Morgunblaðið - 21.11.2022, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.11.2022, Qupperneq 4
FRÉTTIR Innlent4 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2022 Finnur Bessi Finnsson var aðeins fimmtán ára gamall þegar hann ákvað að kaupa sér sérsmíðaðan matarvagn frá Kína en hann rekur núna hamborgarastaðinn Bessa bita úr honum. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að valið hafi staðið á milli þess að kaupa matarvagn eða nýjan BMW-bíl. „Ég var búinn að vinna við að helluleggja í smá tíma og það var bara þetta eða BMW,“ segir hann og bætir við að mesta vesenið hafi falist í að sannfæra foreldrana um uppátækið. Hann segist hafa pantað matarvagninn í janúar 2021. Matarvagninn var þá sér- smíðaður og barst til landsins sjö mánuðum síðar. Að sögn Finns kostaði vagninn og flutningur- inn aðeins 2,2 milljónir. Segir hann biðina eftir vagninum hafa verið erfiða og lýsti henni sem blöndu af stressi og spennu. „Ég var mjög sáttur þegar ég opnaði gáminn og sá að það var vagn inn í honum en ekki lyklakippa.“ Finnur er núna sautján ára gam- all og vinnur í vagninum og rekur hann. Hann hóf nám í Mennta- skólanum á Akureyri haustið 2021 en hætti fyrir skömmu í skóla til að geta sinnt rekstrin- um. Hann segir að reksturinn sé búinn að ganga mjög vel og að hamborgararnir séu vel liðnir af flestum. Vagninn er nú staðsettur fyrir utan Skógarböðin í Eyja- firði gegnt Akureyri. Faðir Finns var einn af þeim sem stóðu fyrir smíði Skógarbaðanna og segir Finnur það hafa komið sér vel. „Ég fékk að sníkja mér á planið.“ Spurður hvort salan hafi gengið nægilega vel til að kaupa BMW segist Finnur hafa vaxið upp úr því áhugamáli. tomasarnar@mbl.is lKeyptimatarvagn fimmtán ára Matarvagn eða nýjan BMW? Vagn Finnur Bessi Finnsson hóf að selja hamborgara aðeins 16 ára. „Þegar það kemur svona flokkur manna minnir þetta mann bara á Sturlungaöldina þegar íbúar héraða herjuðu hverjir gegn öðrum.“ Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, um stunguárás sem átti sér stað á Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur á f i m m t u d a g s - kvöldið. Eins og greint hefur ver- ið frá strunsuðu 27 grímuklædd- ir menn inn á skemmtistaðinn á fimmtudags- kvöldið og réðust á þrjá unga menn með hnefahöggum og eggvopnum. Eitt fórnarlambanna var til dæm- is stungið sjö sinnum. Allir þrír særðust alvarlega. 20 manns hafa verið handteknir en einum sleppt. Nokkurra er enn leitað. Ríkissjón- varpið greindi frá því um helgina að tveir menn, grunaðir um verknað- inn, hefðu flúið land en það er þó enn óstaðfest. Mennirnir sem voru stungnir kveðast rólegir yfir at- burðinum og eru á batavegi. Margeir Sveinsson aðstoðaryf- irlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að mik- ið hefði verið um hótanir á milli stríðandi hópa sem áttu aðild að stunguárásinni. Þá hefur mörgum af þessum hótunum verið fylgt eftir en sem dæmi var bensínsprengju kastað að heimili einstaklings sem tengist málinu. Helgi segist hafa áhyggjur af því að þessu máli sé hvergi nærri lok- ið og hræðist þá hefndarkeðju sem virðist vera að myndast á milli stríð- andi fylkinga í undirheimum Íslands. Hann segir mikilvægt að slíta þessa atburðarás sem er að myndast sem allra fyrst og að koma í veg fyrir að hefnd fylgi hefnd eins og einkenni Íslendingasögurnar. Árásin ákveðið nýmæli Hann segir árás sem þessa vera ákveðið nýmæli á Íslandi og bendir á að vanalega eigi töluvert færri hlut að máli. Að mati Helga hljóta sterkir leiðtogar að vera fyrir hendi innan gengjanna til að hægt sé að sann- færa svo stóran hóp til að taka þátt í ódæði sem þessu. Hann segir því líklegast aðeins hægt að flokka örfáa sem gerendur í ofbeldinu og telur að flestir hafi einfaldlega flotið með í því skyni að ögra. „Að sumu leyti er þetta eins og einelti á skólalóðinni. Það eru nokkrir gerendur og síðan er fullt af áhorfendum.“ Helgi segir að greinilega sé um að ræða mjög þéttan hóp þar sem allir þekkjast vel innbyrðis. Greinilega hafi verknaðurinn verið skipulagður, með tilliti til þess að mennirnir voru með dulu yfir vitum sér. Helgi bætir við að hálfgerð vit- undarvakning þurfi að eiga sér stað meðal þessara hópa sem beita ofbeldi. Að hans mati virðast þeir ekki gera sér nægilega grein fyrir hversu hættuleg eggvopn eru. Hann segir að hending ein hafi ráðið því að mennirnir þrír hafi ekki látið líf- ið við voðaverkið. Aðspurður segir Helgi að árásarmennirnir hafi ekki endilega ætlað sér að fremja morð en að hans mati er það ákveðið form af eitraðri karlmennsku sem ræður för í þessari skaðlegu þróun sem á sér stað hér á landi en líkamsárásum virðist vera að fjölga. „Það þarf að passa að þessir hópar verði ekki viðskila við okkar sam- félagsstofnanir. Þegar við missum þessa hópa frá okkur verða þeir svo berskjaldaðir gagnvart hugmynda- fræði um eitraða karlmennsku og leiðast út í ofbeldismenningu.“ Hann bætir við að samfélagsmiðlar spili líklega stórt hlutverk gagnvart hópum sem teljast á jaðrinum eða séu með veikt bakland. Spurður hvort mennirnir þrír sem urðu fyrir árásinni þurfi á einhvers konar vernd að halda svarar Helgi því játandi. „Það er alveg klárt að þeir þurfa að vara sig og hafa hægt um sig.“ lTelur málinu ekki lokiðlHefndarkeðja sem þarf að slíta Sturlungastyrjöld í undirheimunum Tómas Arnar Þorláksson tomasarnar@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Aðför 27 menn réðust inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club á fimmtu- dagskvöldið en Helgi segir að það dragi líklega dilk á eftir sér. Helgi Gunnlaugsson Öll sveitarfélög landsins eru farin að innleiða breytingar á meðhöndl- un úrgangs sem boðaðar eru í lögum sem taka gildi um áramót. Þröngur tímarammi og óvissa um kostnað hafa gert það að verkum að sveitarfélög- in eru komin mislangt á veg. Nýju lögin kveða á um það að öll heimili í þéttbýli eigi að flokka sorp í fjóra flokka; pappa og pappír, plast, lífrænan úrgang og bland- aðan úrgang. Auk þess á að skila gleri, málmum og textíl á grenndarstöðvar. Eygerður Margrétardóttir, verk- efnisstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir í samtali við Morgunblaðið að aukin samvinna milli sveitarfélaga verði lykillinn að farsælli innleiðingu. Hún bendir á að könnun sem samtökin stóðu fyrir í sumar hafi leitt í ljós mikinn samstarfsvilja milli sveitarfélaga sem ekki hafi sést áður. Vantar upplýsingar „Ef við horfum til nágrannalanda okkar þá er miklu meiri hefð fyrir samstarfi sveitarfélaga yfir stór svæði, þar sem sveitarfélög bjóða út sameiginlega og reka innviði saman eins og til dæmis endurnýtingar- stöðvar. Ég held að kostnaðurinn og hvernig það gengur að innleiða þessar breytingar velti á því hversu dugleg sveitarfélögin eru að vinna saman að þessu,“ segir hún. Eygerður segir það áskorun fyrir sveitarfélög að uppfylla þessar kröfur á svo skömmum tíma, en lögin voru samþykkt í júní 2021, fyrir aðeins um einu og hálfu ári. Hún bendir til dæmis á það að gert sé ráð fyrir að innleiða farsældar- Þörf á sam- vinnu um sorp lÞröngur tímarammihaft áhrif lögin á fimm árum. „Sveitarfélögin eru mörg hver með þessa þjónustu í útboði og þá með innkaupasamn- inga við verktaka um þjónustuna. Þessir samningar eru margir hverjir til fimm, jafnvel sjö ára, þannig að þau þurfa að taka upp þessa samninga og nú eru þau að vinna með sínum verktökum að því að innleiða þetta.“ Eygerður gagnrýnir að ekki séu aðgengilegar upplýsingar um það hve mikill úrgangurinn er og hvernig tegundir úrgangs skiptist niður á milli sveitarfélaga. Sveitar- félögin þurfa að uppfylla ákveðin markmið sem sett eru fyrir í lög- unum. Minnka þarf urðun og auka endurvinnslu. Þessi óvissa gerir það erfitt fyrir sveitarfélögin að reikna út stöðu sína þegar kemur að áðurnefndum markmiðum. Margir óvissuþættir „Það þarf líka að horfa til þess að það er eitt að safna úrgangi, en svo þurfa að vera innviðir til þess að meðhöndla úrganginn sem safnast með réttum hætti. Það þarf að skoða sérstaklega, til dæmis hvað varðar meðhöndlun á lífrænum úrgangi. Ef við förum að safna lífrænum úrgangi við heimili í þéttbýli á öllu landinu þá hefur ekki verið skoðað hvort að það séu hreinlega til staðar innviðir til þess að meðhöndla allan þann úrgang. Það er ákveðinn óvissuþáttur.“ Spurð út í kostnað við inn- leiðinguna segir Eygerður kveðið á um í lögunum að tekjur frá úr- vinnslusjóði eigi að vega upp á móti auknum kostnaði við innleiðinguna, en óljóst er upp að hvaða marki sjóðurinn muni hlaupa undir bagga. „Það hefði verið betra ef það væri ljóst að hve miklu leyti úrvinnslu- sjóður mun greiða aukinn kostnað. En ég held að það muni klárlega skila sér í aukinni hagræðingu og ef við horfum á næsta ár, þá þarf að bæta verulega í fjárfestingu og upp- byggingu innviða til að meðhöndla úrgang.“ Logi Sigurðarson logis@mbl.is Eygerður Margrétardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.