Morgunblaðið - 21.11.2022, Side 11
FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2022
11
Meiraprófsnámskeið
á ensku
Nánari upplýsingar: www.okuland.is
Hefst
28.
nóvember
Jólasmákökur og heitt kakó
fyrir jólabörn fram að jólum
Gildir fyrir 10 ára og yngri í fylgd með fullorðnum
„Það er auðvitað með algjörum ólík-
indum að fylgjast með og verða vitni
að þessum einstæða árangri Arnaldar,
ekki bara hérlendis heldur ekki síður
erlendis þar sem hann hefur trónað
á efstu sætum metsölulista um allan
heim,“ segir Egill Örn Jóhannsson,
bókaútgefandi hjá Forlaginu.
Egill vísar þar til talna um sölu á
bókum spennusagnahöfundarins Arn-
aldar Indriðasonar. Nýlega var greint
frá því að Arnaldur hefði selt um 18
milljónir bóka á heimsvísu á ferli sín-
um sem spannar nú aldarfjórðung.
Það eru hreint ótrúlegar tölur.
„Ég fæ ekki betur séð en hann hafi
selt meira en aðrir íslenskir glæpa-
sagnahöfundar til samans á erlendri
grundu og þannig mætti segja að
hann hafi að nokkru leyti dregið
vagninn,“ segir Egill Örn enn fremur.
Þrír íslenskir spennusagnahöf-
undar skera sig úr hvað vinsældir
varðar. Auk Arnaldar hafa þau Yrsa
Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson
notið mikilla vinsælda. Síðustu ár hef-
ur sala á bókum Ragnars úti í heimi
aukist til muna.
Yrsa hefur nú selt um 5,8 milljónir
bóka á heimsvísu og Ragnar hefur selt
3,4 milljónir eintaka. „Ragnar hefur
selt gríðarlega á síðustu þremur árum
erlendis ogmunar þar auðvitað mest
um að hann var um tíma með þrjár
af mest seldu bókum Þýskalands í
sömu vikunni og er eini íslenski höf-
undurinn sem hefur komið bók inn á
metsölulista Sunday Times. Þá nýtur
hann gríðarlegra vinsælda í Frakk-
landi,“ segir Pétur Már Ólafsson,
útgefandi hjá Bjarti/Veröld.
Hann segir að Yrsa hafi frá upphafi
ferils síns notið mikilla vinsælda, til
að mynda í Þýskalandi. „Bók hennar,
Bráðin, er til að mynda búin að vera
í tíu vikur samfleytt á metsölulista
Spiegel nú í haust,“ segir Pétur Már
enn fremur.
Þegar allt er talið hafa þessir þrír
höfundar selt ríflega 27 milljónir ein-
taka af bókum sínum á heimsvísu.
Morgunblaðið tók saman sölu á bók-
um þeirra árið 2019 og þá höfðu þau
þrjú nýverið rofið 20 milljón eintaka
múrinn. Sjö milljónir eintaka á þrem-
ur árum til viðbótar er hreint ekki svo
slæmt. Þar af hefur Arnaldur bætt við
sig 3,6 milljónum eintaka, Yrsa um
800 þúsund bókum og Ragnar hefur
bætt við sig 2,4 milljónum eintaka.
lVinsælustu höfundarnir hafa samtals selt 27 milljónir bóka
Halda áframað
mokaút krimmum
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Arnaldur Indriðason
26 bækur á
26 árum.
18 milljón
eintök seld
á heimsvísu.
580 þúsund
eintök
seld á Íslandi.
Yrsa Sigurðardóttir
24 bækur á
25 árum.
Þar af eru 6 barnabækur
og 18 glæpasögur.
5,8 milljón
eintök seld
á heimsvísu.
230 þúsund
eintök
seld á Íslandi.
Ragnar Jónasson
14 bækur
á 14 árum.
3,4 milljón
eintök seld
á heimsvísu.
95 þúsund
eintök
seld á Íslandi.
Ótrúleg velgengni íslenskra krimmahöfunda
Vinsældir Spennusagnahöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir, Ragnar Jónas-
son og Arnaldur Indriðason hittust á bókmenntahátíðinni Iceland Noir.
AFP/Joseph Eid
Hlýnun Ráðstefnunni COP27 lauk í gær en fulltrúar frá um 200 ríkjum
komu saman til að ræða leiðir til að sporna gegn loftslagsbreytingum.
COP27 að hluta
til vonbrigði
lLoftslagshamfarasjóður samþykktur
Loftslagsráðstefnunni COP27, sem
fór að þessu sinni fram í Egypta-
landi, lauk í gær eftir tvær vikur af
viðræðummilli þeirra 200 ríkja sem
tóku þátt í ráðstefnunni. Anna Hulda
Ólafsdóttir, yfir-
maður skrifstofu
loftslagsþjónustu
og aðlögunar
á Veðurstofu
Íslands, segir
niðurstöðu ráð-
stefnunnar vera
hálfgerð von-
brigði þótt margt
gott hafi átt
sér stað. Anna
var ein af þeim
Íslendingum sem sóttu ráðstefnuna
en alls lögðu á fimmta tug Íslendinga
leið sína þangað.
„Það var talað um þessa ráðstefnu
sem ráðstefnu innleiðinga en maður
hefði viljað sjá fleiri og stærri skref.
Þessi loftlagshamfarasjóður er í raun
sögulegur og það er nýr vinkill á
þessi loftslagsmál að bæta því við,“
segir Anna en undir lok ráðstefnunn-
ar var samþykkt að stofna umrædd-
an sjóð. Sjóðnum er ætlað að aðstoða
þjóðir í viðkvæmri stöðu við að
bregðast við afleiðingum loftslags-
breytinga sem að sögn Önnu geta
haft ýmsar birtingarmyndir. Hún
nefnir sem dæmi flóðin í Pakistan
en þúsundir manna hafa látið lífið
sökum þeirra.
Að hennar mati er frábært að
sjóðurinn hafi verið stofnaður en þó
bendir hún á að á honum séu ýmsir
annmarkar. Hún segir það ekki nægi-
lega skýrt hvernig sjóðurinn verður
fjármagnaður en hún telur það
verkefni mjög flókið. „Það er talað
um að ríkari og þróaðri lönd eigi að
borga brúsann fyrir vanþróuð lönd
en þá þarf að hugsa út í hversu stór
hluti hamfaranna er vegna loftslags-
breytinga.“
Hún segir vonbrigðin yfir ráð-
stefnunni felast að mestu leyti í
takmarkaðri áherslu á losunarmál.
Hún segir þá að sem betur fer
hafi viðmið í samningnum um að
takmarka hnattræna hlýnun við 1,5
gráðu haldist en um tíma var útlit
fyrir að viðmiðið gæti mögulega
hækkað. Þrátt fyrir þetta mark-
miðsákvæði í samningnum segist
Anna ekki sjá fram á það hvernig ríki
heimsins ætli að ná settu markmiði.
Hún segir vanta að ríkin samþykki
beinar aðgerðir til að hægja á hlýn-
un. Þá kveðst hún einnig afar ósátt
við að ekki hafi náðst samstaða um
að festa í samningi ríkjanna að hætta
notkun jarðefnaeldsneytis í skrefum.
Helst því textinn í samningi ríkjanna
óbreyttur og er einungis samþykkt
að draga úr notkun kola.
Í samhengi við mótstöðuna við að
minnka notkun jarðefnaeldsneytis
segist Anna hafa fundið fyrir hags-
munatengslum hjá mörgum þeim
sem sóttu ráðstefnuna.
Þrátt fyrir vonbrigði segir Anna
ráðstefnuna mikilvæga og að hún sé
alltaf til góðs. Segist hún vonast eftir
áhrifameiri ákvörðunum á næstu
loftlagsráðstefnu, COP28, en hún
segist ekki mjög bjartsýn á að svo
verði. COP28 fer fram að ári liðnu í
Dúbaí. Anna segir það vekja ýmsar
spurningar að ráðstefnan fari fram
á stað sem var byggður upp á við-
skiptummeð jarðefnaeldsneyti. Að
hennar mati er mikilvægt að skýra
hamfarasjóðinn á næstu ráðstefnu og
auka fjárveitingar til loftslagsmála.
Tómas Arnar Þorláksson
tomasarnar@mbl.is
Anna Hulda
Ólafsdóttir