Morgunblaðið - 21.11.2022, Side 12
FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf12
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2022
VANDAÐIR
STÓLAR
fyrir ráðstefnu- og fundarsali
Mikið úrval af húsgögnum og innréttingum fyrir hótel,
mötuneyti, veitingastaði, ráðstefnur, fundi o.fl.
Komdu og kynntu þér úrvalið.
Við sérpöntum eftir þínum óskum!
Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími: 580 3900 | fastus.is
Vonir standa til að auka vörufram-
boðið smám saman, s.s. með því að
bjóða upp á nýjar leiðir í sparnaði og
lán til viðskiptavina þegar aðstæður
leyfa. Tryggvi segir að áherslanmuni
alltaf verða á að þjónusta einstaklinga
og halda rekstrinum sem einföldust-
um: „Mín uppáhaldssíða í indó-snjall-
símaforritinu er verðskráin, sem
er stutt og einföld, og sett fram á
auðskiljanlegan hátt. Til samanburð-
ar þá eru verðskrár stóru bankanna
ekki aðgengilegar nema í löngum
skjölum sem skrifuð eru með smáu
letri og rituð á bankamáli sem engan
eðlilegan mann langar til að reyna
að skilja.“
Munar um færslugjöldin
og gjaldeyrisálagið
Áætlar Tryggvi að dæmigerður við-
skiptavinur geti sparað á bilinu 30.000
til 50.000 kr. á ári með því að færa
viðskipti sín yfir til indó.
„Ef ég tek sjálfan mig sem dæmi
þá framkvæmi ég um 100 færslur á
mánuði og myndi hjá hefðbundnum
banka borga fyrir það um 1.800 kr. í
færslugjöld, eða um og yfir 20.000 kr.
á ári. Ofan á það bætist kortanotkun
erlendis, í fríum eða í gegnum net-
verslun, sem að meðaltali nemur um
300.000 kr. á ári hjá Íslendingum. Þar
rukkar hefðbundinn banki álag fyrir
gjaldeyrisskipti, um 2,5 til 4% á hverja
færslu. Hjá indó eru hins vegar engin
færslugjöld og ekkert álag á erlendar
færslur. Þar liggur hinn raunverulegi
sparnaður."
Of strangar reglur
hamla nýsköpun
Að setja sparisjóð á laggirnar er
hægara sagt en gert. Tryggvi segir
regluverkið flókið og að það útheimti
mikla vinnu og peninga að fullnægja
öllum kröfum. „Það á að vera erfitt
að stofna banka, enda er það mikið
alvörumál að taka við innlánum frá
fólki,“ segir hann en bætir við að ef til
vill sé regluverkið aðeins of þungt í vöf-
um: „Það ermikilvægt að regluramm-
inn sé almennur og komi ekki sérstak-
lega niður á nýjum aðilum. Því er vert
að skoða hvort ekki mætti liðka fyrir
til að efla nýsköpun enn frekar á fjár-
málamarkaði. Eftir því sem nýju fyr-
irtækin yrðu stærri myndu kröfurnar
síðan fara vaxandi. Þannig getum við
farið nýjar leiðir og aukið samkeppni,
neytendum til hagsbóta.“
Stjórnendur sparisjóðsins indó (ritað
með litlum upphafsstaf) hafa farið ró-
lega af stað og gætt þess að taka ekki
við of mörgum viðskiptavinum í einu.
Tryggvi BjörnDavíðsson stofnaði indó
meðHauki Skúlasyni og segir Tryggvi
að nú þegar séu um 1.500manns kom-
in í viðskipti við sparisjóðinn og um
það bil 7.000 á biðlista en áhugasamir
geta skráð sig á listann á heimasíðu
indó.
Viðskiptavinirnir hafa verið duglegir
að veita gagnlega endurgjöf og segir
Tryggvi að frá því starfsemin hófst
hafi indó að jafnaði gert um þrjár til
fimmbreytingar á dag á snjallsímafor-
riti bankans – bæði stórar og smáar – í
takt við þær ábendingar og óskir sem
viðskiptavinir hafa komið með.
Er nú svo komið að óhætt er að leyfa
viðskiptavinahópnum að vaxa hraðar
og reiknar Tryggvimeð að á komandi
mánuðum verði hægt að bæta við um
500 nýjum viðskiptavinum vikulega.
Verði að hámarki 20
manna vinnustaður
Indó þjónustar einvörðungu ein-
staklinga og leggur áherslu á að hafa
vöruframboðið einfalt, vexti hagstæða
og halda hvers kyns þjónustugjöldum
í lágmarki. Sparisjóðurinn notar nýj-
ustu tækni til að hafa sem smæsta yfir-
byggingu og fá viðskiptavinir að njóta
góðs af hagræðinu: „Við erum ekki
nema þrettán manns og ef við færum
úr 1.500 í 10.000 viðskiptavini myndi
ekki þurfa að bæta við nema samtals
tveimur eða þremur nýjum störfum
í forritun og þjónustu viðskiptavina.
Stefna okkar er að starfsfólkið verði
ekki fleira en 20 talsins og teljum við
okkur þannig getað þjónustað stóran
hóp viðskiptavina á hagkvæman hátt,“
útskýrir Tryggvi.
Er þetta mun minni yfirbygging en
hefðbundnir bankar geta státað af og
nefnir Tryggvi sem dæmi um hvað
reksturinn er léttur að það nægi indó
að leigja 140 fermetra skrifstofurými
í Lágmúla þar sem mánaðarleigan er
um 370.000 kr. „Hefðbundnir bankar
eru með mun flóknari rekstur og
eru allt í senn, viðskiptabankar, fyr-
irtækjabankar, eignastýringar- og
markaðsfélög. Hvert svið býður fjöld-
ann allan af vörum og þarf hundruð
samþættra tölvukerfa til að halda
utan um reksturinn. Þetta hefur í för
með sér mikinn kostnað sem kemur
á endanum niður á viðskiptavinum,“
segir Tryggvi.
l Um 7.000manns eru á biðlista til að opna reikning hjá sparisjóðnum indól Mætti skoða að leyfa sprot-
um á fjármálamarkaði að vinna eftir einfaldari og minna íþyngjandi reglum til að hvetja til nýsköpunar
Áekki að verða stór vinnustaður
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Ljósmynd/indó
FlækjustigTryggvi leggur til að reglunumverði hagað þannig að ekki verði gerðar jafnstrangar kröfur til fjármálasprota
og gerðar eru til stóru og rótgrónu félaganna. Síðanmætti smám saman auka kröfurnar eftir því sem sprotarnir stækka.
Létt og lipur
» Indó notar nýjustu tækni
til að halda yfirbyggingu og
kostnaði í lágmarki.
»Rukkar viðskiptavini hvorki
um færslugjöld né leggur álag
á gjaldeyrisviðskipti.
»Dæmigerður viðskiptavinur
getur vænst þess að spara
30.000 til 50.000 kr. árlega.
»Leggja áherslu á einfaldleika
og gagnsæi. Verðskráin er
stutt og skýr.
»Regluverkið getur haft
hamlandi áhrif á nýsköpun og
samkeppni á bankamarkaði.
21. nóvember 2022
Gjaldmiðill Gengi
Dollari 143.64
Sterlingspund 171.03
Kanadadalur 107.58
Dönsk króna 20.017
Norsk króna 14.2
Sænsk króna 13.56
Svissn. franki 150.69
Japanskt jen 1.026
SDR 188.69
Evra 148.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 180.2918
Smám saman er að komast skýr-
ari mynd á eðli og umfang fjár-
hagsvanda rafmyntakauphallar-
innar FTX og hve kostnaðarsamt
gjaldþrot félagsins verður.
Reuters greindi frá því á
sunnudag að FTX áætli að fé-
lagið skuldi 50 stærstu kröfu-
höfum sínum nærri 3,1 milljarð
dala. Þar af skuldar félagið tíu
stærstu kröfuhöfunum 1,45
milljarða dala.
Áður hefur verið greint frá því
að viðskiptavinir FTX hafi verið
ummilljón talsins og er búist við
að þeir kunni að tapa rafmynta-
innistæðum sínum aðmestu eða
öllu leyti.
Stjórnendur þrotabús FTX
upplýstu um það á laugardag að
verið væri að kortleggja eignir
félagsins á heimsvísu svo að
koma mætti þeim í verð.
Þá greindi Wall Street Journ-
al frá því á föstudag að nýir
stjórnendur FTX hefðu þegar
rekið þrjá af æðstu stjórnendum
rafmyntakauphallarinnar: með-
stofnandann GaryWang, yfir-
verkfræðinginn Nishad Singh
og Caroline Ellison sem stýrði
Alameda Research, fjárfestinga-
félagi FTX. ai@mbl.is
l Tíu stærstu
kröfuhafar FTX
eiga inni 1,45
milljarða dala
FTX hefur tiltekt
AFP/Joe Raedle
Víða FTX hafði m.a. gert kostunar-
samning við íþróttahöllina sem
hýsir körfuboltaliðið Miami Heat.