Morgunblaðið - 21.11.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.11.2022, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Innlent2 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2022 ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 UU.IS TRYGGÐU ÞÉR GISTINGU Í TÍMA! SKÍÐAFRÍ TIL ÍTALÍU DINNA OG HELGI TAKA VEL Á MÓTI YKKUR Í ÍTÖLSKU ÖLPUNUM VERÐ FRÁ149.900 KR Á MANN M.V 2 FULLORÐNA OG 1 BARN 28. JANÚAR - 04. FEBRÚAR 2023 INNIFALIÐ ER FLUG, GISTING, FLUTNINGUR Á SKÍÐABÚNAÐI OG ÍSLENSK FARARSTJÓRN ERTU MEÐ HÓP? SENDU OKKUR FYRIRSPURN Á HOPAR@UU.IS Hafnar eru framkvæmdir við gömlu grásleppuskúrana áÆgisíðu. Þar stendur til að koma upp aðstöðu fyrir sjósundsiðkendur og munu þar brátt rísa búningsklefar og útisturtur fyrir fólk sem hyggst stinga sér til sunds. Samkvæmt verklýsingu á að hanna aðstöðuna í svipuðum stíl og gömlu skúrana en fyrir um það bil ári var annar skúranna gerður upp. Þá er áætlað að tengingin við sæinn og atvinnusögu skúranna yrði í hávegum höfð. Sem dæmi verður sjávargrjóti hlaðið upp við veggi skýlisins. Áætlaður kostnaður við verkefnið er 10 milljónir króna. Um er að ræða hugmynd sem hlaut góðar viðtökur í hugmynda- söfnuninni Hverfið mitt fyrir um það bil tveimur árum. Fríða María Harðardóttir, sem átti hugmyndina, kvaðst lítið vita um gang mála þegar Morgunblaðið náði tali af henni en var þó ánægð að heyra að hug- myndin yrði að veruleika. „Ég fór í sumar, bý náttúrlega þarna rétt hjá,“ segir Fríða og segist vona að góð aðstaða muni draga fólk að. „Maður heyrir af því, bæði í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn, að á mörgum almannarýmum við sjó og vötn í borginni sé komin aðstaða þar sem fólk getur farið í gufu, alveg ókeypis.“ Fríða segir þó mikilvægt að borginni takist að halda sjónum hreinum. „Það er svo annað mál. Það er það eina semmanni finnst að þurfi að vera pottþétt,“ segir hún, létt í lund. lAðstaða til sjósunds væntanleg Skúrarnir gömlu fá viðbót Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Skúr Framkvæmdir eru hafnar áÆgisíðunni. Ætlunin er að saga svæðisins verði í hávegum höfð og hönnun skýl- isins falli vel inn í landslagið. Hugmyndin kom upp í hugmyndakeppninni Hverfið mitt fyrir um tveimur árum. Erlendur maður á þrítugsaldri lést í umferðarslysi á laugardagskvöld er rafhlaupahjól og rúta lentu saman á horni Barónsstígs og Grettisgötu. Maðurinn sem lést var á rafhlaupa- hjólinu, en talið er að hann hafi ekið inn í hlið rútunnar. Mikill viðbún- aður var við Barónsstíg í kjölfar slyssins. Sautján þáðu áfallahjálp Rauða krossins vegna slyssins á laugardag. Fleiri vitni leituðu til Rauða krossins í gær, og því liggur ekki fyrir end- anlegur fjöldi þeirra sem samtökin veittu aðstoð vegna slyssins. Fólki brugðið Þetta staðfestir Aðalheiður Jóns- dóttir, teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum, í samtali við Morgunblaðið. Þeir sautján sem þáðu áfallahjálp strax á laugar- dagskvöld, voru farþegar í rútunni, sem lenti saman við vegfarandann á rafhlaupahjólinu. „Fólki var eðlilega mjög brugðið enda skelfilegt atvik sem átti sér stað,“ segir Aðalheiður. Önnur vitni að slysinu leituðu sér aðstoðar í gær. Aðalheiður segir það algengt að fólk sé nokkra daga að átta sig á því að það hafi orðið fyrir áfalli. Hún bend- ir á að línan hjá Rauða krossinum sé alltaf opin, en fólk getur haft sam- band í síma 1717. Áfallahjálp felur í sér sálræna fyrstu hjálp í kjölfar áfalls. Hjálpin fer einna helst fram í samtalsformi þar sem fólk er meðal annars frætt um það hvers megi vænta næstu daga, en fram geta komið ýmis and- leg og líkamleg einkenni. lFjöldi fólks hefur þegið áfallahjálp Maður lést í slysi viðBarónsstíg Morgunblaðið/Freyr Vettvangur Slysið varð á horni Barónsstígs og Grettisgötu. um greiðslu launa. Samkomulagið var gert í samræmi við vinnumat þeirra og byggt á samkomulagi sem gert var í júní 2018. Skólameist- ari skólans breytti vinnumatinu í janúar 2020 og var þá hætt að greiða þeim laun samkvæmt fyrrgreindu samkomulagi. Kennararnir báru fyrir sig að samkomulagið teldist ígildi kjarasamnings og töldu að þar með væri ekki hægt að breyta því einhliða. Að mati hópsins breytti þar engu þótt riftun hafi verið gerð í samráði við kennara þar sem það ætti að endur- skoða eftir leiðum kjarasamnings. Íslenska ríkið mótmælti því að samkomulagið gæti talist sem kjara- samningur og tók fram í málsástæð- um sínum að aðeins fjármála- og efnahagsráðherra geti farið með fyrirsvar ríkissjóðs við gerð og fram- kvæmd kjarasamninga samkvæmt lögum. Því hafi skólameistara verið heimilt að breyta greiðslum enda beri hann ábyrgð á því að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma séu í samræmi við fjárlög. Héraðsdómur byggði úrskurð sinn á samningum sem voru gerðir á milli kennara og stjórnenda skólans frá árunum 2014 til 2018 með tilliti til viðbóta og viðauka. Vísaði héraðs- dómur þá til reglna í kjarasamningi Kennarasambands Íslands og komst að þeirri niðurstöðu að skólameist- ara Menntaskólans í Kópavogi hefði samkvæmt kjarasamningnum ekki verið stætt á því að breyta einhliða vinnumati kennara við skólann og þar með lækka laun þeirra. Rakti dómurinn að skólameist- aranum hefði verið skylt að skjóta ágreiningnum um vinnumatið form- lega til vinnumatsnefndar samkvæmt viðauka við kjarasamninginn sem var gerður árið 2014. Þegar niðurstaða vinnumatsnefndar hefði legið fyrir hefði skólameistarinn getað vísað málinu til úrskurðarnefndar. Þá leit dómurinn svo á að íslenska ríkið hefði ekki fært haldbær rök fyrir því að að skólameistarinn hefði ekki haft fjárheimildir til að efna samkomulag- ið sem var gert 2018. Í ljósi þessa var fallist á kröfu kennaranna og ríkinu gert að greiða þeim rúmar þrjár milljónir auk dráttarvaxta. Morgunblaðið/Eggert Laun Kennarar höfðu fullnaðarsig- ur fyrir héraðsdómi á þriðjudag. Kennarar báru sigurorð af ríkisvaldinu lÍslenska ríkinu gert að greiða tólf kennurumviðMenntaskólann íKópavogi vangoldin laun lEinhliða breyting skólameistara framhaldsskólans á vinnumati í kjarasamningi dæmdólögmæt Hópur kennara við Menntaskólann í Kópavogi hafði betur gegn íslenska ríkinu í deilu um vangoldin laun fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn. Íslenska ríkinu var því gert að greiða hópnum samtals rétt rúmar þrjár milljónir króna ásamt dráttarvöxtum. Að auki var íslenska ríkinu gert að greiða hópnum sameiginlega 1.240.000 krónur í málskostnað. Hópurinn samanstendur af tólf framhaldsskólakennurum en þeir byggðu kröfu sína á að mennta- skólinn hefði ekki efnt samkomulag Tómas Arnar Þorláksson tomasarnar@mbl.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.