsælustu íslensku spennu-
sagnahöfundarnir eiga orðið
stóran hóp aðdáenda um allan
heim og selja bækur sínar í stóru
upplagi. Arnaldur Indriðason
trónir á toppnum hvað sölu varðar
en hann hefur alls selt 18 milljónir
bóka á ferli sínum sem spannar
aldarfjórðung.
Yrsa Sigurðardóttir hefur
nú selt um 5,8 milljónir bóka á
heimsvísu og Ragnar Jónasson
hefur selt 3,4 milljónir eintaka.
Þegar allt er talið hafa þessir þrír
höfundar selt ríflega 27 milljónir
eintaka af bókum sínum á heims-
vísu, þar af sjö milljónir síðustu
þrjú ár. » 11
MORÐ
í
MOSÓ
Einn af hverjum300
íbúum jarðarinnar gætu átt bók
eftirArnald,Yrsu eðaRagnar
Yfir 27
milljónir
bóka seldar
á heimsvísu
8
milljarðar
íbúa
Hluti af dreka
á elsta bréfinu
Elsta íslenska pappírsbréf-
ið sem varðveist hefur er frá
árinu 1437, skrifað af Þorvarði
Loftssyni, bónda á Möðruvöll-
um í Eyjafirði. Við rannsóknir
tengdar verkefninu Pappírsslóð
rakin kom í ljós að vatnsmerki
er á bréfinu, drekahali sem er
brot af stærra vatnsmerki sem
er mynd af dreka. Drekavatns-
merki hafa verið tengd svæð-
inu milli Utrecht og Arnhem,
nálægt Rín, þar sem Holland er
nú, á árunum 1351–1451, að sögn
Silviu Hufnagel, fræðimanns hjá
Stofnun Árna Magnússonar í
íslenskum fræðum. » 14
Þó nokkrar hefndaraðgerðir hafa fylgt
í kjölfar stunguárásar sem átti sér
stað á fimmtudagskvöldið á Banka-
stræti Club. Þetta staðfesti Margeir
Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn
hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð-
inu, í samtali við Morgunblaðið í gær.
Hótanir virðast ganga á milli stríð-
andi hópa sem áttu aðild að stungu-
árásinni. Rúður hafa verið brotnar
og fjölskyldur orðið fyrir barðinu á
ógnunum hópanna. Þá hefur bensín-
sprengju verið kastað að heimili
manns sem tengist málinu. Margeir
segir að lögreglanmuni auka viðbún-
að sinn og að gripið verði til aðgerða.
Helgi Gunnlaugsson, prófessor í
afbrotafræði við Háskóla Íslands,
segist í samtali við Morgunblaðið
hafa áhyggjur af þeirri hefndarkeðju
sem er til staðar í undirheimum hér
á landi og virðist lengjast. Hann segir
það mjög mikilvægt að hefndarkeðj-
an verði slitin sem fyrst og þannig
bundinn endir á þetta stríð sem virð-
ist vera í uppsiglingu á milli tveggja
hópa.
Tuttugu manns hafa verið hand-
teknir í heildina síðan á fimmtu-
daginn. Þar af eru þrjár konur. Einum
af þeim handteknu hefur verið sleppt
úr haldi en hann var ekki talinn eiga
hlut að máli. Níu af þeim tuttugu sem
hafa verið handteknir, höfðu verið úr-
skurðaðir í gæsluvarðhald í gærkvöldi
og farið hafði verið fram á varðhald
yfir fleirum.
Margeir segir við Morgunblaðið að
enn sé sjö til átta manns leitað vegna
málsins. Í gærkvöldi hafði ekki fengist
staðfest hvort einhverjum hinna
grunuðu hefði tekist að flýja land en
lTuttugumanns handteknir í heildinalHóparnir skiptast á hótunum og bensínsprengju kastað á
heimili manns sem tengist málinulSjö til átta enn leitað og vísbendingar um að sumir hafi flúið land
Hefndarkeðja ámilli hópanna lengist
Margeir segir vísbendingar um að svo
sé. Hann vildi ekki segja til um hversu
margir það kynnu að vera.
Að mati Margeirs er það bagalegt
að farið sé að beita ofbeldi gegn fjöl-
skyldum einstaklinga sem tengjast
málinu. Hann segir að þessi þróun
geti haft alvarlegar afleiðingar fyr-
ir fólk sem tengist málinu ekki með
neinum hætti. Aðspurður segir hann
þó ekki tilefni til að lýsa yfir neins
konar hættustigi fyrir almenning.Morgunblaðið/Eggert
Bankastræti 27 manns brutu sér
leið þar inn og réðust á þrjá. Sturlungastyrjöld» 4