Morgunblaðið - 21.11.2022, Blaðsíða 26
ÍÞRÓTTIR26
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2022
Sóley Margrét Jónsdóttir vann til
silfurverðlauna í +84kg flokki á HM
í kraftlyftingum í Viborg í Danmörku
á laugardaginn. Sóley lyfti 275 kg í
hnébeygju og fékk gullverðlaun í þeirri
grein. Í bekkpressu lyfti hún 190 kg
og setti um leið Íslandsmet en það
dugði þó einungis til bronsverðlauna.
Í réttstöðulyftu lyfti hún svo 180
kg. Samanlagt lyfti hún 645 kg sem
skilaði henni öðru sæti.
Íslenska kvennalandsliðið í hand-
knattleik mætir Ungverjalandi í
umspili um laust sæti á HM 2023
sem fer fram í Danmörku, Noregi og
Svíþjóð á næsta ári. Fyrri leikurinn
fer fram á Íslandi 7. eða 8. apríl og
sá síðari 11. eða 12 í Ungverjalandi.
Ungverjar hafa átt fast sæti á undan-
förnum stórmótum en liðið stóð meðal
annars uppi sem Evrópumeistari árið
2000 í Rúmeníu. Ungverjar unnu til
silfurverðlauna á HM 2003 í Króatíu
og til bronsverðlauna á HM 2005 í
Rússlandi. Ungverjaland hefur verið á
meðal þátttökuþjóða á síðustu fimm
heimsmeistaramótum en liðið hafnaði
í 10. sæti á síðasta heimsmeistaramóti
sem fram fór á Spáni í fyrra.
Færeyski knattspyrnumaðurinn
Patrik Johannesen er að ganga til
liðs við Íslandsmeistara Breiðabliks.
Þetta tilkynnti leikmaðurinn í samtali
við færeyska miðilinn Roysni.fo eftir
vináttulandsleik Færeyja og Kósovó
í Pristinu á laugardaginn. Í frétt fær-
eyska miðilsins kemur meðal annars
fram að Patrik sé búinn að semja um
kaup og kjör við
Blika. Framherj-
inn, sem er 27
ára gamall, var
lykilmaður í liði
Keflavíkur á síð-
ustu leiktíð. Hann
skoraði 12 mörk
í 22 leikjum með
liðinu en hann
lék sinn fyrsta
A-landsleik fyrir Færeyjar árið 2017 og
á að baki 12 A-landsleiki.
Franski knattspyrnumaðurinn Karim
Benzema verður ekki með Frökkum
á heimsmeistaramótinu í Katar sem
hófst í gær eftir að hafa meiðst á læri
á æfingu franska liðsins um helgina.
Þetta er mikið áfall fyrir franska liðið
Ósannfærandi
í úrslitaleik
Ljósmynd/KSÍ
Skalli Fyrirliðinn Aron Elís Þrándarson í baráttunni gegn varnarmönnum
Lettlands í Riga um helgina en hann var að leika sinn 17 A-landsleik.
lTókst ekki að nýta sér liðsmuninn
FÓTBOLTI
Jökull Þorkelsson
jokull@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta
fagnaði sigri á Eystrasaltsmótinu
en Ísland vann Lettland í víta-
spyrnukeppni í úrslitaleik á
Daugava-vellinum í Riga í Lett-
landi á laugardaginn. Arnar Þór
Viðarsson, þjálfari íslenska liðsins,
gerði heilar átta breytingar á
byrjunarliði sínu frá leiknum gegn
Litháen í undanúrslitum mótsins á
fimmtudag. Reynsluboltarnir Aron
Einar Gunnarsson, Jóhann Berg
Guðmundsson, Birkir Bjarnason
og Sverrir Ingi Ingason sátu allan
tímann á varamannabekk íslenska
liðsins og komu ekkert við sögu í
úrslitaleiknum.
Raimondos Krollis, leikmanður
Lettlands, fór aftan í Daníel Leó
Grétarsson á 28. mínútu og dóm-
arinn dæmdi aukaspyrnu. Nokkru
síðar, eftir að hafa hugsað sig um,
rak hann sóknarmanninn svo af
velli. Vægast sagt umdeildur dómur
þar á ferð og íslenska liðið því ein-
um manni fleiri það sem eftir lifði
leiks. Á 62. mínútu leiksins fékk
íslenska liðið svo víti. Þá gaf Mikael
Anderson fyrir markið og Arnór
Sigurðsson skallaði fyrirgjöf hans
beint í höndina á Raivis Jurkovskis,
varnarmanni Letta. Á punktinn
steig Ísak Bergmann Jóhannesson
sem skaut ofarlega hægra megin.
Steinbros í marki Letta var í
boltanum en það dugði ekki til og
staðan orðin 1:0, Íslandi í vil.
Ísland skoraði aðeins
úr vítum
Sex mínútum síðar varð mikill
vandræðagangur í varnarleik
Íslands þegar fyrirliðinn Aron
Elís Þrándarson átti alltof fasta
sendingu á Stefán Teit Þórðarson
og þaðan barst boltinn til Janis
Ikaunieks. Hann þræddi svo sam-
herja sinn Andrejs Ciganiks í gegn
sem afgreiddi boltann í þaknetið.
Eftir jöfnunarmark Letta skiptust
liðin á að halda boltanum en Ísland
skapaði sér hættulegri færi. Engin
fleiri mörk voru þó skoruð og um
vítakeppni að ræða. Þar fóru fyrstu
fimmtán vítin í netið en Patrik Sig-
urður Gunnarsson í marki Íslands
varði frá Antonijs Cernomordijs og
tryggði Íslandi sigur..
Frammistaða íslenska liðsins á
laugardaginn var ekki nægilega
góð. Að vera manni fleiri í meira en
62 mínútur og spila ekki betur en
þetta, má bæta. Og þrátt fyrir að
Ísland hafi skapaði sér mun fleiri
færi, og mörg þeirra afar góð, þá
virðist markaskorun vera liðinu
erfið en þetta er aðeins annað
mark landsliðsins í síðustu fimm
leikjum, og ekki um erfiðustu and-
stæðingana að ræða. Þrátt fyrir
að skapa sér góð færi var spila-
mennska liðsins heldur ekkert til
að hrópa húrra fyrir. Sama hverj-
ar aðstæðurnar eru, þá á Ísland að
geta stjórnað leik gegn Lettlandi,
hvað þá manni fleiri, mun betur.
Varnarleikurinn var heilt yfir fínn
en svona klaufaleg mistök eru ekki
í boði, vilji íslenska liðið ná ár-
angri í undankeppni EM sem hefst
næsta vor. Ekkert mark úr opnum
leik á þessu móti veldur einnig
áhyggjum. Aftur á móti voru
leikmenn Íslands öruggir í sínum
vítaspyrnum og eins og áður var
nefnt skapaði Ísland sér mun fleiri
færi en Lettland og hefði getað
klárað leikinn mun fyrr, en hversu
oft ætlum við að segja það?
Fyrsti sigur Hauka
í tæpa tvo mánuði
Andri Már Rúnarsson skoraði 8
mörk fyrir Hauka þegar liðið vann
38:28-stórsigur gegn ÍBV í úrvalsdeild
karla í handknattleik, Olísdeildinni,
á Ásvöllum í Hafnarfirði í 10. umferð
deildarinnar á laugardaginn. Þetta
var fyrsti sigur Hauka undir stjórn
Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og
fyrsti sigur liðsins í deildinni síðan 22.
september þegar liðið vann Selfoss
á Ásvöllum. Elmar Erlingsson var
markahæstur Eyjamanna með 10
mörk, þar af sjö úr vítaköstum.
Þá átti Einar Rafn Eiðsson
stórleik fyrir KA þegar liðið vann
31:30-sigur gegn Fram í Úlfarsárdal
en Einar Rafn skoraði 12 mörk í
leiknum. Þetta var fyrsti sigur KA í
deildinni síðan 6. október og þá var
þetta fyrsta tap Framara síðan 3.
október.
Grótta og Hörður gerðu svo
27:27-jafntefli í Hertz-höllinni á
Seltjarnarnesi þar sem Jakob Ingi
Stefánsson skoraði 6 mörk fyrir
Gróttu og Óli Björn Vilhjálmsson 6
mörk fyrir Hörð. Þetta var fyrsta stig
Harðar í deildinni á tímabilinu en
Grótta hefur unnið tvo leiki á tímabil-
inu og gert tvö jafntefli.
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
AdamHaukur Baumruk var öflugur hjá Haukum og skoraði fimmmörk.
Sterkur sigur ÍBV
í Úlfarsárdalnum
HrafnhildurHannaÞrastardóttir
átti stórleik fyrir ÍBVþegar liðið
vann sterkan 27:25-útisigur gegn
Fram í úrvalsdeild kvenna í hand-
knattleik, Olísdeildinni, í Fram-
húsinu íÚlfarsárdal í 7. umferð
deildarinnar á laugardaginn. Fram-
arar voru sterkari í fyrri hálfleik og
leiddu 16:13 í hálfleik en ÍBVkomst
yfir, 23:22, þegar tíumínútur voru
til leiksloka og lét forystuna ekki af
hendi eftir það. Hrafnhildur gerði
sér lítið fyrir og skoraði 11mörk,
þar af sjö úr vítaköstumogBirna
BergHaraldsdóttir skoraði 7mörk.
Tamara Jovicevic og Steinunn
Björnsdóttir skoruðu 6mörk hvor
fyrir Fram.
LiljaÁgústsdóttir var
markahæst hjáVal þegar liðið
vann 28:26-sigur gegnKA/Þór í
Origo-höllinni áHlíðarenda. Lilja
skoraði 9mörk enValskonur voru
með yfirhöndina allan tímann og
leiddu 14:10 í hálfleik. Thea Imani
Sturludóttir skoraði 6mörk fyrir
Val en LydíaGunnþórsdóttir var
markahæstAkureyringameð 8
mörk.
Þá skoraði Elísabet Gunnars-
dóttir 8mörk fyrir Stjörnuna þegar
liðið vann öruggan sigur gegn
Selfossi í Set-höllinni á Selfossi.
Leiknum laukmeð 33:24-sigri Garð-
bæinga en staðan í hálfleik var 17:11,
Stjörnunni í vil. DarikaZecevic
varði 11 skot ímarki Stjörnunnar og
varmeð 38%markvörslu enKatla
MaríaMagnúsdóttir varmarka-
hæst Selfyssingameð 7mörk.
BerglindBenediktsdóttir
skoraði 9mörk fyrirHauka þegar
liðið vann 35:27-sigur gegnHKá
Ásvöllumþar semHaukar leiddu
með einumarki í hálfleik, 16:15.
Sonja Lind Sigsteinsdóttir og Elín
KlaraÞorkelsdóttir skoruðu 7mörk
hvor fyrirHauka enValgerðurÝr
Þorsteinsdóttir varmarkahæst í liði
HKmeð 6mörk.
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
11Hrafnhildur Hanna Þrastardótt-
ir fór á kostum fyrir Eyjakonur.
Subway-deild karla:
Haukar – ÍR .............................................. 93:73
KR – Valur................................................ 77:110
Breiðablik – Njarðvík.............................. 91:88
Staðan:
Valur 6 5 1 545:492 10
Breiðablik 6 5 1 630:589 10
Keflavík 5 4 1 458:434 8
Haukar 6 4 2 550:525 8
Grindavík 5 3 2 411:406 6
Njarðvík 6 3 3 515:480 6
Höttur 5 3 2 425:419 6
Tindastóll 5 2 3 400:405 4
Stjarnan 5 2 3 418:434 4
ÍR 6 1 5 472:536 2
KR 6 1 5 569:643 2
Þór Þ. 5 0 5 488:518 0
1. deild kvenna:
Hamar/Þór – KR...................................... 84:76
Spánn
Real Betis – Zaragoza.......................... 67:83
Tryggvi Snær Hlinason skoraði 3 stig
fyrir Zaragoza, tók sex fráköst og gaf eina
stoðsendingu á 11 mínútum.
B-deild:
Forca Lleida – Alicante....................... 82:75
Ægir Már Steinarsson skoraði 2 stig
fyrir Alicante, tók þrjú fráköst og gaf eina
stoðsendingu á 19 mínútum.
Estudiantes – Oviedo ......................... 90:60
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var ekki í
leikmannahópi Oviedo.
Litháen
Gargzdai – Rytas Vilnius.................... 81:99
Elvar Már Friðriksson skoraði 14 stig
fyrir Rytas Vilnius, tók eitt frákast og gaf
þrjár stoðsendingar á 20 mínútum.
Ítalía
Brindisi – Pesaro ................................. 74:102
Jón Axel Guðmundsson skoraði 10 stig
fyrir Pesaro, tók eitt frákast og gaf þrjár
stoðsendingar á 25 mínútum.
Þýskaland
B-deild:
Nürnberg –Münster ........................... 59:54
Hilmar Pétursson skoraði 6 stig fyrir
Münster, tók þrjú fráköst og gaf eina
stoðsendingu á 22 mínútum.
Eystrasaltsbikar karla
Úrslitaleikur, leikið íRiga:
Lettland – Ísland.......................................... 7:8 (1:1)
Undankeppni EM U-19 karla
Riðill í Skotlandi:
Frakkland – Ísland.............................................. 2:0
Skotland – Kasakstan......................................... 5:2
Frakkland 6 stig, Ísland 3, Skotland 3,
Kasakstan 0.
HM karla
A-RIÐILL:
Katar – Ekvador.................................................. 0:2
England
WestHam–Leicester ...................................... 1:0
Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinnmeð
West Ham.
C-deild:
Fleetwood –Bolton............................................ 1:2
Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem vara-
maður hjá Bolton á 63. mínútu.
Þýskaland
Bikarkeppnin, 16-liðaúrslit:
Duisburg –BayernMünchen ....................... 0:7
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan
leikinnmeð BayernMünchen, Cecilía Rán
Rúnarsdóttir var ekki í hóp og Karólína Lea
Vilhjálmsdóttir er meidd.
Nürnberg –Wolfsburg .................................... 0:6
Sveindís Jane Jónsdóttir lék allan leikinn
meðWolfsburg, skoraði eitt mark og lagði upp
annað.
Ítalía
Parma–Juventus.............................................. 1:2
Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn
með Juventus og skoraði sigurmarkið.
ACMilan –Como............................................... 3:3
Guðný Árnadóttir lék allan leikinnmeð AC
Milan.
Fiorentina – InterMílanó..............................0:0
Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á sem
varamaður hjá Fiorentina á 18. mínútu.
Anna Björk Kristjánsdóttir sat allan tímann
á varamannabekk InterMílanó.
C-deild
Trento –VirtusVerona .................................. 0:2
Emil Hallfreðsson lék fyrstu 89mínúturnar
með Virtus Verona.
Frakkland
Bordeaux –París SG........................................ 0:3
Berglind Björg Þorvaldsdóttir var ekki í
leikmannahóp París SG.
Belgía
B-deild:
Beerschot –ClubBrugge ................................ 1:0
Nökkvi Þeyr Þórisson lék allan leikinnmeð
Beerschot.
Svíþjóð
Fyrri leikurumsæti í úrvalsdeildinni:
Uppsala –Bromapokjarna .............................0:1
Andrea Thorisson lék fyrstu 90mínúturnar
með Uppsala.