Morgunblaðið - 21.11.2022, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2022
DÆGRADVÖL 25
Dekton er mjög slitsterkt og rispuþolið borðplötuefni.
Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur
beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann.
Blettaþolið SýruþoliðHögg- og
rispuþolið
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
HÁTT
HITAÞOL
Steindór bjó lengst af á Sölvhólsgötu
10 í Reykjavík.
Börn Jakobínu og Rúnars eru 1)
Jakob Rúnarsson, f. 8.1. 1957, vélstjóri,
búsettur í Kópavogi. Hann er giftur
Rannveigu Guðmundsdóttur og
saman eiga þau Guðbjörgu, Guðmund
Steinþór, Rúnar og Gunnar Jökul;
2) Guðrún Lilja Rúnarsdóttir, f. 23.5.
1960, kennari, búsett í Hafnarfirði.
Hún er gift Elvari Guðjónssyni og
saman eiga þau Ásgeir Yngva, Arnar.
Pálma og Brynjar Smára; 3) Vignir
Guðbjörn Rúnarsson, f. 18.12. 1965,
skíðakennari og bílstjóri, búsettur í
Reykjavík; 4) Gunnar Rúnarsson, f.
4.9. 1967, framkvæmdastjóri, búsettur
í Reykjavík. Dóttir hans, Erna Líf,
f. 11.4. 1991, lést á síðasta ári; 5)
Benedikt Hans Rúnarsson, f. 18.2.
1970, öryggis- og gæðastjóri, búsettur
í Garðabæ. Hann er giftur Rebekku
Helgu Sveinsdóttur og eiga þau
saman Valdísi Björk og Söru Björk.
Systkini Jakobínu voru Kristjana
Sigrún Jakobsdóttir, f. 20.2. 1928, d.
17.5. 1958, húsmóðir í Reykjavík; Kon-
ráð Guðmundur Jakobsson, f. 13.5.
1929, d. 14.1. 2022, framkvæmdastjóri
í Hnífsdal; Erna Guðbjörg Bene-
diktsdóttir, f. 16.3. 1930, d. 28.7. 2017,
húsmóðir á Akranesi; Ásta Þór-
gerður Jakobsdóttir, f. 20.9. 1930, d.
2.1. 2014, vann í fiskvinnslu og var
bókavörður á Tálknafirði; Steinþór
Jakobsson, f. 7.11. 1931, d. 19.5. 1996,
skíðakennari í Colorado, Bandaríkj-
unum, og Katrín Svanfríður Halldórs
Jakobsdóttir, f. 17.7. 1934, d. 3.8. 1935.
Foreldrar Jakobínu voru hjónin
Jakob Gíslason, f. 3.12. 1897, d. 22.5.
1959, skipstjóri á Ísafirði, og Guðbjörg
Hansdóttir, f. 22.8. 1907, d. 16.7. 1971,
húsfreyja, síðast bús. í Reykjavík.
Jakobína
Valdís
Jakobsdóttir
Guðrún Guðmundsdóttir
vinnukona í Ögursveit og á Ísafirði
Guðmundur Hallvarðsson
bóndi á Hrafnabjörgum, síðar
vinnumaður í Ögursveit
Guðrún Guðmundsdóttir
húsfreyja á Hrafnabjörgum
Benedikt Hans Benediktsson
bóndi á Hrafnabjörgum í Laugardal
í Ísafjarðardjúpi
Guðbjörg Hansdóttir
húsfreyja á Ísafirði
Hansína Kristín
Andrésdóttir
húsfreyja á Hrafnabjörgum
Benedikt Bjarnason
bóndi á Hrafnabjörgum
Þorgerður Hannesdóttir
húsfreyja í Tungumúla
Jakob Aþaníusson
hreppstjóri og sagnaþulur í
Tungumúla á Barðaströnd
Ásta Þorgerður Jakobsdóttir
ráðskona á Patreksfirði
Gísli Kristjánsson
trésmiður í Reykjavík
Anna Jónsdóttir
húsfreyja á Barmi
Kristján Einarsson
bóndi á Barmi í Djúpafirði í Gufudalssveit
Ætt Jakobínu Valdísar Jakobsdóttur
Jakob Gíslason
skipstjóri á Ísafirði
Vísnahorn
Fór og Gróa á Leiti
Pétur sonur minn sendi
mér póst og segir að það sé
gaman að glugga í meistara-
lega þýðingu Péturs Gunnars-
sonar á Játningunum eftir
Jean-Jacques Rousseau sem
komin er út fyrir jólin. Í neðan-
málsgrein þessarar opinskáu
og bersöglu sjálfsævisögu segir
Pétur frá Súsönnu Bernard,
móður Rousseaus, sem teiknaði,
söng og lék undir á lútu, var
lestrarhestur og orti vísur. Og
framhaldið á erindi við lesendur
Vísnahornsins: „Þessari kastaði
hún fram um fjarveru bróður síns
og eiginmanns þar sem hún var
á göngu með mágkonu sinni og
börnum þeirra tveim:
Tveir eru þeir sem við söknum sárt
sómapiltar á allan hátt;
yndislegir elskhugar;
eiginmenn og fullhugar.“
Helgi R. Einarsson segir, að
stundum sé skotið fast:
Ábending
Það gæti verið gaman
að grennast, sagði daman
góðmeð sig
og góndi' ámig
með glettnissvip í framan.
Hér er ein skrítin
Fór á fætur seint
og fór því með það leynt,
svo fór sér hjá
er fór á krá
og fór því ekki beint.
Á Boðnarmiði segir Pétur
Stefánsson að við skulum hefja
daginn á þessum tveim vísum:
Reynduæ að segja satt
þó sáralitlu breyti.
Margur hefur farið flatt
að fylgja Gróu á Leiti.
Heldur skrýtinævin er,
enn ég bölva og kvarta.
Ekki ganga allir hér
auðnuveginn bjarta.
Hér hefur Látra-Björg róið til
fiskjar:
Sendi drottinnmildurmér
minn á öngul valinn
flyðru þá, sem falleg er,
frek hálf þriðja alin
Bið ég höddur blóðugar,
þó bregði upp faldi sínum,
Ránardætur reisugar,
rassi að vægjamínum.
Andófs þéttan eigum sprett,
það eykur setta pínu.
Við höfum rétt á Riflaklett
rakið slétta línu.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„VIÐ SKULUM ÁTTA OKKUR Á ÞVÍ, FRÚ MÍN
GÓÐ, AÐ ALLT Í ÞESSARI BÚÐ VERÐUR
BIKINÍ Í ÞÍNUM AUGUM.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að finna það sem þú
leitar að.
VELKOMIN Í KALD-
HÆÐNIKLÚBBINN
VIÐ ERUM SVAKA GLÖÐ
AÐ SJÁ ÞIG, JÓN
PABBI,
HVERNIG ER
LÍFIÐ?
ÞÚ TEKUR ÞAÐ GÓÐA
OG ÞAÐ SLÆMA…
OG LÆTUR SVO
VEÐSALANA UM AÐ
SORTERA!
„OG ÞAÐ VAR ÞÁ SEM RANN UPP FYRIR
MÉR „HVERS VEGNA AÐ TAKMARKA SIG
VIÐ LEIÐSÖGUHUNDA?““
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is