Morgunblaðið - 21.11.2022, Síða 14

Morgunblaðið - 21.11.2022, Síða 14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2022 14 STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Pistill Í félagsskapspillingareða frelsis? S umarfríið í Frakklandi 2016 er enn í fersku minni. Við konan mín, dætur okkar, aðrir úr nánustu fjölskyldu og vinir áttum þar saman frábæra daga. Fótbolta- veisla EM og fjölskyldufrí. Hvað getur klikkað? Nú er heimsmeistaraboltinn farinn að rúlla í Katar og listinn yfir það sem getur klikkað lengist daglega. Til að verja valið á sínum tíma lofaði FIFA að sambandið myndi krefjast umfangsmikilla úrbóta varðandi kerfisbundin mannréttindabrot stjórnvalda. Þá átti mótið að verða fyrsta kolefnishlutlausa heimsmeistaramótið. Og stjórn FIFA þóttist trúa því að stjórnvöld í Katar gætu ráðið veðurfarinu svo hægt yrði að halda mótið að sumarlagi þegar hitinn er alla jafna óbærilegur þar í landi. Nú er ljóst að FIFA hefur gefið svo hraustlegan afslátt af skilyrðunum að ekki virðist einu sinni vilji til að tryggja sæmilega öryggi þeirra sem mæta. Töluvert hefur verið fjallað um hörmulegar aðstæð- ur farandverkamanna sem unnu að uppbyggingu í Katar en talið er að mörg þúsund þeirra hafi látið lífið. Ekki tókst FIFA að tryggja öryggi kvenna sem störfuðu við skipulagningu. Hin mexíkóska Paola Schiekat þurfti að flýja land eftir að hafa tilkynnt nauðgun af því að með því varð hún, samkvæmt katörskum yfirvöldum, sek um að stunda kynlíf utan hjónabands og átti yfir höfði sér sjö ára fangelsisvist. Þá er samkynhneigð ólögleg í ríkinu og yfirvöld í Katar hafa enga viðleitni sýnt til að tryggja öryggi hinsegin fólks á meðan á mótinu stendur. Í síðustu viku birtu samtökin Carbon Market Watch skýrslu sem sýnir að Katar er langt frá því að uppfylla loforð sín um kolefnishlutleysið. Kannski verður það svo bjórdropinn sem endanlega fyllir mælinn en rétt fyrir helgi tóku yfirvöld í Katar U-beygju varðandi bjórsölu á mótinu þar sem þau tilkynntu þvert á fyrri fyrirheit að aðeins óáfengir drykkir yrðu til sölu á leik- vöngunum, með einhverjum undanþágum þó fyrir útvalda. Hvað sem öllu þessu líður er staðreynd að boltinn er farinn að rúlla í Katar. Þá er vissulega hætt við að fátt annað komist að og stjórnvöldum í Katar takist að baða sig í jákvæðri athygli. En vaxandi þungi í gagnrýninni, af hálfu almennings og í kjölfarið auglýsenda, gefur ákveðin fyrirheit um að hér hafi botninum verið náð. Að alþjóðlega fótboltahreyfingin muni slíta á tengsl við sérhagsmuni, spillingu og græðgi og nota styrk sinn til að halda á loft áherslu á frelsi og mannréttindi. Það er í þeim félagsskap sem fótboltaíþróttin á heima. Frjáls lýðræðisríki eiga ekki að gefa neinn afslátt þar. HannaKatrín Friðriksson Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. hannakatrin@althingi.is Umferðarslys Ígær var alþjóð- legur minningar- dagur fórnarlamba umferðarslysa og því miður er allt of margra að minnast á þeim degi. Þó verður að hafa í huga að árangur hefur náðst í þessum efnum hér á landi og hefur umferðarslysum fækk- að umtalsvert það sem af er þessari öld. Á þessu eru ýmsar skýringar, svo sem betri bílar, betri vegir og breytt viðhorf almennings. Allt er það til bóta og ánægjuefni. Eitt er þó sem vekur áhyggjur og það er slysatíðnin á rafskút- um, en eitt hörmulegt dæmi um þetta varð einmitt um helgina þegar ungur maður lést á slíku farartæki í árekstri við hóp- ferðabifreið. Þessi farartæki eru ný og eflaust komin til að vera, en það þarf miklu meiri umræðu um hættuna sem þeim fylgir og hve nauðsynlegt er að þeim sé ekið af fyllstu varúð um leið og aðrir ökumenn verða að læra að sýna varúð gagnvart þessu nýja ökutæki. Rafskútur geta verið gagnleg farartæki, en þær mega ekki áfram vera sú stórhættu- lega slysagildra sem þær hafa því miður reynst vera hingað til. Rafskútur mega ekki áfram vera stórhættuleg slysagildra} Skiljanlegur ótti Forsætisráð- herra Eist- lands, Kaja Kallas, hefur eðli máls samkvæmt miklar áhyggjur af yfirgangi og árásarhneigð Rússlands, eins og fram kom í heimsókn blaðamanns Morgun- blaðsins til Eistlands og sagt var frá í Sunnudagsblaðinu. Kallas ræddi við blaðamenn um innrás Rússa í Úkraínu og þá miklu aðstoð sem Eistar hefðu veitt Úkraínumönnum þegar horft er til smæðar Eistlands, en þar búa aðeins 1,3 milljónir manna. Eistar eiga tæplega þrjú hundruð kílómetra landamæri að Rússlandi og eru því uggandi þegar þeir horfa upp á það hve Rússar, sem eru rúmlega eitt hundrað sinnum fleiri, eru vilj- ugir að ráðast á nágranna sína. Kallas benti á að Rússar hefðu verið að færa sig upp á skaftið undanfarin ár. Hún vísaði til þess að þeir hefðu hernumið tvö sjálfstjórnar- héruð Georgíu árið 2008 og Krímskaga árið 2014. „Þegar þeir hernámu Krímskaga voru hersveitirnar ekki merktar Rússlandi, líkt og þeir skömm- uðust sín fyrir athæfi sitt. En þegar þeir sáu að innrásin hafði ekki slæm áhrif fyrir þá í al- þjóðasamfélaginu, lærðist þeim að þeir gætu farið sínu fram grímulaust,“ sagði hún, og benti réttilega á að Kína fylgdist með framvindunni til að meta hvað hægt væri að komast upp með í samskiptum þjóða. Forsætisráðherrann sagðist einnig telja að við værum nú „að súpa seyðið af því að það fór aldrei fram almennilegt uppgjör við stríðsglæpina sem framdir voru í valdatíð Stalíns, sambærilegt við uppgjörið sem fékkst í gegnum Nürnberg-rétt- arhöldin þegar réttað var yfir fyrrverandi valdamönnum í Þýskalandi nasismans.“ Hún bætti því við að lykilatriði væri að Rússar yrðu sóttir til saka fyrir „þá stríðsglæpi og þjóðarmorð sem þeir stunda nú í Úkraínu,“ auk þess sem þeir þyrftu að sæta ábyrgð vegna yfirgangs síns og árásarhneigðar. Kallas tók einnig fram að hún sæi því miður engin merki þess að Rússland yrði nokkru sinni lýðræðisríki, en hætt er við að þó að töluvert skorti upp á lýðræðið í Rússlandi þá sé enn fjarlægara að réttað verði yfir Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu, nema þá mögulega að nafninu til án þess að það hafi nokkra raunverulega þýðingu fyrir þá sem hlut eiga að máli. Framganga Rússa gagnvart nágrönnum sínum hefur verið með miklum ólíkindum undan- farinn hálfan annan áratug eða svo. Um það ræður Pútín forseti eflaust miklu, en eins og Kallas bendir á er hann ekki einn á báti þó ástæða sé til að vona að almennir Rússar vilji fremur lifa í friði en ófriði við nágranna sína. Hörmungarnar sem Úkraína hefur mátt þola á þessu ári eru skelfilegar og mikilvægt að árásunum linni eins fljótt og auðið er, enda hætt við enn meiri hörmungum á næstunni þegar vetur gengur í garð og orkuinnviðir landsins eru sundursprengdir. Augljóst er að áhugi á að ná samningum fer vaxandi utan Úkraínu en þó er talað um að Úkraína ráði ferðinni í þeim efnum. Á endanum er óhjákvæmilegt að samningar náist um stríðslok. Um leið er nauðsynlegt að það gerist út frá styrk af hálfu Úkraínu og að samningarnir sendi ekki þau skilaboð að árásaraðili sé verð- launaður fyrir ofbeldið. Þetta er vandmeðfarið úrlausnarefni en vitaskuld er allra hagur, ekki síst þeirra sem lifa við stöðugt sprengjuregn, að ófriðnum ljúki sem fyrst. Eistar hafa miklar áhyggjur af stóra nágranna sínum} F yrr á þessu ári lauk ver- kefninu Pappírsslóð rakin en tilgangur þess var að komast að uppruna þess pappírs sem notaður var í skjölum, handritum og bókum á Íslandi á 16. og 17. öld með greiningu á vatns- merkjum í pappír. Silvia Hufnagel, fræðimaður hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, var ein þeirra sem starfaði að verk- efninu sem tók ríflega þrjú ár. Verkefni þetta var umfangs- mikið og voru rannsökuð rúm- lega 140 skjöl og 350 handrit ásamt 36 prent- uðum bókum. Vatnsmerki í þeim voru greind og skráð í gagnagrunn. Auk þess voru 480 vatnsmerki í 98 skjölum, 61 handriti og einni bók mynduð með sérstökum búnaði sem leigður var frá Þýskalandi. Meðal þess sem var til rannsókn- ar var elsta íslenska pappírsbréfið sem varðveist hefur. Það er frá árinu 1437, skrifað af Þorvarði Loftssyni bónda á Möðruvöllum í Eyjafirði og er frumrit jarðakaupa- bréfs. Í ljós kom að vatnsmerki er á bréfinu, drekahali sem er brot af stærra vatnsmerki sem er mynd af dreka. Drekavatnsmerki hafa verið tengd svæðinu milli Utrecht og Arnhem, nálægt Rín, þar sem Holland er nú, á árunum 1351–1451, þó aðallega 1411–1431. Rannsakaði aldur pappírsins Silvia Hufnagel segir í samtali við Morgunblaðið að pappír hafi komið til landsins á 15. öld að öllum líkindum fyrir tilstilli biskupsins Jóns Tófasonar og fjölskyldunnar á Möðruvöllum. „Notkun pappírs var hjá efstu stéttum, hjá biskupinum Jóni Tófasyni og á svæðinu kring- um Hóla í Hjaltadal og fjölskyldunni frá Möðruvöllum í Eyjafirði, Lofti Guttormssyni og syni hans Þorvarði og tengdadóttur Margréti Vigfúsdóttur.“ Varðandi elsta íslenska pappírs- bréfið segir Silvia að þar sem legið hafi fyrir hvenær það var skrifað hafi vatnsmerkjarannsókn hennar beinst að því að finna út hversu gamall pappírinn var, hvar hann hafi verið framleiddur og hver hafði viðskipti með hann. Í ljós kom að pappírinn var minnst 10-12 ára gamall þegar hann var notaður á Íslandi og var hann framleiddur í Frakklandi. „Venjulega var pappír notaður innan nokkurra ára en aldurinn bendir til þess að skrifarinn hafi ekki keypt hann. Þorvarður var bara unglingur þegar pappírinn var framleiddur en Loftur faðir hans keypti pappír. Eftir fráfall hans notaði Þorvarður pappír sem faðir hans lét eftir sig,“ segir Silvía og bætir við að athyglisvert sé að pappír hafi verið notaður í alls kyns tilgangi á 15. öld, ekki bara til að skrifa á heldur líka til að innsigla bréf, fyrir myndir sem voru annað hvort málaðar eða prentaðar og fyrir kirkjugögn. Verslað við Hansakaupmenn Pappírsnotkun jókst á 16. öld að sögn Silvíu en fram til 1540 var hann að mestu notaður í skjöl eins og fram kemur í BA-ritgerð Örnu Bjarkar Stefánsdóttur. „Ögmundur Pálsson Skálholtsbiskup, eftirmað- ur hans Gissur Einarsson og Jón Arason Hólabiskup eru þeir sem notuðu pappír mest eftir varðveisl- unni að dæma. Eggert Hannesson hirðstjóri var líka drjúgur „pappírs- maður“,“ segir Silvia. Fann drekamerki á elsta pappírsbréfinu Varðveisla Silvia rannsakaði pappír í skjölum, handritum og bókum á Íslandi á 16. og 17. öld. Hægra megin er elsta pappírsbréfið frá 1437. SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússo hdm@mbl.is n Á síðari helmingi aldarinnar jókst framleiðsla pappírshandrita töluvert. Flest þeirra voru lögbæk- ur en bara örfá sagnahandrit og almanök voru skrifuð á pappír á 16. öld, að sögn Silviu. Nær allar eignaskrár og máldagar voru hins vegar skrifuð á pappír, einkum varðandi biskupsstóla og konungs- eignir. Eftir 1570 hófst svo prentun bóka fyrir alvöru. Guðbrandi biskup Þorlákssyni hafi þó reynst erfitt að afla sér nægra pappírsbirgða, segir Silvia. Í bréfum hans megi sjá að hann hafi beðið vini sína erlendis um að senda sér pappír. „Þá nefnir hann líka að Hamborgarkaup- menn höfðu sent honum pappír en ekki nóg enda væri hann búinn að nota allt. Ég fann vatnsmerki í Guðbrandsbiblíu sem bendir til þess að pappírinn hafi verið framleiddur í N-Þýskalandi og seldur Hansa- kaupmönnum enda var pappír með sama vatnsmerki notaður á svæði við Eystrasalt. Allt þetta bendir til að Hansakaupmenn hafi selt Íslendingum pappír sem var framleiddur fyrir norðan Alpana. Auðvitað keyptu Íslendingar líka pappír þegar þeir voru í útlönd- um, t.d. Gissur biskup Einarsson, sem skráði pappírskaup tvisvar á ferðum sínum um Hamborg og Kaupmannahöfn 1539-1540,“ segir Silvia sem nú vinnur að nýju verk- efni, Hringrás pappírs, þar sem hún rannsakar samhengi pappírs, vatns- merkja og handritagerðar nánar, ásamt endurnotkun pappírs. Silvia Hufnagel

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.