Morgunblaðið - 21.11.2022, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.11.2022, Qupperneq 8
FRÉTTIR Innlent8 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2022 Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes • www.gaeludyr.is Jólagjafir gæludýranna færðu hjá okkur Ríflega helmingur frá Tuborg lMinni sala á jólabjór fyrstu tvær vikurnar í ár en á sama tíma í fyrra Minni sala var á jólabjór í Vínbúðum ÁTVR fyrstu tvær vikurnar á nýhöfnu sölutímabili en á sama tíma í fyrra. Sala hófst í Vínbúðunum fimmtudaginn 3. nóvember síðastliðinn. Fyrstu tvær vikurnar í fyrra, frá fimmtu- degi til og með miðvikudegi, var salan um 251 þúsund lítrar. Í ár nam salan frá fimmtudegi til og með miðvikudegi, 3.-16. nóvember, 232.800 lítrum. Samdráttur í sölu nemur alls 7,3%. Rétt eins og fyrri ár er Tuborg julebryg langvinsælasti jólabjór- inn hér á landi. Alls voru tæp 56% allra jólabjóra sem seldust fyrstu tvær vikurnar í Vínbúðunum Tuborg julebryg. Það er nokkru meira en á sama tímabili í fyrra en þá var 50% allra jólabjóra Tuborg. Næstvinsælasti jólabjórinn í ár er Víking jólabjór en sá þriðji vinsæl- asti er Gull lite jól white ale. Alls eru 99 tegundir jólabjórs til sölu í Vínbúðunum að þessu sinni. Þar af eru 73 íslenskar tegund- ir en 26 erlendar. Þær íslensku voru 76 í fyrra en þær erlendu 32. Framboð á jólabjórum hefur auk- ist hratt síðustu ár. Árið 2015 voru 34 tegundir í boði og framboðið náði hámarki í fyrra með 108 tegundum. Morgunblaðið/Eggert Gleði Komu jólabjórsins var fagnað á krám í miðborg Reykjavíkur. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Vopnfirðingar sigr- uðu í legókeppninni Liðið Dodici úr Vopnafjarðarskóla fór á laugardag með sigur af hólmi í hinni árlegu tækni- og hönnunar- keppni First Lego League. Keppnin er á vegum Háskóla Íslands og er ætlað að efla færni og lausnamið- aða hugsun hjá grunnskólanemum. Keppnin hefur verið haldin um árabil en féll niður árið 2020 og var á netinu í fyrra sökum heimsfar- aldursins, Orkunýting og auðlindir jarðar var þemað í ár. Þau 15 lið sem skráð voru til leiks fengust því við fjölbreytt verkefni og þrautir þeim tengd. Sem dæmi fengu krakkarnir það verkefni að að for- rita vélmenni úr tölvustýrðu legói. Að auki voru verðlaun veitt fyrir einstaka hluta keppninnar. Verð- laun fyrir bestu liðsheildina hlaut AI-liminati úr Landakotsskóla, fyrir besta nýsköpunarverkefnið vann Z.E.L.J.K.O. úr Garðaskóla, fyrir bestu forritun og hönnun vélmennis vann Hleðzlan úr Brúarásskóla á Fljótsdalshéraði og fyrir vélmenna- kappleik vann Dodici. Með sigrinum öðlaðist Dodici þátttökurétt í úrslitakeppninni: First Lego League Skandinavia sem verður haldin í Ósló þann 3. des nk. ari@mbl.is Morgunblaðið/Óttar Fagnað Með sigrinum öðlaðist Dodici þátttökurétt í úrslitakeppni í Ósló. STAKSTEINAR Umhverfisbruðl? Frjálst land á blog.is fjallar um ýmsar aðgerðir sem eiga að vera í þágu umhverfisins og er fjarri því sannfært um gagnsem- ina. „Hringrásarhagkerfið“ er sagt „enn ein flækjan af 4 draumóra- kenndum EES-tilskipunum. Lögin eru tískulög umhverfispresta og Brussel sniðin að þéttbýlum meng- uðum svæðum. Kostnaðurinn á sveitarfélögin (Mbl. 17.11.2022) og heimilin verður mikill og óþarfur. Eins og lengi hefur verið þekkt er besta almenna aðferðin við að hringrása sorpi að urða það þar sem lífríki jarðvegsins brýtur það niður og býr til nýjan jarðveg skattgreiðendum og heimilum að kostnaðarlausu.“ Skattafsláttur rafbíla er einnig ræddur og sagt: „Rafbíla- bruðlið á nú að framlengja og láta almenning borga milljarðafjöld (Mbl. 16.11.2022) fyrir eigendur þungra, mengandi og vegslítandi rafhlöðubíla. Eigendur venjulegra bíla eiga svo náðarsamlegast að fá að borga veggjöld ofan á allar álögurnar á eldsneytið og bílana þeirra. Þykkum bunkum af gagns- lausum EES-lögum um „loftslags- mál“ og „kolefnishlutleysi“ hefur Alþingi komið á landsmenn, síðasta vitfirringin var samþykkt í fyrra og verið að söðla á lands- menn nú.“ Loks segir Frjálst land: „Um- hverfistrúarprestarnir, og okkar máttlausi löggjafi sem hlýðir hverjum draumi á fætur öðrum frá Brussel, afsakar vax- andi áþján, skattlagningu og bruðl með því að verið sé að berjast gegn hlýnun loftslags. Það er óskamm- feilin rangfærsla byggð á vísinda- fölsunum.“ Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni www.mbl.is/mogginn/leidarar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.